Vilja koma í veg fyrir að innlendir aðilar noti erlenda "leppa" til að eignast Íslandsbanka

islandsbanki-2.jpg
Auglýsing

Þegar kröfu­hafar Glitnis lögðu fram til­boð um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum íslenskra stjórn­valda, sem síðar var sam­þykkt, þá fól það til­boð meðal ann­ars í sér að Íslands­banki yrði seldur og ágóð­anum skipt milli kröfu­hafa Glitnis og rík­is­sjóðs. Mikla athygli vakti að í til­boð­inu er inn­byggður hvati fyrir Glitni að selja bank­ann til erlends aðila. Í ein­földu máli þá er bók­fært virði Íslands­banka um 119 millj­arðar króna og erlendir aðilar þyrftu að greiða sirka það verð fyrir hann. Inn­lendir aðilar þyrftu hins vegar að greiða allt að 200 millj­örðum króna.

Til við­bótar er ákvæði í til­boði kröfu­hafa Glitnis sem segir að erlendur kaup­andi bank­ans megi ekki selja hann aftur til inn­lends aðila í fimm ár eftir að gengið verður frá kaup­un­um.

Þessir hvatar hafa verið harð­lega gagn­rýnir víða, síð­ast í kvöld­fréttum Stöðvar 2 í gær af Davíð Blön­dal, með­limi í Indefence –hópn­um.  Gagn­rýnin snýst fyrst og fremst að því að íslenskir fjár­festar, meðal ann­ars líf­eyr­is­sjóð­ir, eru með þessum inn­byggðu hvötum nán­ast úti­lok­aðir frá því að kaupa Íslands­banka.

Auglýsing

En af hverju er verið að úti­loka þá?

Gjald­eyri hefur meira nota­gildi



Ýmsar ástæður eru fyrir því að stærstu kröfu­hafar Glitn­is, sem komu að samn­inga­við­ræðum við íslensk stjórn­völd, settu inn hvata til að selja bank­ann til erlendra aðila. Í fyrsta lagi feng­ist með því gjald­eyrir fyrir bank­ann sem nýst getur til að greiða niður skuld­ir. Íslenska ríkið fengi til að mynda 71 millj­arð króna í sinn hlut ef Íslands­banki yrði seldur útlend­ingum á bók­færðu virði, og gæti notað það fé til að minnka skuldir og vaxta­kostnað sinn veru­lega. Ef inn­lendir aðilar myndu kaupa bank­ann og nota til þess krónur væri illa hægt að nota þær krónur til að greiða niður inn­lendar skuld­ir. Það myndi auka á þenslu í hag­kerf­inu með til­heyr­andi verð­bólgu.

Tilkynnt var um aðgerðaráætlun stjórnvalda við losun hafta í byrjun júní síðastliðinn. Kynning á aðgerðunum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsendingu. Skömmu áður höfðu stærstu kröfuhafar Glitnis lagt fram tilboð um að mæta stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda til að sleppa við stöðugleikaskatt. Til­kynnt var um aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda við losun hafta í byrjun júní síð­ast­lið­inn. Kynn­ing á aðgerð­unum for fram í Hörpu og var sýnd i beinni útsend­ingu. Skömmu áður höfðu stærstu kröfu­hafar Glitnis lagt fram til­boð um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda til að sleppa við stöð­ug­leika­skatt.

Gagn­rýnendur hafa bent á að Íslend­ingar eigi líka gjald­eyri sem hægt væri að nota til að kaupa bank­ann. Þar er mest horft til eigna líf­eyr­is­sjóða erlend­is. Þær eru hins vegar ein­ungis 23,5 pró­sent af heild­ar­eignum sjóð­anna og því var­huga­vert, með til­liti til áhættu­dreif­ingar í eign­ar­safni þeirra, að minnka það hlut­fall mik­ið. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa líka verið að kalla eftir því að fá að fjár­festa meira erlend­is, frekar en að koma heim með pen­inga.

Vilja koma í veg fyrir nýja snjó­hengju



En það eru fleiri ástæður fyrir því að kröfu­hafar Glitnis vilja frekar selja útlend­ingum en Íslend­ingum Íslands­banka. Á upp­gjörs­fundi hjá Íslands­banka á þriðju­dag sagði Jón Guðni Ómars­son, fjár­mála­stjóri Íslands­banka, að ein ástæða þess að erlent eign­ar­hald yrði bundið í fimm ár eftir sölu væri til að koma í veg fyrir að erlendur kaup­andi seldi Íslands­banka strax aftur til inn­lends aðila. Ef það myndi ger­ast þá væri strax komin ný snjó­hengja upp á 119 millj­arða króna. Vanda­málið sem áætlun stjórn­valda um losun hafta á að leysa yrði sam­stundis til á ný.

En er ástæða til að ótt­ast svona snún­ing? Miðað við stöðu Íslands­banka, sem á 187 millj­arða króna í eigið fé, hefur mikla mögu­leika til að vaxa, er með mikla mark­aðs­hlut­deild og það hversu mikil völd fylgja því að eiga banka á fákeppn­is­mark­aði á Íslandi, er ljóst að margir inn­lendir aðilar gætu hugsað sér að ráð­ast í slíkan snún­ing. Og sagan sýnir okkur líka að það yrði ekki í fyrsta sinn sem erlendur aðili yrði not­aður til að „leppa“ eign­ar­hald á banka til að tryggja inn­lendum fjár­festum yfir­ráð yfir hon­um.

Þegar S-hóp­ur­inn vildi eign­ast banka



Þegar íslenska ríkið ákvað að selja hlut sinn í Bún­að­ar­banka Íslands árið 2002 var eitt af helstu mark­miðum þess að fá erlenda fjár­mála­stofnun til að koma þar að. Það vann því mjög með þeim bjóð­endum í hlut rík­is­ins í bank­anum ef þeir höfðu slíka í sínum hópi.

Kjarn­inn hefur öll gögn einka­væð­ing­ar­ferl­is­ins undir hönd­um, þar með talið fund­ar­gerðir einka­væð­ing­ar­nefndar og þau gögn sem nefndin studd­ist við þegar hún tók ákvörðun sína um að selja einum bjóð­anda umfram ann­an. Sá bjóð­andi sem fékk á end­anum að kaupa Bún­að­ar­bank­ann var hinn svo­kall­aði S-hóp­ur, með rík tengsl inn í Fram­sókn­ar­flokk­inn og leiddur af Ólafi Ólafs­syni, sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, og Finni Ing­ólfs­syni, fyrrum vara­for­manns og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins.

S-hóp­ur­inn átti ekki sér­stak­lega mikla pen­inga (kaup­verðið var að stórum hluta fengið að láni) og hafði enga reynslu af því að reka banka. Það var því mjög mik­il­vægt fyrir hann að láta líta svo út að sterkur erlendur aðili væri með í hópnum til að gera einka­væð­ing­ar­nefnd auð­veld­ara fyrir að selja honum bank­ann.

Soci­ete General verður Hauck & Auf­hauser



Framan af var látið líta svo út að erlendi bank­inn sem væri í slag­togi með S-hópnum væri franski bankaris­inn Soci­ete Gener­al, sem einka­væð­ing­ar­nefnd þótti fýsi­legt. Ljóst er á fund­ar­gerðum einka­væð­ing­ar­nefndar að hún taldi nán­ast allan tím­ann að franski bank­inn væri sú fjár­mála­stofnun sem ætl­aði að taka þátt í kaup­un­um.

Þeirri tál­sýn var haldið á lofti í gegnum ferlið, þótt að aldrei feng­ist stað­fest­ing á því að Soci­ete General væri með í hópn­um. Þegar leið að því að salan á Bún­að­ar­banka yrði kláruð komu skila­boð frá S-hópnum um að ekki væri hægt að til­kynna um hver erlendi aðil­inn í hópnum væri fyrr en við und­ir­skrift.

Bún­að­ar­bank­inn var loks seldur til S-hóps­ins 16. jan­úar 2003. Einka­væð­ing­ar­nefnd fékk fyrst að vita nafn erlenda bank­ans sem tók þátt í kaup­unum sjö dögum áður. Sá banki var þýski sveita­bank­inn Hauck & Auf­hauser. Hann var aldrei nefndur á nafn í fund­ar­gerðum einka­væð­ing­ar­nefnd­ar.

Frétt Morgunblaðsins daginn eftir að S-hópurinn gekk frá kaupunum á Búnaðarbankanum. Frétt Morg­un­blaðs­ins dag­inn eftir að S-hóp­ur­inn gekk frá kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um.

Hauck & Auf­hauser hafði aldrei nein afskipti af ætl­uðum eign­ar­hlut sínum í Bún­að­ar­bank­anum og skip­aði íslenskan starfs­mann eign­ar­halds­fé­lags Ólafs Ólafs­sonar í stjórn Eglu, félags­ins sem bank­inn átti hlut sinn í gegn­um. Rúmum tveimur árum eftir að Hauck & Auf­hauser keypti hlut í Eglu, og þar af leið­andi í Bún­ar­banka, var bank­inn búinn að selja hann allan til ann­arra aðila innan S-hóps­ins.

Um tveimur mán­uðum eftir að S-hóp­ur­inn keypti Bún­að­ar­bank­ann hófust við­ræður um að sam­eina hann og Kaup­þing. Eftir að sú sam­ein­ing gekk í gegn varð sam­ein­aður banki stærsti banki lands­ins og hóp­ur­inn sem stýrði honum gerði það þangað til að hann féll í októ­ber 2008, og skráði sig á spjöld sög­unnar sem eitt stærsta gjald­þrot sem orðið hef­ur.

Mik­ill áhugi erlendis frá á Íslands­banka



Tölu­verður áhugi hefur verið á því á meðal erlendra aðila að kaupa Íslands­banka. Við­ræður við nokkra hópa voru byrj­aðar nokkuð löngu áður en að til­boð stærstu kröfu­hafa Glitnis til stjórn­valda um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrð­um, og sleppa þar af leið­andi við álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts upp á 39 pró­sent, var lagt fram í júní. Þeir sem sýnt hafa mestan áhuga eru hópar sem koma frá löndum við Persaflóa í Mið-Aust­ur­löndum og Kína. Um er að ræða stór fyr­ir­tæki sem eiga þegar hluti í alþjóð­legum bönk­um. Ein­hverjir hópanna und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup á bank­anum í febr­úar síð­ast­liðn­um.

Þá kemur enn til greina að skrá Íslands­banka á markað erlend­is. Miðað við til­boðið sem kröfu­hafar Glitnis gerðu stjórn­völdum yrði sú skrán­ing ekki tví­hliða­skrán­ing á markað í öðrum landi og Íslandi, enda myndi hluti bank­ans þá selj­ast til inn­lendra aðila. Því verður að telj­ast lík­legra að ef skrán­ing­ar­leiðin verður farin að Íslands­banki verði alfarið skráður á markað í öðrum landi, og þá Sví­þjóð eða Nor­egi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None