Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
11. janúar 2023
Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira verðtryggt á einum mánuði frá því fyrir faraldur
Frá vorinu 2020 og fram á síðastliðið haust greiddu sjóðsfélagar lífeyrissjóða upp 112 milljarða króna af verðtryggðum lánum umfram það sem þeir tóku af slíkum. Síðustu tvo mánuði hafa þeir tekið fleiri slík lán en þeir hafa borgað upp.
8. janúar 2023
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins.
BDSM-félagið fagnar því að loksins eigi að afnema klámbann
Tveir þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp í haust þar sem þeir mælast til þess að bann við dreifingu á klámi verði afnumið. Flestar umsagnir um frumvarpið eru neikvæðar en BDSM-félagið er himinlifandi með það.
7. janúar 2023
Þeir sem vilja lesa Fréttablaðið á prenti þurfa nú að nálgast blaðið í kassa sem þessum, sem er að finna í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu.
Dreifing Fréttablaðsins fer úr 80 þúsund í 45 þúsund eintök á dag eftir breytingarnar
Lesendur fá ekki lengur prentútgáfu Fréttablaðsins inn um lúguna snemma að morgni heldur þurfa að sækja sér blaðið á fjölfarna staði í þar til gerða kassa. Upplag blaðsins var 80 þúsund þegar því var dreift í hús. Það næstum helmingast við breytinguna.
7. janúar 2023
Tíu stærstu útgerðirnar halda á 56 prósent af öllum kvóta
Fjórar blokkir eru orðnar ráðandi í íslenskum sjávarútvegi. Þær hverfast í kringum Samherja, Brim, Kaupfélag Skagfirðinga og Ísfélagið. Samanlagt halda þessar blokkir á 58,6 prósent af öllum kvóta.
6. janúar 2023
Guðrún Hafsteinsdóttir segist taka við dómsmálaráðuneytinu í mars
Þegar ríkisstjórnin var skipuð var tilkynnt um að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftirmaður hans segir að hún taki við af honum fljótlega.
6. janúar 2023
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur hefur starfað síðan í nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason staðið sig best allra ráðherra – Bjarni Benediktsson langverst
Mun meiri óánægja er með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins en störf annarra ráðherra í ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun. Óánægjan er aðallega með Bjarna Benediktsson og Jón Gunnarsson. Mennta- og barnamálaráðherra er sá sem flestir eru ánægðir með.
5. janúar 2023
Stærsta nýskráning síðasta árs var Alvotech, sem nú er verðmætasta félagið í Kauphöllinni.
14 félög lækkuðu í virði en fjöldi einstaklinga sem á hlutabréf þrefaldaðist á þremur árum
Þau félög sem skráð voru á Aðalmarkað Kauphallar Íslands í upphafi árs 2022 lækkuðu samanlagt mikið í virði í fyrra, eða um á fimmta hundrað milljarða króna. Nýskráningar gerðu það hins vegar að verkum að heildarvirði skráðra félaga hélst svipað.
4. janúar 2023
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki stærri hjá Gallup í tólf ár en Vinstri græn hafa aldrei mælst minni
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mælast nánast með sama fylgi í nýrri könnun Gallup og langstærstu flokkar landsins. Flokkur forsætisráðherra mælist hins vegar sjötti stærsti flokkurinn á þingi, með undir sjö prósent fylgi og einungis fjóra þingmenn.
3. janúar 2023
Þessi sýn, Fréttablaðið í hrúgu við lúguna á heimilum  fólks, er nú liðin tíð.
Fréttablaðið hætt að koma inn um lúguna hjá fólki – Lestur hríðfallið og kostnaður aukist
Í fyrsta sinn síðan 2001 verður Fréttablaðið ekki borið inn á heimili fólks, heldur þarf það að nálgast blaðið á „fjölförnum stöðum“ eða lesa það rafrænt. Mikið tap hefur verið á rekstri blaðsins og lestur dregist gríðarlega saman.
2. janúar 2023
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn gleymdi að telja séreignarsparnaðinn með í minnisblaði um greiðslubyrði
Í nóvember sagði Seðlabanki Íslands fjárlaganefnd að greiðslubyrði allt að fjórðungs íbúðalána hefði lækkað frá byrjun árs 2020. Stærsta ástæða þess reyndist vera notkun fólks á eigin sparnaði í að greiða niður lán sín.
2. janúar 2023
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017.
Stjórnarflokkarnir hafa tapað yfir fjórðungi fylgis síns og mælast langt frá meirihluta
Tvær kannanir sem birtar voru í lok árs sýna að Samfylkingin og Píratar hafa bætt við sig 14 til 16 prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsókn hafa á sama tíma tapað 13,6 til 14,3 prósentustigum.
31. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja og verður stærsti eigandi sameinaðs fyrirtækis.
Rammi sameinaður Ísfélaginu og til stendur að skrá nýju risaútgerðina á hlutabréfamarkað
Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi heldur áfram. Sameinað Ísfélag verður á meðal fjögurra til fimm stærstu útgerðarfyrirtækja á landinu og til stendur að skrá það á markað. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda verða langstærstu eigendurnir.
30. desember 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson.
Baldvin Þorsteinsson eignast erlenda útgerð Samherja sem metin er á 55 milljarða króna
Sonur Þorsteins Más Baldvinssonar hefur keypt hollenskt dótturfélag Samherja Holding sem heldur utan um erlenda útgerðarstarfsemi Samherjasamstæðunnar. Áður hafði hann, ásamt systur sinni og frændsyskinum, eignast Samherja á Íslandi.
29. desember 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Virði Alvotech aukist 142 milljarða á 16 dögum – Félagið orðið verðmætast í Kauphöllinni
Í kjölfar þess að Alvotech var skráð á First North markaðinn í sumar hríðféll virði félagsins. Eftir að félagið færði sig yfir á Aðalmarkaðinn hefur það hins vegar tekið nánast fordæmalaust stökk upp á við. Virðið jókst um 50 prósent á 16 dögum.
24. desember 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri boðaði dauða verðtryggingarinnar í viðtali sumarið 2020.
Segja verðtryggða íbúðalánavexti mögulega vera orðna hagkvæmari en óverðtryggða
Fyrir rúmum tveimur árum boðaði seðlabankastjóri dauða verðtryggingarinnar. Síðan þá hefur verðbólgan aukist gríðarlega og stýrivextir hækkað tíu sinnum í röð. Nú segir HMS að verðtryggð lán séu mögulega hagkvæmari.
24. desember 2022
Það hefur gustað um ríkisstjórnina það sem af er kjörtímabili og vinsældir þeirra sem hana skipa hafa hríðfallið.
Svona er afstaða þjóðarinnar í lykilmálum samkvæmt skoðanakönnunum ársins 2022
Ýmis fyrirtæki kanna reglulega skoðanir landsmanna á ýmsum málum. Margar þeirra snúast um stjórnmálaskoðanir, efnahagsleg málefni og traust til fólks, athafna, flokka, ríkisstjórna eða stofnana. Hér eru átta skoðanakannanir sem vöktu athygli á árinu.
24. desember 2022
RÚV tekur til sín fjórðung allra tekna fjölmiðla og helming auglýsingatekna
Notendatekjur fjölmiðla hafa vaxið umtalsvert á síðustu árum en auglýsingatekjur þeirra hafa dregist saman. Þar skiptir innkoma erlendra samfélagsmiðlarisa lykilmáli, en þeir taka til sín 43,2 prósent allra auglýsingatekna á Íslandi.
24. desember 2022
Þeir sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum hafa þurft að eyða miklu hærra hlutfalli af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað undanfarna mánuði en áður.
Allir helstu lánveitendur búnir að hækka íbúðalánavexti eftir ákvörðun Seðlabankans
Fjórðungur heimila landsins eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum, og bera fullan þunga af vaxtahækkunum Seðlabanka Íslands. Afborganir af 50 milljón króna láni hafa hækkað um 69 prósent frá því maí í fyrra og 39 prósent á rúmu hálfu ári.
23. desember 2022
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Verðbólgan er nú 7,1 prósentustigi yfir því markmiði. Hún hefur ekki verið undir markmiðinu síðan í apríl 2020. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Verðbólgan upp í 9,6 prósent – Einungis tvívegis mælst meiri frá 2009
Verðbólga jókst milli mánaða og tólf mánaða verðbólga hafi mælist nú 0,3 prósentustigum meiri en fyrir mánuði. Matur og flugfargjöld hækkuðu í mánuðinum.
22. desember 2022
Konur nenna ekki „alltaf í bjór eftir vinnu … við viljum bara frekar fara heim til barnanna“
Stjórnarkona í skráðu félagi segist ekki telja að karlarnir í stjórnunum séu „einhver klúbbur vondra karla sem vilji sitja um og fella ungar konur“ en „því fleiri skipti sem þú getur greitt götu vina þinna, því stærri karl ertu.“
21. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja frumvarpið fram í vor.
Stöðva á notkun félaga til að greiða lægri skatta og láta fjármagnstekjufólk borga útsvar
Frumvarp um að láta þá sem skrá laun sem fjármagnstekjur greiða útsvar og borga tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts er væntanlegt í apríl á næsta ári. ASÍ hefur áætlað að tekjur ríkissjóðs geti aukist um átta milljarða á ári við þetta.
20. desember 2022
Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Hagnaður sjávarútvegs þrefaldaðist milli ára en afkoma tæknifyrirtækja breyttist lítið
Tekjur íslenska viðskiptahagkerfisins, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, jukust um 18 prósent í fyrra og langt umfram verðbólgu, sem var 5,1 prósent. Það er þriðja mestu aukningu á tekjum hagkerfisins síðan árið 2002.
19. desember 2022
Elon Musk keypti Twitter í lok október.
Elon Musk að hætta sem forstjóri Twitter eftir að notendur kusu hann afgerandi burt
Í gær bauð Elon Musk, eigandi Twitter og einn ríkasti maður í heimi, notendum að kjósa um hvort hann ætti að halda áfram sem forstjóri. Niðurstaðan var afgerandi. Þær tæplega 18 milljónir sem kusu vildi Musk burt úr stólnum.
19. desember 2022
Þrjár konur eru forstjórar í skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Alls 90 prósent forstjóra eru karlar.
Konur hæfar til að vera forstjórar en áhrif og tengslanet karla koma í veg fyrir að þær séu ráðnar
Árum saman voru engar konur forstjórar í skráðu félagi á Íslandi. Nú eru þær þrjár, en einungis ein þeirra var ráðin í þegar skráð félag. Það gerðist í september 2022. Ný rannsókn sýnir að þessi staða skýrist ekki af því að konur búi yfir minni hæfni.
19. desember 2022