Verkfall og kjarasamningar BHM

Trausti Baldursson
5.jpg
Auglýsing

Ágæta rík­is­stjórn, lífið er fullt af end­ur­tekn­ingum bæði góðum og slæm­um. Þegar kemur að kjara­samn­ingum opin­berra starfs­manna við ríkið þá eru minn­ingar mínar fyrst og fremst slæmar og það sem verra er allir aðrir sem ég þekki hafa sömu minn­ing­ar. Sjálfur hef ég per­sónu­lega reynslu af samn­ingum við ríkið og hef oft velt fyrir mér hvernig er hægt að eyða svona miklum tíma í ekki neitt. Auð­vitað þarf tvo til að deila en þegar annar aðil­inn hefur öll fjár­hags­legu tromp­in, og nýtir sér það út í ystu æsar, þá er ekki erfitt að sjá hver stjórnar ferð­inni. Hvað er svona slæmt?

Ríkið sýnir rík­is­starfs­mönnum ítrekað virð­ing­ar­leysi þegar kemur að sjálf­stæðum samn­ings­rétti og á það jafnt við aðild­ar­fé­lög BHM sem önn­ur. Í margar vikur hefur ríkið í núver­andi samn­inga­við­ræðum ein­göngu boðið ákveðna pró­sentu­hækkun en ekk­ert annað hefur verið til umræðu. Þetta heitir ein­hliða ákvörðun ekki samn­ing­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu frétt­um, 28. maí, hefur ríkið dregið til­boð sitt til baka og sett X í stað­inn. Skrítið til­boð það! Og nú nokkrum klukku­tímum seinna boðar ríkið til fund­ar. Von­andi ekki til að skipta á Xi fyrir ekk­ert.

Auglýsing


Ímyndum okkur rík­ið, les­ist fjár­mála­ráðu­neytið og rík­is­stjórn, sem sjálf­stæða ein­ingu sem sér um rekstur ákveð­inna þátta í venju­legu fyr­ir­tæki eða á til­tek­inni stofn­un. Ein­ingu sem væri ábyrg fyrir mannauði til­tek­innar deildar og  fram­tíð­ar­rekstri ákveð­inna þátta í sam­fé­lag­inu, spít­ala, skóla eða öðru sem sam­fé­lag er sam­sett úr. Það vaknar sú spurn­ing hvort ríkið sé yfir­leitt hæft til að valda þeirri ábyrgð sem því er falið. Stundum er fram­koma við rík­is­starfs­menn með þeim hætti að halda mætti að þetta væri allt saman ein­hver leik­ur, póli­tískur leik­ur. Hvað ætlar ríkið að gera þegar efna­hags­lífið batnar og launa­munur á milli almenna mark­að­ar­ins og rík­is­starfs­manna tekur að breikka enn meir, of mik­ið. Hvert fer mannauð­ur­inn þá? Er það kannski hinn póli­tíski leik­ur, veikja opin­bera starf­semi, veikja sam­fé­lagið og styrkja ákveðna hags­muna­hópa?



En aftur að raun­veru­leik­an­um. Nú hafa sumir starfs­menn BHM, þökk sé þeim, verið í verk­falli í 8 vikur án þess að nokkuð hafi gerst í kjara­við­ræð­um. En nú þegar fer að hylla í samn­inga á milli verka­lýðs­fé­laga á almennum mark­aði og SA þá lætur ríkið allt í einu á sér kræla, hví­líkt virð­ing­ar­leysi við rík­is­starfs­menn. Svörin til BHM eru, þið getið kannski fengið það sem SA, ASÍ eða VR ákveð­ur. Væri ekki eðli­legra að ríkið tæki að sér að vera leið­andi í sam­fé­lag­inu og gengi fram með góðu for­dæmi um hvernig samn­ingar eiga að fara fram?



Fyrst ætl­aði ég ekki að nota orðið hroki en sé mig til­neyddan til að nota það. Fyrst ætl­aði ég reyna að nota pen orð eins og að ríkið tæki sér of langan tíma í að reikna hvað þetta eða hitt til­boðið kost­aði, þyrfti að kanna hvaða áhrif til­boð hefði á efn­hags­lífið og ríkið kemur illa und­ir­búið á fund eftir fund af ásettu ráði o.s.frv. En ekk­ert slíkt á við fram­komu rík­is­ins gagn­vart sínum starfs­mönnum og þeim mannauði sem það telur sig hafa ein­hver not af. Fram­koman lík­ist engu öðru en hroka þ.e. rík­is­starfs­menn þið hafið ekki eig­in­legan samn­ings­rétt.



Tals­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og seðla­banka­stjóri, hafa ekki talið eftir sér að hóta launa­fólki skatta­hækk­unum og reynt að koma til­urð verð­bólgu og sam­visku­biti vegna hennar yfir á launa­fólk. Stað­reyndin er hins vegar sú að verð­bólga fer aðeins af stað ef þeir sem ráða t.d. vöru­verði eða vöxtum hækka þá. Ekk­ert af þessu er í höndum launa­fólks. Það heyr­ist aldrei í umræð­unni að kannski er bara komið að þeirri stundu að þeir sem eiga fyr­ir­tækin fái bara örlítið minni ágóða og hækki ekki vör­ur. Að velta launa­hækk­unum út í verð­lagið er ekki nátt­úru­lög­mál. Launa­fólk getur ekki hækkað sitt kaup eins og eig­endur fyr­ir­tækja hækka vöru. Kannski er kom­inn tími til að breyta þessu.



Ríkið verður að gera sér grein fyrir því að BHM getur ekki sætt sig við annað en að fá svip­aðar launa­hækk­anir og aðrir hópar hafa feng­ið, t.d.  lækn­ar. Þannig virkar veru­leik­inn.



Það er aug­ljóst að ástandið eftir hrun spilar inn í stöðu mála í dag. Á und­an­förnum árum hefur fólk skilið nauð­syn þess að reisa við íslenskt efna­hags­líf og því gert minni kröfur en ella. Hinn almenni laun­þegi, rík­is­starfs­menn sem aðr­ir, gerðu þetta ekki til að hleypa aftur að ein­hverri auð­manna­frekju. Þetta verður ekki rakið meira hér en nægir að nefna kvóta­kerfið og allar úttektir um eign­ar­hald örfárra á auði lands­ins og sama á við á heims­vísu. Þessu þarf að breyta.



Þessi þjóð­fé­lags­gerð sem við lifum í með trú á eilífan hag­vöxt, og núver­andi rík­is­stjórn vill við­halda, gerir ráð fyrir tölu­verðri neyslu hvort sem mönnum finnst það rétt eða rangt. Með­al­tekju­fólk á varla fyrir meiru en rekstri fjöl­skyld­unnar frá mán­uði til mán­að­ar. Ef rík­is­stjórn Íslands telur að fólk eigi að lifa mein­læta­lifn­aði þá er nóg af að taka hjá þeim sem eiga ofgnóttir af öllu. Það er tími til kom­inn að koma niður á jörð­ina og að borguð séu mann­sæm­andi laun fyrir þau störf sem þarf að vinna.



Mikið er talað um ábyrgð­ar­leysi þeirra sem fara í verk­fall. En það eru tveir sem deila og annar aðil­inn, ríkið í þessu til­felli, hefur sterk­ari stöðu og fer með hina eig­in­legu sam­fé­lags­legu ábyrgð. Stétt­ar­fé­lög sam­an­standa hins vegar af ein­stak­lingum með mjög ólíkar skoð­anir á því hvernig beri að reka sam­fé­lagið en hafa sam­eig­in­leg mark­mið hvað kjör varð­ar. Per­sónu­lega tel ég að verk­föll eigi að vera ónauð­syn­leg en sú afstaða mín byggir á þeim for­sendum  að þegar kemur að samn­inga­við­ræðum um kaup og kjör þá sé ég að ræða við aðila sem eru að semja við mig um mín laun. Ekki aðila sem segir mér hvað ég eigi að fá í laun. Þessi afstaða mín byggir líka á því að samn­ingar eigi alltaf að gilda frá þeim tíma þegar síð­asti samn­ingur rennur úr gildi. Þannig er það ekki í dag en þarf að breyta. Það á ekki að vera öðrum aðil­anum í hag að tefja samn­inga. Það er eðli­legt að sá sem hefur völdin yfir fjár­magn­inu taki á sig þá ábyrgð að samn­ingar náist. Meðan að ríkið tekur ekki á sig þessa ábyrgð þá verða áfram verk­föll og þau versna eftir því sem virð­ing­ar­leysið og mis­skipt­ingin eykst og þau skilja eftir sig mun dýpri sár en þarf. Þetta skilar engu öðru en minni virð­ingu fyrir atvinnu­veit­and­anum sem svo aftur getur bitnað á starf­inu og hver er þá árang­ur­inn.



Leysum verk­fallið sem fyrst með raun­veru­legum samn­ing­um. Ef ríkið vantar fjár­magn, sækir það þangað þar sem það liggur á lausu svo millj­örðum skipt­ir. Þar að auki sum­staðar sem þjóð­ar­eign. Komið fjár­mála­kerf­inu í lag og gjald­miðl­inum í lag. Oft er bent á Norð­ur­löndin og 1-3 % hækk­anir þar á launum sem fyr­ir­mynd. Jú þar eru vextir af hús­næð­is­lánum í kringum 2 % og hækk­uðu nýlega upp í þá tölu t.d. í Dan­mörku. Þetta er ekki íslenskur raun­veru­leiki. Stjórn­völd, komið ykkur niður á jörð­ina. Við hin höfum verið þar í mörg ár og teljum nú komið að því að fá bætt að hluta það sem við höfum unnið að und­an­farin ár fyrir sam­fé­lagið í heild en ekki ein­staka hags­muna­hópa. Ég fagna því ef önnur stétt­ar­fé­lög ná árangri en þau semja ekki fyrir BHM.



Störf BHM félaga hjá rík­inu geta verið mjög ólík því sem ger­ist á almennum mark­aði bæði hvað varðar skyldur og rétt­indi, mennt­un, launa­taxta og (ó)sveigj­an­leika, náms­lán o.s.frv. Það er því virð­ing­ar­leysi að semja ekki við þá sem málið varð­ar.



Þetta er fyrst og fremst kveðja og stuðn­ingur til þeirra sem eru í verk­falli fyrir BHM, standið ykk­ur, það eru stjórn­völd sem bera ábyrgð á þessu verk­falli, sam­visku­bitið er þeirra.



Höf­undur situr í stjórn Félags íslenskra nátt­úru­fræð­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None