Sveitafélögin keppa við einkaframtakið

Auður Hallgrímsdóttir, atvinnurekandi og stjórnarmaður  Málms, félags málm- og skipasmiða.
Sorpa_01-1.jpg
Auglýsing

Erfitt efna­hags­um­hverfi og breyt­ingar í starfs­um­hverfi kalla á end­ur­skoðun á flestum rekstr­ar­þáttum sveit­ar­fé­lag­anna. Leitað er að val­kostum til að ná fram frek­ari hag­ræð­ingu og skil­virkni svo sem með sam­rekstri verk­efna eins og byggða­sam­lög­in. Aukin sam­rekstur sveit­ar­fé­lag­anna kallar á vand­aða póli­tíska stefnu­mörk­un. Það er algjör­lega  ólíð­andi þegar fyr­ir­tæki í almenn­ings­eigu mis­nota aðstöðu sína.

 

 

Auglýsing

Rekstur Strætó bs og Sorpu bs eru ekki lög­bundin verk­efni.



Sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stofn­uðu byggð­ar­sam­lög um rekstur Strætó  og Sorpu, þar sem hag­kvæm­ast  var fyrir sveita­fé­lögin að reka þessar stofn­anir í sam­ein­ingu. Sam­göngur og sorp­hirða eru að hluta skyldu­verk­efni sveita­fé­laga, förgun sorps er lög­bundið verk­efni en ekki rekstur end­ur­vinnslu­stöðva, ferða­þjón­usta fatl­aðra er skyldu­verk­efni en ekki rekstur almenn­ings­vagna. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála  kærði nýver­ið  Sorpu fyrir mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu og var Sorpa sektuð um 45 millj­ón­ir. Sorpa hafði veitt eig­endum sín­um, sveita­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Sorp­stöð Suð­ur­lands, meiri afslætti en öðrum við­skipta­vin­um.

Byggð­ar­sam­lögin taka sér stjórn­valdið



Sveita­sjóðir sveita­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu bera ábyrgð á fjár­hags­skuld­bind­ingum byggð­ar­sam­lag­anna og þess vegna er póli­tísk stefnu­mótun eig­enda mik­il­vægi. Rödd minni­hlut­ans á enga aðkomu í ákvarð­anna­töku stjórnar ef ekki er eig­enda­vett­vangur þar sem  unnin er eig­enda­stefna. Eig­enda­stefna er afrakstur hinnar póli­tísku umræðu. Stjórnir byggða­sam­lag­anna eru skip­aðar sjö full­trúum einum frá hverju sveita­fé­lagi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og koma stjórn­ar­menn ávalt frá póli­tískum meiri­hluta sveita­stjórn­anna. Helst ætti að leggja niður stjórnir byggð­ar­sam­lag­anna og hafa eig­enda­vett­vang sem stýrt er af  full­trúa­ráði sem í sitja full­trúar bæði minni- og meiri­hluta. Þá væru meiri líkur á að eig­enda­stefnan nyti almennrar sáttar í sam­fé­lag­inu. Byggð­ar­sam­lag getur ekki og á ekki að vera stefnu­mót­andi aðili í svo stóru póli­tíku hags­muna­máli sem mál­efni Sorpu og Strætó eru.

 

Í sam­þykktum byggð­ar­sam­lag­anna er umboð stjórna til ákvarð­ana­töku óskýrt og ekki er tekið á aðkomu eig­enda í stærri ákvörð­unum og mótun eig­enda­stefnu. Aldrei skyldi fram­kvæmda­stjóri byggð­ar­sam­lags eða stjórn þess ákveða meiri­háttar fjár­fest­ingu eða stefnu­mótun án sam­þykkis eig­enda. Rök fram­kvæmd­ar­stjóra Sorpu, að stjórnin sé full­trúi eig­anda í meiri­háttar ákvörðun er að hluta til rétt þar sem sam­þykktir Sorpu segja að ekki þurfi að bera undir eig­endur 3ja ára fjár­hags­á­ætlun Sorpu né stefnu­mót­un, Sorpa getur einnig stofnað dótt­ur­fé­lag án aðkomu eða sam­þykkis eig­enda. Hins vegar end­ur­spegla þessar sam­þykktir ekki góða stjórn­ar­hætti og þarfn­ast end­ur­bóta.  Einnig er vert að minna á að í land­inu eru lög og reglur um úrgangs­mál sem unnið er eftir sam­kvæmt Lands­á­ætlun um með­höndlun úrgangs.

­Þrátt fyrir rúm­lega tvö­földun í end­ur­nýt­ingu s.l 10 ár  hefur ekki tek­ist að draga úr magni úrgangs sem fer til end­an­legrar förg­un­ar.

 

Þrátt fyrir rúm­lega tvö­földun í end­ur­nýt­ingu s.l 10 ár  hefur ekki tek­ist að draga úr magni úrgangs sem fer til end­an­legrar förg­un­ar. Mark­mið Lands­á­ætl­unar er að draga mark­visst úr myndun úrgangs, auka end­ur­notk­un, end­ur­nýt­ingu og flokkun enda hafa rann­sóknir sýnt að hún leiðir til auk­innar með­vit­undar almennigs um vist­vænan lífs­stíl. Stefna flestra sveita­fé­laga lands­ins er að vinna sam­kvæmt þessum mark­miðum svo neyt­endur verði með­vit­aðir um magn þess sorps sem þeir henda.  Þannig að ákvörðun Sorpu um að minnka flokkun er brot á stefnu­mót Lands­á­ætl­un­ar.

 

Samn­ings­gerð Sorpu við danska fyr­ir­tækið Aikan um kaup á tækja­bún­aði til end­ur­vinnslu er lýsandi dæmi um ákvörðun sem ekki er bor­inn undir eig­end­ur, þ.e  sveita­fé­lögin sjálf og bæj­ar­stjórnir þeirra. Þar sem engin eig­enda­vett­vangur var til lá aðeins fyrir sam­þykki stjórnar með óljóst vald fyrir svo stórri fjár­fest­ingu. Samn­ing­ur­inn fól í sér bæði meiri­háttar breyt­ingu á póli­tískri stefnu­mótun varð­andi flokkun og gríða­háa fjár­fest­ingu að upp­hæð  2,7 millj­arða.  Sam­kvæmt góðum stjórn­ar­háttum ætti að liggja fyrir sam­þykkt eig­enda áður en byggð­ar­sam­lag fer í svo rót­tækar fram­kvæmd­ir. Í októ­ber 2014 kærði Íslenska gáma­fé­lagið Sorpu til kæru­nefndar útboðs­mála, vegna þessa samn­ings við Aikan, þar sem samn­ings­gerðin stang­að­ist á við lög um opin­ber inn­kaup. Fram­kvæmd­ar­stjóri Sorpu segir samn­ings­gerð­ina innan lög­mætra heim­ildar Sorpu og að kæran breyti engu um fyr­i­r­á­ætl­anir byggð­ar­sam­lags­ins.

Hver er hagur almenn­ings og lands­ins?



Hvor lausnin styður betur við mark­mið Lands­á­ætl­unar í úrgangs­mál­um, gas- og jarð­gerð­ar­stöð Sorpu eða vot­vinnslu­stöð Metanorku sem er í eigu Íslenska gáma­fé­lags­ins? Aðal­munur þess­ara vinnslu­að­ferða er að heim­il­issorp þarf ekki að flokka í gas- og jarð­gerð­ar­stöð, þannig væri hægt að spara í sorp­hirðu. Fólk gæti sjálft haft jarð­gerð­ar­tunnur í görð­unum og nýtt eigin moltu. Þar sem heim­il­issorp er lítið flokkað verður úrgangur sem fer í jarð­gerð­ar­stöð­ina fjöl­breytt­ari. Þar blandast  líf­rænn úrgangur við bleyj­ur, dömu­bindi, katt­ar­sand og ryksugu­poka.

Þar sem heim­il­issorp er lítið flokkað verður úrgangur sem fer í jarð­gerð­ar­stöð­ina fjöl­breytt­ari. Þar blandast  líf­rænn úrgangur við bleyj­ur, dömu­bindi, katt­ar­sand og ryksugupoka.

 

Saman við þessa blöndu bætir síðan Sorpa mat­ar­smit­uðu plasti, vikri, garð­úr­gangi og hrossa­taði. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Sorpu er lítið mál að koma þess­ari moltu á markað því búið er að gera sölu­samn­ing við Land­græðsl­una. Kostn­að­ar­á­ætlun við kaup á tækja­bún­aði frá danska fyr­ir­tæk­inu Aikan er áætl­aður 2,7 millj­arð­ar. Vot­vinnslu aðferð Metanorku gerir hins vegar ráð fyrir meiri flokkun á heim­il­issorpi og þar af leið­andi hreinna end­ur­vinnslu­efni, sem er þá verð­mæt­ari molta. Fjölga þyrfti flokk­un­ar­tunnum sem eykur kostnað við sorp­hirðu en skilar verð­mæt­ari vöru og auk­inni með­vit­und neyt­enda sem er eitt af aðal­mark­miðum Lands­á­ætl­un­ar. Kostn­að­ar­á­ætlun við tækja­kaup til vot­vinnslu er um 1,5 millj­arð­ur.

 

Með aðild Íslands að EES hafa verið inn­leiddar til­skip­anir sem varða opin­bera starf­semi á sam­keppn­is­mark­aði og til­skip­anir um flokkun á sorpi. Byggð­ar­sam­lögin greiða ekki tekju­skatt og aðild­ar­sveit­ar­fé­lögin styðja með ótak­mark­aðri ábyrgð við þau. Byggð­ar­sam­lögin eru síðan í sam­keppni við fyr­ir­tæki á mark­aði sem er ólög­mætt.

 

Sveit­ar­fé­lögin þurfa að ástunda góða stjórn­ar­hætti og muna að eig­endur byggð­ar­sam­lag­anna eru rúm­lega 200.000 íbúar stór­höf­uð­borg­ar­væð­is­ins. Íbú­arnir ætl­ast til að stjórn­sýslan sé vönd að virð­ingu sinni starfi  eftir stefnu­mótun eig­enda og hafi hag íbúa að leið­ar­ljósi. Þannig verður að gera þá kröfu að ekki séu brotin sam­keppn­is­lög eða nýð­ist á nátt­úr­unni með urðun spilli­efna. Jafn­framt  að landið sé grætt upp með sömu hreinu gæða­molt­unni og við myndum nota til rækt­unar á græn­meti fyrir fjöl­skyld­una.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None