Arion banka tókst að selja evruskuldabréf í annarri tilraun

9954305546_4be01ea51c_z-1.jpg
Auglýsing

Arion banki til­kynnti fyrr í dag að hann hefði gefið út skulda­bréf fyrir 500 millj­ónir evra, um 45 millj­arða króna,  og að umfram­eft­ir­spurn hefði verið eftir bréf­un­um. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja skulda­bréfa­út­gáfu í erlendri mynt til breiðs hóps fjár­festa. Á manna­máli þýðir það að ein­staka bankar kaupa hana ekki alla.

Það er afar mik­il­vægt fyrir íslensku bank­anna að fjár­magna sig erlend­is. Og að fá meiri fjöl­breytni í því hvernig þeir fjár­magna sig, enda uppi­staðan af fjár­mögn­un­inni síð­ustu ár verið inn­lán frá íslenskum fyr­ir­tækjum og almenn­ingi, víkj­andi lán frá íslenska rík­inu og sétryggð skulda­bréf sem íslenskir fag­fjár­festar (að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir) hafa keypt.

Af 771 millj­arða króna skuldum Arion banka um síð­ustu ára­mót voru til dæmis 454 milj­arðar inn­lán,  129 millj­arðar króna sér­tryggð skulda­bréf, 8,5 millj­arðar óverð­tryggð skulda­bréf í norskum krón­um, 1,7 millj­arður króna óverð­tryggð skulda­bréf í evrum og 2,1 millj­arður króna. Auk þess skuld­aði Arion banki Seðla­bank­anum 55 millj­arða króna.

Auglýsing

Í annað sinn sem Arion banki reynir



Þótt þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja „breiðum hópi fjár­festa“ skulda­bréfa­út­gáfu í evrum eftir hrun þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Og ekki heldur í fyrsta sinn sem Arion banki reynir það.

ótt þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur banki nær að selja „breiðum hópi fjár­festa“ skulda­bréfa­út­gáfu í evrum eftir hrun þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem það er reynt. Og ekki heldur í fyrsta sinn sem Arion banki reynir það.

Um miðjan april 2014 til­kynnti Arion banki að hann ætl­aði sér í skulda­bréfa­út­gáfu í evr­um. Und­ir­bún­ingur hafði þá staðið yfir í nokkurn tíma, enda fyrsta slika útgáfan sem bank­inn ætl­aði að ráð­ast í eftir banka­hrun.

Áður hafði Arion banki gefið út skulda­bréf í norskum krón­um, í upp­hafi árs 2013, til þriggja ára. Vextir þeirra bréfa voru fimm pró­sent ofan á NIBOR vexti, sem þykir mjög dýr fjár­mögn­un. Til­gangur útgáf­unnar var þó miklu fremur sá að sýna fram á að íslenskt fjár­mála­fyr­ir­tæki gæti gefið út skulda­bréf á erlendum vett­vangi og nyti nægj­an­legs trausts til að kaup­endur væru af því. Í raun var mark­miðið að opna aðganga að erlendum láns­fjár­mörk­uðum og bæta gæði fjár­mögn­unar bank­ans.­Arion banki þurfti enda ekki á fjár­mögnun að halda á þessum tíma. Umfang þeirrar útgáfu var 500 millj­ónir norskra króna, eða um 11,2 millj­arðar króna á þeim tíma.

Í jan­úar síð­ast­liðnum til­kynnti Arion banki að hann hefði keypt til baka hluta þeirra skulda­bréfa, fyrir alls 59 millj­ónir norskra króna. Þau skulda­bréf voru keypt á verð­inu 102,5 sem sam­svarar 2,79 pró­sent álagi yfir NIBOR. Arion banki er því byrj­aður að kaupa til baka dýru fjár­mögn­un­ina.

Of dýr fjár­mögnun



Í vik­unni eftir páska í fyrra fóru for­svars­menn Arion banka í fjár­festa­heim­sóknir til London, Stokk­hólms, Helsinki og Kaup­manna­hafn­ar.  Í sömu viku fór gríski bank­inn NBG á markað með fimm ára skulda­bréfa­út­gáfu sem seld­ist illa. Þessi  mis­heppn­aða útgáfa NBG olli nokkrum óróa á fjár­mála­mörk­uð­um. Auk þess hafði

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka.

ástandið í Úkra­ínu nei­kvæð áhrif á kjör á þessum tíma.

Þau kjör sem Arion banka buð­ust voru því 350 punktar yfir Euri­bor vöxt­um, sem var hærra en lagt var upp með. Því var til­kynnt um það í byrjun mai að Arion hefði frestað útgáf­unni.

Sú fjár­mögnun sem Arion er að ná í núna er um 310 punktar yfir milli­banka­vöxtum og því er um mun betri kjör að ræða en buð­ust síð­ast.

Ýmis­legt sem þurfti að ger­ast



Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um þessa til­raun Arion banka til útgáfu í maí 2014. Í þeirri umfjöllun var haft eftir Har­aldi Guðna Eiðs­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Arion banka, að bank­inn hefði fengið þau skila­boð að tvennt þyrfti að ger­ast til að þau kjör sem væru ásætt­an­leg yrðu í boði. Ann­ars vegar væru það mark­aðs­að­stæð­ur. Ef kjör mynd batna almennt, til dæmis ef það drægi úr ólgu í sam­skiptum Úkra­ínu og Rúss­lands, þá myndi það hafa áhrif á kjör Arion banka. „Hins vegar er það staða íslenskra banka og þess umhverfis sem þeir starfa í. Það er til dæmis mik­il­vægt að auk­inn stöð­ug­leiki sé í efna­hags­líf­inu hér á landi og að óvissu­þáttum haldi áfram að fækka. Þar erum við ekki síst að horfa til mik­il­vægis þess að áætlun um losun gjald­eyr­is­hafta verði hrint í fram­kvæmd. Einnig myndi hækk­andi láns­hæf­is­mat íslenskra rík­is­ins geta leitt til betri kjara“.

Ljóst má vera að ekki hefur dregið neitt sér­lega mikið úr ólgu í sam­skiptum Úkra­ínu og Rúss­land. Og áætlun um losun hafta hefur alls ekki verið hrint í fram­kvæmd. En láns­hæf­is­mat rík­is­sjóðs hefur batnað vegna betri afkomu rík­is­sjóðs og hag­vaxt­ar.

Íslands­banki var fyrstur



Nokkrum dögum eftir að Arion banki frestaði sinni útgáfu til­kynnti Íslands­banki um fyrstu skulda­bréfa­út­gáfu sína í evr­um. Kjörin voru 300 punktar ofan á Euri­bor vext­i.  Um var að ræða fyrstu útgáfu íslensks banka í evrum sem hefur selst eftir banka­hrun.

Hún  var þó bæði mun minni, 100 millj­ónir evra, um 15 millj­arðar króna, og til styttri tíma, tveggja ára, en sú sem Arion banki réðst í nú og var til­kynnt um í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None