Evrasíusambandið - Rússland gegn Evrópusambandinu?

h_51714638.jpg
Auglýsing

Þann 1. jan­úar 2015 hóf evr­a­síska efna­hags­sam­bandið sam­starf sitt. Sá atburður hefur ekki vakið mikla athygli hér á landi og leitun er að því í íslenskum fjöl­miðlum að sam­bandið sé nefnt á nafn. Eflaust vita fáir Íslend­ingar yfir höfuð hvað evr­a­síska efna­hags­sam­bandið er. Því er fullt til­efni til­ að taka saman grunn­upp­lýs­ingar um sam­band­ið, íslenskum les­endum - að minnsta kosti áhuga­sömum - til gagns.

Laus­lega mætti skil­greina það sem sam­starf fimm þjóða: Rúss­lands, Kazakhstan, Hvíta-Rúss­lands, Armeníu og Kyrgistan, sem nú er í inn­töku­ferli. Sam­bandið á sér langan til­drag­anda og er byggt á evr­a­sísku efna­hags­sam­starfi og tolla­sam­bandi þjóða í Mið-Asíu og Rúss­lands. Íbúar land­anna fimm eru u.þ.b 180 millj­ónir tals­ins, en þar af eru Rússar um 130 millj­ón­ir. Hlut­verk sam­band­ins er aðal­lega efna­hags­legt, en í því felst einnig nokkur sam­staða í alþjóða­málum og hern­að­ar­leg sam­vinna land­anna. Vegna hlut­falls­legrar stöðu land­anna innan sam­bands­ins hafa margir talið það vera, a.m.k. að hluta, ætlað til að auka áhrif Rúss­lands í nær­löndum þess.

­Evr­asíu­sam­bandið er byggt upp á mjög keim­líkan hátt og ESB, með fram­kvæmda­ráði og ráð­herra­ráði þar sem aðild­ar­ríki taka ákvarð­anir sam­hljóða. Sam­starfið virð­ist þó strax vera í uppnámi.

Auglýsing

Evr­asíu­sam­bandið er byggt upp á mjög keim­líkan hátt og ESB, með fram­kvæmda­ráði og ráð­herra­ráði þar sem aðild­ar­ríki taka ákvarð­anir sam­hljóða. Sam­starfið virð­ist þó strax vera í upp­námi. Nýlega lét sendi­herra Rússa gagn­vart ESB lét þau orð falla, að Evr­asíu­sam­bandið leit­aði eftir nán­ara sam­starfi við ESB, þrátt fyrir væg­ast sagt stirð sam­skipti Rússa og ESB og efna­hags­þving­an­ir.

Ekk­ert verður til í tóma­rúmi



Sam­bandið er byggt á tolla­banda­lagi frá árinu 2010, en það var þó ekki fyrsta til­raun Rúss­lands til auk­inna áhrifa í nær­löndum sín­um. Eftir fall Berlín­ar­múrs­ins hefur Rúss­land lent í til­vist­ar­kreppu og reynt að end­ur­skapa fyrri frægð eftir bestu getu. Sér­stak­lega hefur þetta verið áber­andi eftir að Vla­dimir Pútín tók við stjórn­ar­taumum og inn­lyksun Krímeu fór eflaust ekki fram­hjá nein­um. Þetta er ekki eini lið­ur­inn í utan­rík­is­stefnu Rússa gagn­vart nágrönnum sínum og hefur Pútin reynt að hafa putt­ana í stjórnun ýmissa ríkja gömlu Sov­ét­ríkj­anna á sein­ustu árum (sbr. inn­rás Rússa í Georgíu o.s.frv.), með því að móta stefnu gagn­vart erlendum sam­löndum sínum (þ.e. fyrr­ver­andi þegnum Sov­ét­ríkj­anna sem mætti telja rúss­neska).

Það virð­ist nokkuð aug­ljóst að Rúss­land sé að reyna að færa sig upp á skaftið í heims­stjórn­málum og nú þegar Evr­ópu­sam­bandið hefur átt í efna­hag­legum erf­ið­leikum síða­sliðin ár þá hafa rík­is­stjórnir land­anna fimm eflaust séð leik á borði til þess að mynda mót­jafn­vægi og bjóða upp á annan mögu­leika fyrir lönd, sem voru hluti af Sovet­ríkj­un­um, en hafa verið í nánu sam­starfi við ESB á síð­ustu árum.

Draumur verður að martröð



Evr­asíu­draumur Pútíns virð­ist vera að breyt­ast í martröð miðað við efna­hags­stöðu Rúss­lands nú þessa fyrstu daga árs­ins 2015. Löndin sem stofn­uðu sam­bandið með Rúss­landi hljóta að sjá eftir því í dag. Rúblan hríð­fellur og erf­ið­leikar Rúss­lands aukast. Kasakskir ráða­menn hafa viljað skil­greina sam­bandið ein­göngu sem efna­hags­lega stofn­un. Ef rík­is­stjórn Kazakst­han, sem hefur orðið vell­auð­ugt af olíu, hugs­aði aðal­lega um hags­muni sjálfs síns, þá ættu þeir að reyna að fjar­lægj­ast Rússum og leita ann­að.

Vladimír Pútin fer yfir málin með  Nursultan Nazarbayev, forseta Kasakstan, á fundi Evrasíusambandsleiðtoga á Þorláksmessu. Vla­dimír Pútin fer yfir málin með Nursultan Naz­ar­bayev, for­seta Kasakstan, á fundi Evr­asíu­sam­bands­leið­toga á Þor­láks­messu.

Efna­hags­legir örð­ug­leikar sam­bands­ins standa í vegi fyrir að það verði valda­mikið á næstu árum, en að mínu mati þá segir það okkur að Rúss­land Pútíns er aug­ljós­lega að reyna að búa til mót­jafn­vægi gegn vest­rænum öfl­um. Rússar eru að færa sig enn fjær Evr­ópu­sam­band­inu, þeir vilja vera sinn eigin herra og helst herrar ann­arra.

Nýtt kalt stríð, eða ný heims­mynd?



Heyrst hefur verið talað um nýtt kalt stríð, annað hvort í upp­sigl­ingu, eða þá að það sé hrein­lega haf­ið. Það er vill­andi að tala um nýtt kalt stríð vegna þess að í raun er heim­ur­inn tals­vert breyttur staður og getur það verið hættu­legt að hugsa of mikið í for­tíð­inni.

En það er aug­ljóst að valda­hlut­föll í heim­inum eru að breyt­ast. Vest­rænt ofur­vald (e. hegemony) er að minnka og aðrir valda­kjarnar eru að verða til í heim­in­um. Rúss­land er aug­ljós­lega að reyna að vera einn af þeim valda­kjörn­um. Lönd eins og Rúss­land og Kína geta boðið upp á efna­hags­legt sam­starf án eins þröngra skil­yrða og ESB. En hvernig fer, veit eng­inn, nema kannski guð og Pútín.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None