Áhöfnin á flaggskipi íslenska heilbrigðiskerfisins

Kári Árnason
15416922713-1ded9deb5a-z.jpg
Auglýsing

Ég heiti Kári Árna­son og er 26 ára gam­all sjúkra­þjálf­ari. Ég er félags­maður í Banda­lagi háskóla­manna (BHM) og upp­lifi það nú í fyrsta skipti á ævinni hvernig það er að berj­ast fyrir bættum kjörum og því að menntun sé metin til launa á Íslandi, er félagar mínir í BHM standa í verk­falls­að­gerðum líkt og alþjóð veit.

Þegar fréttir um mögu­legar verk­falls­að­gerðir fóru að heyr­ast snemma á þessu ári varð mér hugsað til barna­skóla­ár­anna þegar grunn­skóla­kenn­arar fóru í verk­fall. Við vin­irnir fengum þá allt í einu langt og gott frí til þess að leika okkur allan dag­inn án þess að þurfa að mæta í skól­ann og nutum þess eflaust alveg í botn.

Í dag starfa ég á bækl­un­ar­skurð­deild Land­spít­al­ans og fæ því áhrif verk­falls BHM beint í æð. Ljóm­inn af æskuminn­ing­unum kenn­ara­verk­fallls­ins er alveg horf­inn. Að vera í verk­falli er sko ekk­ert grín! Að berj­ast fyrir því að fá mann­sæm­andi laun fyrir þá vinnu sem maður sinnir er ekk­ert grín! Hefð­bundin starf­semi bækl­un­ar­skurð­deild­ar­innar hefur legið niðri frá því að verk­falls­að­gerðir BHM hófust en engar skipu­lagðar aðgerð­ir, líkt og lið­skiptað­gerðir fyrir hné og mjaðmir, hafa verið gerðar frá því að verk­fallið hófst. Biðlist­arnir halda áfram að lengj­ast (nógu mikið lengd­ust þeir í lækna­verk­fall­inu) með til­heyr­andi skerð­ingu á lífs­gæðum fólks sem sumt á erfitt með að sinna sínum dag­legum störfum vegna þeirra óþæg­inda sem fylgja því þegar stoð­kerfi lík­am­ans er farið að kvarta.

Auglýsing

Land­spít­al­inn, eins og oft hefur komið fram í fjöl­miðl­um, er og á að vera flagg­skip íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins. Flagg­skipum fylgir iðu­lega ákveð­inn glæsi­leiki líkt og nafnið gefur til kynna. Sterkar stoð­ir, stór og glæsi­leg segl og sterkur skip­stjóri sem er þó algjör­lega gagns­laus ef með honum er ekki áhöfn í hæsta gæða­flokki. Til þess að halda uppi þessum glæsi­leika þarf hins vegar ákveðið við­hald. Bæði á flagg­skip­inu sjálfu og á áhöfn­inni.

Ég er stoltur af því að vera starfs­maður Land­spít­al­ans. Fyrir ungan heil­brigð­is­starfs­mann sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnu­mark­aðnum er ekki hægt að finna betri vett­vang til þess að und­ir­búa mann fyrir þann krefj­andi starfs­vett­vang sem heil­brigð­is­kerfið er. Á þessum tveimur árum sem ég hef starfað á Land­spít­al­anum hef ég hins vegar séð að við­haldi þessa svo­kall­aðs „flagg­skips“ íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins er engan veg­inn sinnt nægi­lega vel. Þá hvorki á skip­inu né áhöfn­inni. Hægt er að benda á hluti eins og laun, vinnu­að­stöðu, álag starfs­fólks, aðstöðu sjúk­linga, hús­næð­is­vanda og í raun er list­inn ansi lang­ur. Um þessi atriði hefur verið rætt oft og mörgum sinn­um, bæði í fjöl­miðlum og á Alþingi. Ef að Land­spít­al­inn á að halda áfram að vera heill­andi vinnu­staður fyrir ungt fólk sem hyggur á starfs­feril í heil­brigð­is­kerf­inu verður eitt­hvað að fara ger­ast! Jákvæð teikn eru á lofti um byggingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut­ina og bætta aðstöðu í hús­næð­is­málum en það er ekki nóg. Ef launa­málin verða ekki löguð þá stefnum við í strand. Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá eru það launin sem skipta hvað mestu máli. Auð­vitað er mik­il­vægt að hafa gaman af starf­inu og njóta þess að mæta til vinnu en það er afskap­lega erfitt að lifa á ham­ingj­unni einni og sér.  Ég starfa einnig á einka­rek­inni sjúkra­þjálf­ara­stofu og fæ því að sjá svart á hvítu hvernig þessum launa­málum er hátt­að.

Rík­is­stjórn Íslands og Lækna­fé­lagið sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þegar lækna­verk­fall­inu lauk um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Um þessa yfir­lýs­ingu var rætt á sam­stöðu­fundi félags­manna BHM á Land­spít­al­anum fyrr á þessu ári og  einn ræðu­mann­anna spurði sal­inn: „Haf­iði heyrt um deild­ina sem opn­aði og inni­hélt bara tvo lækna? Vit­iði hvaða starf­semi átti sér stað á fyrsta degi? Eng­in!“ Með fullri virð­ingu fyrir lækna­stétt­inni og þeirra ómet­an­lega starfi þá er heil­brigð­is­kerfið okkar ekki bara byggt upp á lækn­um. Ekki frekar en 11 manna knatt­spyrnu­lið er bara byggt upp á sókn­ar­mönn­um. Við erum í þessu öll sam­an, sjúkra­þjálf­ar­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, lækn­ar, geisla­fræð­ing­ar, líf­einda­fræð­ing­ar, sjúkra­liðar og svo mætti lengi telja. Við erum öll í sama lið­inu þótt að hlut­verk okkar innan liðs­ins séu ólík. Mark­miðið okkar er það sama. Að við­halda sterku og öfl­ugu heil­brigð­is­kerfi á Íslandi. Til þess að það sé mögu­legt verða þeir sem stjórna þessu landi að fara vakna og átta sig á því. Bens­ín­ljósið er búið að vera blikk­andi alltof lengi. Laun háskóla­mennt­aðs fólks í land­inu verður að bæta og rík­is­stjórnin verður að fara að meta menntun til launa!

Höf­undur er sjúkra­þjálf­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None