Kyndararnir í Stjórnarráðinu

Steingrímur J. Sigfússon
10016383485_15e5251efe_z.jpg
Auglýsing

Í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um orsakir og afleið­ingar banka­hruns­ins má lesa um hag­stjórn­ar­mis­tökin sem gerð voru sem á færi­bandi væri á árunum upp úr alda­mótum og fram að Hruni. Sam­an­dregið fólust þau í eft­ir­far­andi;

- Fjár­mála­stofn­anir léku lausum hala. Ekki var gef­inn gaumur að ofvexti hinna nýeinka­væddu banka, áhættu­samri fjár­mögnun þeirra og glæfra­legum lán­veit­ingum og kross­eigna­tengsl­u­m., Þá var eft­ir­liti með fjár­mála­starf­semi  ábóta­vant og ekki var skeytt um að treysta inn­viði og stofn­anir sam­fé­lags­ins sem hefðu getað afstýrt óför­un­um.

- Stór­iðju­fjár­fest­ingu, sem nam hátt í 1/3 af vergri lands­fram­leiðslu þess tíma, var dælt nán­ast með handafli inn í hag­kerfið á örfáum miss­erum svo gríð­ar­leg þensla hlaust af.

Auglýsing

- Pen­inga­stefnan og mátt­litlir til­burðir Seðla­bank­ans til að hemja þenslu vís­uðu í vestur en aðgerðir rík­is­stjórn­ar, einkum í skatta­málum og hús­næð­is­mál­um, í aust­ur. Mis­vísandi hag­stjórn­ar­að­gerðir urðu þannig til að gera illt verra.

- Kosn­inga­víxlar Sjálf­stæð­is­flokks um stór­felldar skatta­lækk­anir hátekju­fólks og fjár­magns­eig­enda og Fram­sókna­manna um hækkað veð­setn­ingn­ar­hlut­fall hús­næð­is­lána voru látnir falla á lands­menn þrátt fyrir aug­ljós ein­kenni ofhitn­unar í hag­kerf­inu. Í kjöl­farið rudd­ust bank­arnir inn á íbúða­lána­mark­að­inn, buðu 100% fjár­mögnun íbúða­kaupa og fljót­lega kvikn­aði í bygg­ing­ar­geir­an­um.

- Víta­hringur vaxta­hækk­ana, styrk­ingar raun­gengis og stór­fellds við­skipta­halla var lát­inn hald­ast órof­inn árum saman þótt ljóst væri að allt stefndi í óefni.

- Hag­vöxtur var drif­inn áfram af síauk­inni skuld­setn­ingu heim­ila, fyr­ir­tækja og sveit­ar­fé­laga og reynd­ist því tál­sýn.

- Ávöxtun á hluta­bréfa­mark­aði byggð­ist á upp­skrúf­uðum sýnd­ar­verð­mæt­um, froðu og hring­ferli fjár­muna í skuld­settum yfir­tökum sam­tímis því að raun­veru­legt eigið fé margra fyrrum traustra fyr­ir­tækja var flegið innan úr þeim og sólundað en eftir stóðu galtómar skelj­ar.

Þannig var það og ískaldar afleið­ing­arnar birt­ust í Hrun­inu.

Aldrei aft­ur, var það ekki?

Það hefur svo sann­ar­lega kostað fórn­ir, blóð, svita og tár að kom­ast þangað sem við þó erum kom­in, Íslend­ing­ar. Sem betur fer sneri nei­kvæða hag­sveiflan við undir lok árs 2010 og síðan hefur verið sam­felldur hag­vöxt­ur, atvinnu­leysi hefur minnkað og stór­felldum halla­rekstri rík­is­sjóðs var snúið í jöfnuð frá og með árinu 2013. Bat­inn hefur haldið áfram und­an­farin tvö ár og nú segja hag­fræð­ingar að slak­inn sé horf­inn úr þjóð­ar­bú­skapn­um.



­Sögðum við ekki, öll sem eitt, á árunum fyrst eftir hrun að ein rík­asta skyldan við okkur sjálf og fram­tíð­ina væri að gera allt sem í okkar valdi stæði til að fyr­ir­byggja að slíkar efna­hags­legar og félags­legar ham­farir af manna völdum gætu nokkurn tím­ann end­ur­tekið sig? Jú, mig minnir það.



En hvað þýðir það á manna­máli að slaki sé horf­inn úr þjóð­ar­bú­skapn­um? Hvað þýðir það skoðað í ljósi bit­urrar reynslu af mis­tök­un­um, ég vil segja afglöp­un­um, sem framin voru á Íslandi á árunum fyrir Hrun? Jú, þýðir það ekki að þensla, ójafn­vægi og svo ofhitnun geti verið handan við hornið ef við gætum ekki að okk­ur? Og ætlum við ekki að gera það núna, gæta að okkur það er að segja? Sögðum við ekki, öll sem eitt, á árunum fyrst eftir hrun að ein rík­asta skyldan við okkur sjálf og fram­tíð­ina væri að gera allt sem í okkar valdi stæði til að fyr­ir­byggja að slíkar efna­hags­legar og félags­legar ham­farir af manna völdum gætu nokkurn tím­ann end­ur­tekið sig? Jú, mig minnir það.

Er byrjað að kynda upp?

Í ljósi þess sem að ofan greinir hlýtur það nú að vera skylda okkar að vera vel á verði, spyrja hinna gagn­rýnu spurn­inga og bregð­ast við áður en það er um sein­an. Við sem reyndum að vara við og benda á hætt­urnar á fyr­ir­hrunsár­unum vorum gjarnan afgreidd sem fúl á móti, við sæjum ekki veisl­una, við værum á móti fram­förum og nýjum tím­um. Nú vilja ólík­leg­ustu aðilar þá Lilju kveðið hafa, halda því fram að þeir hafi varað við, jafn­vel séð hrunið fyr­ir. Látum það vera, en hvernig munu menn þá taka því nú þegar óhjá­kvæmi­legt er að mæla þessi varn­að­ar­orð:



- Núver­andi rík­is­stjórn hefur þegar veikt tekju­grunn rík­is­ins umtals­vert. Þar munar mest um nið­ur­fell­ingu auð­legð­ar­skatts upp á 11 millj­arða, lægri veiði­gjöld svo millj­örðum nem­ur, 5-6 millj­örðum lægri tekju­skatt vegna lækk­unar á mið­þrepi, nokk­urra millj­arða tekju­tap í tengslum við nið­ur­fell­ingu vöru­gjalda og lækkun efra þreps virð­is­auka­skatts sem hækkun mat­ar­skatts vegur ekki upp, nið­ur­fell­ingu orku­skatts um næstu ára­mót upp á 2 millj­arða. Þá hefur verið látið undir höfuð leggj­ast að færa upp til sam­tíma­verð­lags ýmis krónu­tölu­gjöld (bens­ín­gjald, olíu­gjald o.s.frv.) með nokk­urra millj­arða tekju­tapi, og er ekki allt upp talið. Þannig ákvað rík­is­stjórnin á dög­unum að leggja til auka­fjár­veit­ingar í fjár­auka­lögum uppá 2,65 millj­arða, vissu­lega í þörf og brýn verk­efni, en það eru útgjöld samt og tekjur til að mæta þeim vant­ar.

Frek­ari bati í afkomu rík­is­ins er því að stöðvast og verða að engu í höndum hinna reynslu­litlu kynd­ara í Stjórnarráðinu.


Sam­tals er tekju­grunnur rík­is­ins orð­inn a.m.k. 30 millj­örðum veik­ari en hann var á árinu 2013 án þess að tekið sé til­lit til þess að þessir tekju­stofnar gæfu nú meira af sér en fyrr í krafti efna­hags­batans. Og nú á að sögn að bæta a.m.k. 20 millj­örðum við þessa tölu til að liðka fyrir kjara­samn­ingum í formi tap­aðra skatt­tekna og auk­inna útgjalda. Það hafa því lekið út tekjur og bætst við útgjöld á vakt þess­arar rík­is­stjórnar sem veikja fjár­hags­stöð­una umtals­vert. Enda er rík­is­fjár­mála­á­ætlun fjár­mála­ráð­herra, sem nú liggur fyrir Alþingi, fremur dauf­leg lesn­ing með afkomu rík­is­sjóðs rétt við núllið næstu fjögur ár og var það áður en útgjalda­pakk­inn tengdur kjara­samn­ingum kom fram. Frek­ari bati í afkomu rík­is­ins er því að stöðvast og verða að engu í höndum hinna reynslu­litlu kynd­ara í Stjórn­ar­ráð­inu. Ekki er það góður und­ir­bún­ingur undir glímu við aukna þenslu né heldur undir raun­veru­lega nið­ur­greiðslu skulda sem leiða myndi til lægri vaxta­kostn­aðar rík­is­sjóðs og þar með aukna getu hans til að standa undir útgjöldum til vel­ferð­ar­mála á kom­andi árum.



- Umtals­verðar fjár­fest­ingar í með­al­stórum iðn­fyr­ir­tækj­um, hót­elum og auknum íbúð­ar­bygg­ingum eru nú að bæt­ast inn í hag­kerf­ið. Allt er það ánægju­legt en þetta þarf að taka með í reikn­ing­inn þegar þan­þol hag­kerf­is­ins er met­ið.



-Ekki verður séð af laus­legri þjóð­hags­grein­ingu að þörf sé á að þvinga með handafli í gang enn fleiri virkj­anir og stór­iðju­fjár­fest­ingar en þegar eru í und­ir­bún­ingi, en til þess stendur vilji stjórn­ar­meiri­hlut­ans eins og kunn­ugt er, þó á kostnað vand­aðra, fag­legra vinnu­bragða og laga um ramma­á­ætlun sé.

- Seðla­bank­inn er dæmdur til að hækka vexti við þessar aðstæður sem er nógu bölvað þótt það leiði ekki endi­lega til óraun­hæfrar styrk­ingar geng­is, þökk sé grimmum og sjálf­sögðum upp­kaupum bank­ans á gjald­eyri.

- Pen­inga­magn í umferð er enn alltof mikið á Íslandi og gríð­ar­mikil fjár­fest­ing­ar­geta líf­eyr­is­sjóð­anna safn­ast upp í hag­kerf­inu sökum fjár­magns­haft­anna.

- Fyrstu merki bólu­mynd­unar eru vel sýni­leg á fast­eigna­mark­aði, a.m.k. í 101 Reykja­vík, og eru þó áhrif hinnar frá­leitu skulda­nið­ur­færslu, sem að allt of stórum hluta skil­aði fjár­munum úr rík­is­sjóði til fólks sem var í ágætum efnum fyr­ir, vænt­an­lega ekki nema að litlu leyti komin fram.

- Vöru­skipta­jöfn­uð­ur­inn hefur verið að veikj­ast und­an­farin miss­eri og ef ekki kæmi til hinn ævin­týra­legi vöxtur ferða­þjón­ust­unnar og jákvæður þjón­ustu­jöfn­uður væri við­skipta­jöfn­uð­ur­inn í heild ekki beys­inn.

Förum var­lega með eld­inn



Það er ekki kviknað í, en elds­mat­ur­inn er víða, og spurn­ing hvort núver­andi ráða­mönnum okkar sé treystandi fyrir eld­spýt­un­um. Um það hef ég miklar og vax­andi efa­semdir eins og reyndar sístækk­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar ef marka má skoðanakannanir.



Margt fleira mætti tína til sem ástæða er til að hafa gætur á. Nið­ur­staðan er að jafn inni­lega og við gleðj­umst yfir áfram­hald­andi bata í þjóð­ar­bú­skapn­um, hag­vexti, minnk­andi atvinnu­leysi o.s.frv., þá þurfum við að halda vöku okkar og reyna að læra af fyrri og bit­urri reynslu. Það er ekki kviknað í, en elds­mat­ur­inn er víða, og spurn­ing hvort núver­andi ráða­mönnum okkar sé treystandi fyrir eld­spýt­un­um. Um það hef ég miklar og vax­andi efa­semdir eins og reyndar sístækk­andi meiri­hluti þjóð­ar­innar ef marka má skoð­ana­kann­an­ir. Það hættu­lega er að upp­sveiflu­tími þenslu og ofhitn­unar virkar eins og þægi­legt deyfi­lyf á gagn­rýn­is­lausa svefn­gengla. Rík­is­sjóður flýtur um sinn vegna froðu­tekna af efna­hags­um­svifum sem svo reyn­ast ekki inni­stæður fyrir og þá verður harka­legur sam­dráttur óum­flýj­an­leg­ur, en við eigum ekki að þurfa að gera þá til­raun aft­ur. Við vitum af nýlegri og dýr­keyptri reynslu hvernig hún end­ar.



Agaður rík­is­bú­skapur með vax­andi afgangi af rík­is­sjóði sem þannig styddi við mark­mið pen­inga­stefn­unnar um leið og for­gangs­raðað væri í þágu hinna tekju­lægri, vel­ferð­ar­kerf­is­ins og mik­il­væg­ustu inn­viða­fjár­fest­inga er leiðin sem þarf að fara. Kjara­samn­ing­ar, sem hækka sér­stak­lega hin smán­ar­lega lágu lægstu laun á Íslandi og væru studdir af sam­kynja skatta­legum aðgerð­um, verða samt að rúm­ast innan þess ramma sem þjóð­ar­bú­skapnum eru settir og það myndu þeir gera ef rétt væri spilað á móti meðal ann­ars og ekki síst í rík­is­fjár­mál­un­um. Auk­inn jöfn­uður er svarið og er í senn bæði sam­fé­lags­lím og hag­stjórn­ar­tæki sem alltof oft er horft fram­hjá í glímunni við þessi mál. Ójöfn­uð­ur­inn er upp­drátt­ar­sýki kap­ít­al­ism­ans, inn­an­mein hans, sem fyrr en síðar gengur af honum dauðum ef svo heldur sem horf­ir.



Höf­undur er alþing­is­maður og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None