Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Umbrotatímar deilihagkerfis

adalmynd2.jpg
Auglýsing

Heims­meist­ara­mót FIFA í Bras­ilíu trekkir að 3,7 millj­ónir ferða­menn þetta árið. Flestir þeirra gista á hót­el­her­bergjum eða gisti­heim­ilum eins og við má búast. Einn af hverjum fimm hafa hins­vegar kosið að hreiðra um sig í íbúðum heima­fólks.

Bras­il­íu­menn eru þekktir fyrir hlý­legt við­mót en svo er ekki að gisti­plássin standi fólki til boða án end­ur­gjalds. Plássin voru öll aug­lýst til leigu á vef­síð­unni Air­bnb.

Deili­hag­kerfið



Air­bnb er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem kenna sig við deili­hag­kerfið (e. shar­ing economy). Fjár­festar binda vonir við að deili­hag­kerfið riðji sér til rúms og að með raf­rænum mark­aðs­torgum megi auka nýtni sem skili sér til neyt­enda í hag­kvæmni og fjöl­breytt­ari fram­boði. Vaxt­ar­mögu­leikar þess­ara sprota er mik­ill þar sem fram­boð og eft­ir­spurn á vörum og þjón­ustu er mætt af not­endum síð­unnar en ekki virð­is­keðju fyr­ir­tæk­is­ins.

Fjár­fest­ing og eign þess­ara félaga er mæld í not­enda­fjölda og virkni fremur en afkasta­getu verk­smiðja og fjölda sölu­staða.

Auglýsing

Air­bnb lauk nýverið fjár­mögnun þar sem fyr­ir­tækið var metið á 10 millj­arða doll­ara. Heild­ar­fjár­magn sem dælt hefur verið í sprot­ann slagar hátt í millj­arð doll­ara. Verð­matið þótti mörgum merki um bólu­myndun í nýsköp­un­ar­fjár­fest­ingu líkt og þeirri sem sprakk um alda­mót­in. Fyr­ir­tækið var stofnað fyrir aðeins sex árum með ein­falda hug­mynd um að tengja saman ferða­langa og eig­endur svefn­sófa. Í dag er eig­endum fast­eigna gert kleift að leysa úr læð­ingi falið virði eigna sinna og hámarka nýtni með því að leigja pláss til fólks, hvort eð er auka­her­bergi, tré­hús út í garði eða heilu sveita­vill­urnar með sund­laugum og det hele. Með ein­faldri leit á vef­síðu Air­bnb má sjá að hund­ruðir hér á landi drýgja tekjur sínar með þessum hætti yfir sum­ar­mán­uð­ina.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/32[/em­bed]

Úr 30 þús­und í 300 þús­und gístinætur



Air­bnb teygir nú anga sína til 190 landa og þús­undir borga. Fyrir tveimur árum fimmtu­dag­inn 19. júní voru 30,000 gistinætur bók­aðar í gegnum vef­inn. Nú í síð­ast­lið­inni viku á sama degi voru þær 300,000 tals­ins.

Þjón­ustan inn­heimtir þóknun fyrir hverja bókun en sleppur við ýmsan rekstr­ar­kostnað sem hefð­bundin hótel og gist­hús þurfa að standa und­ir. Sam­an­burð­ur­inn er áhuga­verð­ur, en rekstr­ar­mód­elið er í raun gjör­ó­líkt.

Uber snið­gengur þröngt reglu­verk



Svip­aða sögu er að segja af leigu­bíla­fyr­ir­tæk­inu Uber. Nýj­ungin þar felst í að bóka far með aðstoð snjall­síma. Appið sér um að finna næstu Uber bif­reið, mæla vega­lengd, gjald­færa, birta skrán­ingu bíl­stjór­ans, áætla ferða­tíma o.fl. Í London var þjón­ust­unni nýverið hleypt af stokk­unum en við­tökur voru síður góðar hjá hand­höfum leigu­bíla­leyfa. Öku­menn hinna ein­kenn­andi svörtu black cabs í Lund­únum sjá fram á harðn­andi sam­keppni og mót­mæltu með því að stöðva umferð víðs­veg­ar.

Uber snið­gengur þröngt reglu­verk og eft­ir­lit leigu­bíla með umdeildum króka­leið­um, þ.e. með því að skil­greina sig ekki sem leigu­bíla­þjón­usta heldur ann­ars vegar eðal­vagna­þjón­usta eða bíla­leigu eftir því sem hentar betur hverju sinni.

Hér á landi ganga leigu­bíla­leyfi sölu manna á milli fyrir háar fjár­hæðir þar sem fram­boð á leyfum er langt undir eft­ir­spurn. Með núgild­andi fyr­ir­komu­lagi eru stjórn­völd ann­ars vegar að koma til móts við neyt­endur með eft­ir­liti og hins­vegar gagn­vart bíl­stjórum og leigu­bíla­stöðum eru tekjur tryggðar með tak­mörk­uðu fram­boði. Hvar­vetna sem Uber drepur fæti storkar snjall­þjón­ustan þessu jafn­vægi – eða öllu heldur ójafn­vægi. Í mörgum borgum hefur þjón­ustan verið bönnuð með öllu til að vernda starfs­stétt leigu­bíl­stjóra. Dæmi eru um að bréfa­skriftir til emb­ætt­is­fólks og áróður í fjöl­miðlum hafi undið ofan af slíkum bönn­um.

BRITAIN-EUROPE-TRANSPORT-TAXI-TECHNOLOGY-STRIKE

Snjall­lausnir greiði götur deili­hag­kerf­is­ins



Ný­sköp­un­ar­sjóðir binda vonir við að snjall­lausnir greiði götur deili­hag­kerf­is­ins á fleiri svið­um. Frum­kvöðlar kepp­ast við að heim­færa hug­mynda­fræð­ina á ýmsa vöru­flokka og þjón­ustu. Skoð­ana­kann­anir benda til þess að enn örli á íhalds­semi í fólki, þ.e. að fæstir vænti þess að drýgja tekjur af því að finna fleirum not á eigum sín­um, eða ímyndi sér að nýta slíka þjón­ustu. Ef til vill er það munur kyn­slóða hvort að fólk geti hugsað sér að veita ókunn­ugum aðgang að íbúð­inni sinni yfir helgi eða lána kjól til konu í næstu götu í sömu mitt­is­stærð. Yngri kyn­slóðir þekkja það úr sjón­varps­þátt­unum Fri­ends að á Man­hattan er búseta óraun­hæf fyrir flesta ef hver og einn gerir kröfu um eigin inn­gang, bað og eld­hús. En með því að deila er hægt að auka lífs­gæði með betri nýt­ingu og lifa í sátt og sam­lyndi með félögum sínum og lífs­föru­neyti.

Tækni­legir þættir og fjár­hags­legir hvatar spila þó eflaust stærra hlut­verk í vexti og þeim vonum sem fjár­festar binda við fyr­ir­tæk­in. Upp­lýs­inga­öldin hefur gert sam­skipti ein­fald­ari og hag­kvæm­ari. Þar sem fyrir var tölvu­póstur og spjall­borð er nú fjöl­breytt flóra af sér­hæfð­ari lausnum knúin af tölvu­ský­inu.

Við­skipta­saga skráð



Eitt af því sem mark­aðs­torgin í deili­hag­kerf­inu eiga sam­eig­in­legt er að við­skipta­saga allra aðila er skráð. Hverskyns ósæmi­lega hegðun má rita í umsögnum með til­heyr­andi refsi­stig­um. Slíkt dregur úr mögu­leikum þess sem hlýtur umsögn á að eiga í frek­ari við­skipt­um. Ein­stak­lingur með þús­und jákvæðar umsagnir á upp­boðsvefnum eBay vill ekki sverta orð­spor sitt og kepp­ist við að halda þeim prófíl til að auka líkur á því að næsti kaup­andi láti slag standa. [Þetta er svona jákvæð útgáfa af big brother effect­in­um]

Þegar ófor­skammaður leigj­andi á Air­bnb skil­aði íbúð í rúst um mitt árið 2011 bar á nei­kvæðri umfjöllun og dóms­dags­spám. Þjón­ustan brást fljótt við og kynnti strax víð­tækar inn­bús­trygg­ingar fyrir alla að kostn­að­ar­lausu. Svo virð­ist sem eign­ar­spjöll séu svo fá að Air­bnb getur tekið fjár­hags­legu óþæg­indin sem þeim fylgja á sig. Þrátt fyrir slíkar trygg­ingar liggur í augum uppi að ætli leigj­andi að hafa greiðan aðgang að mark­aðs­torg­inu aftur er betra að safna sér plúsum en mínus­um. Til­raunin sem byrj­aði fyrir sex árum heppn­að­ist.

Nýtum auð­lindir jarðar betur



Deili­þjón­ustur eiga margar hverjar undir högg að sækja vegna úrelds reglu­verks og óskýrra laga­setn­ing­ar. Dæmin um hörð við­brögð leigu­bíl­stjóra við Uber eru mörg og til und­an­tekn­inga að snjall­síma­lausnin ryðji sér til rúms í borgum án nokk­urra mót­mæla eða væfla­gangs í stjórn­sýslu. Í til­felli orlofs­hús­þjón­ust­unnar Air­bnb hafa þau mál verið til skoð­unar hjá rík­is­skatt­stjóra hér á landi síðan sum­arið 2013. Fæstir afla sér til­skil­inna gisti­leyfa til að breyta ung­linga­her­bergi í ferða­mannag­ist­ingu tvær til þrjár vikur á ári.

Það er hins­vegar sið­ferð­is­leg skylda okkar að fagna öllum þeim fram­förum sem stuðla að betri nýt­ingu auð­linda jarð­ar. Með skýrri kröfu til skjótrar en skyn­samrar aðlög­unar reglu­verks­ins má bæta hag okkar allra til lengri tíma. Það þarf ekki að deila um.

Umfjöll­unin birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None