Stjórnarþingmaður segir stærstu mál ríkisstjórnarinnar lýðskrum

10054155214_97a78eb003_b.jpg
Auglýsing

Vil­hjálmur Bjarna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að skulda­leið­rétt­ingin og lög um stöð­ug­leika­skatt seú dæmi um lýð­skrum. Þá sé lýð­skrum stjórn­mála­manna um verð­trygg­ing­una efni í heila grein. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í dag. Öll þessi þrjú mál eru á meðal helstu stefnu­mála rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks sem nú situr að völd­um.

Í grein­inni gerir Vil­hjálmur upp fyrstu tvo vetur sína sem þing­maður og sér­stak­lega það sem hann kallar „skrum hvers kon­ar“ sem hann telur ástæðu til að staldra við. „Skrum hvers konar höfðar til lægri kennda manns­ins, ef til vill helst til van­þekk­ingar og heimsku. Þó eru þess dæmi að hámenntað fólk fellur fyrir lýð­skrumi af ein­hverju tagi og kýs yfir sig vald­hafa sem eru vit­firr­ing­ar. Ekki skal það full­yrt að hér í landi hafi vit­firr­ingum tek­ist að ná kjöri en það hvarfl­aði að mörgum að fram­boð Besta flokks­ins í Reykja­vík væri fram­boð vit­firr­ingar fremur en alvöru. Þegar kosn­inga­leik­ur­inn var búinn reyndi þó meira á alvör­una og að hinir ábyrgð­ar­fullu höfðu yfir­hönd­ina.“

Lýð­skrum­ari "par exellence"



Vil­hjálmur nefnir síðan dæmi af stjórn­mála­manni sem hafi staðið í póli­tískri bar­áttu um 20 ára skeið án þess að hafa skrifað eina ein­ustu grein um stjórn­mála­skoðair sín­ar. Þess í stað hafi hann tjáð sig mun oftar „í óskilj­an­legum ræðum og við­töl­um“ þar sem hann komst upp með að svara ekki því sem hann var spurður um. Vil­hjálmur nafn­greinir ekki stjórn­mála­mann­inn en nefnir að hann hafi einu sinni lýst því yfir að það væri sjálf­sagt að þurrka út öll lán einnar atvinnu­greinar með einu penna­striki vegna þess að hún hefði „lagt svo mikið til sam­fé­lags­ins“.

Þegar þessi stjórn­mála­maður hafi unnið sinn stærsta stjórn­mála­sigur í próf­kjöri hafi honum verið hrósað í leið­ara í Morg­un­blað­inu fyrir að vera óvenju­næmur á hvernig póli­tískir vindar blésu hverju sinni. Vil­hjálmur seg­ir: „Í þeim ummælum mátti lesa á milli lína að þessi stjórn­mála­maður væri lýð­skrum­ari „par exellence“.“

Auglýsing

Leið­rétt­ingin inni­stæðu­laus seðla­prentun



Hann víkur síðan að skulda­leið­rétt­ing­unni, stærsta kosn­inga­lof­orði Fram­sókn­ar­flokks­ins og einu aðal­máli þeirrar rík­is­stjórnar sem nú situr að völd­um. Vil­hjálmur segir að leið­rétt­ingin hafi verið um fjögur pró­sent en að í þeirri tölu sé nokkur óvissa þar sem eng­inn hat útskýrt hver skekkjan sem verið væri að leið­rétta sé. „Ein­hver reyndi að skil­greina „skekkj­una“ sem verð­bólgu og verð­bætur umfram verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands. Gagn­gjald fyrir „leið­rétt­ing­una“ var skatt­lagn­ing á skuldir inn­láns­stofn­ana og slita­búa hinna föllnu banka. Ári síðar sam­mælt­ust full­trúar allra stjórn­mála­flokka á Alþingi um að krónu­eignir slita­búa hinna föllnu banka væru hættu­lega við að kom­ast í umferð; að eðli þess að krónu­eign­irnar færu í umferð væri það sama og inn­stæðu­laus seðla­prent­un. Þessi 4% „leið­rétt­ing“ með inn­stæðu­lausum krónum skilar sér ein­fald­lega í 4% verð­bólgu sem dreif­ist yfir fjögur ár. Með því verða njótendur „leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ jafn­settir og áður, nema þeir sem voru búnir að greiða sín lán að fullu, þeir njóta þess­ara „ódýru“ ávaxta, enda þurftu þeir ekki á neinni „leið­rétt­ingu“ að halda! Þegar aðal­hug­mynda­fræð­ingi „skulda­leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ var bent á að fleiri skuldir en hús­næð­is­skuldir hafi hækkað var svarið að „leið­rétt­ingin væri almenn en ekki altæk“! Því verður það nið­ur­staða þess­arar „leið­rétt­ing­ar“ að þeir sem skulda náms­lán verða verr settir eftir þessa mestu „skulda­leið­rétt­ingu“ í ver­ald­ar­sög­unni! Og til hvers voru þá ref­irnir skorn­ir?“

Stöð­ug­leika­skattur and­stæður stjórn­ar­skrá?



Næst víkur Vil­hjálmur í grein sinni að lögum um stöð­ug­leika­skatt sem sam­þykkt voru skömmu fyrir þing­lok og fela í sér að lagður verði 39 pró­sent skattur á slitabú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja ljúki þau ekki nauða­samn­ingum fyrir árs­lok. Vil­hjálmur veltir því fyrir sér hver mörk skatt­lagn­ingar og eign­ar­náms séu. „Vanda­málið við skatt­lagn­ing­una var reyndar það að hún er ekki almenn, þar sem hún nær til 7 til 11 aðila! Það er nú einmitt það sem kann að ger­ast í rétt­ar­ríki að dóm­stólar dæmi lög­gjöf and­stæða annarri lög­gjöf, til að mynda stjórn­ar­skrá, hver svo sem ósk­hyggja þing­heims er!“

Loka­orð Vil­hjálms í grein­inni snúa síðan umræðum stjórn­mála­manna um verð­trygg­ingu, en sér­stak­lega er tekið fram í stefnu­skrá sitj­andi rík­is­stjórnar að minnka vægi hennar og fjöl­margir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa talað fyrir afnámi verð­trygg­ing­ar. Vil­hjálmur seg­ir: „Lýð­skrum um verð­trygg­ingu er efni í heila grein því þar stendur ekki steinn yfir steini þegar allsnægtum afnáms­ins er lýst.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None