Barðist árum saman gegn óeðlilegri samkeppni en tekur við Mjólkursamsölunni

ari-edwald.jpg
Auglýsing

Það vakti tölu­verða athygli þegar Ari Edwald, fyrrum for­stjóri 365, var ráð­inn nýr for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unnar fyrir skemmstu. Með því heldur stjórn Mjólk­ur­sam­söl­unnar reyndar í þann vana að ráða fyrrum for­stjóra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja í for­stjóra­stól­inn, en Einar Sig­urðs­son, frá­far­andi for­stjóri, stýrði Árvakri áður en hann færði sig yfir í mjólk­ina.

Það sem gerir ráðn­ingu Ara áhuga­verða er líka sú stað­reynd að hann hefur verið lús­ið­inn und­an­farin ár að tala gegn ein­okun rík­is­fyr­ir­tækja og óeðli­legri sam­keppni sem opin­berir aðilar veita einka­að­ilum á mark­aði.

Í apríl 2002, þegar Ari var fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, kvart­aði hann til að mynda yfir því að opin­berir aðilar veittu fyr­ir­tækjum í hug­bún­að­ar­geir­anum óeðli­lega sam­keppni. Gera þyrfti þá kröfu til hins opin­bera að það keppi ekki við einka­fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Ári síðar kynnti Ari nýja skýrslu Sam­taka atvinnu­lífs­ins sem hét „Bætum lífs­kjör­in!“. Í frétt um málið á heima­síðu sam­tak­ana sagði Ari að „inn­lendar land­bún­að­ar­vörur væru meg­in­or­sök hærra mat­væla­verðs hér­lendis en í nágranna­lönd­un­um. Veru­leg umskipti væru framundan á alþjóða­vett­vangi og aukin hag­kvæmni á þessu sviði væri skil­virk leið að bættum lífs­kjöru­m“. Ráð­andi aðili í fram­leiðslu á inn­lendum land­bún­að­ar­vörum er Mjólk­ur­sam­salan, nýr vinnu­veit­andi Ara.

Í starfi sínu sem for­stjóri 365 miðla var Ari líka óþreyt­andi að hnýta í starf­semi RÚV og hversu illa hún kæmi sér fyrir einka­að­ila á fjöl­miðla­mark­aði. Í júní 2008 sagði hann í sam­tali við Frétta­blaðið að nið­ur­greiðsla á starf­semi RÚV með skattfé fæli í sér beina atlögu að rekstr­ar­grund­velli allra einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja í land­inu.

Í frétt á Press­unni frá því í októ­ber 2009 sagð­i ­Ari RÚV hafa mikil og óeðli­leg áhrif. „Allra hluta vegna er það nauð­syn­legt að Rík­is­sjón­varpið búi við meiri tak­mark­anir í sinni tekju­öflun á mark­aði heldur en einka­að­ilar sem treysta ein­göngu á mark­að­inn. Það er hróp­andi órétt­læti í því fyr­ir­komu­lag­i.“

Ara var sér­stak­lega umhugað um meint sam­keppn­is­brot RÚV þegar hann var spurður út í stöð­una á fjöl­miðla­mark­aði. Í við­tali við Við­skipta­blaðið í ágúst 2011 sagði hann stöð­una þar vera óeðli­lega. „Fyrir mér hafa áherslur stjórn­end­anna sem nú eru á RÚV birst með svip­uðum hætti og ef Þjóð­leik­hús­inu yrði breytt í Smára­bíó eða ef ríkið myndi opna diskó­tek út í bæ. Það er und­ar­legt að stjórn­mála­menn sem tala fyrir sam­keppni skuli ekk­ert vilja láta gera í þessum aug­ljósu og síend­ur­teknu lög­brotum sem Eft­ir­lits­stofnun EFTA og raunar Sam­keppn­is­eft­ir­litið líka hafa stað­fest. Þessi staða hefur skaðað þessa atvinnu­grein, fjöl­miðla­rekst­ur, mjög mik­ið.“

Nú er Mjólk­ur­sam­salan vissu­lega ekki fyr­ir­tæki í opin­berri eigu. Það hefur hins vegar lögvarða ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði, búvöru­lög eru und­an­skilin sam­keppn­is­eft­ir­liti og verð­sam­ráð afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði er lög­fest. Auk þess nið­ur­greiða íslenskir skatt­greið­endur mjólk­ur­fram­leiðslu (á þessu ári eru greiðslur vegna mjólk­ur­fram­leiðslu úr rík­is­sjóði áætl­aðar 6.550 millj­ónir króna).

Mjólk­ur­sam­salan hefur líka ver­ið, að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, upp­vís af grófum sam­keppn­islaga­brotum með því að selja öðrum aðila á mark­aði hrá­mjólk á 17 pró­sent dýr­ara verði en fyr­ir­tækjum tengdum Mjólk­ur­sam­söl­unni. Upp­haf­lega var lögð á fyr­ir­tækið 370 millj­óna króna sekt en áfrýj­un­ar­nefnd felldi þá álagn­ingu úr gildi og mál­inu er, sem stend­ur, enn ólok­ið.

Það verður því ákveðin kúvend­ing fyrir Ara að fara frá því að berj­ast hetju­lega fyrir frjálsri sam­keppni og gegn ein­okun rík­is­ins yfir í að verja þá rík­is­nið­ur­greiddu ein­ok­un­ar­stöðu sem  Mjólk­ur­sam­salan hefur á sínum mark­aði.  Nema að ráðn­ing Ara muni marka tíma­mót og til standi að færa sam­keppni á mjólk­ur­vöru­mark­aði úr rík­is­skjól­inu og í átt að auknu frelsi.

Og aug­ljóst er að Ari hlýtur að þurfa að selja 2,25 pró­sent hlut sinn í 365 miðl­um, sem tekur stærstan hluta aug­lýs­inga­fjár á íslenska mark­aðnum til sín, þegar hann verður far­inn að stýra Mjólk­ur­sam­söl­unni, einum stærsta aug­lýsanda lands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None