Hver græddi á endurreisn viðskiptabankanna?

000-Par3102539.jpg
Auglýsing

Við skrif­uðum grein í Morg­un­blaðið sem birt­ist 27. jan­úar sl. og reyndum þar að skýra ýmis atriði í tengslum við end­ur­reisn íslensku við­skipta­bank­anna. Við sögðum þar að við fögn­uðum umræðu um málið og því langar okkur til að bæta við þær upp­lýs­ingar sem fram komu í nefndri grein, ef það mætti verða til að skýra frekar þá vinnu sem fram fór á árunum 2008-2009 við end­ur­reisn bank­anna.

Okkur langar meðal ann­ars til að bera saman þá meg­in­val­kosti sem stóðu stjórn­völdum til boða við end­ur­reisn við­skipta­bank­anna.

1. “Bráða­birgða­leið­in“

Víglundur Þor­steins­son heldur því fram í grein­ar­gerð sinni til alþing­is­manna að bráða­birgða­á­ætlun Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) frá októ­ber 2008 hafi verið hinn end­an­legi úrskurður um verð­mæti þeirra eigna sem færðar voru yfir í nýju bank­ana. Svo var reyndar alls ekki eins og kemur fram í gögnum frá FME á þeim tíma og hefði verið algjör­lega lög­laust athæfi.

Auglýsing

En lítum samt aðeins á þessa leið út frá fjár­hags­legu sjón­ar­miði. Sam­kvæmt henni var verð­mæti eign­anna sam­tals 2.501 ma.kr. Yfir­færð­ar­ inn­stæður (skuld­irn­ar) urðu í raun 1.438 ma.kr. en voru hér áætl­aðar 1.312 ma.kr. og fjár­hæð skulda­bréfa sem nýju bank­arn­ir hefðu orðið að gefa út til gömlu bank­anna því 1.026 ma.kr. en ekki 1.152 ma.kr. eins og fram kemur í áætl­un­inni sjálfri og vitnað var til í grein okkar í Morg­un­blað­inu. Ekki er

hægt að reikna nákvæm­lega hvert eig­in­fjár­fram­lag rík­is­ins hefði þurft að vera, en ef við gefum okkur að sam­setn­ing þess­ara eigna hafi verið svipuð og reynd­ist hjá Lands­bank­anum við stofnun hans erum við að tala um 475-500 ma.kr. Töl­urnar bera skýrt með sér að þetta var ekki raun­veru­legur val­kostur við end­ur­reisn lands­ins.

Rétt er að nefna að þau nýju gögn sem lögð hafa verið fram eru ekki stofnúr­skurðir FME eins og haldið er fram, heldur skýrslur end­ur­skoð­enda­fyr­ir­tækja til FME, en eft­ir­litið sendi eitt end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki inn í hvern banka til að fá eitt­hvað yfir­lit yfir stöð­una. Enda segir fyr­ir­tækið sem sent var inn í Kaup­þing í sinni skýrslu: „Það skal tekið fram að skammur tími var gef­inn til að setja upp efna­hags­reikn­ing­inn og gera bráða­birgða­mat á eign­um. Því geta und­ir­liggj­andi gögn sem notuð voru verið ófull­nægj­andi eða, í ein­hverjum til­fellum röng. Stof­nefna­hags­reikn­ingur Nýja Kaup­þings hf verður því ekki end­an­lega frá­geng­inn fyrr en virð­is­mati á eignum og skuldum verður lok­ið“.

Eins og komið hefur fram lauk mats­að­il­inn því mati sex mán­uðum seinna, í apríl 2009, og kom stjórn­valds­á­kvörðun FME um end­an­lega skipt­ingu eigna síðar á því ári í kjöl­far sam­komu­lags um eigna­skipt­ing­una milli Kaup­þings og Nýja Kaup­þings banka hf, nú Arion banka, sem gert var á grund­velli mats­ins.

2. Hinar leið­irnar

Neyð­ar­lögin voru ekki marg­orð um það hvernig standa skyldi málum við mat eigna, en í meg­in­at­riðum stóðu eftir tveir val­kost­ir: Ann­ars vegar að FME eða sér­stakur gerð­ar­dómur fast­setti verð­matið og rík­is­sjóður legði fram allt eigið fé til bank­anna þriggja á þeim grunni, sem má kalla Mats­leið­ina og hins­vegar að samið yrði um grunn­mat, skil­yrtar greiðslur og hluta­bréfa­val­rétti eins og gert var í raun og sem leiddi til eign­ar­halds slita­bú­anna á nýju bönk­unum með rík­is­sjóði, með meiri­hluta í tveim bönkum og minni­hluta í ein­um, sem kalla má  Sam­komu­lags­leið­ina.

FME lét óháðan aðila meta yfir­færðar eignir og reynd­ist það mat 2.204-1.880 ma.kr. Ekki var talið ólík­legt að ef FME eða gerð­ar­dómur hefði þurft að ákvarða verð­mæti eign­anna á grund­velli þessa mats myndi það hafna nálægt með­al­tal­inu eða 2.042 ma.kr. Þar sem ekki er um neina samn­inga að ræða við slita­búin í Mats­leið­inni, hefði rík­is­sjóður lagt bönk­unum til allt eigið fé og orðið eini eig­andi bank­anna þriggja. Fjár­hæð skulda­bréfa sem nýju bank­arnir hefðu þurft að gefa út til slita­bú­anna var 604 ma.kr. (Mis­mun­ur­inn á yfir­færðum eignum og skuld­um, 2.042 -1.438). Eig­in­fjár­fram­lag rík­is­sjóðs hefði orðið um 400 ma.kr. (Reiknað sem heild­ar­eig­in­fjá­fram­lagið eins og það varð í raun þ.e. 346 ma.kr., rík­is­sjóður 190 og slitabú 156, að við­bættum 16% af 282 ma.kr. Pró­sentan er sú krafa sem  FME gerði um eig­in­fjár­hlut­fall en fjár­hæðin mis­munur á umsömdu grunn­mati, 1.760 ma.kr., og  með­almati óháða matsaðil­ans, 2.042 ma.kr. Vænt­an­lega hefði áhættu­grunn­ur­inn verið aðeins hærri vegna auk­innar mark­aðs­á­hætt­u.)

Hins­vegar er sá val­kostur sem varð ofan á, Sam­komu­lags­leið­in, sem leiddi til grunn­mats yfir­færðra eigna að fjár­hæð 1.760 ma.kr., en það tók mið af frekar svart­sýnum horfum í efna­hags­þró­un, að við­bættum skil­yrtum greiðslum við virð­is­aukn­ingu eign­anna og val­réttum til slita­bú­anna um kaup á hluta­fé. Í þessum val­kosti þurfti ein­göngu Lands­bank­inn að gefa út skulda­bréf til slita­bús­ins sem nam 247 ma.kr.  Eig­in­fjár­fram­lög rík­is­sjóðs urðu 190 ma.kr. í formi hluta­fjár­fram­laga og víkj­andi lána.

Til glöggv­unar fyrir les­endur eru töl­urnar settar hér upp í töflu­formi.



               „Bráða­birgða-­leið­in“   Mats­leiðin  Sam­komu­lags­leiðin

Mat yfir­færðra eigna 2.501 2.042 1.760
Skulda­bréf til slita­bús 1.026 604 247
Skil­yrt virð­is­aukn­ing 0 0 215
Eig­in­fjár­fram­lag rík­is­sjóðs 475-500 400 190


Rétt er að taka fram að rík­is­sjóður var ekki aðili að samn­ingum um verð­mat á yfir­færðum eign­um. Þeir samn­ingar eru á milli slita­búa ann­ars vegar og und­ir­rit­aðir af skila­nefndum fyrir þeirra hönd og hins­vegar nýju bank­anna og und­ir­rit­aðir fyrir þeirra hönd af banka­ráðum eða banka­stjóra í umboði þeirra. Einnig skal nefnt að skila­nefnd­irnar voru skip­aðar af FME og undir eft­ir­liti þess. Stjórn­valds­úr­skurðir FME um end­an­lega skipt­ingu bank­anna í gamla banka og nýja komu síðan í kjöl­far þess sam­komu­lags sem gert var á grund­velli Deloitte mats­ins. Vanga­veltur um að fjár­mála­ráðu­neytið hafi tekið af FME þær vald­heim­ildir sem það hafði sam­kvæmt neyð­ar­lög­unum eiga því ekki við rök að styðj­ast.

3. Sam­an­burður leiða



Eins og segir hér á undan var í Sam­komu­lags­sleið­inni um var­færið grunn­mat að ræða sem mynd­aði grunn­inn að stof­nefna­hags­reikn­ingum nýju bank­anna, enda var mat yfir­færðra eigna í þeirri lausn 282 ma.kr. lægra en með­al­tals­mat hins óháða mats­að­ila.

Reyndin hefur orðið sú að efna­hags­þró­unin á Íslandi hefur orðið hag­stæð­ari en miðað var við í hinu var­færna grunn­mati. Vegna þessa hafa fyr­ir­tækja­lán inn­heimst bet­ur, eft­ir­stöðvar þeirra almennt trygg­ari og ýmsir eign­ar­hlutir orðið meira virði en gert var ráð fyrir í grunn­mat­inu. Virð­is­aukn­ing hefur því orðið á eignum nýju bank­anna á árunum eftir að þeir hófu rekst­ur, eignum sem fluttar voru úr þrota­búum bank­anna.

Þessi virð­is­aukn­ing hefur orðið mörgum hugð­ar­efni og leitt til vanga­veltna um að betra hefði verið fyrir rík­is­sjóð að eiga bank­ana þrjá sjálfur og fá þá þessa virð­is­aukn­ingu til sín í öllum bönk­unum þremur og ekki ein­göngu Lands­bank­an­um. Sem sagt að velja Mats­leið­ina. Það sem ekki allir gera sér grein fyrir er að mats­verðið sem hefði ráðið ef Mats­leiðin hefði verið farin er tölu­vert hærra en grunn­verð­matið sem samið var um í Sam­komu­lags­sleið­inni.

Þetta sést best á því að í Mats­leið­inni hefðu nýju bank­arnir í upp­hafi orðið að gefa út skulda­bréf að fjár­hæð 604 ma.kr. til slita­bú­anna, sem er 357 ma.kr. hærri fjár­hæð en það skulda­bréf sem í reynd var gefið út.  Margt bendir því til að grunn­matið að við­bættri virð­is­aukn­ingu eigna í nýju bönk­unum sé að lenda á svip­uðu róli og með­al­tals­mat hins óháða aðila. Enda voru fyr­ir­mæli FME til mats­að­il­ans að miða skyldi við „through the cycle view“, þ.e. horfa gegnum hag­sveifl­una í matsvinn­unni, en ekki miða við þær „bruna­út­sölu­að­stæð­ur“ sem voru fyrir hendi þegar matið fór fram.

Þeir sem halda því fram að Sam­komu­lags­sleiðin hafi fært slita­bú­unum 300-400 ma.kr. gera þá senni­lega ráð fyrir að í Mats­leið­inni væru eign­irnar yfir­teknar á hinu umsamda grunn­verði Sam­komu­lags­leið­ar­innar en án skil­yrtra við­bót­ar­greiðslna eða val­rétta, en sú gat auð­vitað ekki orðið raun­in. Sú hugsun er vænt­an­lega heldur ekki í sam­ræmi við eign­ar­rétt­ar­á­kvæði stjórn­ar­skrár eða önnur lög um að sann­gjarnt verð eigi að koma fyrir hinar yfir­teknu eign­ir. Án samn­ings hefðu slita­búin getað hafnað slíkri afstöðu FME og leitað réttar síns til að fá fram sann­virði eign­anna.

Ekki má heldur gleyma því að í 6. gr. yfir­lýs­ingar Seðla­banka Íslands og fjár­mála­ráð­herra fyrir hönd íslenskra stjórn­valda til AGS frá 15. nóv­em­ber 2008 var því heitið að kröfu­hafar myndi ekki skað­ast sér­stak­lega af þeirri aðgerð að skipta bönk­unum upp.

4. Hags­munir rík­i­s­jóðs

Í Sam­komu­lags­sleið­inni var reynt að tryggja hags­muni rík­is­sjóðs eins og kostur var.

Sú leið að fara af stað með lágt grunn­mat varð til þess að hluta­fjár­fram­lög rík­is­sjóðs urðu lægri en ella. Hlut­deild bank­anna sjálfra (15-20%) í virð­is­aukn­ingu þeirra eigna sem tengd­ust slita­bú­unum  varð til þess að þeir fjár­mögn­uðu sjálfir með hagn­aði sínum þá auknu eig­in­fjár­þörf sem mynd­að­ist vegna hærra virðis eign­anna. Þetta jók verð­mæti eign­ar­hluta rík­is­sjóðs í Lands­bank­anum um 16 ma.kr.

Þá ber að nefna að ein­ungis hluti af eignum Lands­bank­ans var háður hinni skil­yrtu virð­is­aukn­ingu til slita­bús­ins og hefur bank­inn og eig­andi hans notið góðs af virð­is­aukn­ingu af öðrum eign­um. Sú eigna­aukn­ing hefur orðið það mikil að eigið fé Lands­bank­ans er orðið langt umfram það sem þörf er á til rekst­urs bank­ans. Ljóst er að  úr Lands­bank­anum mætti færa til rík­is­sjóðs veru­legar fjár­hæðir án þess að það hafi veru­leg nei­kvæð áhrif á rekstur hans.

Einn áþreif­an­leg­asti ávinn­ingur rík­is­sjóðs var þó við virð­is­aukn­ingu yfir­tek­inna eigna Lands­bank­ans, en samið var um að ef sú virð­is­aukn­ing yrði að veru­leika myndi hlutafé það sem slita­búið lagði til Lands­bank­ans ganga til rík­is­ins án end­ur­gjalds (Hér er sleppt þeim litla hlut sem starfs­menn Lands­bank­ans fengu. Það hvata­kerfi gæti orðið efni í aðra grein). Þennan eign­ar­hlut fékk rík­is­sjóður til sín á árinu 2013 og varð það til að rétta af hall­ann á rík­is­sjóði það ár. Hluta­bréfin voru þá metin inn í rík­is­sjóð á upp­runa­legu verði eða um 25 ma.kr. Miðað við innra virði Lands­bank­ans er verð­mæti þessa eign­ar­hlutar um 40 ma.kr., en þeir 15 ma.kr. sem upp á vantar verða vænt­an­lega færðir til tekna í rekstr­ar­reikn­ingi rík­is­sjóðs við sölu hluta­bréf­anna.

Sú virð­is­aukn­ing sem átti sér stað í bönk­unum á yfir­teknum eignum jók skatt­skyldar tekjur þeirra sem virð­is­aukn­ing­unni nam. Erfitt er að reikna út virð­is­auka yfir­tek­inna eigna í nýju bönk­unum en ef við miðum við 300 ma.kr. sam­tals hefur 20% tekju­skattur fært rík­is­sjóði veru­lega auknar skatt­tekj­ur.

Við end­ur­reisn við­skipta­bank­anna þriggja lagði rík­is­sjóður fram um 190 ma.kr. í formi hluta­fjár­fram­laga og víkj­andi lána. Miðað við stöð­una í dag er lík­legt að rík­is­sjóður geti fengið allt það fé til baka með góðri ávöxt­un. Virð­is­auk­inn hefur styrkt fjár­hags­lega stöðu bank­anna og fjár­mála­kerf­is­ins í heild og þannig tryggt fjár­fest­ingar rík­is­sjóðs í bönk­un­um. Þó að talað sé um útgjöld rík­is­ins í þessu sam­bandi er ekki um að ræða kostnað fyrir rík­is­sjóð heldur fjár­fest­ingu sem skilar sér. Til sam­an­burðar má nefna að þessu er öfugt farið með til dæmis útgjöld vegna Seðla­banka Íslands og Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík. Þar var um að ræða útgjöld sem lenda beint á rekstr­ar­reikn­ingi rík­is­sjóðs.

5. Fjár­hags­leg end­ur­skipu­lagn­ing fyr­ir­tækja og heim­ila



Segja má að þegar bank­arnir voru komnir á legg hafi bolt­anum verið sparkað til Efna­hags- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins, en það ráðu­neyti hafði umsjón og eft­ir­lit með hinni fjár­hags­legu end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tækja og heim­ila. Í því skyni hafði verið skipuð sér­stök eft­ir­lits­nefnd auk þess sem ráðu­neytið hafði FME og Sam­keppn­is­eft­ir­litið sér til halds og trausts.

Aðferðir og vinnu­reglur við end­ur­skipu­lagn­ing­una voru sam­ræmdar milli fjár­mála­fyr­ir­tækja og er ekki annað að sjá en að bank­arnir þrír hafi beitt hinum sam­ræmdu vinnu­regl­um. Því er haldið fram að tveir bankar, vegna eign­ar­halds síns, hafi við­haft ein­hverja sér­stak­lega stranga inn­heimtu­stefnu. Ekki er að sjá að þeir bankar hafi hegðað sér á annan hátt en sá banki sem er í rík­i­s­eigu.

Sú aðferð að láta við­skipta­bank­ana sjá um hina fjár­hags­legu end­ur­skipu­lagn­ingu var að okkar mati rétt. Önnur aðferð var notuð í til­viki SPRON og og Frjálsa fjár­fest­ing­ar­bank­ans þar sem lánin voru ein­fald­lega skilin eftir í hinum gjald­þrota bönk­um. Það reynd­ist ekki far­sælt að skilja að banka­þjón­ustu og lána­um­sýslu ein­stak­linga og fyr­ir­tækja.

6. Loka­orð



Þá komum við, kæri les­andi, að heiti þess­arar greinar sem er fyrsta spurn­ing­in  „Hver græddi á end­ur­reisn við­skipta­bank­anna?“ Auð­vitað töp­uðu allir á hruni bank­anna, jafnt rík­ið, kröfu­hafar bank­anna og almenn­ingur á Íslandi. En ef menn leyfa sér þann munað að tala um svig­rúm og gróða við end­ur­skipu­lagn­ingu kerf­is­ins blasir við önnur mynd. Hið aug­ljósa svar eftir þennan lestur er að rík­is­sjóður hafi farið þokka­lega út úr aðgerð­un­um. Hann hefur annað hvort fengið til baka eða mun fá til baka þá fjár­muni sem lagðir voru í end­ur­reisn­ina. Hags­munir rík­is­sjóðs voru tryggðir og fjár­mála­kerfið er traust eftir að hafa byggt upp eig­in­fjár­stöðu sína meðal ann­ars með virð­is­aukn­ingu yfir­tek­inna lána. Fjár­fest­ingar rík­is­sjóðs í bönk­unum eru því trygg­ar.



  1. spurn­ing. Hefði rík­is­sjóður grætt ef Mats­leiðin hefði verið farin og ríkið tekið alla bankana? Svarið er nei. Slita­búin hefðu þá strax fengið allan virð­is­auk­ann í formi skulda­bréfa. Skulda­staða rík­is­sjóðs væri 200 millj­örðum lak­ari og hann sæti uppi með mikið af sein­selj­an­legum hluta­bréfum í bönk­um, fjár­fest­ing sem hefði þó skilað þokka­legri ávöxtun frá 2008.


  2. spurn­ing. Græddu slita­bú­in? Svarið er nei. Þau fengu sann­gjarnt gjald fyrir þær nettó eignir sem teknar voru af þeim í formi grunn­mats á eign­um, skil­yrtum virð­is­auka og val­réttum til kaupa á hluta­bréf­um. Virð­is­auki yfir­færðra eigna frá stofnun bank­anna bendir til að heild­ar­verð­mætið hafi verið sann­gjarnt og sé í raun í nágrenni við með­al­tals­mat hins óháða mats­að­ila.


  3. spurn­ing. Græddu við­skipta­vinir bank­anna? Svarið er já. Nýju bönk­unum voru færðir nægir afskrifta­sjóðir með yfir­teknu lán­unum til að þeir hefðu fjár­hags­lega burði til að fram­kvæma hina umfangs­miklu fjár­hags­legu end­ur­skipu­lagn­ingu atvinnu­lífs og heim­ila sem var næsti verk­þáttur í end­ur­reisn­inni, eftir að bank­arnir voru komnir á traustan grunn og með styrka fjár­hags­stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None