Stöðugleikaframlag getur sparað slitabúi Glitnis allt að 174 milljarða króna

18417154349_d2100abd45_b.jpg
Auglýsing

Slitabú Glitnis þarf að borga íslenska rík­inu allt að 173,9 millj­örðum krónum minna með því að greiða því stöð­ug­leika­fram­lag og sleppa þannig við álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts. Með því að greiða stöð­ug­leika­fram­lag áætlar Glitnir að búið þurfi að greiða rík­is­sjóði 205,4 til 254,4 millj­arða króna. Ef stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á búið myndi sú greiðsla hins vegar verða á bil­inu 329,3 til 379,3 millj­arðar króna. Þetta kemur fram í hálfs­árs­upp­gjöri Glitnis sem birt var fyrir helgi.

Stærstu kröfu­hafar Glitnis hafa þegar náð sam­komu­lagi við íslensk stjórn­völd um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum þeirra og greiða stöð­ug­leika­fram­lag. Það hafa stærstu kröfu­hafar slita­búa Kaup­þings og Lands­bank­ans einnig gert. Til­boð þeirra voru send inn klukku­tímum áður en við­hafn­ar­kynn­ing á áætlun stjórn­valda vegna losun fjár­magns­hafta fór fram í Hörpu. Í kynn­ing­unni var höf­uð­á­hersla lögð á að kynna útfærslu og áhrif stöð­ug­leika­skatts upp á 39 pró­sent, þrátt fyrir að sam­komu­lag lægi fyrir við stærstu slitabú föllnu bank­anna um að kom­ast hjá álagn­ingu hans.

Aðgerðir stjórnvalda vegna losun fjármagnshafta voru kynntar með viðhöfn í Hörpu 8. júní síðastliðinn. Þá lá þegar fyrir samkomulag við stærstu kröfuhafa föllnu bankanna um að mæta stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Aðgerðir stjórn­valda vegna losun fjár­magns­hafta voru kynntar með við­höfn í Hörpu 8. júní síð­ast­lið­inn. Þá lá þegar fyrir sam­komu­lag við stærstu kröfu­hafa föllnu bank­anna um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum stjórn­valda.

Auglýsing

Slita­búin hafa fram að ára­mótum til að ljúka slitum á búum sínum og greiða stöð­ug­leika­fram­lag sitt til rík­is­ins. Ger­ist það ekki á stöð­ug­leika­skatt­ur­inn að leggj­ast á.

Stöð­ug­leika­skatt þarf að greiða í reiðufé



Í hálfs­árs­upp­gjöri Glitn­is, sem var birt 28. ágúst síð­ast­lið­inn, er gerður sam­an­burður á áhrifum stöð­ug­leika­fram­lags og stöð­ug­leika­skatts. Þar segir að stöð­ug­leika­skattur myndi þýða að 34 til 39 pró­sent af eignum bús­ins, sem eru 981,1 millj­arður króna, myndu renna til íslenska rík­is­ins í reiðu­fé. Mun­ur­inn á pró­sentu­hlut­fall­inu fellst í því að Glitni stendur til boða að fjár­festa í ákveðnum íslensku fyr­ir­tækjum gegn því að skatt­pró­sentan lækki niður í 34 pró­sent ,fari svo að skatt­ur­inn falli á slita­bú­ið. Það þýðir að Glitnir þyrfti að greiða 329,3 til 379,3 millj­arða króna til íslenska rík­is­ins ef stöð­ug­leika­skattur yrði lagður á búið.

Til sam­an­burðar býst slita­stjórn Glitnis við því að greiðsla stöð­ug­leika­fram­lags, í sam­ræmi við sam­komu­lag sem stærstu kröfu­hafar slita­bús­ins hafa gert við íslensk stjórn­völd, muni minnka eignir bús­ins um 21 til 28 pró­sent. Mun­ur­inn felist í því hvort það tak­ist að selja Íslands­banka fyrir erlendan gjald­eyri eða ekki. Ef aðrir gjald­miðlar en íslensk króna fást fyrir bank­ann, miðað við bók­fært virði hans, fær slita­búið fær slita­búið 40 pró­sent af kaup­verð­inu og íslenska ríkið 60 pró­sent. Ef Íslands­banki verður hins vegar seldur fyrir íslenskar krónur rennur allt sölu­and­virðið til íslenska rík­is­ins. Þetta þýðir að slitabú Glitnis áætlar að mæt­ing stöð­ug­leika­skil­yrða muni kosta kröfu­hafa þess 205,4 til 254,4 millj­arða króna.

Í upp­gjör­inu kemur fram að kostir þess að greiða stöð­ug­leika­fram­lag felist einnig í því að það má að hluta til greiða með eignum og fjár­mála­gjörn­ingum sem eru ekki komnir á gjald­daga, en að stöð­ug­leika­skatt­inn þurfi að greiða í reiðu­fé.

Yfirlit úr hálfsársuppgjöri Glitnis þar sem afleiðingar álagningar stöðugleikaskatts eru bornar saman við greiðslu á stöðugleikaframlagi. Yfir­lit úr hálfs­árs­upp­gjöri Glitnis þar sem afleið­ingar álagn­ingar stöð­ug­leika­skatts eru bornar saman við greiðslu á stöð­ug­leika­fram­lag­i.

Vilja koma í veg fyrir nýja snjó­hengju



Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að þegar kröfu­hafar Glitnis lögðu fram til­boð um að mæta stöð­ug­leika­skil­yrðum íslenskra stjórn­valda, sem síðar var sam­þykkt, þá fól það til­boð meðal ann­ars í sér að Íslands­banki yrði seldur og ágóð­anum skipt milli kröfu­hafa Glitnis og rík­is­sjóðs. Mikla athygli vakti að í til­boð­inu er inn­byggður hvati fyrir Glitni að selja bank­ann til erlends aðila. Í ein­földu máli þá er bók­fært virði Íslands­banka um 119 millj­arðar króna og erlendir aðilar þyrftu að greiða sirka það verð fyrir hann. Inn­lendir aðilar þyrftu hins vegar að greiða allt að 200 millj­örðum króna.

Til við­bótar er ákvæði í til­boði kröfu­hafa Glitnis sem segir að erlendur kaup­andi bank­ans megi ekki selja hann aftur til inn­lends aðila í fimm ár eftir að gengið verður frá kaup­un­um.

Ýmsar ástæður eru fyrir því að stærstu kröfu­hafar Glitn­is, sem komu að samn­inga­við­ræðum við íslensk stjórn­völd, settu inn þessa hvata. Í fyrsta lagi feng­ist með því gjald­eyrir fyrir bank­ann sem nýst getur til að greiða niður skuld­ir. Íslenska ríkið fengi til að mynda 71 millj­arð króna í sinn hlut ef Íslands­banki yrði seldur útlend­ingum á bók­færðu virði, og gæti notað það fé til að minnka skuldir og vaxta­kostnað sinn veru­lega. Ef inn­lendir aðilar myndu kaupa bank­ann og nota til þess krónur væri illa hægt að nota þær krónur til að greiða niður inn­lendar skuld­ir. Það myndi auka á þenslu í hag­kerf­inu með til­heyr­andi verð­bólgu.

Gagn­rýnendur hafa bent á að Íslend­ingar eigi líka gjald­eyri sem hægt væri að nota til að kaupa bank­ann. Þar er mest horft til eigna líf­eyr­is­sjóða erlend­is. Þær eru hins vegar ein­ungis 23,5 pró­sent af heild­ar­eignum sjóð­anna og því var­huga­vert, með til­liti til áhættu­dreif­ingar í eign­ar­safni þeirra, að minnka það hlut­fall mik­ið. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa líka verið að kalla eftir því að fá að fjár­festa meira erlend­is, frekar en að koma heim með pen­inga.

Vilja koma í veg fyrir nýja snjó­hengju



En það eru fleiri ástæður fyrir því að kröfu­hafar Glitnis vilja frekar selja útlend­ingum en Íslend­ingum Íslands­banka. Á upp­gjörs­fundi hjá Íslands­banka á þriðju­dag sagði Jón Guðni Ómars­son, fjár­mála­stjóri Íslands­banka, að ein ástæða þess að erlent eign­ar­hald yrði bundið í fimm ár eftir sölu væri til að koma í veg fyrir að erlendur kaup­andi seldi Íslands­banka strax aftur til inn­lends aðila. Ef það myndi ger­ast þá væri strax komin ný snjó­hengja upp á 119 millj­arða króna. Vanda­málið sem áætlun stjórn­valda um losun hafta á að leysa yrði sam­stundis til á ný.

En er ástæða til að ótt­ast svona snún­ing? Miðað við stöðu Íslands­banka, sem á 187 millj­arða króna í eigið fé, hefur mikla mögu­leika til að vaxa, er með mikla mark­aðs­hlut­deild og það hversu mikil völd fylgja því að eiga banka á fákeppn­is­mark­aði á Íslandi, er ljóst að margir inn­lendir aðilar gætu hugsað sér að ráð­ast í slíkan snún­ing. Og sagan sýnir okkur líka að það yrði ekki í fyrsta sinn sem erlendur aðili yrði not­aður til að „leppa“ eign­ar­hald á banka til að tryggja inn­lendum fjár­festum yfir­ráð yfir hon­um. Það var gert þegar S-hóp­ur­inn svo­kall­aði keypti Bún­að­ar­bank­ann, með aðstoð hins þýska Hauck & Auf­hauser.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None