Af hverju gerir enginn neitt? – Hefði mátt komast hjá hörmungum í Sýrlandi?

01-Fri--arg--sluli--ar----Nepal.jpg
Auglýsing

Eftir að átök brut­ust út í Sýr­landi vorið 2011 og Assad for­seti varð m.a. upp­vís að því að beita efna­vopnum, voru margir sem kröfð­ust við­bragða alþjóða­sam­fé­lags­ins. Þegar upp kemur slíkt ástand, þar sem inn­an­rík­is­á­tök ógna sak­lausum borg­urum og við­kom­andi rík­is­vald er jafn­vel ger­andi, vakna ýmsar spurn­ing­ar: Hvers vegna er ekk­ert gert í mál­inu, hvar eru Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, Örygg­is­ráðið og NATO, af hverju er ekki bara hægt að fara inn í við­kom­andi land og skakka leik­inn?

Um svipað leyti og borg­ara­stríð ágerð­ist í Sýr­landi sam­ein­að­ist alþjóða­sam­fé­lagið um aðgerðir gegn stjórn Gadda­fís í Líb­íu. Því liggur bein­ast við að spyrja hvers vegna ekki var farið eins að í Sýr­landi. Það kann að hafa ráðið miklu að Gaddafi hafði verið þyrnir í augum Vest­ur­landa um ára­tuga skeið og ein­hverjir myndu jafn­framt nefna að hags­munir Banda­ríkja­manna séu það sem á end­anum ræður því hvort hlut­ast sé til um mál­efni ríkja.

Rök­styðja má að það sé einmitt til­fellið í Sýr­landi því Banda­ríkja­menn hafa litið svo á að átökin þar hefðu litla sem enga stra­tegíska þýð­ingu fyrir þá sjálfa. Þeir hafa þó blandað sér í mál­ið, m.a. með dróna­árásum og að þjálfa og vopna upp­reisn­ar­menn. Hafa Banda­ríkja­menn þó verið mjög tví­stíg­andi sem hefur skapað ákveðið tóma­rúm og gefið Rússum færi á að láta til sín taka.

Auglýsing

Er hægt að gera eitt­hvað?



Borg­ara­stríðið í Sýr­landi hefur nú kostað meira en 200.000 manns lífið og rekið meira en 11 millj­ónir á ver­gang sem er einn mesti flótta­manna­straumur sem um get­ur. Vest­ræn ríki hafa fylgst með og for­dæmt ofbeldi gagn­vart sak­lausum borg­urum en jafn­framt verið tví­stíg­andi á meðan það hefur stig­magn­ast. Vilj­inn til að gera eitt­hvað virð­ist vera til staðar en skort hefur sam­stöðu. Hvað útskýrir þetta fram­taks­leysi og hvað er nákvæm­lega  hægt að gera?

Þegar kemur að íhlutun er hið full­valda ríki grund­vall­ar­at­riði í alþjóða­kerf­inu. Í stofnsátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna er ekk­ert ákvæði sem heim­ilar hinum sam­ein­uðu þjóðum að skipta sér af málum sem falla í aðal­at­riðum undir eigin lög­sögu við­kom­andi rík­is. Þó segir einnig að þessi grund­vall­ar­regla skuli ekki hindra fram­kvæmd þving­un­ar­að­gerða, en þá með Örygg­is­ráðið í for­svari, sam­kvæmt sjö­unda kafla sátt­mál­ans.

Jafn­framt er til fyr­ir­bæri sem kall­ast vernd­ar­skylda sem hefur verið að öðl­ast sess í alþjóða­lögum þó enn sé deilt um gildi henn­ar. Megin hugs­unin þar að baki er að full­valda ríkjum beri skylda til að vernda eigin borg­ara fyrir áföllum sem kom­ast megi hjá, fjöldamorð­um, nauðg­unum og sulti. Ef ríki bregst þess­ari skyldu eða er ekki fært að upp­fylla hana er sú skylda færð á herðar ann­arra ríkja.

MONUSCO/Force Reynslan af íhlutun í Mið­aust­ur­löndum er fjarri því að vera góð. MONUSCO/­Force

Reynslan af íhlutun er þó fjarri því að vera góð, sér í lagi með hern­að­ar­að­gerðum á jörðu niðri, sem nú er reynt að forð­ast í lengstu lög. Þau úrræði sem í boði voru í Sýr­landi hefðu ekki endi­lega dugað til, eins og flug­bann, sem þó virk­aði að ein­hverju leyti í Líb­íu. Banda­ríkja­menn beittu einmitt flug­banni í Írak meiri­hluta tíunda ára­tug­ar­ins, sem kom samt ekki í veg fyrir að Saddam Hússein héldi völdum allt til árs­ins 2003.

Flug­bann er því ekk­ert endi­lega mjög skil­virkt. Það hefði jafn­framt getað leitt til þess að Assad og hans lið hefði breytt um bar­áttu­að­ferðir – sem hefði að öllum lík­indum dregið íhlut­un­ar­að­ila inn í ann­ars konar umhverfi átaka, m.a. land­hernað með til­heyr­andi mann­falli og enn meiri til­kostn­aði.

Það sem gerir sér­stak­lega erfitt fyrir með utan­að­kom­andi íhlutun er hættan á að vopn og annar stuðn­ingur við upp­reisn­aröfl gegn Sýr­lands­stjórn endi hjá öfgasinn­uðum hóp­um—­sem sann­ar­lega hafa ekki verið í upp­á­haldi hjá Vest­ur­lönd­um. Þetta hefur orðið raunin og ómark­vissar til­raunir Banda­ríkja­manna til að vopna og þjálfa and­spyrnu­öfl í Sýr­landi runnið út í sand­inn.

REUTERS/Goran Tomasevic Borg­ara­stríðið í Sýr­landi hefur nú kostað meira en 200.000 manns lífið og rekið meira en 11 millj­ónir á ver­gang sem er einn mesti flótta­manna­straumur sem um get­ur. REUTER­S/Goran Tom­a­sevic

Hugs­an­lega van­mátu menn jafn­framt stöðu Assads og töldu að stjórn hans væri það veik að ekki þyrfti mikið til að hún félli. Þetta varð til þess að Banda­ríkja­menn töldu sig geta sett Assad afar­kosti. Upp­gjöf var þó ekki mjög álit­leg fyrir hann, sér í lagi ef horft er til enda­loka nágranna hans, Gadda­fís Líb­íu­leið­toga.

Að sama skapi hefði útlitið ekki verið mjög bjart fyrir Ala­víta minni­hlut­ann sem Assad til­heyrir því lík­legt má telja að hans hefðu beðið bitur örlög hefði Assad þurft að víkja og yfir­gefa Sýr­land. Þetta skýrir hvers vegna Assad hefur þrá­ast við að halda völd­um.

Mikil sam­staða virt­ist ríkja um aðgerðir í Líbíu þegar Muammar Gaddafi var komið frá völdum árið 2011. Mun­ur­inn er hins vegar sá að þá lá fyrir umboð frá Sam­ein­uðu þjóð­unum þar sem NATO tók að sér í nafni þeirra að vernda líbísku þjóð­ina gegn árásum frá eigin stjórn­völd­um, auk þess sem nágranna­ríki veittu stuðn­ing sinn. Ekk­ert af þessu var fyrir hendi í Sýr­landi og engin beiðni lá fyrir frá stjórn­ar­að­stöð­unni um hern­að­ar­lega íhlut­un.

Að sama skapi hafa Banda­rísk stjórn­völd litið til aðgerð­anna í Kos­óvó árið 1999 þegar metnir eru kost­irnir í stöð­unni gagn­vart Sýr­landi en þar er einnig ólíku saman að jafna. Þegar NATO lét til skarar skríða í Kos­óvó lá m.a. alveg skýrt fyrir hvaða átök þyrfti að stöðva, að Serbar yfir­gæfu svæðið og hvert hlut­verk frið­ar­gæslu­liðs ætti að vera, auk þess sem fyrir lá sam­komu­lag um póli­tískan ramma og stjórn­skip­un.

Þetta er allt víðs fjarri í Sýr­landi, mjög erfitt er að draga ákveðnar átaka­línur og helsti upp­reisn­ar­hóp­ur­inn gegn Assad vart stjórn­tækur – og eins og bent hefur verið á þá hefði íhlutun á fyrri stigum getað leitt til enn meiri glund­roða. Við höfum nefni­lega dæmi frá Líbíu sem sýnir að ef eitt­hvað er verra en slæm stjórn­völd þá er það að hafa engin stjórn­völd.

Hvers vegna styður Pútin Assad?



Rússar eiga langa sögu banda­lags við Sýr­land og hafa ávallt stutt Assad. Þeir eiga hags­muna að gæta á svæð­inu því aðgangur þeirra að sjó um Svarta­haf er lít­ils virði ef þeir hafa ekki trygga leið um tyrk­nesku sundin inn á Mið­jarð­ar­haf. Þess vegna eru þeir með flota­stöð í Sýr­landi og þess vegna er alveg ljóst að Rússum hugn­ast lítt að við taki enn verra ástand stjórn­leysis en það sem nú ríkir þar.

Um leið og Rússar styrkja fót­festu sína á svæð­inu stíga þeir inn í það tóma­rúm sem Banda­ríkja­menn hafa skilið eftir með aðgerða­leysi sínu. Þarna eygir Pútin einnig ákveðna mögu­leika á að gera Rúss­land aftur að virku for­ystu­afli meðal stór­velda, eftir ein­okun Banda­ríkj­anna á þeim vett­vangi og hremm­ingar Rússa und­an­far­ið.

Mynd: Alan Wilson Rússar hafa nú hafið loft­árásir á liðs­menn Íslamska rík­is­ins. Mynd: Alan Wil­son

Rússar sýna með stuðn­ingnum við Assad að þeir eru til­búnir til slíks án þess að spyrja óþægi­legra spurn­inga um mann­rétt­indi og lýð­ræði. Má því búast við að arabaríkin reyni að efla sam­bandið við Rússa og að íhlutun þeirra í Sýr­landi sé aðeins upp­hafið að meiri og sterk­ari tengslum við ríki í Mið-Aust­ur­lönd­um.

Rússar hafa nú hafið loft­árásir á liðs­menn Íslamska rík­is­ins en ef marka má fréttir þá einnig á aðra upp­reisn­ar­menn gegn stjórn Assads. Reynslan af slíkum loft­árásum er almennt ekki góð því hætt er við að aðgerðir Rússa í Sýr­landi gæti dreg­ist á lang­inn og reynst kvik­syndi sem erfitt verði fyrir þá að losa sig úr. – Ein­hver er því að gera eitt­hvað en lík­lega verður það ekki til að laga í bráð það hörm­ung­ar­á­stand sem ríkt hefur í Sýr­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None