Auglýsing

Íslend­ingar kunna að lifa um efni fram. Við settum ein­hvers konar Evr­ópu- og Ólymp­íu­met í því á árunum fyrir hrun þegar við prent­uðum pen­inga af slíkum ofsa að magn þeirra í umferð fjór­fald­að­ist á fimm ára tíma­bili. Þessum við­bót­ar­pen­ing­um, sem urðu ekki til vegna þess að við bjuggum eitt­hvað til, heldur vegna þess að við gáfum út skulda­bréf í íslenskum krónum með háum vöxtum sem gráð­ugir útlend­ingar gleyptu upp, eyddum við í alls­konar dót. Við eyddum þeim í að byggja upp fast­eignir (og bjuggum þar með til fast­eigna­bólu), kaup á allskyns bílum (Norð­ur­landa­met í Range Rover-­eign - ekki miðað við höfða­tölu - er enn í fersku minn­i), raf­tæki, vörur og svo fram­veg­is.

Til að skýra hvernig Ísland var að haga sér má setja íslensku hag­stjórn­ina í sam­hengi við heim­il­is­bók­hald. Grunn­reglan þar er sú að þéna meira en þú eyðir og reyna eftir fremsta megni að leggja eitt­hvað til hlið­ar, til dæmis svo hægt sé að takast á við hið óvænta.

Við vorum ekki mikið að gera þetta. Á þriggja ára tíma­bili, frá lokum árs 2005 og út árið 2007, fluttu Íslend­ingar inn vörur fyrir 345 millj­arða króna meira en þeir fengu fyrir þær vörur sem þeir seldu. Íslenska þjóð­ar­búið var því ekki nálægt því að vera sjálf­bært.

Auglýsing

Höft og hand­stýr­ing



Þetta lánsfé er uppi­staða þeirra him­in­háu pen­inga­stærða í eigu útlend­inga sem nú sitja fastar hér­lendis og vilja út. Þegar ljóst var að Íslend­ingar áttu ekki séns á að greiða til baka þús­undir millj­arða króna sem fengnar höfðu verið að láni í erlendum gjald­miðlum var gripið til gam­al­kunnra ráða: gengið fellt og höft sett á hag­kerfið til að hand­stýra því.

Með því að fella geng­ið, lækka virði gjald­mið­ils­ins, var hægt að snúa við hinum nei­kvæða við­skipta­jöfn­uði á einu auga­bragði. Allt í einu var útflutn­ingur okkar á fiski og orku, sem greitt er fyrir með erlendum gjald­eyri, miklu meira virði í íslenskum krón­um. Vöru­skipta­jöfn­uður varð jákvæður upp á fimmta hund­rað millj­arða króna á árunum 2009 og út árið 2013. Þessi við­snún­ingur í heim­il­is­bók­hald­inu, er grunn­ur­inn að þeirri efna­hags­legu við­spyrnu sem Ísland hefur upp­lif­að. Þar skiptir auð­vitað mestu máli, fyrir utan geng­is­fell­ing­una, að sjáv­ar­út­vegur hefur átt sín bestu ár frá upp­hafi á þessu skeiði, sér­stak­lega vegna þeirrar við­bótar sem mak­ríl­veiðar hafa ver­ið. Sam­hliða möll­uðu álverin á þrí­skiptum vöktum allan sól­ar­hring­inn fyrir ódýru ork­una sem þau hafa tryggt sér í nokkra ára­tugi og hirða þorra hagn­að­ar­ins sjálf af í gegnum þátt­ar­tekj­ur.

Til við­bótar má segja að þjóð­ar­búið hafi náð sér í arð­bæra auka­vinnu með ferða­þjón­ust­unni. Hún reikn­ast ekki með í vöru­skipt­um, heldur þjón­ustu­við­skipt­um, en skil­aði um 300 millj­örðum króna í tekjur á árinu 2014 og er orðin stærsta stoðin undir íslenska hag­kerf­inu. Það er hins vegar áhyggju­efni að inn­flutn­ingur á þjón­ustu eykst hraðar en útflutn­ing­ur.

Óveð­ur­ský á lofti



Þessi mixt­úra (geng­is­fell­ing, höft, mak­ríll, orku­sala, túristar) hefur gert það að verkum að við höfum upp­lifað vaxta­skeið á Íslandi. Utan­að­kom­andi þættir eins og for­dæma­laust hrun olíu­verðs og sú til­hneig­ing seðla­banka ann­arra landa að lána annað hvort með engum vöxtum eða nei­kvæðum til að gefa hag­kerfum sínum start, hafa á sama tíma stuðlað að lágri verð­bólgu, en hún hefur nú verið undir verð­bólgu­mark­miðum í sextán mán­uði í röð. Sitj­andi rík­is­stjórn hefur líka náð að skila rík­is­sjóði með afgangi. Það er virð­ing­ar­vert og nauð­syn­legt, en það veldur líka áhyggjum að ein­skipt­isliðir hafa skipt þar lyk­il­máli.

Nýjar tölur um vöru­skipta­jöfnuð fyrir árið 2014, sem birtar voru í síð­ustu viku, bera þess merki að við þurfum að fara að hafa enn meiri áhyggj­ur. Sam­kvæmt þeim hafa Íslend­ingar ein­ungis flutt út vörur fyrir um fjórum millj­örðum króna meira en árið áður. Og munum nú að vöru­skipta­jöfn­uður var jákvæður upp á fimmta hund­ruð millj­arða króna fyrstu árin eftir hrun.

Spár, meðal ann­ars ný þjóð­hags­spá Íslands­banka, gera ráð fyrir því að vöxtur í útflutn­ingi á vörum og þjón­ustu muni ekki halda í við vöxt inn­flutn­ings á næstu árum. Það þýð­ir, með öðrum orð­um, að það stytt­ist í að við eyðum meira í inn­fluttar vörur og þjón­ustu en við fáum fyrir þær vörur og þjón­ustu sem við flytjum út.

Eyðum okkur í gang



Einka­neysla, sem dreif áfram partýið fyrir hrun, er því sam­kvæmt öllum hag­tölum að aukast. Lán­tökur heim­ila hjá inn­láns­stofn­unum hafa til að mynda auk­ist úr 665 millj­örðum króna í sept­em­ber 2011 í 870 millj­arða króna í apríl síð­ast­liðn­um. Inn­lán heim­ila hafa hins vegar lækkað úr 789 millj­örðum króna í apríl 2009 í 648 millj­arða króna í sama mán­uði 2015. Við erum að fá meira að láni og eyðum sparn­að­inum okk­ar. Í hluti.

Á þessu bera ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki auð­vitað mikla ábyrgð. Þau kjósa að spara ekki pen­ing­anna sem þau fá til við­bótar á milli hand­anna heldur að eyða þeim jafn­óð­um. Lífs­gæða­kapp­hlaupið er tekið fram yfir skyn­sem­ina.

Við slíkar aðstæður ætti rík­is­stjórn að reyna að bregð­ast við þenslu. Það hefur þó ekki gerst. Þvert á móti réðst hún til dæmis í for­dæma­lausar og til­vilj­ana­kenndar skulda­nið­ur­fell­ingar sem kost­uðu rík­is­sjóð tugi millj­arða króna. Dómur Seðla­banka Íslands um þessa aðgerð, sem var birtur í Fjár­mála­stöð­ug­leika­skýrslu hans í fyrra, var eft­ir­far­andi: „Skulda­nið­ur­færslan eykur hreinan auð heim­il­anna sem hefur áhrif til auk­ins útgjalda­vilja og þar með talið einka­neyslu. Aukið veð­rými mun í ein­hverjum til­fellum leiða til auk­innar lán­töku heim­ila á móti nið­ur­fell­ing­unn­i“.

­Með öðrum orðum hefur Seðla­bank­inn miklar áhyggjur af því að Íslend­ingar muni nota sér hækk­andi hús­næð­is­verð til að fá lán­aða pen­inga og kaupa sér hluti. Það eykur inn­flutn­ing. Þetta vanda­mál er ekki að hverfa. Nýjasta spá grein­ing­ar­deildar á þróun íbúða­verðs spáir að það muni hækka um 23 pró­sent að nafn­virði á næstu þremur árum. Það þýðir að til dæmis að 30 millj­óna króna íbúð mun þá kosta 36,9 millj­ón­ir. Þessa við­bót­ar­hækkun hafa margir til­hneig­ingu til að taka út, að minnsta kosti að hluta, og eyða í neyslu.

Með öðrum orðum hefur Seðla­bank­inn miklar áhyggjur af því að Íslend­ingar muni nota sér hækk­andi hús­næð­is­verð til að fá lán­aða pen­inga og kaupa sér hluti. Það eykur inn­flutn­ing. Þetta vanda­mál er ekki að hverfa. Nýjasta spá grein­ing­ar­deildar á þróun íbúða­verðs spáir að það muni hækka um 23 pró­sent að nafn­virði á næstu þremur árum. Það þýðir að til dæmis að 30 millj­óna króna íbúð mun þá kosta 36,9 millj­ón­ir. Þessa við­bót­ar­hækkun hafa margir til­hneig­ingu til að taka út, að minnsta kosti að hluta, og eyða í neyslu.

Ljóst er að bank­arnir eru farnir að bregð­ast við þessu. Á fyrri hluta þessa árs er bind­ing á þriggja ára föstum lánum sem þeir veittu snemma árs 2012, og mark­aði fyrstu alvöru end­ur­komu þeirra á íbúða­lána­mark­að­inn, að renna út og margir því að fara að end­ur­fjár­magna lán sín. Til að koma í veg fyrir að fólk taki of margar millj­ónir króna að láni hefur Lands­bank­inn til dæmis breytt lána­reglum sínum á þann veg að nú er heild­ar­láns­fjár­hæð í end­ur­fjár­mögnun miðuð við fast­eigna­mat ef það er lægra en mark­aðsvirði, sem það er alltaf á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Tug­pró­senta launa­hækk­anir



Í þessu ástandi er verið að semja um tug­pró­senta launa­hækk­an­ir. Ríkið og sveit­ar­fé­lög leiddu þá veg­ferð með því að hleypa nokkrum stéttum fram­fyrir röð­ina á síð­asta ári og sam­þykkja að borga þeim slíkar hækk­an­ir, meðal ann­ars með þeim rökum að laun til að mynda lækna þyrftu að vera alþjóð­lega sam­keppn­is­hæf.

Það er því vel hægt að skilja kröfur launa­þega­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem hefur borið þyngstu byrð­arnar síð­ast­liðin ár. Afleið­ing­arnar eru til að mynda þær að um helm­ingur íbúa lands­ins telur sig ekki hafa aðgang að hús­næði á góðu verði. Fjöl­margir eru með grunn­tekjur undir fram­færslu­við­miðum hins opin­bera. Menntun er aug­ljós­lega ekki metin með sama hætti til launa og hún er í við­mið­un­ar­lönd­um. Helm­ingur þjóð­ar­innar á 750 þús­und krónur eða minna í eign og 30 pró­sent hennar á minna en ekk­ert. Þessi hluti þjóð­ar­innar upp­lifir að allt það góða sem eigi sér stað í efna­hags­lífi Íslands lendi ann­ars staðar en hjá hon­um. Og hann hefur nokkuð til síns máls.

Helm­ingur þjóð­ar­innar á 750 þús­und krónur eða minna í eign og 30 pró­sent hennar á minna en ekk­ert. Þessi hluti þjóð­ar­innar upp­lifir að allt það góða sem eigi sér stað í efna­hags­lífi Íslands lendi ann­ars staðar en hjá hon­um. Og hann hefur nokkuð til síns máls.

Rík­asta eitt pró­sent skatt­greið­enda hér­lendis á tæp­lega 23 pró­sent auðs lands­manna, mesta launa­skriðið er í fjár­mála­geir­anum sem setti landið á hausinn, örfáar fjöl­skyldur hagn­ast um nokkra millj­arða króna á ári vegna nýt­ingar á þjóð­ar­eign, fullt af eigna­fólki fékk millj­óna­milli­færslur úr rík­is­sjóði undir því yfir­skyni að verið væri að leið­rétta for­sendu­brest og verið er að inn­leiða háar bón­us­greiðslur á nýjan leik. Svo fáein dæmi séu tek­in.

Nið­ur­staðan = verð­bólga



Tug­pró­senta launa­hækk­anir skila hins vegar engu öðru en auk­inni verð­bólgu, hærri vöxtum og þverr­andi kaup­mætti. Við höfum ein­fald­lega ekki efni á þeim vegna þess að íslenskt sam­fé­lag fram­leiðir ekki nógu mikið til að standa undir slíkum hækk­un­um. Við verðum aftur farin að lifa um efni fram.

Allar spár eru þegar farnar að gera ráð fyrir þess­ari þró­un. Einu tvær ákvarð­an­irnar sem sitj­andi stjórn­völd hafa tekið á þessu kjör­tíma­bili sem hafa áhrif á verð­bólgu­þró­un, skulda­nið­ur­fell­ingin og tug­pró­senta hækkun launa opin­berra starfs­manna, hafa haft hækk­andi áhrif á hana. Stöð­ug­leik­inn og vöxt­ur­inn sem Ísland hefur upp­lifað und­an­farin ár hefur þar af leið­andi átt sér stað þrátt fyrir ákvarð­anir stjórn­mála­manna, ekki vegna þeirra.

Hvað hefur rík­is­stjórnin gert til að stuðla að hag­vexti? Veiddi hún mak­ríl­inn? Lað­aði hún að ferða­menn­ina eða bjó til álið? Hefur hún lagt sitt af mörkum til að halda verð­bólg­unni við­var­andi í skefjum með ábyrgri stýr­ingu fjár­muna úr rík­is­sjóði og hóf­legum launa­hækk­un­um?

Ég læt ykk­ur, sem þurfið að lifa við afleið­ing­arn­ar, um að svara því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None