Fjórir punktar um markaðsóróa - Enginn er eyland

Auglýsing

Á und­an­far­inni viku, þegar þetta er skrif­að, hefur um fimm pró­sent af mark­aðsvirði hluta­bréfa á alþjóða­mörk­uðum þurrkast út, og vegur mark­að­ur­inn í Kína þar þyngst. Það er upp­hæð sem nemur um þrjú þús­und millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða nærri 400 þús­und millj­örðum króna. Ein­staka sveiflur á mörk­uð­um, frá degi til dags, segja ekki mikið um hvað sé að ger­ast ef það er þá eitt­hvað yfir höf­uð. En á und­an­förnum vikum hafa veik­leikar í kín­verska hag­kerf­inu opin­ber­ast, sem leiddi til ákvörð­unar stjórn­valda um að veikja gjald­mið­il­inn, júan, um tvö pró­sent.

Vandi er að spá fyrir um hvað sé framund­an, helstu atriðin sem eru að valda áhyggjum hjá fjár­festum má skipta í fjögur atriði.

1. Óvissa, inn­viðir hluta­bréfa­mark­að­ars­ins. Stundum mynd­ast þannig staða á hluta­bréfa­mörk­uðum að þeir fara að hreyfast snögg­lega eftir dæg­ur­sveifl­um, án þess þó að miklar skýr­ingar liggi fyrir um hvað gekk á. Í þetta skipt­ið, sé horft til byrj­unar árs­ins, og und­an­farnar tvær vikur sér­stak­lega settar undir kast­ljósið, er það einkum staða mála í Kína sem er að valda áhyggj­um. Ekki endi­lega und­ir­liggj­andi þætt­ir, þó þeir hafi sýnt veik­leika­merki (3,9 pró­sent lækkun fast­eigna­verðs, minni eft­ir­spurn eftir bíl­um, minnk­andi hrá­vöru­við­skipt­i), heldur einnig hluta­bréfa­mark­að­ur­inn í Shang­hai sem slík­ur. Hvernig eru inn­viðir hans og hvað er eig­in­lega að ger­ast á hon­um? Öll ávöxtun árs­ins er nú far­in, en sveiflan á fjög­urra mán­aða tíma­bili, frá apríl til ágúst, bendi til þess að eitt­hvað skrítið sé á seyði. Eins og myndin hér með­fylgj­andi sýn­ir, voru gríð­ar­lega miklar hækk­anir á mark­aðnum í apríl og maí, meira en tvö­földun á mark­aðsvirði hluta­bréfa. Svo hall­aði undan fæti í júní og verðið hefur hrunið síð­an.  Þessar sveiflur hafa verið úr takti við gang mála á alþjóða­mörk­uð­um, sé horft yfir nokk­urra mán­aða tíma­bil. Inn­grip stjórn­valda, meðal ann­ars beinar skip­anir um að kaupa bréf fyr­ir­tækja og bann við sölu hjá kjöl­festu fjár­fest­um, hafa líka dregið fram ólíkar leik­reglur í Kína sam­an­borið við aðra þró­aða mark­aði. Stjórn­völda ráða för ef í harð­bakk­ann slær, ekki hin ósýni­lega hönd mark­að­ars­ins.

Auglýsing

Eins og sést á þessu grafi, sem fengið er frá Bloomberg, hefur mikið gengið á á kínverska verðbréfamarkaðnum á árinu. Fyrst mikill uppgangur, og svo algjört hrun. Mynd: Bloomberg. Eins og sést á þessu grafi, sem fengið er frá Bloomberg, hefur mikið gengið á á kín­verska verð­bréfa­mark­aðnum á árinu. Fyrst mik­ill upp­gang­ur, og svo algjört hrun. Mynd: Bloomberg.

2. Við­vör­un­ar­ljós, við­brögð. Lengi hefur verið rætt um stöðu kín­verska hag­kerf­is­ins en fáir hafa verið þrá­lát­ari í sínum við­vör­unum en Kenn­eth Rogoff, pró­fessor í hag­fræði við Harvard háskóla. Hann er annar höf­undar met­sölu­bók­ar­innar This Time is Differ­ent, sem fjallar meðal ann­ars um fjár­málakrepp­una frá 2007 til 2009, og sam­hengi hennar við stöðu heims­bú­skap­ar­ins. Í stuttu máli telur Rogoff að kín­verska hag­kerfið sé við­kvæmt vegna of mik­illar skuld­setn­ingar innan þess. Ein­stakir geirar - fast­eigna­mark­aður ekki síst - séu of skuld­settir til að takast á við þreng­ing­ar. Vaxt­ar­skeiðið hafi verið drifið áfram síð­ustu miss­erin með skuld­setn­ingu fremur um sjálf­bærum vexti. Í pistli sem birt­ist á vef New York Times í gær er meðal ann­ars vitnað í grein­ingar ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey & Company, frá miðju ári í fyrra. Það kemur fram að skuldir kín­verska rík­is­ins hafi hækkað úr 7 þús­und millj­örðum Banda­ríkjdala árið 2007 til tæp­lega 28 þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala árið 2014. „Margir ein­staka geirar eru áhyggju­efni: Helm­ingur lána er tengdur beint eða óbeint við fast­eigna­verk­efni, skugga­banka­starf­semi sem ekki lítur reglu­verki eða eft­ir­liti fær að þríf­ast og ber ábyrgð á um helm­ingi nýrra lána, og skuldir ein­staka sveita­stjórna eru lík­lega til þess að vera ósjálf­bær­ar,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unni. Vog­un­ar­sjóðs­stjór­inn James Chanos er síðan ann­ars sem hefur talað um alvar­lega stöðu Kína. „Hvernig sem þú heldur að það sé, þetta er verra,“ segir Chanos.

Spurn­ingin er; hvernig verða við­brögðin við vanda­málum í Kína, til lengdar lit­ið? Þjóðir sem eru háðar eft­ir­spurn í Kína á útflutn­ings­hlið­inni, eins og Brasil­ía, Suð­ur­-Afr­íka og Rúss­land, eru allar að glíma við mikil vanda­mál þessa dag­ana. Gjald­eyr­is­skort, lágt olíu­verð (Brasil­ía, Rúss­land, tunnan lækkað úr 110 Banda­ríkja­dölum niður í 40 á innan við ári) og minni eft­ir­spurn eftir öðrum hrá­vörum sömu­leið­is. Það virð­ast ekki vera skjól í aug­sýn þar sem þessar þjóðir geta dvalist í efna­hags­legu óveðri. Rogoff segir raunar að það sé „stór­merki­legt“ að Rúss­land hafi ekki gengið í gegnum fjár­málakreppu nú þeg­ar, en það hljóti að fara koma að því.







Kjarn­inn hefur verið á Wall Street í dag. Sögu­legur dag­ur. #nyc



A photo posted by Kjarn­inn (@kjarn­inn) on



3. Alþjóð­leg við­brögð, Kína og umheim­ur­inn. Eng­inn er eyland. Það er auð­velt að tala um vanda­mál Kína, eins og þau séu ein­angruð við ris­ann í Austri, fjöl­menn­asta ríki heims­ins með 1,4 millj­arða íbúa af rúm­lega sjö millj­örð­um. Í bók dr. Jóns Orms Hall­dórs­sonar, Breyttur heim­ur, er meðal ann­ars fjallað um hvernig valda­jafn­vægið í heim­inum hefur breyst, og er að breyt­ast hratt. Á þrjá­tíu árum hefur hag­kerfi Kína fer­tug­faldast, að því er fram kemur í bók­inni, á sama tíma og hag­kerfi lands eins og Ítalíu hefur staðið í stað. Rúm­lega hund­rað borgir í Kína eru stærri en Kaup­manna­höfn, að því er Jón Ormur nefndi í við­tali þegar bókin kom út. Í ofaná­lag er síðan hin mikla breyt­ing í lífi fólks, að þróun í einu landi hefur bein áhrif á líf fólks í öðru. Upp­lýs­ingar ber­ast hratt og nán­ast milli­liða­laust á milli, ákvarð­anir eru byggðar á þróun þvert á landa­mæri. Í þessu sam­hengi stendur Kína eins og klett­ur, jafn­vel þó hann sé við­kvæmur fyrir úr öllum áttum vegna inn­an­meina, að mati sér­frð­inga eins og Rogoff. Hin mikla breyt­ing alþjóð­legs við­skipta­heims er kannski sú, sam­an­dreg­ið, að hann er orð­inn háður Kína og mun þurfa að súpa seyðið með honum ef til hruns eða nið­ur­sveiflu kem­ur, óháð því hvort fjár­festum líkar það betur eða verr. Slíkar eru stærð­irn­ar.

4. Tíma­setn­ing­ar, póli­tískt svið, hraði. Þó kast­ljósið sé á Kína í augna­blik­inu, og margir telji sig sjá aug­ljós hættu­merki vegna stöð­unnar þar, þá er vandi að spá fyrir um afleið­ingar eða tíma­setn­ing­ar. Fjár­festar sem eru að greina stöðu mála á hverjum tíma, vegna hags­muna sinna, þurfa óhjá­kvæmi­lega að taka þátt í því „veð­máli“. Móta sér sýn á stöð­una og taka ákvarð­anir sem byggja á henni. Eins og alltaf í við­skiptum eru það tíma­setn­ingar sem skipta sköp­um, hvort það sem keypt þegar sveiflan er að fara upp eða nið­ur, skipti alltaf máli að lok­um.

Póli­tíska svið­ið, þegar Kína er ann­ars veg­ar, er ekki aðeins stórt og mikið heldur líka sá staður þar sem hlut­irnir ger­ast, ef svo má segja. Íslensk fyr­ir­tæki hafa átta sig á þessu, og reyna iðu­lega að fá stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn með sér til að auka lík­urnar á því að dyr opn­ist þegar landið er heim­sótt. Ef það tekst að opna þær, á hvaða sviði sem er, þá fel­ast í því mikil verð­mæti. Það sama má segja önnur lönd sem hafa lagt mikið upp úr því að stykrja við­skiptapóli­tískt sam­band við Kína. En þrátt fyrir að lang­tíma­sýn Kín­verja sé heims­þekkt, það er að þeir séu alltaf að hugsa um leiki númer þrjú og fjögur en ekki bara eitt eins og margir aðr­ir, þá virð­ast flestir gera sér grein fyrir því að þeir viti ekki alltaf best eða hvað sé framund­an. Margir aðrir eru færir um að greina stöð­una og eng­inn leynd­ar­hjúpur er um stöðu mála í Kína þegar hún er greind, eins og Hank Paul­son, fyrrver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hefur bent á. Ákvarð­anir stjórn­valda í Kína um að lækka virði gjald­mið­ils­ins og síðan í dag um að lækka stýri­vexti um 0,25 pró­sentur upp í 4,6 pró­sent, til þess að örva efna­hags­líf­ið, sýna að þau eru til­búin að grípa til aðgerða hratt og örugg­lega, til að verja sýna hags­muni. Sem svo hafa áhrif á aðra hags­muni og dag­legan púls mark­aða.

Það hafa ekki verið álitlegar tölurnar á verðbréfamörkuðum í Kína upp á síðkastið. Mynd: EPA. Það hafa ekki verið álit­legar töl­urnar á verð­bréfa­mörk­uðum í Kína upp á síðkast­ið. Mynd: EPA.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None