Lærum af byrjendamistökum fjölmenningar

Anna Lára Steindal
10191488943_5ec28a8b53_k-1.jpg
Auglýsing

Í nýút­kominni skýrslu Fjöl­menn­ing­ar­set­urs um töl­fræði­legar upp­lýs­ingar um erlenda rík­is­borg­ara og inn­flytj­endur á Íslandi er að finna áhuga­verðar upp­lýs­ingar um íslenskt sam­fé­lag og þróun þess s.l. tíu ár. Skýrslan sýnir meðal annar að inn­flytj­endum á Íslandi fer nú fjölg­andi eftir að hafa fækkað nokkuð á eft­ir­hru­nár­unum og töldu þeir í árs­byrjun 22. 744 ein­stak­linga. 30.979 ef önnur kyn­slóð er með­tal­in. Önnur kyn­slóð er skil­greind sem börn inn­flytj­enda sem fædd eru á Íslandi af for­eldrum sem báðir eru inn­flytj­end­ur. Um 9.5% íbúa á Íslandi telj­ast þannig til inn­flytj­enda af fyrstu og annarri kyn­slóð.

Eitt af því sem vekur athygli í skýrsl­unni er að fækkun inn­flytj­enda á Íslandi varð minni í kjöl­far hruns­ins en margir ætla. Fjöld­inn var 24.379 þegar mest var í árs­byrjun 2009 en tæp­lega 21.000 í árs­byrjun 2012 þegar fæst var.

Töl­fræði



Í skýrslu Fjöl­menn­ing­ar­set­urs er einnig að finna töl­fræði­legar upp­lýs­ingar sem sýna að þó svo að inn­flytj­endum hafi fækkað minna eftir hrund en margir héldu hefur sam­setn­ing hóps­ins breyst veru­lega. Til að byrja með voru flestir inn­flytj­endur á Íslandi karl­menn sem komu til Íslands til að vinna, far­and­verka­menn. Árið 2008 voru karl­menn í hópi inn­flytj­enda um 5000 ein­stak­lingum fleiri en kon­ur, sex árum síðar er kynja­hlut­fallið nán­ast jafnt. Töl­urnar sýna líka mikla fjölgun inn­flytj­enda­barna á Íslandi. Á tíu ára tíma­bili, 2004 – 2014, fjölg­aði inn­flytj­enda­börnum á leik­skólum á Íslandi um 52% og börnum með annað móð­ur­mál en íslensku í grunn­skólum lands­ins fjölg­aði um 49%. Þá eru flest þeirra barna sem telj­ast til ann­arar kyn­slóðar fædd árið 2009 eða síðar –eftir hrun.

Ein skýr­ing á þessu er sú, að þegar þeim störfum sem far­and­verka­menn sinntu fækk­aði mikið í kjöl­far efna­hag­skrepp­unnar 2008 héldu margir verka­mann­anna á nýjar slóðir og til nýrra starfa. Þeir sem eftir urðu létu margir hverjir senda eftir fjöl­skyldum sín­um, enda gengi og aðrar aðstæður á fjár­mála­mark­aði þá með þeim hætti að erfitt var að senda pen­inga heim til að sjá fyrir fjöl­skyld­unni, einsog og margir þeirra höfðu gert. Önnur skýr­ing er sú að hér höfðu inn­flytj­endur verið partur af íslenskum vinnu­mark­aði árum saman og unnið sér inn rétt­indi, t.d. til atvinnu­leys­is­bóta, sem þeir nutu hvorki í heima­land­inu né annar stað­ar. Þá sat hluti inn­flytj­enda á Íslandi eftir í eins konar eign­ar­fjötrum eftir hrun, til dæmis með fast­eignir eða bíla sem ekki gekk að selja.

Auglýsing

Það er því ljóst að eftir 2008 urðu mál­efni inn­flytj­enda enn meiri áskorun en á upp­gangs­ár­unum sem leiddu til hruns­ins. Fjöl­skyldur er þjón­ustu­þyngri hópur en verka­menn sem eru þurft­ar­litlir í þeim efn­um. Það var því afar óhepp­li­leg þróun að eftir því sem áskor­un­unum fjölg­aði minnk­aði fjár­magn og áhersla á að byggja upp á Íslandi far­sælt fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag þar sem íbúar njóta jafnra tæki­færa og lífs­kjara. Stjórn­sýslan á báðum stjórn­sýslu­stigum gaf sér að svo margir inn­flytj­endur hefðu snúið aftur til síns heima að rétt­læt­an­legt væri að draga veru­lega úr fjár­magni og vinnu að mála­flokkn­um. Sem var kol­rangt mat. Síðan hefur ekki tek­ist að snúa þeirri óheilla­þróun við og mál­efni inn­flytj­enda hafa ekki verið í brennid­epli á Íslandi einsog þau hefðu þurft að vera á þessum mót­un­ar­árum hins íslenska fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lags.

Byrj­enda­mis­tök fjöl­menn­ingar



Á Íslandi hefur verið tæk­fi­æri til þess að læra af því sem við getum kallað byrj­enda­mis­tök fjöl­menn­ing­ar­inn­ar. En blikur eru á lofti um að við séum að glutra tæki­fær­inu niður og end­ur­taka mis­tök Evr­ópu nán­ast óbreytt: hverfi þar sem meira en fjórð­ungur íbúa er inn­flytj­endur er að mynd­ast í Breið­holti, rann­sóknir benda til þess að inn­flytj­endur hafi að meðal tali um þriðj­ungi lægri laun en Íslend­ing­ar, atvinnu­leysi meðal inn­flytj­enda er mun meira en meðal inn­fæddra, inn­flytj­endum sem hljóta refsi­dóma fjölgar hlut­falls­lega, önnur kyn­slóð inn­flytj­enda er ólík­legri til þess að mennta sig. Í stuttu máli sagt; inn­flytj­endur á Íslandi njóta lak­ari lífs­kjara og færri tæki­færa en almennt ger­ist meðal inn­fæddra og félags­leg vanda­mál virð­ast fara vax­andi í þeirra hópi. Þá bendir ýmis­legt einnig til þess að for­dómar í garð inn­flytj­enda fari vax­andi (sjá t.d. skýrslu Rauða kross­ins á Íslandi – Hvar þrengir að?).

Það er vill­andi að ræða um þetta sem inn­flytj­enda­vanda, þó vissu­lega séu margar áskor­anir sem við stöndum frammi fyrir að leysa þegar mál­efni inn­flytj­enda eru ann­ars veg­ar. Nær væri að lýsa því sem við erum gjörn á að lýsa sem vanda tengt nnflytj­endum sem nýrri stétt­skipt­ingu sem grund­vall­ast á upp­runa og/eða þjóð­erni. Stétt­skipt­ing er vandi sam­fé­lags­ins alls, ekki bara þeirrar stéttar sem höllustum fæti stend­ur. Sömu þróun má rekja í öðrum Evr­ópu­löndum þar sem vand­inn hefur undið upp á sig og má segja að sé nú kom­inn úr bönd­unum þar sem ofbeldi, átök og sundr­ung er því miður dag­legt brauð.

Ein ástæða þess að okkur hefur ekki lán­ast að læra af því sem miður fór í Evr­ópu er að við höfum ekki farið í djúpa  hug­mynda­fræði­lega sam­ræðu um hvert við stefnum með fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­ið, áskor­an­irnar sem við stöndum frammi fyrir og hvernig við getum raun­veru­lega stýrt þró­un­inni til að auka lík­urnar á því að við náum settu mark­miði. Í Evr­ópu „bara gerð­ist það“ að fjöl­menn­ing­ar­prójektið fór úr bönd­unum sem leiddi til átaka og sundr­ung­ar. Á Íslandi höfum við sem áður segir tæki­færi til að nýta okkur rann­skónir og grein­ingu á því sem miður fór (fræði­menn hafa legið yfir þeim rann­sóknum í að minnsta kosti tutt­ugu ár) og ein­beita okkur að því að gera hlut­ina öðru­vísi, beita því sem við getum kallað fjöl­breyti­leika­stjórnun til þess að vinna jafn­óðum úr þeim málum sem koma upp og fyr­ir­byggja að vanda­málin vaxi okkur yfir höf­uð.

Nýjar lausnir krefj­ast sam­tals og sam­vinnu



Því miður erum við ekki að nýta þetta tæki­færi nógu vel, einsog töl­fræðin úr skýrslu Fjöl­menn­ing­ar­set­urs sýn­ir. Í stað þess að marka okkur skýra sýn um hvert við stefnum erum við of mikið að bregð­ast við vanda og þá gjarnan með því að nýta okkur aðferðir Evr­ópu. Auð­vitað getum við ýmis­legt sótt til Evr­ópu, ekki síst lær­dóm af því sem miður fór. En við verðum að hafa hug­fast að þær aðferðir sem hafa þró­ast í Evr­ópu eru við­brögð við vanda sem hefur byggst upp á löngum tíma (saga fjöl­menn­ingar í Evr­ópu hófst eftir seinni heims­styrj­öld­ina) og þarfn­ast því allt ann­arar nálg­unar en verk­efni fjöl­menn­ingar á Íslandi sem eru á byrj­un­ar­stigi (varð knýj­andi við­fangs­efni á fyrsta ára­tug 21. ald­ar­inn­ar). Ég ítreka að við getum margt lært af Evr­ópu, en með því að beita þess­ari aðferð­ar­fræði erum við því miður allt eins lík­leg til þess að flytja inn vanda einsog að koma í veg fyrir hann. Í stað þess að ein­beita okkur að því að mál­efni inn­flytj­enda verði ekki vanda­mál erum við þannig að beina athygl­inni að því að takast á við inn­flytj­enda­vand­ann þegar hann hefur þró­ast og gefum okkur að sömu áskor­anir hlað­ist upp á Íslandi og Evr­ópa glímir nú við. Sem er alls ekki sjálf­gef­ið.

Ein ástæða þess að við á Íslandi erum að beita þess­ari tak­mörk­uðu nálg­un, sem kemur í veg fyrir að við nýtum okkur fylli­lega reynslu ann­arra landa er sú að sjón­ar­hornið sem höfum á mál­efni inn­flytj­enda er of þröngt og sam­vinnu skort­ir, ekki síst við inn­flytj­endur sjálfa. Ef okkur á að takast nýta tæki­færið til fulls verðum við að nálg­ast fjöl­menn­ingu bæði sem hug­mynda­fræði­legt við­fangs­efni og praktískt úrlausn­ar­efni á sviði stjórn­sýslu og sam­fé­lags. Þar skiptir sköpum að efla sam­vinnu og sam­ræðu, finna skap­andi lausnir í ein­lægri og eig­in­legri sam­vinnu við þá sem lifa hinn fjöl­menn­ing­ar­lega veru­leika.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None