Af hverju var Al Thani ekki ákærður?

al-thani-myndir.jpg
Auglýsing

Kaup Mohamed bin Khalifa Al Thani á rúm­lega fimm pró­sent hlut í Kaup­þingi í sept­em­ber 2008 hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér. Í síð­ustu viku voru fjórir menn dæmdir í fjög­urra til fimm og hálfs árs fang­els­is­vistar fyrir sína aðkomu að við­skipt­un­um. Menn­irnir fjórir voru dæmdir Í Hæsta­rétti fyrir mark­aðs­mis­notk­un, umboðs­svik eða hlut­deild í þeim brot­um.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, fékk fimm og hálfs árs dóm, Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, og Ólafur Ólafs­son, sem átti tæp­lega tíu pró­sent hlut í Kaup­þingi fyrir fall hans,  fengu fjögur og hálf ár hvor og Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, fékk fjög­urra ára dóm.

Hvað með Al Thani?



Í stuttu máli þá snýst málið um að út á við var látið í það skina að Al Thani hefði ákveðið að kaupa hlut­inn í Kaup­þingi vegna þess að hann hefði svo rosa­lega mikla trú á bank­an­um. Síðar kom hins vegar í ljós að kaupin voru teiknuð upp af stjórn­endum Kaup­þings og bank­inn sjálfur fjár­magn­aði þau og borið alla mark­aðs­á­hættu að kaup­un­um. Þeir létu því rang­lega líta út að þekktur fjár­festir hefði keypt 5.01 pró­sent í bank­an­um.

Frá því að til­kynnt var um kaupin 22. sept­em­ber 2008 og þangað til að við­skiptum með bréf Kaup­þings var hætt 8. októ­ber sama ár urðu alls um 2.700 við­skipti með bréf í Kaup­þingi. Velta þeirra var tæp­lega 34 millj­arðar króna.

Auglýsing

Sam­kvæmt dómnum beindust brot mann­anna fjög­urra að öllum almenn­ingi og fjár­mála­mark­aðnum hér á landi í held. Tjónið sem brotin leiddu af sér, bæði beint og óbeint, verður sam­kvæmt Hæsta­rétti ekki metið til fjár. Hann segir um að ræða alvar­leg­ustu efna­hags­brot sem „nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot[...]Á­kærðu, sem ekki hafa sætt refs­ingu fyrr, eiga sér engar máls­bæt­ur“.

Margir hafa hins vegar velt því fyrir sér hvað valdi því að mað­ur­inn sem málið er óop­in­ber­lega nefnt eft­ir, Al Thani sjálf­ur, sé ekki á meðal þeirra sem ákærðir voru? Tók hann ekki þátt í blekk­ing­unni?

Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson hlutu báðir þunga dóma í Al Thani málinu. Sig­urður Ein­ars­son og Ólafur Ólafs­son hlutu báðir þunga dóma í Al Thani mál­in­u.

Tveir menn, ekki einn



Í fyrsta lagi er vert að taka fram að Al Thani er ekki einn maður heldur tveir. Ann­ars vegar er um að ræða Sjeik Mohamed bin Khalifa Al Thani, bróður emírs­ins af Qatar sem var um tíma aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra þess ríkis en hefur stundað við­skipti síð­ast­lið­inn rúman ára­tug. Það er sá Al Thani sem „keypti“ hlut­inn í Kaup­þingi.

Hinn heitir Sjeik Sultan bin Jassim Al Thani og er frændi hins fyrr­nefnda. Hann vann  fyrir frænda sinn og kom að allri skipu­lagn­ingu við­skipt­anna.

Skýrslur teknar og lagðar fram



Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara tók skýrslur af báðum mönn­unum á meðan að á rann­sókn máls­ins stóð. Emb­ættið ræddi við Sultan Al Thani strax í upp­hafi rann­sóknar og við Sjeik Mohamed bin Khalifa Al Thani á árinu 2011. Báðir fund­irnir áttu sér stað í London og var komið á í gegnum lög­mann þeirra, Simon Sout­hall. Þeir mættu sjálf­vilj­ugir til fund­anna og báðir fund­irnir voru teknir upp. Upp­tökur af þeim voru svo lögð fram sem máls­gögn í máli sér­staks sak­sókn­ara gegn mönn­unum fjór­um.

Al Thani frænd­urnir neit­uðu hins vegar að koma til Íslands og svara hlið­stæðum spurn­ingum fyrir hér­aðs­dómi. Ákveðið var að sækja það ekki frek­ar.

Snýst ekki um frið­helgi



En af hverju voru menn­irnir tveir ekki ákærðir fyrir sína aðkomu að mál­inu? Margir virð­ast halda að það snú­ist um að þeir njóti ein­hvers­konar frið­helgi vegna stöðu sinnar innan kon­ungs­fjöl­skyld­unnar í Qatar

Í fyrsta lagi var Sjeik Al Thani að hluta til í sjálf­skuld­ar­á­byrð fyrir lán­inu sem honum var veitt. Hann, og aðilar tengdum hon­um, gerðu sam­komu­lag við slita­stjórn Kaup­þings, um upp­gjör þeirra skulda í febr­úar 2013 sem fól meðal ann­ars í sér að Kaup­þing hætti öllum mála­rekstri gegn honum fyrir íslenskum dóm­stól­um.

Hin ástæðan er sú að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur ein­skorðað ákærur sínar í umboðs­svika- og mark­aðs­mis­notk­un­ar­málum við þá sem hafa stöðu til að skuld­binda banka til fjár­mála­gjörn­inga sem emb­ættið telur ólög­mæta.

Því hafa þeir sem eru á úthlið­inni af þeim gjörn­ingum ekki verið ákærðir í stórum mark­aðs­mis­notk­un­ar- og umboðs­svika­málum sem emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefur ákært í. Í Imon-­mál­inu var Magnús Ármann, eig­andi Imon ehf., ekki ákærð­ur. Í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál­inu á hendur níu fyrrum starfs­mönnum Kaup­þings, eru eig­endur þeirra félaga sem keyptu bréf í bank­anum með fé frá honum ekki ákærð­ir.

Aurum og BK-44 und­an­tekn­ingar



Und­an­tekn­ing­arnar eru helst tvær. Ann­ars vegar er um að ræða Aur­um-­málið svo­kall­aða, þar sem Jón Ásgeir Jóhann­es­son var ákærður fyrir hlut­deild í umboðs­svikum fyrir að hafa beitt stjórn­endur Glitnis „for­tölum og þrýst­ingi og hvatt til þess“ að bank­inn myndi veita félagi í eigu Pálma Har­alds­sonar sex millj­arða króna lán „honum sjálfum og Fons hf. til hags­bóta“.Jón Ásgeir réð á þessum tíma, sam­kvæmt ákæru, yfir um 40 pró­sent af hlutafé Glitnis í gegnum félög sem hann, fjöl­skylda hans eða við­skipta­fé­lagar áttu meiri­hluta í eða stjórn­uðu. Hér­aðs­dómur sýkn­aði alla sak­born­inga í mál­inu í fyrra en það verður tekið fyrir í Hæsta­rétti í apr­íl.

Hin und­an­tekn­ingin er BK-44 mál­ið. Þar ákærði sér­stakur sak­sókn­ari fjóra fyrrum starfs­menn Glitnis fyrir umboðs­svik, mark­aðs­mis­notkun og brot á lögum um árs­reikn­inga í tengslum við 3,8 millj­arða króna lán­veit­ingu bank­ans til félags sem hét BK-44 í nóv­em­ber 2007. Lánið var notað til að kaupa bréf í Glitni af Glitni. Í því máli voru þrír mann­anna dæmdir í fimm ára fang­elsi og einn í fjög­urra ára fang­elsi í hér­aðs­dómi. Málið bíður áfrýj­un­ar.

Í BK-44 mál­inu var eig­andi félags­ins sem keypti bréf­in, Birkir Krist­ins­son, líka ákærður en hann var auk þess starfs­maður Glitn­is. Hann var ákærður fyrir hlut­deild í umboðs­svik­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None