2015: Ár jarðvegsins

Jóhann Helgi Stefánsson
soil.jpg
Auglýsing

Jarð­vegur er skil­greindur sem efsta lagið á jarð­skorp­unni. Hann er und­ir­staða í vel­gengni plantna og þar með dýra. Jarð­vegur er því afar mik­il­væg­ur, þó fær hann ekki alltaf þá athygli sem hann á skil­ið. Sam­ein­uðu þjóð­irnar útnefndu árið 2015 sem ár jarð­vegs, einmitt til að vekja athygli á mik­il­vægi hans og þeim ógnum sem steðja að jarð­vegi í heim­in­um.

Jarð­vegur er okkur mann­fólk­inu lífs­nauð­syn­leg­ur. Í gegnum árþús­undin hafa sprottið upp blóm­leg menn­ing­ar­sam­fé­lög þar sem frjósaman jarð­veg er að finna og  virð­ist oft vera teng­ing milli hnign­unar sam­fé­laga og skorts á góðum jarð­vegi. Enda þarf að hugsa vel um jarð­veg­inn, því að með mik­illi og langvar­andi ræktun minnkar frjó­semi hans.

LOGO_IYS_ic_High_Res_02

Auglýsing

Jarð­vegur er þó ekki bara jarð­veg­ur. Jarð­vegur heims­ins er flokk­aður á grund­velli þess hvað ein­kennir hann. Fyrsta flokk­unin var gerð af rúss­anum V.V. Dokuchaev í lok 19. ald­ar, það var ekki fyrr en á fyrri hluta 20. aldar sem önnur lönd fór að skil­greina mis­mun­andi jarð­veg út frá eðl­is­ein­kennum hans. Nú er til alþjóð­legt flokk­un­ar­kerfi fyrir jarð­veg (WRB) á vegum  Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar er jarð­vegur heims­ins skil­greindur í 32 mis­mun­andi hópa. Flest lönd hafa svo sína eigin flokkun sem byggir á hinni alþjóð­legu. Það er gert til að útskýra betur þann mun sem er á eðl­is­eig­in­leikum hans. Þó svo að hið alþjóð­lega flokk­un­ar­kerfi sé til stað­ar, er flokk­un­ar­kerfi Banda­ríkj­ana(USDA)  einnig notað á heims­vísu. Þar jarð­vegnum skipt upp í 12 flokka. Íslenskur jarð­vegur er flokk­aður sem eld­fjalla­jörð (e. Andosol) í báðum flokk­un­ar­kerf­un­um.

Nú hafa augu heims­ins einkum beinst að jarð­vegs­vernd og land­græðslu til að stemma stigu við þeirri hnatt­rænu hlýnun sem við mann­fólkið eigum sök á. Jarð­vegur bindur mun meira af kolefni heldur en nokkur annar hluti líf­kerf­is­ins, að haf­inu und­an­skyldu. Með auk­inni land­græðslu er hægt að vinna upp þann jarð­veg sem hefur tapast, auk þess sem vist­kerfin auka fram­leiðni sína og virkni. Andosol - eld­fjalla­jarð­vegur hef­ur  til­hneig­ingu til að binda mun meira af kolefni en annar þurr­lend­is­jarð­veg­ur. Það er því mikið af kolefni bundið í hinnum íslenska Andosol, oft yfir >40 kg/m2 á þurr­lendi en >90 kg/m2 í vot­lendi. Þar sem mikið er um auðnir á Íslandi hefur tölu­vert tap­ast af jarð­vegi hér á landi eftir að land byggð­ist, bæði af manna­völdum og af nátt­úru­legum orsök­um. Með því að græða upp þær auðnir er mögu­legt að binda umtals­vert magn kolefn­is. Það er því góð mót­væg­is­að­gerð við allt það koltví­oxíð  (CO2  )sem við dælum útí and­rúms­loftið á degi hverj­um. Einnig er nauð­syn­legt að draga úr beit á mörgum stöðum lands­ins, þar sem ofbeit leiðir til þess að rof mynd­ast í gróð­ur­þekj­una og þá tap­ast jarð­veg­ur­inn.

Með þessum stutta pistli vona ég að að vit­neskja þín, les­andi góð­ur, hafi auk­ist örlítið um hversu gríð­ar­lega mik­il­vægur jarð­vegur er fyrir líf okkar hér á jörð­inni. Enn fremur nauð­syn þess að við stöndum okkur í að vernda þann jarð­veg sem enn er til staðar hér á landi sem og í heim­inum öll­um.



Heim­ild­ir:

Fyr­ir­lestrar Guð­rúnar Gísla­dótt­ir, PhD í Nátt­úru­land­fræði við HÍ, 2013.

Ólafur Arn­alds, Grétar Guð­bergs­son og Jón Guð­munds­son (2000). Car­bon sequestration and reclamation of sever­ely degraded soils in Iceland. Búvís­indi 13; 87-97

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None