Afríka: Bless Vesturlönd, halló Kína

000-Par2412309.jpg
Auglýsing

Í októ­ber síð­ast­liðnum tók Kína fram úr Banda­ríkj­unum sem stærsta hag­kerfi heims. Það finnst varla sá blettur í heim­inum þar sem áhrif upp­gangs Kína finn­ast ekki og er Afr­íka engin und­an­tekn­ing - þvert á móti. Vest­ur­lönd og gömlu nýlendu­herr­arnir eru ekki lengur stóru strák­arn­ir, heldur Kín­verj­ar. Í flestum löndum Afr­íku, eru áhrif Kín­verja á við­skipti og fjár­fest­ingar gríð­ar­leg og hafa vaxið marg­falt frá alda­mót­um.

Þróun versl­unar milli Kína og Afr­íku



Úr skýrslu Standard Chartered: On the ground, síðan 6. nóvember 2014. Úr skýrslu Stand­ard Charter­ed: On the ground, síðan 6. nóv­em­ber 2014.

Kína hefur verið stærsta ein­staka við­skipta­land Afr­íku síðan 2009 og nam verð­mæti inn- og útflutn­ings þar á milli nálægt 210 millj­örðum doll­ara árið 2013, sem er um 10 pró­sent af lands­fram­leiðslu allra landa Afr­íku sam­an­lagt og 17-­föld lands­fram­leiðsla Íslands. Í byrjun 21. ald­ar­innar voru við­skiptin ein­ungis um 10 millj­arðar doll­ara, svo þau hafa ríf­lega 20-faldast, sam­hliða almennt miklum upp­gangi í Afr­íku. Nú kaupa Kín­verjar málma, olíu, gas og aðra hrá­vöru á meðan kín­verskur varn­ing­ur, sem er oft fram­leiddur úr hrá­vörum frá Afr­íku, flæðir um afríska mark­aði. Einnig hafa fjár­fest­ingar vaxið og útgjöld til þró­un­ar­verk­efna verið mik­il. Mörkin milli þró­un­ar­að­stoðar og lána eru oft óljós, en nefndar hafa verið tölur eins in 75 millj­arðar doll­ara í þró­un­ar­verk­efni síð­ast­liðin ára­tug, eða 9.500 millj­arðar íslenskra króna. Flest bendir til að þessar upp­hæðir muni hækka enn frekar á næstu árum.

Þús­undir millj­arða í inn­viði og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda



Áhrifin eru vel áþreif­an­leg, t.d. í Aust­ur-Afr­íku. Fras­inn „It's the Chinese“ kemur ítrekað upp í sam­ræðum þegar rætt er um hina og þessa vegi, flug­velli, verk­smiðj­ur, virkj­an­ir, námur og nán­ast hvaða fjár­fest­ingar sem er. Í Úganda sést vel að áhrifin hafa auk­ist á aðeins örfáum árum. Þar er t.d. í bygg­ingu hin 600 mega­vatta Karuma-­virkjun (Kára­hnjúkar eru 690 MW) og 60 millj­arða króna hrað­braut við höf­uð­borg­ina Kampala, hvort tveggja fjár­magnað af kín­verska rík­is­bank­anum Exim Bank. Nágrann­arnir í Tansaníu fá líka sinn skerf af fjár­fest­ingum Kín­verja. Þar eru Kín­verjar í þann mund að hefja bygg­ingu á um 1,300 millj­arða króna höfn og nýlega sömdu kín­versk og tansanísk stjórn­völd um 215 millj­arða króna upp­bygg­ingu nýs fjár­mála­hverfis og byggðar í úti­jaðri Dar es Salaam.

Nær­vera Kín­verja finnst ekki síður ann­ars­staðar í álf­unni, sér­stak­lega í löndum sem eru rík af málm­um, olíu og gasi, eins og t.d. Ghana, Suð­ur­-Afr­íka, Nígería og Sambía. Bara í þessum mán­uði má sjá fréttir af tveggja millj­arða doll­ara láni kín­verska þró­un­ar­bank­ans til angólska olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Son­an­gol í miðri olíu­krísu og 875 millj­óna doll­ara höfn á Fíla­beins­strönd­inni. Þó að fjár­fest­ing í innviðum sé mik­il, eru þó um 55 pró­sent fjár­fest­inga Kín­verja í olíu, gasi, málmum og nýt­ingu nátt­úru­auð­linda.

Auglýsing

Það eru þó ekki bara fjár­magn og ýmis­konar varn­ingur sem flæðir yfir Ind­lands­hafið til Afr­íku. Í fram­kvæmdum sem eru fjár­magn­aðar frá Kína eru flestir yfir­menn, auk margra verka­manna, kín­versk­ir. Margir þeirra verða svo eftir til að setj­ast að og vinna eða stofna lítil fyr­ir­tæki. Erfitt er að festa tölu á hversu margir þeir eru en heyrst hefur að þeir séu a.m.k. um milljón. Heima­menn eru mis­hrifnir af þessum nýju gestum og í Tansaníu hefur rík­is­stjórnin sagt að Kín­verjar sem fjár­festar séu vel­komn­ir en ekki götu­salar eða skópúss­ar­ar.

Ný nýlendu­stefna?



Það er erfitt að horfa fram hjá því að margt í stefnu og gjörðum Kín­verja minnir á nýlendu­tím­ann, þegar Frakk­land, Þýska­land, Bret­land, Belgía og Portú­gal réðu yfir og bein­línis arð­rændu nán­ast alla 30 milljón fer­kíló­metra næst­stærstu heims­álfu heims. Þá var til­gang­ur­inn ein­ungis að græða á nátt­úru­auð­lindum nýlend­anna og vilja margir meina að Kín­verjar séu í svip­uðum hug­leið­ingum nú. Afr­íku­ríki eru vissu­lega sjálf­stæð og sam­an­burð­ur­inn því ekki sann­gjarn, en sívax­andi ítök Kína yfir nátt­úrauð­lindum Afr­íku kveikja samt óneit­an­lega við­vör­un­ar­ljós.

Á meðan er áherslan í þró­un­ar­stefnu Kína fyrst og fremst á stórar fjár­fest­ingar og inn­viði, hvort tveggja eitt­hvað sem Vest­ur­lönd forð­ast yfir­leitt eins og heitan eld.

Vest­ur­lönd dæla þús­undum millj­arða króna í þró­un­ar­að­stoð í Afr­íku, þar sem áherslan er á heilsu­gæslu, bar­áttu gegn smit­sjúk­dóm­um, mennt­un, mann­rétt­indi, og bar­áttu gegn spill­ingu. Á meðan er áherslan í þró­un­ar­stefnu Kína fyrst og fremst á stórar fjár­fest­ingar og inn­viði, hvort tveggja eitt­hvað sem Vest­ur­lönd forð­ast yfir­leitt eins og heitan eld. Vest­ur­lönd setja einnig ýmis skil­yrði fyrir aðstoð og nýlega stöðv­uðu Vest­rænar þró­un­ar­stofnunir fjár­laga­stuðn­ing til Tansaníu vegna millj­arða króna sem hurfu af reikn­ingi í seðla­banka lands­ins. Þessu er þver­öf­ugt farið hjá Kín­verjum sem setja að öllu jöfnu engin slík skil­yrði. Þeir líta ekki á það sem sitt hlut­verk að skipta sér af sjálf­stæðum rík­is­stjórnum enda eru kín­versk stjórn­völd ekki bein­línis þekkt fyrir lýð­ræð­is­hefð, verndun mann­rétt­inda eða skort á spill­ingu.

Kínverjar hafa einbeitt sér að því að setja fjármagn í afrískt efnahagslíf með iðnaðarframkvæmdum á meðan Vesturlönd halda áfram að veita þróunaraðstoð í „hinu hefðbundna formi“. Kín­verjar hafa ein­beitt sér að því að setja fjár­magn í afrískt efna­hags­líf með iðn­að­ar­fram­kvæmdum á meðan Vest­ur­lönd halda áfram að veita þró­un­ar­að­stoð í „hinu hefð­bundna formi“.

Kín­verskt fjár­magn það sem Afr­íka þarf?



Þó Vest­ræna mód­elið hljómi vel og að þró­un­ar­að­stoð sé án nokk­urs vafa betur fram­kvæmd í dag en áður fyrr, er stað­reyndin er sú að nið­ur­stöð­urnar hafa verið tals­verð von­brigði. Flestum löndum Afr­íku sár­vantar fjár­fest­ingar í sam­göngum og raf­magni. Til dæmis fram­leiða Íslend­ingar rúm­lega þrisvar sinnum meira raf­magn heldur en Eþíópía, þrátt fyrir að Eþíóp­íu­búar séu nærri því 300 sinnum fleiri en við. Það er því, vægt til orða tek­ið, kær­komið að Kín­verjar séu að fjár­magna nýja, en þó mjög umdeilda, virkjun sem tvö­faldar raf­magns­fram­leiðslu í Eþíóp­íu.

Þess vegna er mjög skilj­an­legt að óskil­yrt fjár­magn frá Kína sé aðlað­andi fyrir afríska ráða­menn. Þró­un­ar­lönd öðl­ast með því betri samn­ings­stöðu gagn­vart Vest­ur­lönd­um, meira val og annað þró­un­ar­mód­el, því það sem Vest­ur­lönd hafa lagt til hefur oft virkað hægt og seint. Við und­ir­ritun á fyrsta áfanga á nýju neti járn­brauta­teina í Aust­ur-Afr­íku sagð­ist Yoweri Museveni, for­seti Úganda, vera glaður að sjá Kína ein­beita sér að því sem raun­veru­lega stendur þróun fyrir þrif­um. Og hann er ekki einn, margir leið­togar í Afr­íku sjá Kína og önnur aust­ur-a­sísk lönd sem fyr­ir­mynd. Skilj­an­lega. Kín­verjar hafa sýnt hvernig hægt er að brjót­ast hratt út úr mik­illi fátækt enda eru fáeinir ára­tugir síðan lands­fram­leiðsla á mann í Kína og í Afr­íku sunnan Sahara var svip­uð.

Rétt­mæt gagn­rýni - en málið er flókið



Margir hafa ákveðnar áhyggjur af því hvað inn­reið Kín­verja þýðir í raun. The Ecomomist fjall­aði nýverið um að Kín­verjar í Afr­íku bland­ist illa við heima­menn og að spennan á milli hópanna sé stíg­vax­andi. Sér­stak­lega gremst fólki að verka­menn séu fluttir frá Kína í stórum stíl, á meðan atvinnu­leysi er víða stórt vanda­mál. Einnig eru vís­bend­ingar á lofti uppi um að kín­verskt fjár­magn við­haldi spill­ingu eða arðráni afrískra valda­stétta. Vissu­lega er fjár­magnið sem slíkt ekki til þess fall­ið, heldur er það algjör blinda á spill­ingu og sam­fé­lags­leg áhrif sem veldur áhyggj­um. Hag­stæð lán til spilltra stjórn­valda í Angóla, sem greið­ast til baka með olíu, og vopna­sala til Súdan í Dar­fur-stríð­inu bera vitni um það. Vest­ur­lönd hafa þó einnig oft og mörgu sinnum mulið undir spillta afríska leið­toga, t.d. Mobuto í Aust­ur-­Kongó (gamla Zaír) og Moi í Kenýa.

Algengt við­horf er að áhugi Kína á Afr­íku sé ein­göngu til­kom­inn vegna nátt­úru­auð­linda og við­skipta. Þó eru ekki séu allir sann­færðir og margt er enn óljóst. Í sjálfu sér er það alls ekki vanda­mál því við­skipti geta frekar en flest annað rifið lönd upp úr fátækt. Þó er mörgum spurn­ingum ósvar­að, t.d. varð­andi gagn­sæi, mann­rétt­indi, áhrif á afríska atvinnu­vegi, auð­linda­bölvun­ina (e. reso­urce cur­se) og hvort almennur afrískur borg­ari ­fái að njóta kín­verskra fjár­fest­inga til lengri tíma. Enda er eðli­legt að slík svör liggi ekki á reiðum hönd­um. Kína virð­ist vera rétt að byrja í Afr­íku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None