Ógeðfelld fjölmiðlun

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
19266378666_d106a87471_b.jpg
Auglýsing

Fátt hefur verið meira til umræðu síð­ustu daga en frídreif­ing DV til lands­manna fyrir skömmu. Hvort það náði til þeirra allra, frá Rauf­ar­höfn til Reykja­nestá­ar, skal hér látið ósagt, en þessi ,,frídreif­ing“ vekur upp spurn­ingar og vanga­velt­ur.

Í fyrsta lagi þá er frídreif­ingin ekki ókeypis, það er ein­hver sem borg­ar, meðal ann­ars áskrif­end­ur. En grein­legt er að nú eru komnir til valda á DV mun fjár­sterk­ari aðilar en áður voru (þið munið lætin um eign­ar­haldið á DV fyrr í vor!). Þeir hafa efni á að senda okkur ,,ókeypis“ blað með þriggja síðna við­tali við for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mund Dav­íð. Einnig er í blað­inu ítar­legt við­tal við einn helsta stuðn­ings­mann kvóta­kerf­is­ins, Ragnar Árna­son hag­fræð­ing undir fyr­ir­sögn­inni ,,Þessi arður mun sjálf­virkt dreifast um allt hag­kerf­ið,“ rétt eins og ,,brauð­mola­kenn­ing“ frjáls­hyggju­hag­fræð­innar gerir ráð fyrir (trickle-down-economics).

Í öðru lagi eru athygl­is­verð ummæli Sig­mundar Dav­íðs í við­tal­inu þegar til tals berst að því sem kalla mætti trú hans á stjórn­málum og ,,hags­muna­tengsl“ í þeim. Orð­rétt segir Sig­mund­ur: ,,Ýmis öfl (án þess að skil­greina það nán­ar, inn­skot GH.) halda því stöðugt á lofti núna að stjórn­mála­menn séu að ganga erinda ann­arra en almenn­ings. Miðað við það sem ég þekki til þá er þetta tómt rugl.“

Auglýsing

Meini Sig­mundur það sem hann er að segja er greini­legt að ummæli frá einum af hans eigin þing­mönnum hafa alger­lega farið fram­hjá hon­um, en Páll Jóhann Páls­son sagði á Alþingi í byrjun júlí 2013: „Varð­andi mig og hags­muna­tengsl­in, ég hef bara talið mig vera full­trúa útgerð­ar­innar hérna og hef ekk­ert farið leynt með það." Þessi orð þing­manns­ins benda varla til þess að þetta sé eins og Sig­mundur seg­ir; ,,tómt rugl.“

Annað sem mætti nefna og lyktar af ,,hags­muna­tengsl­um“ er sá gríð­ar­legi kraftur sem Jón Gunn­ars­son (for­maður Atvinnu­vega­nefndar Alþing­is) hefur sett í að færa átta virkj­ana­kosti út bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk. Allir sem fylgst hafa með íslenskum stjórn­málum vita um tengsl Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hinna ýmissa verk­taka hér á landi í gegnum tíð­ina. Má til dæmis nefna að fyrrum bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, Gunnar Birg­is­son, var fram­kvæmda­stjóri Klæðn­ingar h/f frá 1986-2003 og var hann einnig for­maður Verk­taka­sam­bands­ins í nokkur ár.

Það þriðja sem vekur mann til umhugs­unar í kjöl­farið á þess­ari frídreif­ingu er eðli (eða kannski óeðli?) íslenskrar fjöl­miðl­un­ar.

Þeir sem fylgj­ast með stjórn­mál­unum vita að Píratar eru komnir með á bil­inu 30-40% fylgi. Þetta er fylgi gamla Sjálf­stæð­is­flokks­ins, en nú er það komið niður í 25% um það bil. Þegar þetta mikla fylgi Pírata kom í ljós, rauk Morg­un­blaðið til (þar sem annar rit­stjór­inn er fyrrum for­maður gamla Sjálf­stæð­is­flokks­ins) og dreifði í öll hús (á kostnað útgerð­ar­greif­anna sem eiga blað­ið) ein­taki þar sem ráð­ist var til atlögu gegn Pírötum (sem hafa þrjá þing­menn) og slegið upp hvað þeir væru latir að mæta á nefnd­ar­fundi á Alþingi. Blaðið þurfti reyndar að draga frétt­ina til baka þegar leið á dag­inn, enda eðli­legar skýr­ingar á þess­ari ,,slæmu mæt­ingu.“ En högg­inu hafði þegar verið útdeilt. Þetta er það sem kalla mætti ,,hið skít­lega eðli“ íslenskrar fjöl­miðl­un­ar, þar sem fjár­sterkir aðilar hafa efni á að henda millj­ónum króna í það að reyna að sverta þá aðila sem þarf að sverta.

Spurn­ingin er hvort DV muni halda áfram eftir þess­ari braut frídreif­ing­ar? Fáum við inn um lúg­una ein­tak, þegar eig­endur blaðs­ins telja þörf á og það þjónar póli­tískum mark­mið­um? Og fá áskrif­endur DV afslátt vegna þeirra ein­taka sem send eru frítt til allra? Og hvað með áskrif­endur Mogg­ans? Fá þeir afslátt líka?

Í bók­inni Engan þarf að öfunda eftir banda­rísku blaða­kon­una Bar­böru Dem­ick er sagt frá því að blokkum í alræð­is­rík­inu N-Kóreu sem eru hann­aðar þannig að í hverri íbúð er hátal­ari. Í gegnum þennan hátal­ara var varpað áróðri frá stjórn­völd­um. Af hverju skyldi ég vera hugsa um þetta?

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None