Mikilmennskubrjálæði skilar landsliði örríkis í dauðafæri á sæti í lokakeppni EM

island.jpg
Auglýsing

Íslend­ingar eru þjóð sem finnst við­eig­andi að storka stærð­ar­lög­mál­un­um. Um tíma ætl­uðum við að verða mið­stöð fjár­mála í heim­inum og töldum unga menn í dýrum jakka­fötum hafa fundið upp leiðir til að stunda við­skipta með arð­bær­ari hætti en nokkri annarri þjóð hafði tek­ist. Þegar sú skýja­borg var leyst upp ansi snögg­lega fyrir tæpum sjö árum, og í ljós kom að hæfi­leikar mann­anna lágu fyrst og síð­ast í því að telja banka á að lána sér háar fjár­hæðir og að kaupa fyr­ir­tæki á allt of háum verð­um, voru von­brigði þjóð­ar­innar gríð­ar­leg. Og þau eru enn við­var­andi.

Það þýðir samt ekki að við ætlum að hætta að kýla upp fyrir okk­ur. Íslend­ingar eiga enda heims­met í raf­orku­fram­leiðslu, lesa flestar bæk­ur, gefa mest til UNICEF allra, miðað við höfða­tölu.

Það má hins vegar segja að metn­að­ar­fyllsta storkun þess­arar 329 þús­und manna þjóðar sé sú að ætla sér að eiga eitt besta lands­liðið í vin­sæl­ustu íþrótt heims, knatt­spyrnu. Og það meira að segja ekki miðað við höfða­tölu.

Auglýsing

Í kvöld leikur Ísland við Tékk­land og getur stigið stórt skref í átt að þátt­töku í loka­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts í knatt­spyrnu, sem haldin verður í Frakk­landi sum­arið 2016. Vinni liðið sinn leik og Hol­lend­ingar mis­stiga sig gegn Lettum á úti­velli er liðið komið með annan fót­inn í loka­keppn­ina.

Og það ótrú­lega við þetta er að þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem við erum kom­inn í svona dauða­færi.

Kjarn­inn fer yfir þá þróun íslenskra karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu sem leitt hefur til þeirrar stöðu sem er uppi í dag.

Stig að með­al­tali í leik í leikjum í und­ankeppnum lands­liðs­ins | Create infograp­hics

 

Harða liðið hans Guð­jóns

Í fyrsta sinn sem það var raun­hæfur mögu­leiki að ná inn í loka­keppni var í aðdrag­anda Evr­ópu­meist­ara­móts­ins 2000. Hinn granít­harði Guð­jón Þórð­ar­son þjálf­aði lið­ið. Ísland lenti í mjög erf­iðum riðli með heims­meist­urum Frakka, Rússum og Úkra­ínu­mönn­um. Frammi­staða íslenska lands­liðs­ins vakti heims­at­hygli. Fyrst náði liðið jafn­tefli við Frakka á heima­velli eftir að Rík­harður Daða­son hafði komið því yfir með stór­kost­legu skalla­marki fyrir framan troð­fullan Laug­ar­dals­völl.

 

Liðið spil­aði síðan einn sinn eft­ir­minni­leg­asta leik úti á móti þáver­andi heims­meist­urum þegar það náði að jafna leik­inn í 2-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum und­ir. Leik­ur­inn tap­að­ist á end­anum 3-2. Ísland náði samt sem áður 15 stigum úr tíu leikj­um, skor­aði 12 mörk og fékk ein­ungis sjö mörk á sig, þar af fjögur gegn Frökk­um. Það fór þó ekk­ert á milli mála, og var í raun ekk­ert laun­ung­ar­mál, að aðal­á­herslan á þessum árum var á varn­ar­leik. Í byrj­un­ar­liði Íslands voru alltaf fimm varn­ar­menn og einn mjög varn­ar­þenkj­andi miðju­mað­ur. Oft var gant­ast með það að eini leik­mað­ur­inn í lið­inu sem gæti haldið bolta væri Rúnar Krist­ins­son. Hinir hreins­uðu bara. Það er lýsandi fyrir leik­skipu­lag Íslend­inga á þeim tíma að í ótrú­lega eft­ir­minni­legu, og nán­ast óvið­eig­andi, við­tali Ing­ólfs Hann­es­sonar við Guð­jón Þórð­ar­son eftir fyrri Frakka­leik­inn spurði íþrótta­f­rétta­mað­ur­inn þjálf­ar­ann eft­ir­far­andi spurn­ing­ar: „Þessi varn­ar­leikur allan timann, allir á tánum í 90 mín­út­ur[...] hvernig er hægt að fá menn til þess að gera þetta?“



Í dauða­færi gegn Þjóð­verjum

Guð­jón hætti með lands­liðið eftir síð­ari Frakk­lands­leik­inn og tók við liði Stoke þegar íslenskir fjár­festar ákváðu að kaupa það sögu­fræga félag. Við lands­lið­inu tók Atli Eðvalds­son og fékk hann að stýra lið­inu í gegnum eina heila und­ankeppni, fyrir heims­meist­ara­mótið 2002. Ísland þótti hafa lent í mun létt­ari riðli (voru meðal ann­ars með Norður Írlandi og Möltu í riðli) en í und­ankeppn­inni sem á undan fylgdi og því var það talið merki um aft­ur­för þegar lið­inu tókst aðeins fá 13 stig. Auk þess hafði varn­ar­leik­ur­inn, sem var aðals­merki Íslands fram að þeim tíma, tekið miklum aft­ur­för­um. Liðið fékk á sig 20 mörk í leikj­unum tíu og en náði að skora 14. Helm­ingur markanna kom gegn Möltu og tæpur helm­ingur stig­anna lík­a. Í loka­leik und­ankeppn­innar var íslenska liðið nið­ur­lægt af fyrrum nýlend­ur­herrum okkar Dön­um.

Þol­in­mæði almenn­ings gagn­vart þjálf­ar­anum var orðin ansi tæp eftir þau úrslit. Atli hélt þó starf­inu og byrj­aði næstu und­ankeppni, en var rek­inn eftir þrjá leiki og þeir Ásgeir Sig­ur­vins­son og Logi Ólafs­son tóku við. Í und­ankeppn­inni fyrir Evr­ópu­meist­ara­mótið 2004 fékk liðið 13 stig og skor­aði 11 mörk en fékk ein­ungis níu á sig. Í henni vann liðið bæði Fær­eyjar og Lit­háen tví­vegis og náði fræknu 0-0 jafn­tefli við Þjóð­verja á Laug­ar­dals­vell­inum í næst síð­asta leikn­um. Miðað við að um fimm liða riðil var að ræða var árang­ur­inn frá­bær. Fyrir loka­leik­inn gegn Þjóð­verjum áttu Íslend­ingar mögu­leika á því að vinna riðil­inn ef Skotar myndu tapa fyrir Lit­háen og Íslandi tæk­ist að vinna Þjóð­verja í Þýska­landi. Svo varð ekki og Þjóð­verjar unnu 3-0.

Eyði­merk­ur­gangan hefst

Íslend­ingar voru því farnir að gera kröfur gagn­vart lands­lið­inu. Það stóð svo sann­ar­lega ekki undir þeim í næstu und­ankeppni, sem var fyrir heims­meist­ara­mótið 2006. Árang­ur­inn var, væg­ast sagt, afleitt­ur. Liðið vann ein­ungis einn leik af tíu, gegn Möltu heima, og end­aði með fjögur stig í næst neðsta sæti rið­ils­ins. Nú verða les­endur að muna að á þessum tíma töldu Íslend­ingar sig vera leið­andi í heim­in­um. Fjár­mála­snill­inga sem höfðu fundið upp nýja leið til að reka banka með ofur­hagn­aði. Og pen­ingum rigndi yfir sam­fé­lag­ið. Hluti þeirrar pen­inga leit­aði í fjár­fest­ingar í að gera íslenska mun betri en fjöldi þegna lands­ins gat rétt­lætt. Þetta var gert með upp­bygg­ingu inn­viða á borð við knatt­spyrnu­húsa, mik­illi fjár­fest­ingu í þjálf­ara­menntun og atvinnu­mennsku­væð­ingu hluta stærstu liða lands­ins.

Eftir hina afleitu frammi­stöðu var enda skipt um mann í brúnni og Eyjólfur Sverr­is­son, einn besti leik­maður Íslands frá upp­hafi, tók við. Í und­ankeppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins 2008 þóttu mögu­leikar Íslands betri en oft áður. Að vísu voru Spán­verjar í riðli með okkur en hin sterku liðin í honum voru nágrannar okkar frá Sví­þjóð og Dan­mörku. Ísland byrj­aði keppn­ina vel og jarð­aði Norður Írland 0-3 á úti­velli. Eftir það fór að síga á ógæfu­hliðin og nið­ur­læg­ingin náði lík­lega hámarki með nán­ast kómískri 5-0 híð­ingu gegn Sví­þjóð þar sem Ísland fékk á sig eitt vand­ræða­leg­asta mark sem þjóðin hefur nokkru sinni fengið á sig. Rúm­lega 4,7 milljón manns hafa horft á markið á Youtu­be.



And­lit­inu var lít­il­lega bjargað þegar Ísland náði að gera 1-1 jafn­tefli við Spán en nið­ur­staðan varð samt sem áður næstneðsta sæti rið­ils­ins. Ísland fékk ein­ungis átta stig, skor­aði tíu mörk og fékk 27 mörk á sig. Það gerðu 0,83 skoruð mörk skoruð að með­al­tali í leik og heil 2,25 fengin á sig. Eyjólf­ur, sem hafði legið undir for­dæma­lausri gagn­rýni frá íslensku press­unni vegna frammi­stöðu lands­liðs­ins var lát­inn taka pok­ann sinn fyrir næstu unda­keppni.

Nýja kyn­slóðin fer að láta að sér kræla

Ólafur Jóhann­es­son, sem hafði byggt upp stór­veldi FH í Hafn­ar­firði á upp­hafs­árum nýrrar ald­ar, fékk tæki­færi sem lands­liðsein­valdur þegar Eyjólfur var rek­inn í októ­ber 2007. Und­ankeppni heims­meist­ara­móts­ins 2010 fór hins vegar ekki vel. Ísland lenti í neðsta sæti 9. und­an­rið­ils, sem Hol­lend­ingar rúll­uðu upp. Þeir unnu alla leiki sína, skor­uðu 17 mörk og fengu ein­ungis tvö á sig (Krist­ján Örn Sig­urðs­son skor­aði annað þeirra). Íslend­ingar fengu hins vegar  fimm stig. Eini sigur liðs­ins kom í heima­leik á móti Makedón­íu. Liðið náði að skora sjö mörk en fékk 13 á sig.

Í und­ankeppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins 2012 lenti Ísland í mjög sterkum riðli með Portú­gal, Dan­mörku, Norð­mönnum og Kýp­ur. Árangur lið­isns var slak­ur, ein­ungis einn sigur og eitt jafn­tefli. Það gaf fjögur stig. Marka­talan var líka döp­ur. Íslend­ingum tókst ein­ungis að skora sex mörk en fengu 14 á sig. Í þess­ari und­ankeppni gerð­ist þó ýmis­legt jákvætt. Ungir leik­menn stigu sín fyrstu skref sem lyk­il­menn með lands­lið­in­u.Gylfi Sig­urðs­son, Aron Einar Gunn­ars­son, Rúrík Gísla­son, Jóhann Berg Guð­munds­son, Kol­beinn Sig­þórs­son, Alfreð Finn­boga­son, Birkir Bjarna­son, Hannes Þór Hall­dórs­son og Egg­ert Gunn­þór Jóns­son stigu allir inn í liðið og fengu mik­il­væga reynslu. Eftir að Ólafur var lát­inn fara og Lars Lag­er­bäck var ráð­inn í starfs lands­liðsein­valds var byggt á þessum grunni stór­kost­legra leik­manna.

End­ur­reisnin

Í und­ankeppni fyrir síð­asta heims­meist­ara­mót blómstr­aði íslenska lið­ið. Ungir leik­menn, sem búa yfir miklu meiri knatt­spyrnu­legum gæðum en áður hefur sést í íslenskum leik­mönn­um, óðu í gegnum keppn­ina alls óhrædd­ir.Ís­land spil­aði tíu leiki, skor­aði 17 mörk og fékk 15 á sig. Það  hefur aldrei áður skorað jafn mikið í und­ankeppni. Liðið vann fimm leiki, gerði tvö jafn­tefli og tap­aði þrem­ur. Þetta skil­aði 17 stigum og umspils­leikjum gegn Króa­tíu um sæti á heims­meist­ara­mót­inu.



Minn­ingin um umspils­leik­ina er ljúfsár. Sá fyrri, sem fór fram á grænspreyj­uðum (enda gras eði­lega dautt í nóv­em­ber) Laug­ar­dals­velli í skíta­kulda, var stór­kost­leg­ur. Þrátt fyrir mót­læti á borð við að missa sinn marka­hæsta mann út af meiddan og hægri bak­vörð­inn rétti­lega af velli með rautt spjald þá náðu Króatar í raun aldrei að skapa neitt. Þeir virk­uðu hug­mynda­snauðir gegn gríð­ar­lega ákveðnu íslensku liði sem minnti mun meira á varn­ar­buffsliðið hans Guð­jóns Þórð­ar­son­ar, sem hélt bolt­anum helst ekki lengur en fjórar sek­únd­ur, en hin sókn­ar­sinn­aða sveit sem Lars Lag­er­bäck hafði búið til. Guð­mundur Bene­dikts­son, sem lýsti leiknum af nán­ast lík­am­legri ástríðu náði að fanga hug­mynda­leysi Króatanna ágæt­lega. Í hvert sinn sem þeir reyndu að láta sókn­ar­mann­inn Ivica Olic þræða sig í gegn á hægri kant­in­um, sem var mjög oft, öskr­aði Guð­mundur á Ara Frey Skúla­son, bak­vörð„Hann fer á vinstri Ari, hann fer alltaf á vinstri!“.

Fyrri leiknum var vart lokið þegar Icelandair sendi út áminn­ingu á póst­list­ann sinn um hvað pakka­ferð til Króa­tíu á síð­ari leik­inn myndi kosta. Fjöl­margir rifu upp sím­ann á átt­unda bjór og hót­uðu því hið minnsta að panta sér ferð. Hinir allra bjart­sýn­ustu voru farnir að skoða flug og hót­elgist­ingu í Bras­il­íu, þar sem heims­meist­ara­mótið 2014 fór fram. En þegar leik­ur­inn hófst var yfir­burð­ar­til­finn­ingin fljót að koðna og draum­arnir um sum­ar­frí í Bras­ilíu að hverfa. Liðið var eins og sprungin blaðra og átti ekk­ert í frá­bæra Króata. Jafn­vel eftir að þeir urðu einum færri litu þeir út fyrir að vera tveimur fleiri. Hnípin þjóð virt­ist eig­in­lega skamm­ast sín stund­ar­korn fyrir að hafa farið langt fram úr sér.

En svo grét Eiður Smári af ein­lægni í rík­is­sjón­varp­inu og fólk fór smátt og smátt að átta sig á því hversu mikið afrek þessir strákar unnu. Þrátt fyrir að vera ekki að fara á heims­meist­ara­mót. Og ævin­týrið hélt áfram.



Árang­ur­inn hámark­aður

Það þarf ekk­ert að fjöl­yrða um frammi­stöðu liðs­ins í þeirri und­ankeppni sem nú stendur yfir. Íslenska liðið hefur tekið alla reynsl­una sem það öðl­að­ist í þeirri síðustu, blandað henni saman við gæðin sem leik­menn­irnir búa yfir, hólfað það inn í takstískt upp­legg hinna mjög hæfu þjálf­ara og límt allt saman með íslenska bar­áttu­and­anum og eðl­is­læga mik­il­mennsku­brjál­æð­inu.

Skoruð mörk að með­al­tali í leik í und­ankeppnum lands­liðs­ins | Create infograp­hics



Liðið hefur skorað flest mörk allra liða í riðl­inum (tólf mörk) í þeim fimm leikjum sem þegar er búið að leika. Það hefur lagt Tyrki, Hol­lend­inga, Letta og Kasaka en tapað fyrir Tékkum á úti­velli. Tékkar eru auk þess eina liðið sem hefur skorað gegn Íslandi (liðið hefur fengið tvö mörk á sig) í und­ankeppn­inni. Íslenska liðið situr í öðru ­sæti rið­ils­ins þegar und­ankeppnin er hálfn­uð, stigi á eft­ir Tékkum og fimm stigum fyrir ofan Hol­lend­inga.

Með sigri á Tékkum á Laug­ar­dals­velli í dag mun liðið stíga risa­stórt skref í átt að loka­keppn­inni í Frakk­landi næsta sum­ar, en tvö efstu lið rið­ils­ins kom­ast áfram. Mis­stigi Hol­lend­ingar sig á sama tíma gegn Lettum gæti verið uppi sú staða að Íslend­ingum nægði að vinna Kasakstan og Lett­land heima en mætti tapa á móti bæði Hol­lend­ingum og Tyrkjum úti í þeim leikjum sem eftir eru í riðl­in­um. Liðið færi samt til Frakk­lands.

Og þorri þjóð­ar­innar færi lík­lega með. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None