Ásgeir Kolbeins kærir meðeiganda að Austur til lögreglu vegna hótana

16608352379_7b2edd05a4_c.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla- og athafna­mað­ur­inn Ásgeir Kol­beins­son hefur kært Kamran Keiv­an­lou, einn með­eig­anda sinn að félag­inu 101 Aust­ur­stræti ehf., sem er leyf­is­hafi og rekstr­ar­að­il­i ­skemmti­stað­ar­ins Aust­ur, til lög­reglu fyrir hót­an­ir í sinn garð. Rann­sókn­ar­lög­reglu­maður hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að kæra hafi borist emb­ætt­inu og málið sé í rann­sókn, en Ásgeir hefur veitt lög­reglu munn­lega skýrslu vegna máls­ins. Þá hefur Kamran sömu­leiðis verið kall­aður til skýrslu­töku hjá lög­reglu vegna kærunn­ar.

Upp­taka af meintum hót­unum send lög­reglu



Á meðal gagna sem Ásgeir hefur afhent lög­reglu kæru sinni til stuðn­ings, er hljóð­upp­taka af sam­tali hans og Kamran sem átti sér stað á Austur á dög­un­um. Kjarn­inn hefur umrædda upp­töku undir höndum en þar má heyra hvern­ig Kamran virð­is­t hóta Ásgeiri og fjöl­skyldu hans, verði honum ekki hleypt að rekstri skemmti­stað­ar­ins.

Í sam­tali við Kjarn­ann ­neitar Kamran Keiv­an­lou að hann hafi haft uppi hót­anir við Ásgeir Kol­beins­son, og segir að upp­taka af sam­tali þeirra sé fölsuð. Ásgeir hljóti að hafa fengið ein­hvern til að leika sig í sam­tal­inu.

Ætl­uðu að selja sig út úr Austur



Ás­geir Kol­beins­son, fram­kvæmda­stjóri 101 Aust­ur­stræt­is, og félag í eigu Styrmis Þórs Braga­sonar sam­þykktu kauptil­boð frá félag­inu Alfacom General Tra­d­ing, sem er í eigu Kamran Keiv­an­lou, í allt hlutafé í 101 Aust­ur­stræti árið 2013. Sam­kvæmt kaup­samn­ingnum greiddi Alfacom þeim Ásgeiri og Styrmi Þór helm­ing umsam­ins kaup­verðs fyrir öll hluta­bréf í félag­inu við und­ir­rit­un. Kjarn­inn hefur kaup­samn­ing­inn undir hönd­um, en mun ekki upp­lýsa um sölu­verð rekstr­ar­fé­lags Aust­urs að beiðni selj­enda, en það hleypur á tugum millj­óna króna. Við und­ir­skrift samn­ings­ins varð Kamran stjórn­ar­for­maður 101 Aust­ur­strætis ehf.

Þess má geta að Kamran hefur sótt um tíma­bund­ið at­vinnu­leyfi á Íslandi sem sér­fræð­ingur í pers­neskum teppum á mála hjá Alfacom General Tra­d­ing. Vinnu­mála­stofnun synj­aði beiðni hans, sem var kærð til vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins ­sem stað­festi úrskurð Vinnu­mála­stofn­un­ar. Hér­aðs­dómur felldi úr gildi úrskurð ráðu­neyt­is­ins og ákvörðun Vinnu­mála­stofn­unar þann 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, þar sem ráðu­neytið hafði ekki sann­reynt hvort þörf væri á umræddri sér­fræði­kunn­áttu hér á landi.

Auglýsing

Van­efndir á leið fyrir dóm­stóla



Ás­geir og Styrmir Þór hafa stefnt Alfacom til greiðslu á eft­ir­stöðvum kaup­samn­ings­ins, og verður málið tekið fyrir í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í vik­unni. Kjarn­inn hefur stefnu máls­ins undir hönd­um. Þar kemur fram að Kamran hafi farið að venja komur sínar á Austur skömmu eftir að kaup­samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­aður þar sem hann gaf fyr­ir­skip­anir sem voru ýmist á borði stjórnar eða fram­kvæmda­stjóra. Sam­kvæmt hlut­hafa­sam­komu­lagi sem und­ir­ritað var sam­hliða kaup­samn­ingi, er kveðið á um að engar breyt­ingar verði gerðar á stjórn félags­ins og rekstri fyrr en kaup­verðið verði að fullu greitt. Þá segir í stefn­unni að Kamran hafi haft í hót­unum við starfs­fólk og við­skipta­vini sem leiddi til þess að honum var bannað að koma á skemmti­stað­inn þegar hann var opinn.

Alfacom hefur lagt fram gagn­stefnu í mál­inu þar sem þess er kraf­ist að kaupum félags­ins á 101 Aust­ur­stræti ehf. verði rift vegna van­efnda á kaup­samn­ingn­um.

Þá hefur Alfacom kært Ásgeir Kol­beins­son og fjár­mála­stjóra Aust­urs til lög­reglu sem og emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara í júní­mán­uði síð­ast­liðnum fyrir fjár­drátt og fyrir að mis­nota greiðslu­kort 101 Aust­ur­strætis í sína eigin þág­u. Þau hafa bæði verið kölluð til skýrslu­töku hjá lög­reglu vegna máls­ins. Þá er í bréfi lög­manns Kamran til sér­staks sak­sókn­ara Ásgeir sak­aður um að nota félag í hans eigu til að hafa fé af 101 Aust­ur­stræti ehf. og fyrir að draga sér hátt í tíu millj­ónir króna.

Í sam­tali við Kjarn­ann ­segir Ásgeir að um til­hæfu­lausar ásak­anir sé að ræða og hann eigi von á því að lög­regla muni láta málið niður falla á næstu dög­um. Ásak­an­irnar hafi ein­ungis verið lagðar fram til að reyna að sverta mann­orð hans.

Íslands­banki kærir stjórn­ar­for­mann Aust­urs til lög­reglu



Þá hefur Íslands­banki kært Kamran Keiv­an­lou, stjórn­ar­for­mann 101 Aust­ur­stræt­is, til lög­reglu fyrir að blekkja starfs­mann bank­ans til að gefa honum upp leyni­númer á reikn­ingum félags­ins, svo hann gæti greitt til­hæfu­lausa kröfu frá sjálfum sér upp á tæpar 4,4 millj­ónir króna út af reikn­ingi 101 Aust­ur­strætis í umboðs­leysi. Þá hefur 101 Aust­ur­stræti sömu­leiðis kært Kamran til lög­reglu fyrir fjár­svik vegna til­viks­ins.

Eftir að Íslands­banki sagði upp við­skiptum við 101 Aust­ur­stræti og Borgun sagði upp þjón­ustu­samn­ingi við félagið í lok nóv­em­ber að beiðni for­svars­manns Alfacom, stofn­aði Ásgeir nýtt félag til að tryggja áfram­hald­andi rekstur Aust­urs. Það félag heitir Aust­ur­stræti 5, þar sem Vil­helm Pat­rick Bern­höft er í for­svari auk Ásgeirs. Með til­komu félags­ins var hægt að gera nýjan þjón­ustu­samn­ing við Borgun og opna nýja banka­reikn­inga og þannig koma í veg fyrir að rekstri Aust­urs yrði sjálf­hætt.

Kamran Keiv­an­lou hefur ítrekað kvartað til lög­reglu um að skemmti­stað­ur­inn Austur sé nú í rekstri hjá félagi sem hvorki hafi til­skylin leyfi til rekst­urs­ins né gild­andi húsa­leigu­sam­ing vegna hús­næð­is­ins við Aust­ur­stræti 7. Bæði lög­regla og sýsl­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa málið til rann­sókn­ar, og hvort núver­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag brjóti í bága við útgefið rekstr­ar­leyfi Aust­urs.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Ásgeir að hið nýja félag hafi ekki tekið við rekstri Aust­urs, það sé ein­göngu til­komið til að tryggja áfram­hald­andi rekstur skemmti­stað­ar­ins. Allar greiðslur sem Aust­ur­stræti 5 taki við renni óskiptar til rekstr­ar­fé­lags Aust­urs, það er 101 Aust­ur­strætis ehf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None