Fyrirsjáanleiki útgerða þegar leigjendavanda sleppir

sjavarutvegur.jpg
Auglýsing

Ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála hefur lagt fram frum­varp um veiði­heim­ildir á mak­ríl til að skapa það sem hann kallar fyr­ir­sjá­an­leika.

Orðið fyr­ir­sjá­an­leiki er í þessu sam­bandi merki­legt og senni­lega búið til eða magnað upp af áhuga­mönnum um að eign­ar­hald útgerða á veiði­heim­ildum við Íslands­strendur vari til eilífð­ar.

Sömu aðilar fundu upp eða mögn­uðu notkun orðs­ins leigj­enda­vandi sem í stuttu máli gengur út á að þeir sem ekki hafa ævar­andi veiði­heim­ildir muni ganga verr um auð­lind­ina og miðin en núver­andi kvóta­eig­endur sem margir fengu kvóta sinn gef­ins. Fari veiði­heim­ildir á upp­boðs­markað til segjum fimm ára þá mundu vænt­an­lega sömu ein­stak­lingar veiða og það gera nú. Leigj­enda­vanda­kenn­ingin gerir hins vegar ráð fyrir því að ef þessir ein­stak­lingar hætta að vera starfs­menn léns­herra (kvóta­greifa) og yrðu starfs­menn hand­hafa veiði­heim­ildar eftir kaup á mark­aði (sem lík­leg­ast er yrðu að mestu sömu aðil­ar) þá mundi umgengni versna og brott­kast aukast.

Auglýsing

Þessi nýstár­lega notkun tungu­máls­ins á sér til­gang.

Fyr­ir­sjá­an­leiki ráð­herr­ans, að mestu með hag núver­andi kvóta­eig­anda í huga, er að festa í lög veiði­leyfi sem ná fram yfir síð­asta dag næstu rík­is­stjórn­ar, sem tekur ekki við völdum fyrr en eftir tvö ár. Það sem flestum finnst eðli­leg­ast núna þegar mikil óvissa ríkir um mak­ríl­inn er að bjóða veiði­heim­ildir upp á mark­aði fyrir hvert ár eða fáein ár í senn. Þessi leið, að bjóða upp veiði­leyfi, er lík­leg­ast sú lausn sem mest sátt yrði um meðal eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, sem er þjóð­in.

Þegar ráð­herr­ann tal­aði um fyr­ir­sjá­an­leika var hann ekki að tala um fisk­gengd, því þrátt fyrir val­inn mann í hverju rúmi í ráðu­neyt­inu hefur það hvorki vald á fisk­gengd né heldur hefði það getað komið í veg fyrir gæfta­leysi á loðnu­ver­tíð­inni í vet­ur.

Í orð­ræðu und­an­far­inna ára er eitt öfl­ug­asta stefið á mik­il­vægi þess að byggja upp við­skipta­sam­bönd og fram­leiða þá vöru sem borgar mest á mark­aði erlend­is. Rétti­lega. Ferskur fiskur með flugi er dæmi um slíka teng­ingu við neyt­end­ur. Í mak­ríl­um­ræð­unni er þetta hins vegar yfir­fært á upp­sjáv­ar­fisk-­af­urðir sem hafa allt annað sölu­fyr­ir­komu­lag, þar sem varan er oft­ast seld í heil­förmum til frek­ari vinnslu í kaup­enda­landi. En til að tryggja óbreytt ástand í kvóta­málum hljómar þetta vel!

Dug­legir menn hafa fjár­fest og minnkað kostnað við veitt tonn



Þá er talað um fjár­fest­ing­ar­þörf grein­ar­inn­ar. Þetta er auð­vitað frasi ekki síðri en þeir tveir sem minnst er á að ofan, og góður til heima­brúks. Hvers vegna skyldi núna í byrjun maí 2015 vera þörf á aðgerðum vegna fjár­fest­inga í upp­sjáv­ar­skip­um? Í vik­unni kom nýr Bjarni Ólafs­son til hafn­ar, sem reyndar er sextán ára gam­all en leysir af hólmi 24 árum eldra skip, er með 24% meira burð­ar­magn og þarf færri í áhöfn. Þar virð­ist ekki hafa verið neinn fjár­fest­ing­ar­vandi.

HB Grandi á von á nýjum Venusi til hafnar á næstu vik­um. Venus og syst­ur­skipið Vík­ingur leysa af hólmi þrjú skip. Sam­an­lögð burð­ar­geta þeirra er meiri en skip­anna þriggja sem þau leysa af hólmi, en þau hafa færri í áhöfn og eru á allan hátt hag­kvæm­ari í rekstri. Sam­kvæmt til­kynn­ingum frá fyr­ir­tæk­inu stóðu því til boða láns­mögu­leikar með lágum vöxt­um, sem er ekki oft í boði þegar um er að ræða alvöru „vöntun á fyr­ir­sjá­an­leika“. Þá segja bankar ann­að­hvort nei eða fara fram á að óviss­unni (al­vöru-ó­vissu) sé mætt með mun hærri vöxt­um.

Með þeirri end­ur­nýjun sem nú er að verða er meiri­hluti upp­sjáv­ar­flot­ans  yngri en 15 ára og hefur yfir 2.000 tonna burð­ar­getu. Útgerð­ar­menn á Íslandi eru fag­menn fram í fing­ur­góma og vita mun betur en ráðu­neyt­is­menn hvernig á að gera út skip með hagn­aði í alvöru án „fyr­ir­sjá­an­leika“ úr ráðu­neyt­inu.

Veiði­heim­ildir á upp­boðs­mark­að: Jöfn tæki­færi og sann­gjarn hlutur eig­enda



Þessi grein og umræðan öll um fisk­veiði­stjórnun væri þess vegna óþörf ef þessum mönnum sjálfum yrði treyst til að verð­leggja veiði­gjöld með þátt­töku í upp­boðum á veiði­heim­ild­um. Slík upp­boð yrðu að vera þannig að nýliðun sé mögu­leg, þannig að til dæmis topp-­skip­stjórar hefðu tæki­færi til að afla fjár­magns, svo sem með almenn­ings­hluta­fé­lög­um, til að fjár­festa í nýjum skipum eða not­uð­um. Slíkir menn ættu sjálf­sagt auð­velt með að fá góða sjó­menn með sér sem sumir hverjir hafa löngun til að kom­ast í nýtt umhverfi.

Ef mak­ríl­veiðar smá­báta skila meiri arði en veiðar með stórum skipum mun útgerð smá­báta hafa efni á að kaupa eins miklar heim­ildir og skip þeirra bera, vænt­an­lega að því til­skyldu að hinn hluta árs­ins hafi sami floti sam­keppn­is­for­skot á aðrar gerðir skipa við kaup á heim­ildum fyrir aðrar veið­ar. Ef smá­bátar eru ekki sam­keppn­is­hæfir í mak­rílnum á frjálsum mark­aði þá verða eig­endur þeirra að sætta sig við það, og leita ann­að.

Það eru sjó­menn sem veiða fisk



Málið er til­tölu­lega ein­falt. Skip­stjórar og áhafnir er það sem þarf til að ná í fisk­inn þegar veiði­leyfi er til stað­ar. Að kaupa skip er ekk­ert meiri­háttar mál. Skip ganga nefni­lega kaupum og söl­um. Meira en annað hvert skip sem bæst hefur við í flot­ann á und­an­förnum árum var keypt not­að, og þau skip sem eru leyst af hólmi ganga kaupum og sölum inn­an­lands og utan. Þekk­ing útgerð­ar­manna hefur verið notuð í útrás með þátt­töku í útgerð erlend­is, og hjá útgerð­unum starfa  snjallir starfs­menn sem kannski vilja reyna sig í eigin rekstri. Saga Guð­mundar Jör­unds­son­ar, sem lét smíða skip það sem nú heitir Lundey, er ljóst dæmi um hvað góður skip­stjóri getur þegar hann fær tæki­færi. Þá má nátt­úru­lega nefna þá Sam­herj­a­f­rændur – einn þeirra sagði upp skip­stjóra­stöðu á flagg­skipi Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga til að freista gæf­unnar með stór­kost­legum árangri.  Slík tæki­færi eru í augna­blik­inu, og kannski næstu sex árin, lokuð en hug­myndin um upp­boð á veiði­heim­ildum er lyk­ill­inn að end­ur­nýjun af þessu tagi.

Upp­sjáv­ar­skip veiða ekki bara mak­ríl, heldur líka síld, loðnu og kolmunna



Ráð­herra sjáv­ar­út­vegs (og Fiski­stofu) ætlar að skapa fyr­ir­sjá­an­leika mak­ríl­veiða, þar sem sjálf auð­lindin er flökku­fiskur sem menn vita ekki alveg hvort er að koma eða fara.

Ekki er lík­legt að nokkur maður kaupi skip bara fyrir mak­ríl, þótt hann sé nú um stundir verð­mæt­asti upp­sjáv­ar­fisk­ur­inn. Upp­sjáv­ar­flot­inn veiðir loðnu, síld og kolmunna auk mak­ríls. Megum við þá ekki búast við fyr­ir­sjá­an­leika-að­gerðum upp á eitt og hálft kjör­tíma­bil vegna síld­ar, kolmunna og loðnu?

Hagur þjóð­ar­innar og „hags­muna­að­il­ar“



Vandi fisk­veiði­um­ræð­unnar er að þjóð­in, eig­andi auð­lind­ar­inn­ar, hefur ekki verið höfð með í ráð­um. Eng­inn talar bara fyrir hana, heldur eru kall­aðir til „hags­muna­að­il­ar“ sem eiga það sam­eig­in­legt að vilja ekki hámarka arð eig­and­ans af auð­lind­inni, heldur gæta tak­mark­aðra hags­muna og veiða fyrir slikk, helst að eilífu. Sumir þeirra kosta miklu til, halda uppi dag­blaði og hafa sett LÍÚ í and­lits­lyf­ingu, fengið nýtt nafn og ferskara fólk, en með sama verk­efn­ið: Að forða þjóð­inni frá því að fara illa með auð­lindaarð­inn, með því að sjá um hann sjálf­ir.

Hefði ekki verið gaman ef ráðu­neyti fyr­ir­sjá­an­leik­ans hefði látið gera reikni­líkan sem mið­aði að hámörkun á arði eig­enda og tæki ein­ungis til­lit til þess hvernig best er að koma þessum tonnum sem má veiða á markað með sem minnstum til­kostn­aði? Öll umræða þaðan í frá hefði síðan tekið mið af því hvernig hægt væri að vinna sem best úr auð­lind­inni fyrir þjóð­ina.

Höf­undur er mennt­aður stýri­mað­ur. Hann var háseti á b/v Narfa (nú Lundey sem Venus NS 150 leysir af hólmi).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None