Ég vil kynjakvóta í styrkveitingar til kvikmynda og þetta er ástæðan

Helena H. G. Þingholt, kvikmyndaleikstýra og vídeólistakona.
eddustoeffnota.jpg
Auglýsing

Ég sat á lókal kaffi­hús­inu mínu um dag­inn með 12 ára dóttur minni og vin­konum henn­ar. Ég lyfti upp hægri rasskinn­inni og prump­aði upp­hátt. ,,Mamma!” Hún skamm­ast sín fyrir mig hugs­aði ég og leit við. Á næsta borði sat hópur af fólki sem horfði á mig með vand­ræða­legt bros á vör. Já, dóttir mín skamm­að­ist sín fyrir mig. ,,Ég nenni ekki að vera stillt” sagði ég við stelp­urn­ar. ,,Ég geri bara það sem mér sýnist”. Upp úr þessu spunn­ust mjög skemmti­legar umræður um það hvað er við­eig­andi fyrir konur og stelpur að gera á almanna­færi.

Á öðrum degi var ég á sama kaffi­húsi með vin­konu minni og mér (vilj­andi í þágu­falli) klæj­aði í pík­una. Ég klór­aði mér almenni­lega og hugs­aði ,,ég haga mér eins og karl”. Ég hef svo oft séð karl­menn klóra sér í pungnum eða laga tippið á sér. Þá ljóstrað­ist upp fyrir mér að ég hef aldrei séð konu klóra sér í píkunn­i.  Kona má ekki klóra sér í klof­inu á almanna­færi. Hún má ekki prumpa upp­hátt, hún má ekki bora í nef­ið, hún má ekki hrækja, hún má ekki segja ,,fokk”, hún má ekki vera frek, hún má ekki hlæja hrossa­hlátri, hún má ekki naga negl­urn­ar, hún má ekki vera fúl, hún má ekki vera löt, hún má ekki hafa allt í drasli heima hjá sér. Það fer konum svo illa að vera ódann­að­ar. Við erum ljótar þegar við nögum negl­urnar og ennþá ljót­ari þegar við blót­um.

Kona að skrifa hand­rit að mynd í fullri lengd



Á enn öðrum degi sat ég í kaffi­bolla hjá eldri dóttur minni, Kol­finnu (aka Kylfan). Við vorum að tala um verkin sem við erum að skrifa. Hún er að skrifa leik­rit, ég er að skrifa kvik­mynda­hand­rit – og haldið ykkur fast Frið­rik Þór Frið­riks­son og Hilmar Sig­urðs­son  – ég er að skrifa hand­rit að mynd í fullri lengd! Alla­vega. Þegar við mægð­urnar vorum að skegg­ræða – bídd­u... skegg­ræða? Jú, það er hægt að nota það orð um okkur Kol­finnu því við erum með sterk Puerto Rico gen í æðum og þar af leið­andi með smá skegg. Skegg­ræða er ann­ars eitt af orð­unum sem krist­alla áhrif feðra­veld­is­ins á íslenska tungu.

Þegar við mægð­urnar vorum að skegg­ræða – bídd­u... skegg­ræða? Jú, það er hægt að nota það orð um okkur Kol­finnu því við erum með sterk Puerto Rico gen í æðum og þar af leið­andi með smá skegg. Skegg­ræða er ann­ars eitt af orð­unum sem krist­alla áhrif feðra­veld­is­ins á íslenska tungu.

Auglýsing

Konur ræða ekki mál­in. Bara karl­ar. Konur slúðra. En við mæðgurnar vorum sem­sagt að ræða hand­ritin okkar og mik­il­vægi þess að skrifa kven­per­sónur sem eru ger­end­ur. Ekki að þær séu endi­lega í aðal­hlut­verk­um, heldur að þær séu ger­endur í stað þess að vera fórn­ar­lömb eða passí­var á hlið­ar­lín­unni. Að þær séu subjekt en ekki objekt. Frum­lag en ekki and­lag. Kven­per­sónur í bíó og leik­húsi eru nán­ast aldrei ger­end­ur. Stilltar skulu þær vera, heimskar og veik­lunda eða fórn­ar­lömb aðstæðna, fal­legar og fín­ar, jafnt á hvíta tjald­inu, á svið­inu sem og í raun­veru­leik­an­um.

Konur sem ger­endur



Konur eru ger­endur í kvik­mynda­hand­rit­inu sem ég er að skrifa. Þær tala, þær hafa skoð­an­ir, fá hug­myndir og fram­kvæma þær. Þær hafa marg­slung­inn per­sónu­leika, eru frekar, óþekk­ar, nastý, fyndn­ar, hrædd­ar, hug­rakk­ar, væn­ar, reið­ar, útsmogn­ar, kær­leiks­ríkar og bara alls kon­ar. Þær hafa önnur mark­mið en að verða ást­fangnar og gifta sig. Er það kannski það sem karl­arnir í brans­anum eru svona hræddir við? Að konur séu sýndar sem ger­end­ur? Gæti það kannski komið upp rang­hug­myndum hjá stúlkum um það hvernig þær eiga að haga sér? Að þær megi aksjúally vera ger­end­ur? Að þær megi prumpa, naga negl­urn­ar, klóra sér í píkunni, segja fokkjú og... hið hræði­lega... skrifa kvik­mynda­hand­rit og leik­stýra því sjálf­ar? Einu sinni máttu vest­rænar konur ekki vera í bux­um. Einu sinni máttu þær ekki skrifa bæk­ur. Einu sinni máttu þær ekki reykja. Ekki kjósa. Í dag þykir okkur það fárán­legt. Get my point?

Þor­steinn Guð­munds­son leik­ari sagði einu sinni í útvarp­inu að kvik­mynda­brans­inn væri eins og partý þar sem karlar sitja við hlað­borð og segja sögur og konur bera í þá kaffi og bakk­elsi. Þetta er svo satt að það er vand­ræða­legt.

Þor­steinn Guð­munds­son leik­ari sagði einu sinni í útvarp­inu að kvik­mynda­brans­inn væri eins og partý þar sem karlar sitja við hlað­borð og segja sögur og konur bera í þá kaffi og bakk­elsi. Þetta er svo satt að það er vand­ræða­legt. Konur fram­leiða fyrir kalla, þær stýra sjóðnum sem styrkir kalla til að gera bíó­myndir um kalla - þær skipu­leggja og þeir skapa. Svo koma kall­arnir upp á svið, taka við verð­launum og þakka mæðrum sínum og eig­in­kon­um. Úff.

Mein­aður aðgangur að hlað­borð­inu



Ég er alls ekki að lasta konur sem vinna sem fram­leið­endur eða stýra sjóð­um. Alls ekki. Ég er að gagn­rýna fyr­ir­komu­lagið sem við höfum komið okkur upp þar sem konum er mein­aður aðgangur að hlað­borð­inu. Ég vil að 12 ára dóttir mín og vin­konur hennar og vinir geti farið í bíó og séð eitt­hvað annað en myndir eftir karla, um karla, leik­stýrðar af körl­um. En veru­leik­inn sem blasir við okkur hér á landi er mjög svip­aður þeim banda­ríska, þar sem yfir 90% af kvik­myndum eru eftir karla, leik­stýrðar af körlum með karl­kyns ger­endur í aðal­hlut­verki.

Ég vil að dóttir mín læri það að hún megi vera ger­and­i. Að hún megi vera óþekk, gera það sem hana langar og haga sér eins og henni sýn­ist. Ég vil sterkar kven­fyr­ir­myndir fyrir þessa kyn­slóð. Þess vegna vil ég... nei þess vegna heimta ég kynja­kvóta á styrk­veit­ingar til kvik­mynda. Kynja­kvóti myndi leiða til þess að helm­ingur styrkja til kvik­mynda­gerðar færu til karla og helm­ingur til kvenna. Ég bara get ekki séð hvernig það getur verið slæmt.

Já og fokk feðra­veld­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None