Bandaríkin, bleikþvottur og Hinsegin dagar í Reykjavík

Íris Ellenberger
15377355793_0783b3759b_z.jpg
Auglýsing

Nú er hátíð gengin í garð. Hinsegin dagar standa yfir. Ég sett­ist niður með dag­skrár­blað hátíð­ar­innar til að skipu­leggja viku fulla af hinsegin við­burð­um. Ráð­stefna á mánu­dag­inn, pall­borð um kyn­ferð­is­of­beldi á fimmtu­dag­inn, hinsegin hús­lestrar á föstu­dag­inn og loks sjálf gleði­gangan á laug­ar­dag­inn. Inn á milli dag­skrár­liða glugg­aði ég í áhuga­verðar greinar um HIV á Íslandi og hinsegin nem­endur í íslensku skóla­kerfi. Loks rekst ég á mynd af Barack Obama Banda­ríkja­for­seta og aðra af mynd­ar­legum karl­manni á miðjum aldri. Það er Robert Cus­hman Bar­ber, sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi, sem sendir mér kveðju í til­efni hátíða­hald­anna.

Skila­boð sem þessi hafa birst í dag­skrár­riti Hinsegin daga í Reykja­vík í nokkur ár, eða síðan skömmu eftir að sendi­ráð Banda­ríkj­anna hóf að láta fé af hendi rakna til hátíða­hald­anna. Ákveðnir við­burðir eru eyrna­merktir sendi­ráð­inu, t.d. kvik­mynda­sýn­ingar árin 2013 og 2014, en í ár styrkir það sirk­ús­há­tíð á Klambra­túni. Í fyrstu sá ég lítið athuga­vert við þetta sam­starf sendi­ráðs­ins og Hinsegin daga. Hátíð­inni er haldið uppi af frjálsum félaga­sam­tökum sem reiða sig á vinnu sjálf­boða­liða. Þau hafa mjög strangar reglur um styrki frá fyr­ir­tækjum og banna meðal ann­ars allar aug­lýs­ingar í gleði­göng­unni sjálfri. En ein­hvern veg­inn verður að fjár­magna hátíð­ina og því er skárra að féð fáist frá erlendu sendi­ráði en fyr­ir­tæki sem krefst þess að fá að hylja dag­skrár­ritið eða gleði­göng­una með aug­lýs­ing­um. Ekki satt?

Frá því að sendi­ráð Banda­ríkj­anna tók fyrst þátt í dag­skrá Hinsegin daga hefur hug­takið bleik­þvottur eða pinkwas­hing tekið að heyr­ast meðal hinsegin fólks á Íslandi.

Auglýsing

Frá því að sendi­ráð Banda­ríkj­anna tók fyrst þátt í dag­skrá Hinsegin daga hefur hug­takið bleik­þvottur eða pinkwas­hing tekið að heyr­ast meðal hinsegin fólks á Íslandi. Það var upp­haf­lega notað til þess að lýsa því hvernig Ísra­els­ríki hefur mark­aðs­sett landið sem hinsegin túristapara­dís í því skyni að draga athygli fólks frá ofbeldi og mann­rétt­inda­brotum sem eru framin á vegum þess  gagn­vart Palest­ínu­fólki. Með bleik­þvotti Ísra­els­ríkis er einnig dregin upp sú mynd að Palest­ínu­fólk og múslimar séu almennt and­snúnir hinsegin fólki sem breiðir yfir mik­il­vægt starf palest­ínskra hinsegin aktí­vista og banda­manna þeirra innan sem utan palest­ínsks sam­fé­lags. Hinseg­in­væn ímynd Ísra­els­ríkis verður þannig vopn í deilum þess við Palest­ínu­fólk. Í dag er þetta hug­tak einnig notað til að lýsa almennt til­raunum ríkja og fyr­ir­tækja til að skapa jákvæða ímynd með því að tengja sig á einn eða annan hátt við rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks.

Þetta hug­tak dúkk­aði aftur upp nokkrum dögum eftir að ég skap­aði skot­helt Hinsegin daga plan og inn­byrti skila­boðin frá banda­ríska sendi­ráð­inu. Þá deildi vin­kona mín grein á Face­book eftir Dean Spade, aðstoð­ar­pró­fessor við laga­deild Seatt­le-há­skóla og hinsegin aktí­vista, þar sem hann veltir því fyrir sér hvers vegna rétt­inda­sam­tök hinsegin fólks hafi tekið höndum saman með hópum sem hafa það mark­mið að afla stefnu Ísra­els­ríki fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs stuðn­ings. Hann telur hinsegin sam­tök í Banda­ríkj­unum sér­lega mót­tæki­leg fyrir bleik­þvotti Ísra­els­ríkis vegna þess að sýni­leg­asta bar­áttan gegn hómó­fó­bíu þar vestra sé íhalds­söm, ein­blíni á mjög afmörkuð mál­efni og setji þau ekki í stærra sam­hengi. Þess konar póli­tík leit­ist ekki við að brjóta niður stofn­an­ir, s.s. hjóna­band, ríki, her og lög­reglu, sem ýti undir ofbeldi og jað­ar­setn­ingu og mis­muni hinsegin fólki. Þvert á móti snú­ist hún um að fá aðgang að þessum stofn­unum og kom­ast undir þeirra vernd­ar­væng.

­Spade vekur athygli á því að íhalds­söm hinsegin póli­tík geri fjöl­mörgum stjórn­mála­mönnum og fyr­ir­tækjum kleift að bleik­þvo stefnu sína, jafn­vel þótt hún ein­kenn­ist af andúð í garð fátækra, ras­is­ma, karl­rembu og hernaðarbrölti.

Spade vekur athygli á því að íhalds­söm hinsegin póli­tík geri fjöl­mörgum stjórn­mála­mönnum og fyr­ir­tækjum kleift að bleik­þvo stefnu sína, jafn­vel þótt hún ein­kenn­ist af andúð í garð fátækra, ras­is­ma, karl­rembu og hern­að­ar­brölti. Þeir þurfi aðeins að lýsa yfir stuðn­ingi sínum við hjóna­band sam­kyn­hneigðra og rétti þeirra til að gegna her­þjón­ustu til að skapa sér fram­sækna ímynd. Spade bendir á að síð­ara kjör­tíma­bil Obama Banda­ríkja­for­seta hafi ein­kennst af slíkum bleik­þvotti. Hann hafi lýst sig hlynntan her­þjón­ustu sam­kyn­hneigðra og hjóna­böndum tveggja ein­stak­linga af sama kyni. Þannig hafi hann not­fært sér fram­sækn­ina sem gjarna er tengd við hinsegin rétt­inda­bar­áttu til að dreifa athygli fólks frá þátt­töku hans í að byggja upp ofbeld­is­fyllstu stofn­an­irnar rík­is­ins, t.d. með því að efla landamæra­eft­ir­lit, við­halda stærsta fang­els­is­kerfi heims, láta stríðið gegn hryðju­verkum við­gang­ast og ganga hart á eftir upp­ljóstr­urum á borð við Chel­sea Mann­ing.

Því virð­ist sem meg­in­sjón­ar­miðin að baki stuðn­ingi sendi­ráðs­ins ein­kenn­ist ekki af mann­gæsku einni saman heldur sé hon­um, þvert á móti, ætlað að draga athygli frá aðgerðum sem ein­kenn­ast af skorti á mann­úð.

Raunar má sjá merki um bleik­þvott Obama snemma á fyrsta kjör­tíma­bili hans en árið 2011 gaf hann út minn­is­blað um alþjóð­legar aðgerðir til að vinna að fram­gangi mann­rétt­inda hinsegin fólks. Þannig urðu rétt­indi hinsegin fólks að for­gangs­máli í banda­rískri utan­rík­is­póli­tík og myndar það vafa­laust grund­völl­inn að þátt­töku sendi­ráðs Banda­ríkj­anna á Íslandi í dag­skrá Hinsegin daga í Reykja­vík. Því virð­ist sem meg­in­sjón­ar­miðin að baki stuðn­ingi sendi­ráðs­ins ein­kenn­ist ekki af mann­gæsku einni saman heldur sé hon­um, þvert á móti, ætlað að draga athygli frá aðgerðum sem ein­kenn­ast af skorti á mann­úð. Í ofaná­lag er vitað að sumar þess­ara aðgerða, sér­stak­lega við­hald hins gríð­ar­stóra fang­els­is­kerf­is, hafa mjög slæmar afleið­ingar fyrir jað­ar­sett­ustu hópa hinsegin sam­fé­lags­ins þar í landi. Því má segja að þátt­taka banda­ríska sendi­ráðs­ins í starfi Hinsegin daga í Reykja­vík stríði gegn þeirri sívax­andi áherslu íslenska hinsegin sam­fé­lags­ins að beina athygl­inni frá þeim sem mest hafa for­rétt­indin og að þeim sem síst njóta þeirra. En þrátt fyrir það var sendi­ráðið sæmt mann­rétt­indavið­ur­kenn­ingu Sam­tak­anna '78 árið 2013 fyrir fram­lag sitt til hinsegin mál­efna á Íslandi sem sýnir okkur að þessi taktík svín­virk­ar.

En hvað svo? Það er auð­vitað fremur harka­legt að krefj­ast þess í kreppu­tíð að frjáls félaga­sam­tök sem hafa sett sér metn­að­ar­fulla stefnu varð­andi fjár­magn frá fyr­ir­tækjum hafni fé frá aðilum á borð við banda­ríska sendi­ráðið á Íslandi. En það þýðir heldur ekki að líta fram­hjá því að aðkoma banda­ríska sendi­ráðs­ins að Hinsegin dögum í Reykja­vík myndar ærandi mót­sögn. Annað tveggja stærstu hinsegin sam­tak­anna í landi sem sífellt stærir sig af jákvæðu hinsegin orð­spori er aðili að bleik­þvotti sem ætlað er að draga athygli frá aðgerðum sem hafa afar nei­kvæð áhrif á hinsegin fólk erlendis og hin stærstu sam­tökin verð­launa bleik­þvott­inn.

Vafa­laust er í báðum til­fellum um óvilja­verk að ræða. Það breytir þó ekki nið­ur­stöð­unni heldur sýnir okkur fram á að við, hinsegin fólk á Íslandi, þurfum sífellt að líta á stóra sam­hengið ef við viljum ekki feta sömu braut og Banda­ríkja­menn með því að stunda íhalds­sama hinsegin póli­tík sem skoðar aðeins mál­efni í ein­angrun og gengst þannig þeim stofn­unum á hönd sem jað­ar­setja enn frekar þau okkar sem standa verst að vígi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None