Sjö kvennasamtök á Íslandi leggjast gegn afglæpavæðingu vændis

h_51390391-1.jpg
Auglýsing

Sjö íslensk kvenna­sam­tök ­sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu í dag þar sem þau leggj­ast gegn því að mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International setji sér stefnu um að afglæpa­væða eigi vændi. „Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjál­st, er dólgum og vændis­kaup­endum þar með gefin frið­helgi og mann­rétt­indi kvenna í vændi fótum troð­in.  Slík stefna myndi skaða þann mik­il­væga trú­verð­ug­leika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki ger­ast,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Undir hana skrifa for­svars­menn Stíga­móta, Kvenna­at­hvarfs­ins, Kvenna­ráð­gjaf­ar­inn­ar, Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa, Kven­fé­laga­sam­bands Íslands, Kven­rétt­inda­fé­lags­ins og Fem­in­sta­fé­lags Íslands.

Um næstu helgi funda alþjóða­sam­tökin Amen­sty International í Dublin á Írlandi. Fyrir fund­inum liggur til­laga um að taka upp þá stefnu að afglæpa­væða eigi vændi. Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur íslenskra fjöl­miðla frá þá var drögum að fund­inum lekið á netið og vöktu hörð við­brögð. Am­nesty hefur aldrei sett sér stefnu í þessum mál­um, en umræðan um afglæpa­væð­ingu hefur átt sér stað innan sam­tak­anna um nokk­urt skeið.Ís­lands­deild Amnesty hefur ekki tekið afstöðu til drag­anna sem lögð hafa verið fram, að sögn Önnu Lúð­víks­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra deild­ar­inn­ar, þegar Kjarn­inn fjall­aði um málið í síð­ustu viku.

„Að okkar mati er vændi ekki atvinnu­grein. Vændi er ofbeldi og frjáls sala á fólki sam­ræm­ist ekki okkar skil­grein­ingu á mann­rétt­ind­um.  Þar að auki er nær ógjörn­ingur að skilja á milli vændis og mansals. Kaup­endur hafa ekki hug­mynd um hvort þær konur sem þeir kaupa, eru að selja sig af fúsum og frjálsum vilja eða þær eru gerðar út af man­selj­end­um. Ef Amnesty vill upp­ræta mansal, er mik­il­vægt að sam­tökin geri sér grein fyrir að það verður ekki gert nema með því að minnka eft­ir­spurn eftir vændi. Sam­hliða því þarf að bjóða upp á félags­leg úrræði fyrir þau sem stunda vændi og leiðir út,“ segir í yfir­lýs­ingu kvenna­sam­tak­anna sjö. Hana má lesa í heild hér að neðan en í yfir­lýs­ing­unni er meðal ann­ars farið yfir mis­mun­andi fyr­ir­komu­lag á lögum gegn vændi í heim­in­um.

Auglýsing


Yfir­lýs­ingin í heild:

Frið­helgi fyrir dólga og vændis­kaup­end­ur?

Amnesty International hefur í meira en fimm­tíu ár unnið þrek­virki.  Stuðlað að lífi án ofbeld­is, rétt­læti og mann­rétt­indum um allan heim.  Sam­tökin njóta mik­ils trausts og virð­ingar og von okkar er að svo megi verða áfram.



Helg­ina 7.- 11. ágúst fundar alþjóða­hreyf­ing Amnesty International í Dublin á Írlandi. Fyrir fund­inum liggur til­laga um að Amnesty líti svo á að vændi eigi að gefa frjálst.  Kaup, sala, milli­ganga um vændi og rekstur vænd­is­húsa verður sam­kvæmt til­lög­unni látið óatalið.  Allt í nafni mann­rétt­inda fólks í vændi.  Ef til­lagan verður sam­þykkt eru það alvar­leg mis­tök sem ganga þvert á þá mann­rétt­inda­bar­áttu sem Amnesty  er þekkt fyr­ir.



Að okkar mati er vændi ekki atvinnu­grein. Vændi er ofbeldi og frjáls sala á fólki sam­ræm­ist ekki okkar skil­grein­ingu á mann­rétt­ind­um.  Þar að auki er nær ógjörn­ingur að skilja á milli vændis og mansals. Kaup­endur hafa ekki hug­mynd um hvort þær konur sem þeir kaupa, eru að selja sig af fúsum og frjálsum vilja eða þær eru gerðar út af man­selj­end­um. Ef Amnesty vill upp­ræta mansal, er mik­il­vægt að sam­tökin geri sér grein fyrir að það verður ekki gert nema með því að minnka eft­ir­spurn eftir vændi. Sam­hliða því þarf að bjóða upp á félags­leg úrræði fyrir þau sem stunda vændi og leiðir út.   



Í heim­inum er tek­ist harka­lega á um það hvernig nálg­ast eigi vændi. Sum­staðar eru bæði kaup og sala bönn­uð. Þannig voru íslenskar konur í  vændi sekar að lögum fram  til árs­ins 2007.  Ann­ars staðar hefur vændi verið gefið frjálst og þekkt­ustu dæmin um þá leið eru Þýska­land og Hol­land.  Í þeim löndum hefur vænd­is­iðn­að­ur­inn vaxið mjög og í skjóli hans þrífst man­sal sér­lega vel. Í  þeim löndum hefur líf kvenna í vændi ekki orðið örugg­ara, en dólgar, vænd­is­húsa­eig­endur og vændis­kaup­endur hafa hins vegar stöðu heið­virðra kaup­manna og við­skipta­vina.



Í Sví­þjóð var vændi skil­greint sem ofbeldi gegn kon­unum sem það stunda og lög voru sett í sam­ræmi við þann skiln­ing árið 1999. Þannig var sala á vændi í lagi, en kaup á fólki ólög­leg, svo og auð­vitað milli­ganga um vændi og rekstur vænd­is­húsa.  Nor­egur og Ísland fóru að dæmi Svía árið 2009, eftir langa bar­áttu sam­einaðrar  kvenna­hreyf­ingar og fleiri aðila.  Síðar hafa Kanada og Norð­ur­-Ír­land bæst í hóp­inn. Jafn­réttis­nefnd Evr­ópu­þings­ins lét gera úttekt á leiðum í bar­átt­unni gegn vændi og man­sali og sam­þykkti í fram­haldi af því að mæl­ast til þess við aðild­ar­löndin að þau færu að dæmi Svía og bönn­uðu kaup á vændi.



Nor­ræna leiðin er þekkt um allan heim sem sú árang­urs­rík­asta og rétt­látasta í bar­átt­unni gegn vændi og man­sali.  Í Nor­egi þar sem lög­unum hefur verið fram­fylgt er talið að vændi hafi minnkað um 25%. Þar hefur ofbeldi gegn fólki í vændi ekki aukist, eft­ir­spurnin hefur minnkað og við­horfs­breyt­ing hefur átt sér stað.  Við­horfskönnun sem gerð var á Íslandi af Gallup árið 2008 sýndi að meiri hluti bæði karla og kvenna og meiri­hluti fólks í öllum þáver­andi flokkum vildi banna kaup á vændi.



Stíga­mót þjón­usta fólk sem beitt hefur verið kyn­ferð­is­of­beldi. Þar taka árlega 35-50 konur og nokkrir karlar þátt í sjálfs­hjálp­ar­starfi vegna afleið­inga klám­iðn­að­ar­ins. Afleið­ing­arnar eru sam­bæri­legar við afleið­ingar ann­ars  kyn­ferð­is­of­beld­is, þ.e.a.s. skömm, kvíði, þung­lyndi, léleg sjálfs­mynd og sjálfs­vígs­hugs­an­ir, en á ýmsa vegu ýkt­ari. Þó ekki væri nema þess vegna, getum við í sam­einaðri kvenna­hreyf­ingu ekki setið hjá og beðið þess sem verða vill í Dublin.  Við buðum Herði Helga Helga­syni  for­manni Íslands­deild­ar­innar til fundar við okkur  þann 4. ágúst og kynntum honum við­horf okk­ar.  Á fund­inum gaf for­mað­ur­inn ekki upp afstöðu Íslands­deildar Amnesty og það veldur okkur áhyggj­um.       



Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjál­st, er dólgum og vændis­kaup­endum þar með gefin frið­helgi og mann­rétt­indi kvenna í vændi fótum troð­in.  Slík stefna myndi skaða þann mik­il­væga trú­verð­ug­leika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki ger­ast.



Stíga­mót, Kvenna­at­hvarf­ið, Kvenna­ráð­gjöf­in, Sam­tök kvenna af erlendum upp­runa, Kven­fé­laga­sam­band Íslands, Kven­rétt­inda­fé­lag­ið, og Femínista­fé­lag Íslands skora á  Íslands­deild Amnesty International að halda á lofti nor­rænu leið­inni í Dublin um helg­ina og beita sér af alefli fyrir því að til­lagan um að vændi verði gefið frjálst verði felld.



F. h. Stíga­móta, Kvenna­at­hvarfs­ins, Kvenna­ráð­gjaf­ar­inn­ar, Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa, Kven­fé­laga­sam­bands Íslands, Kven­rétt­inda­fé­lags­ins, og Femínista­fé­lags Íslands



Guð­rún Jóns­dóttir



Sig­þrúður Guð­munds­dóttir



Þor­björg Inga Jóns­dóttir



Anna Wozn­iczka



Una María Ósk­ars­dóttir



Fríða Rós Valdi­mars­dóttir



Una Hild­ar­dóttir



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None