Telja sig ekki bundin af jafnréttislögum við skipan í dómnefnd um hæfi dómara

10016478853_09ac32d1c1_z.jpg
Auglýsing

Hæsti­rétt­ur, dóm­stóla­ráð og Lög­manna­fé­lag Íslands telja sig ekki bundin af jafn­rétt­islögum þegar kemur að því að skipa full­trúa í nefnd sem fjallar um hæfi umsækj­enda um emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara og hér­aðs­dóm­ara. Þau telja að ákvæði um nefnd­ina í lögum um dóm­stóla ­gangi framar jafn­rétt­islög­unum og eftir bréfa­skriftir ákvað dóms­mála­ráðu­neytið árið 2010 að láta undan og skipa þá karla í nefnd­ina sem höfðu verið til­nefndir til að byrja með.

Þetta kemur fram í bréfi dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins frá árinu 2010 sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, og lesa má neðst í frétt­inn­i. Í fimmt­ándu grein jafn­rétt­islag­anna er kveðið á um að hlut­fall hvors kyns fyrir sig skuli ekki vera minna en 40 pró­sent í nefnd­um, ráðum og stjórnum á vegum hins opin­bera, þegar full­trú­arnir eru fleiri en þrír.

Eins og Kast­ljós hefur fjallað um í gær og á vef RÚV í dag sitja aðeins karlar í þess­ari nefnd, sem ákvað á dög­unum að Karl Axels­son hæsta­rétt­ar­lög­maður væri hæf­astur þriggja umsækj­enda til að gegna emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Ing­veldur Ein­ars­dóttir og Davíð Þór Björg­vins­son sóttu einnig um emb­ætt­ið. 

Auglýsing

Hvernig kom það til að ein­göngu karlar eru í nefnd­inni?



Breyt­ingar voru gerðar á lögum um dóm­stóla árið 2010 og kveðið á um skipan nefndar sem fjallar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara og hér­aðs­dóm­ara. Fimm ein­stak­lingar skulu vera í nefnd­inni og skipar Hæsti­réttur Íslands tvo þeirra og Lög­manna­fé­lagið og dóm­stóla­ráð einn full­trúa hvort. Fimmti ein­stak­ling­ur­inn er kos­inn af Alþingi. Sam­kvæmt breyttum lögum er ráð­herra bund­inn af áliti nefnd­ar­innar þegar kemur að skipan dóm­ara á Íslandi, og ef ráð­herra vill skipa ein­hvern sem nefndin telur ekki hæf­astan þá verður að fá sam­þykki Alþing­is. Þessar breyt­ingar voru gerðar til þess að efla sjálf­stæði dóm­stóla gagn­vart öðrum hand­höfum rík­is­valds­ins.

Þegar breyt­ing­arnar voru gerðar óskaði dóms­mála­ráðu­neytið eftir til­nefn­ingum frá Hæsta­rétti, Lög­manna­fé­lag­inu og dóm­stóla­ráði. Þegar ljóst var að nefndin myndi ekki upp­fylla ákvæði jafn­rétt­islaga óskaði ráðu­neytið eftir því að til­nefnt yrði á nýjan leik, og þá bæði karl og konu. Eftir tals­verðar bréfa­skrift­ir, að minnsta kosti í ein­hverjum til­vik­um, óskaði ráðu­neytið eftir því að „til­nefn­ing­ar­að­ilar létu í ljós afstöðu sína til þess hvernig til­nefn­ingar þeirra sam­rýmd­ust ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.“ Skýr­ing­arnar bár­ust frá öllum þremur „og var meg­in­af­staða þeirra að þeir væru óbundnir af ákvæðum 15. gr. jafn­rétt­islaga.“

Hæsti­réttur taldi að vegna þess að ráð­herra væri bund­inn af áliti dóm­nefnd­ar­innar væri ekki rétt að „til­nefna fleiri til setu í nefnd­inni en skipa á sam­kvæmt til­nefn­ingu rétt­ar­ins.“ Þar sem ráð­herra sé bund­inn af dóm­nefnd­inni víki laga­á­kvæði um nefnd­ina laga­á­kvæðum um jafna stöðu karla og kvenna til hlið­ar.

Dóm­stóla­ráð sagð­ist ekki telja heim­ilt af ráðu­neyt­inu „að tak­marka rétt þess á til­nefn­ingu í nefnd“ og því verði „hin almennu lög“ um jafn­rétti að víkja gagn­vart því. Ef jafn­rétt­islögin hefðu for­gang „kynnu til­nefn­ing­ar­að­ilum að vera settar enn þrengri skorður við end­ur­til­nefn­ingar í nefnd­ina en miðað er við ef sam­setn­ing nefnd­ar­innar væri á þeim tíma þannig að kynja­hlut­falli laga nr. 10/2008 væri hætta búin.“

Lög­manna­fé­lagið taldi einnig að ráð­herra væri bund­inn af „vali þeirra aðila sem til­nefna eiga full­trúa í nefnd­ina.“ Ákvæðið kveði skýrt á um að skyldur Lög­manna­fé­lags­ins stæðu ein­göngu til þess að til­nefna einn aðal- og einn vara­mann, en ekki hóp ein­stak­linga. Laga­á­kvæðið um nefnd­ina séu sér­lög og sam­kvæmt gild­andi lög­skýr­ing­ar­sjón­ar­miðum gangi þau framar almennum lög­um, þar með talið jafn­rétt­islög­um. Það að fara eftir óskum ráðu­neyt­is­ins um að skipa konu myndi ganga gegn inn­taki lag­anna og rýri valdið sem til­nefn­ing­ar­að­ilum sé feng­ið.

Ráðu­neytið lét undan



Dóms­mála­ráðu­neytið lét undan og skip­aði þá full­trúa sem Hæsti­rétt­ur, Lög­manna­fé­lagið og dóm­stóla­ráð vildu skipa til að byrja með. „Er það nið­ur­staða ráðu­neyt­is­ins að skipa nú þegar þá full­trúa sem til­nefndir hafa verið í nefnd til að fjalla um hæfni umsækj­enda um dóm­ara­emb­ætt­i,“ segir í nið­ur­lagi bréfs­ins frá dóms­mála­ráðu­neytinsu.

„Þar sem fyrir liggja ein­dregin sjón­ar­mið Hæsta­rétt­ar, Dóm­stóla­ráðs og Lög­manna­fé­lags Íslands svo sem að ofan greinir hefur ráðu­neytið ákveðið að skoða hvort rétt sé að breyta ákværðum dóm­stóla­laga sem kveða á um hvernig til­nefnt er í nefnd­ina með hlið­sjón af ákvæðum og mark­miðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna.“

Í upp­hafi voru skip­aðir í nefnd­ina þeir Gunn­laugur Claes­sen fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari og Stefán Már Stef­áns­son fyrr­ver­andi pró­fessor af Hæsta­rétti, Allan Vagn Magn­ús­son hér­aðs­dóm­ari af dóm­stóla­ráði og Óskar Sig­urðs­son hæsta­rétt­ar­lög­maður af Lög­manna­fé­lag­inu. Alþingi kaus svo Pál Þór­halls­son, og valdi því líka karl til setu í nefnd­inni. Nú hefur Símon Sig­valda­son hér­aðs­dóm­ari tekið við af All­ani Vagni.

Hins vegar völdu allir fimm aðilar konur sem vara­menn í dóm­nefnd­inni. Það voru þær Ingi­björg Bene­dikts­dóttir hæsta­rétt­ar­dóm­ari, Kristín Bene­dikts­dóttir lekt­or, Ingi­björg Pálma­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra, Ragn­heiður Harð­ar­dóttir hér­aðs­dóm­ari og Guð­rún Björk Bjarna­dóttir hér­aðs­dóms­lög­mað­ur.

2

1

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None