Auglýsing

Nán­asta teng­ing mín við Baltasar Kor­mák er sú að einu sinni skírði ég kan­ínu í höf­uðið á hon­um. Þetta var um jólin 1995 og ég var nýorð­inn ell­efu ára. Aðfanga­dagur hafði liðið eins og aðrir aðfanga­dagar á undan honum en um kvöldið sviptu for­eldrar mínir hul­unni – bók­staf­lega – af því sem gerði hann sér­stak­lega eft­ir­minni­legan: stein­grárri dverg­kan­ínu sem hímdi á sag­beði í rimla­búri á stærð við koff­ort og starði stjörf í augun á nýjum hús­bónda sín­um, yfir­spenntum og háværum krakka með minni ábyrgð­ar­til­finn­ingu en lög­reglan í Vest­manna­eyj­um.

Kvöldið áður hafði kvik­myndin Agn­es, með Baltasar Kor­máki í aðal­hlut­verki, verið frum­sýnd á Íslandi. Ég var í besta falli laus­lega með­vit­aður um það og vissi lítið ef nokkuð um hina mynd­ina sem Baltasar hafði leikið í, eró­tísku moð­suð­una Vegg­fóð­ur. Ég hafði hvor­uga séð, enda hefði það verið korter í barna­vernd­ar­mál, og hef raunar ekki enn. En ég hafði greini­lega heyrt á þennan unga leik­ara minnst og fund­ist nafnið reffi­legt, vegna þess að þegar kom að því að velja karlkan­ín­unni í búr­inu nafn komu bara tvö til greina: Baltasar og Kor­mák­ur. Og Kor­mákur varð ofan á.

Auglýsing


Okkur Kor­máki varð vel til vina þótt hann væri ótta­legt skað­ræði og það mætti ekki hleypa honum út úr búr­inu án þess að hann færi um gólf­teppið í her­berg­inu eins og íslensk sauð­kind um gróið hálendi og skildi eftir striga­bera bletti í öllum hornum á milli þess sem hann legði sig í lífs­hættu með því að naga sig alla leið inn að vír í straum­tengdum raf­magns­snúr­um.



Strax sum­arið eftir upp­götv­að­ist að systir mín var með ofnæmi fyrir öllu sem hreyfð­ist og þess vegna gátu sam­vistir okkar Kor­máks ekki orðið lengri; þótt hann hefði stálp­ast tölu­vert á þessu hálfa ári tókst mömmu að tala gælu­dýra­búð­ina inn á að taka við Kor­máki aftur og þar var honum troðið full­vöxnum í búr með til­von­andi gælu­dýrum sem hann vildi lítið sælda saman við. Næst þegar frétt­ist af Kor­máki hafði hann fót­brotið naggrís og drepið kan­ínu­unga og verið færður á ein­hvers konar ein­angr­un­ar­gang í dýra­búð­inni fyrir lít­il, óstýri­lát nag­dýr. Síðan hef ég ekk­ert meira fregnað af örlögum Kor­máks, sem þýðir að hann er a.m.k. ekki á barmi heims­frægðar eins og nafni hans Baltasar. Ólíkt höf­umst við jú öll að.

Tár úr stein­vegg

Þessi kynni mín og kan­ínu­ræksn­is­ins kveiktu hvorki né slökktu áhuga minn á dýra­rík­inu. Hann var til staðar áður, þegar ég drakk í mig fróð­leik­inn úr Heims­meta­bók dýr­anna um leið og ég lærði að lesa, og hann er það enn þegar ég eyði heilu and­vökunótt­unum í að plægja mig í gegnum Wikipedi­u-­síður um lauf­hala­eðl­ur, hnubba og klið­erni og dreg allt sam­ferða­fólk mitt með mér í dýra­garða hvar sem ég drep niður fæti í útlönd­um. Dýr eru merki­leg og þau eru eig­in­lega miklu merki­legri en við sem erum bara ein teg­und á meðan þau eru millj­ón­ir.



Dýra­dá­lætið á sér líka þá dökku birt­ing­ar­mynd að stundum þykir mér vænna um dýr en menn. Það er til dæmis mun auð­veld­ara að kreista úr mér tár yfir kvik­mynd með því að láta dýr kvelj­ast í henni en menn (ég mæli með að Baltasar geri næst mynd um fíla­hjörð sem drepst úr hita í leið­angri á Kilimanjaro, hún þarf ekki að vera sann­sögu­leg).



Ég man eftir sjón­varps­mynd um gælu­hjört sem ung­ur, sorg­mæddur dreif­býl­is­drengur tók undir vernd­ar­væng sinn en þurfti á end­anum að lóga þegar hjört­ur­inn hafði trekk í trekk étið alla upp­sker­una á bæn­um. Myndin var ömur­leg en tárin smokr­uðu sér engu að síður út úr augn­krók­unum eins og straumur af agn­arsmáum selskópum í gegnum illa hlað­inn grjót­vegg. Sam­úðin með svöngu sjálfs­þurft­ar­bænd­unum var hins vegar eng­in. Ég er mað­ur­inn sem hélt með fugl­unum í The Birds.

Raun­veru­leik­inn er skepna

Sem dýra­vinur er ég hins vegar stundum neyddur til að horfast í augu við óþægi­legar stað­reyndir sem opin­bera hvað ég hef mót­sagna­kennd við­horf til lífs­ins, eins og reyndar allir ef vand­lega er að gáð.



Stundum er ég til dæmis minntur á að dýrum finnst ekki jafn­gaman og mér í dýra­görð­um, að dýra­garðar hafa ekki pláss fyrir öll afkvæmin sem fæð­ast þar og að það er ekki hægt að sleppa þeim öllum út í nátt­úr­una, að kjúkling­ur­inn sem ég borða með bestu lyst var líka einu sinni dýr og leið lík­lega mjög illa á með­an, að dýra­teg­undir deyja út á hverju ári, að bros­andi menn saga hausa af ljónum og horn af lif­andi nas­hyrn­ingum sér til skemmt­unar og/eða í gróða­von – og að sum dýr fót­brjóta naggrísi.



Sumt af þessu truflar mig minna en ann­að, hvort sem það er rök­rétt eða ekki – þannig er ég bara og þannig erum við öll. Ég get horft í gegnum fingur mér með dýra­garð­ana, ég mun lík­lega éta kjöt til dauða­dags og aldrei missa svefn yfir aðbún­aði ali­fugla frekar en til­rauna­músa. Og þótt ég styðji ekki beint að naggrísir séu fót­brotnir þá áfellist ég ekki Kor­mák eða önnur ofbeld­is­dýr. Á móti kemur að ég væri fáan­legur til að gefa af mér annan hand­legg­inn ef hann kæmi ein­hvers staðar að gagni við að upp­ræta veiði­þjófnað og sporna gegn því að dýra­teg­undir hverfi af yfir­borði jarðar (eða að minnsta kosti láta hluta af Dom­in­o's-­sjóðnum mínum renna til þess). Ég hef ekk­ert absalút sið­ferði og nenni ekki að koma mér því upp, ég hef bara til­finn­ingar og þær stang­ast stundum á.



Kannski þýðir það að ég sé hræsnari. Ég er bara að reyna að koma til dýr­anna eins og ég er klæddur (sorrí með þenn­an).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None