Gagnamagn sem Íslendingar nota í gegnum farsímakerfið fimmfaldast frá 2012

simar.jpg
Auglýsing

Íslenskt neyslu­sam­fé­lag hefur gjör­breyst und­an­farin ár sam­hliða auk­inni tækni­þró­un. Ekk­ert hefur breytt því jafn­mikið og til­koma snjall­sím­ans. Ís­lend­ingar eru mjög fram­ar­lega í eign á snjall­sím­um, enda vana­lega afar fljótir að til­einka sér tækninýj­ung­ar. Í könnun sem MMR fram­kvæmdi snemma haustið 2013 kom í ljós að 66,4 pró­sent lands­manna ættu snjall­síma. Tveimur árum áður var hlut­fall þeirra 38 pró­sent. Til sam­an­burðar sögð­ust 68 pró­sent Breta eiga snjall­síma, 52 pró­sent Banda­ríkj­anna og 64 pró­sent Rússa í lok árs 2013. Óhætt er að álykta að snjall­síma­eign hafi vaxið enn meira á því einu og hálfa ári sem liðið er síðan að könnun MMR var gert.

Sú ályktun fær stuðn­ing í þeim upp­lýs­ingum sem koma fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn á árinu 2014, sem var birt á mánu­dag. Það er nefni­lega ekki til nein betri mæli­stika á þá breyt­ingu sem orðið hefur á neyslu­hegðun Íslend­inga með almennri eign á snjall­símum en sú aukn­ing á not­uðu gagna­magni sem orðið hef­ur. Í skýrsl­unni kemur fram að frá­ ár­inu 2012 hefur notk­unin fimm­fald­ast. Bara á síð­asta ári einu saman rúm­lega tvö­fald­að­ist hún.

Það þýðir að neyt­endur eru að vafra um inter­net­ið, ná sér í frétt­ir, horfa á afþr­ey­ingu, panta sér mat, mæla svefn eða hreyf­ingu, spila leiki, eiga sam­skipti og gera allt hitt sem nútím­inn býður upp á í gegnum tölv­una í vas­anum sín­um, snjall­sím­ann, í sífellt auknum mæli.

Auglýsing

 

Færsla inn í tíu sinn­um hrað­ari heim 4G

Ástæðan fyrir þess­ari miklu breyt­ingu er sú að far­síma­tíma­bil fjar­skipta­geirans er að líða undir lok og gagna­flutn­inga­tíma­bilið að taka við. Tíðni­heim­ildir fyrir 3G, fyrsta háhraða­kyn­slóð far­síma­nets­kerf­ið, voru boðnar út á Íslandi í lok árs 2006. Kerfið er í raun mun frekar net­kerfi en far­síma­kerfi og gerði gagna­flutn­ing mögu­leg­an. Allt í einu var mögu­legt að hlaða niður tón­list, horfa á kvik­myndir eða þætti í sím­anum sín­um.

Nú stendur næsti fasi yfir. 4G-væð­ingin er í fullum gangi. Skrefið sem verður tekið upp á við með henni er stærra en margir átta sig á. Hrað­inn á 4G-teng­ingu er tíu sinnum hrað­ari en í 3G og um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar.

Færsla Íslend­inga inn í hinn hraða heim 4G átti sér stað í fyrra. Fjöldi þeirra sem eru með 4G-kort í sím­anum sínum fimm­fald­að­ist á síð­asta ári. Nú eru 29,6 pró­sent allra virkra síma­korta 4G-kort og 62,6 pró­sent eru 3G-kort. Fjöldi þeirra sem er með 2G-kort dróst að sama skapi saman um tæp­lega eitt hund­rað þús­und á síð­asta ári og um síð­ustu ára­mót voru ein­ungis um 32 þús­und slík kort í umferð. Ugg­laust hefur inn­leið­ing raf­rænna skil­ríkja, sem tengj­ast 4G-­net­inu og þurfti meðal ann­ars til að sam­þykkja skulda­leið­rétt­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, haft umtals­vert um það að segja hversu hratt 4G-síma­korta­eign hefur vaxið á síð­asta ári.

Fjöldi þeirra sem eru í 4G-heimi mun aukast hratt á næstu árum. Sím­inn, Nova, Voda­fone og 365-miðlar hafa öll fengið úthlutað tíðnum til að byggja upp 4G þjón­ustu og enn er ýmis­legt ógert í þeim efn­um. Aðgengið mun því aukast enn á næstu árum. Fjar­skipta­fyr­ir­tækin eru ekki öll að njóta hinnar miklu aukn­ingar á notkun gagna­magns til jafns.

Nova er í algjörum sér­flokki þegar kemur að þeirri notk­un. Við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins not­uðu tæp­lega 75 pró­sent alls gagna­magns sem notað var á Íslandi í fyrra. Það má því segja að Nova hafi veðjað á réttan hest þegar fyr­ir­tækið ákvað að höfða til yngstu not­end­anna á árdögum starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins með því að gefa frí sím­töl og SMS skila­boð innan kerf­is. Sú kyn­slóð sem þá gekk til liðs við fyr­ir­tækið er síðan orðin fyrsta kyn­slóð stórnot­enda snjall­síma.



 

Nova sækir á Sím­ann á far­síma­mark­aði



Fólk hringir hins vegar líka úr snjall­sím­anum sín­um. Og á far­síma­mark­aði er Sím­inn enn með sterkasta stöðu, þótt Nova nálgist fyr­ir­tækið mjög hratt. Alls eru við­skipta­vinir Sím­ans í far­síma­þjón­ustu rúm­lega 148 þús­und tals­ins á meðan að við­skipta­vinir Nova eru um 137 þús­und tals­ins.

Við­skipta­vinum Nova hefur fjölgað mjög hratt síð­ustu ár, eða um 24 þús­und síðan í lok árs 2012. Á sama tíma hefur Sím­inn haldið nán­ast sama fjölda við­skipta­vina sem hann hafði þá.

Athygli vekur hins vegar hversu stór hluti við­skipta­vina Nova eru með fyr­ir­fram­greidd síma­kort, eða alls 90 þús­und. Það þýðir að tveir af hverjum þremur sem eru í við­skiptum hjá félag­inu eru í frels­is­þjón­ustu. Hlut­fall við­skipta­vina Sím­ans sem eru í frelsi er 25 pró­sent og hjá Voda­fone er það 28 pró­sent. Restin er í fastri áskrift­ar­þjón­ustu sem skilar stöðugri og meiri tekj­um.

Voda­fone hefur upp­lifað nokkrar sveiflur síð­ustu ár. Í lok árs 2012 voru við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins í far­síma­þjón­ustu um 115 þús­und tals­ins en fækk­aði um sjö þús­und á árinu 2013. Voda­fone hefur náð vopnum sínum að ein­hverju leyti að nýju og um síð­ustu ára­mót voru við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins orðnir tæp­lega 114 þús­und.

365 sam­ein­að­ist Tali í des­em­ber 2014 og tók þar með yfir far­síma­við­skipti síð­ar­nefnda fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir voru alls rúm­lega þrettán þús­und um síð­ustu ára­mót og hefur fækkað tölu­vert und­an­farin ár. Tal var til að mynda með um 20 þús­und við­skipta­vini í lok árs 2012.

SMS að detta úr tísku

Sú var tíðin að SMS skila­boða­send­ingar voru einn helsti sam­skipta­máti Íslend­inga. Sú tíð er liðin og í skýrsl­unni kemur fram að send­ingu slíkra skila­boða heldur áfram að fækka. Slík fækkun átti sér fyrsta stað á árinu 2013 þegar send voru um 214 millj­ónir SMS skila­boða, um tveimur millj­ónum færri en árið áður. Í fyrra fækk­aði þeim enn frekar, þegar 204 millj­ónir slíka skila­boða voru send.

Við­skipta­vinir Nova eru lang­dug­leg­astir að senda SMS, en þeir sendu alls 67,4 pró­sent allra SMS-a send voru á síð­asta ári.



Þessi hnignun SMS-ins á fyrst og síð­ast rætur sinar að rekja til upp­gangs sam­skipta­for­rita á vegum Face­book, Apple og fleiri slíkra aðila. Slík for­rit eru í sífelldri sókn sam­hliða auk­inni notkun far­síma.

Stöðnun á inter­net­mark­aði



Það virð­ist nán­ast ekk­ert hafa hreyfst að neinu viti á íslenskum inter­net­mark­aði á síð­asta ári. Sím­inn tapar að vísu tæp­lega 800 við­skipta­vinum en er samt sem áður með helm­ing mark­að­ar­ins með um 60 þús­und við­skipta­vini. Voda­fone stendur nán­ast í stað líka, tapar 900 við­skipta­vin­um, og er með tæp­lega 30 pró­sent hlut­deild.

365 miðlar hófu að bjóða upp á fjar­skipta­þjón­ustu með síma og inter­neti í haustið 2013. Tal var síðan rennt inn í 365 í des­em­ber 2014 og því er nýja töl­fræði­skýrsla Póst- og fjar­skipta­stofn­unar sú fyrsta sem sýnir sam­eig­in­legan árangur hins sam­ein­aða fyr­ir­tæk­is. Þótt bæst hafi við kúnna hóp þess þá er mark­aðs­hlut­deild 365 enn sem komið er ein­ungis um 13 pró­sent. Við­skipta­vin­irnir voru sam­tals 15.500 um síð­ustu ára­mót, sem er um tvö þús­und fleiri en 365 og Tal voru sam­an­lagt með í lok árs 2013.

Til ein­föld­unar má segja að 365 hafi tek­ist að ná til sín mestum hluta af þeirri aukn­ingu sem varð á teng­ingum milli ára, þeim fjölg­aði um 2.200, en ekki tek­ist að höggva skarð í mark­aðs­hlut­deild stóru fyr­ir­tækj­anna á mark­aði, Sím­ans og Voda­fo­ne. Aðrir á mark­aði voru sam­tals með 7,6 pró­sent mark­aðs­hlut­deild og þar af var Hringdu með um helm­ing.

Mikil velta og aukin fjár­fest­ing



Í skýrsl­unni eru lika teknar saman heild­ar­tekjur af fjar­skipta­starf­semi á árinu. Sam­tals velti geir­inn um 52,3 millj­örðum króna í fyrra sem er aukn­ing um tæpa tvo millj­arða króna frá árinu á undan og um fjóra millj­arða króna frá árinu 2012.

Sam­hliða hefur fjár­fest­ing í fjar­skipta­starf­semi auk­ist umtals­vert. Árið 2012 eyddu fyr­ir­tækin á mark­aðnum 5,9 millj­örðum króna í fjár­fest­ingar en í fyrra var sú upp­hæð 7,9 millj­arða króna. Það er þriðj­ungs­aukn­ing á ein­ungis tveimur árum. Athygli vekur að mest var fjár­fest í fasta­net­inu í fyrra, eða fyrir um 2,8 millj­arða króna. Það er um 1,1 millj­arði krónum meira en á árinu 2013.  Fjár­fest­ing í far­síma­rekstri var um tveir millj­arðar króna.



Það er hins vegar lýsandi fyrir stöðu hins hefð­bundna tal­síma að fjar­skipta­fyr­ir­tækin eyddu ein­ungis 78 millj­ónum króna í að upp­færa hans kerfi á síð­asta ári, eða tæp­lega einu pró­senti af heild­ar­fjár­fest­ingu sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None