Innlent

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
10. janúar 2023
Nýr vegur um Öxi yrði mikil lyftistöng fyrir Múlaþing en einnig allt Austurland segir sveitarstjórinn. Á myndina er búið að tölvuteikna nýjan veginn fyrir miðju.
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10. janúar 2023
Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið gegn lögum
Sáttarferli er hafið á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka, vegna athugunar fjármálaeftirlitsins á framkvæmd bankans á útboði Bankasýslunnar á bréfum í bankanum sjálfum, sem gaf til kynna að lög gætu hafa verið brotin.
9. janúar 2023
Brekkukambur er hæsta fjall Hvalfjarðarstrandarinnar. Á toppi þess hyggst Zephyr Iceland reisa 250 metra háar vindmyllur.
Zephyr frestar kynningarfundi á vindorkuveri í Hvalfirði
Ekkert verður af kynningarfundi á áformuðu vindorkuveri í Hvalfjarðarsveit í kvöld. Zephyr segir frestun skýrast af of stuttum fyrirvara en samtökin Mótvindur-Ísland segja nær að bíða með kynningar þar til rammi stjórnvalda liggi fyrir.
9. janúar 2023
Sigurlína V. Ingvarsdóttir situr í stjórnum smærri og stærri fyrirtækja og segir mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir að borðinu. Hún vill að Ísland nýti tækifærin sem felast í núverandi efnahagsástandi og laði til sín þekkingarstarfsmenn erlendis frá.
Eigum að flytja inn þekkingarstarfsmenn
Sigurlína V. Ingvarsdóttir vill laða þekkingarstarfsmenn hingað til lands. „Það er gott að búa hérna, samfélagið er öruggt og ég held að þarna séu sóknarfæri fyrir þekkingargeirann, að ná sér í þetta starfsfólk.“
9. janúar 2023
Fyrirhugað uppbyggingarsvæði landeldis Geo Salmo er við bergbrúnina vestan Þorlákshafnar.
Möguleg ljós- og lyktmengun af nýju landeldi við Þorlákshöfn þurfi nánari skoðun
Sveitarstjórnarfólk í Ölfusi gerir athugasemdir við að litla umfjöllun um ljósmengun og enga um kröfu sveitarfélagsins um að úrgangur verði geymdur innandyra sé að finna í umhverfismatsskýrslu um fyrirhugað landeldi Geo Salmo.
9. janúar 2023
Vænt áhrif Borgarlínu á lýðheilsu eru tekin til skoðunar í nýju lýðheilsumati sem kynnt var fyrir borgarfulltrúum í liðinni viku.
Búast við lýðheilsulegum ávinningi af Borgarlínu
Þrátt fyrir að enn séu fjögur ár hið minnsta í að fyrsti áfangi Borgarlínu verði kláraður að fullu er þegar búið að vinna svokallað lýðheilsumat á væntum áhrifum framkvæmdarinnar á borgarbúa. Niðurstöðurnar benda til margvíslegs ávinnings.
8. janúar 2023
Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira verðtryggt á einum mánuði frá því fyrir faraldur
Frá vorinu 2020 og fram á síðastliðið haust greiddu sjóðsfélagar lífeyrissjóða upp 112 milljarða króna af verðtryggðum lánum umfram það sem þeir tóku af slíkum. Síðustu tvo mánuði hafa þeir tekið fleiri slík lán en þeir hafa borgað upp.
8. janúar 2023
Ragnhildur Geirsdóttir er fyrsta konan sem var ráðin í stöðu forstjóra í skráðu félagi. 17 ár liðu þar til kona var næst ráðin sem forstjóri hjá skráðu félagi. Það er Ásta S. Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi í september 2022.
Sautján ár á milli ráðninga á konu í forstjórastóli hjá skráðu félagi
Kona var síðast ráðin í forstjórastól hjá skráðu félagi í september í fyrra eftir 17 ára hlé. Dósent við Viðskiptafræðideild HÍ segir að með ákveðinni hugarfarsbreytingu getum við orðið til fyrirmyndar. „Látum ekki önnur 17 ár líða.“
8. janúar 2023
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson eru flutningsmenn frumvarpsins.
BDSM-félagið fagnar því að loksins eigi að afnema klámbann
Tveir þingmenn Pírata lögðu fram frumvarp í haust þar sem þeir mælast til þess að bann við dreifingu á klámi verði afnumið. Flestar umsagnir um frumvarpið eru neikvæðar en BDSM-félagið er himinlifandi með það.
7. janúar 2023
Þeir sem vilja lesa Fréttablaðið á prenti þurfa nú að nálgast blaðið í kassa sem þessum, sem er að finna í matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu.
Dreifing Fréttablaðsins fer úr 80 þúsund í 45 þúsund eintök á dag eftir breytingarnar
Lesendur fá ekki lengur prentútgáfu Fréttablaðsins inn um lúguna snemma að morgni heldur þurfa að sækja sér blaðið á fjölfarna staði í þar til gerða kassa. Upplag blaðsins var 80 þúsund þegar því var dreift í hús. Það næstum helmingast við breytinguna.
7. janúar 2023
Fjöldi félaga­­sam­­taka for­­dæmdi fram­­göngu lög­­regl­unnar við brott­vís­un­ina, þar sem Hussein var tek­inn úr hjóla­stól sínum og lyft í lög­­­reglu­bíl.
Dómsmálaráðuneytið áfrýjar dómi í máli Hussein til Landsréttar
Með dómi héraðsdóms í desember var úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli Hussein Hussein felldur niður. Félagsmálaráðherra fagnaði niðurstöðunni en dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að áfrýja dómnum.
6. janúar 2023
Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sagði í nýlegu minnisblaði að málaflokkur heimilislausra sé orðinn of stór málaflokkur til að hann geti hvílt á herðum borgarinnar einnar.
Þriðjungur kostnaðar til kominn vegna þjónustu við fatlað fólk með vímuefnavanda
Reykjavíkurborg telur úrræði sem borgin heldur úti fyrir fatlað fólk með virkan vímuefnavanda með þegar hún tekur saman útlagðan kostnað sinn við málaflokk heimilislausra. Enginn íbúi í Seltjarnarnesbæ telst heimilislaus þessa stundina.
6. janúar 2023
Guðrún Hafsteinsdóttir segist taka við dómsmálaráðuneytinu í mars
Þegar ríkisstjórnin var skipuð var tilkynnt um að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra í mesta lagi í 18 mánuði. Eftirmaður hans segir að hún taki við af honum fljótlega.
6. janúar 2023
Möguleg ásýnd vegarins að göngunum á Héraði. Eyvindará liggur í fallegu gili til hægri á myndinni.
Skipulagsstofnun dregur fram kosti Miðleiðar að Fjarðarheiðargöngum
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar um Hérað að Fjarðarheiðargöngum hefði verulega neikvæð áhrif á gróðurfar á meðan Miðleið hefði minni áhrif að mati Skipulagsstofnunar sem efast auk þess um þá niðurstöðu að Miðleið hefði neikvæð samfélagsáhrif á Egilsstöðum.
5. janúar 2023
Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur hefur starfað síðan í nóvember 2021.
Ásmundur Einar Daðason staðið sig best allra ráðherra – Bjarni Benediktsson langverst
Mun meiri óánægja er með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins en störf annarra ráðherra í ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun. Óánægjan er aðallega með Bjarna Benediktsson og Jón Gunnarsson. Mennta- og barnamálaráðherra er sá sem flestir eru ánægðir með.
5. janúar 2023
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, fyrrverandi forstjóri Skipulagsstofnunar.
Vind­orkan áskorun fyrir stjórn­kerfi skipu­lags- og orku­mála
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir ræddi við Kjarnann fyrir skemmstu og fór þar yfir þau álitamál sem eru til staðar hvað vindorku varðar. Hún segir ekki sjálfgefið að nýta skuli þegar röskuð svæði, eins og til dæmis við hálendisbrúnina, undir vindmyllur.
5. janúar 2023
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa við Austurhöfn.
Hálfgerð Eurovision-stigagjöf hjá matsnefnd Hörpu sögð óhefðbundin
Val matsnefndar á vegum tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á ljósabúnaði var fellt úr gildi með úrskurði kærunefndar útboðsmála um miðjan síðasta mánuð. Aðferðafræðin við stigagjöf var óhefðbundin, sagði kærunefndin.
4. janúar 2023
Mun færri ungar konur búa með foreldrum sínum en ungir karlar.
Ekki færri ungmenni í foreldrahúsum frá upphafi mælinga
Frá því að Hagstofa Íslands byrjaði að mæla hve margir á aldrinum 18-24 ára búa með foreldrum sínum hefur hlutfallið aldrei verið lægra en það var árið 2021. Töluverður munur er á milli ungra karla og kvenna í þessum efnum.
4. janúar 2023
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir kemur inn í íslenskt viðskiptalíf með víðtæka stjórnunarreynslu úr tölvuleikjaiðnaði.
Án nýsköpunar væru „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ ekki til
Þörf er á nýsköpun á öllum sviðum fyrir framþróun í samfélaginu, líka í tungumálinu, að mati Sigurlínu Valgerðar Ingvarsdóttur. Hugtök eins og „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ voru ekki til þegar hún steig sín fyrstu skref í karllægum tölvuleikjabransa.
4. janúar 2023
Stærsta nýskráning síðasta árs var Alvotech, sem nú er verðmætasta félagið í Kauphöllinni.
14 félög lækkuðu í virði en fjöldi einstaklinga sem á hlutabréf þrefaldaðist á þremur árum
Þau félög sem skráð voru á Aðalmarkað Kauphallar Íslands í upphafi árs 2022 lækkuðu samanlagt mikið í virði í fyrra, eða um á fimmta hundrað milljarða króna. Nýskráningar gerðu það hins vegar að verkum að heildarvirði skráðra félaga hélst svipað.
4. janúar 2023
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin ekki stærri hjá Gallup í tólf ár en Vinstri græn hafa aldrei mælst minni
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mælast nánast með sama fylgi í nýrri könnun Gallup og langstærstu flokkar landsins. Flokkur forsætisráðherra mælist hins vegar sjötti stærsti flokkurinn á þingi, með undir sjö prósent fylgi og einungis fjóra þingmenn.
3. janúar 2023
Þessi sýn, Fréttablaðið í hrúgu við lúguna á heimilum  fólks, er nú liðin tíð.
Fréttablaðið hætt að koma inn um lúguna hjá fólki – Lestur hríðfallið og kostnaður aukist
Í fyrsta sinn síðan 2001 verður Fréttablaðið ekki borið inn á heimili fólks, heldur þarf það að nálgast blaðið á „fjölförnum stöðum“ eða lesa það rafrænt. Mikið tap hefur verið á rekstri blaðsins og lestur dregist gríðarlega saman.
2. janúar 2023
Náma hefur verið starfrækt í Seyðishólum í yfir sjö áratugi.
„Við eigum ekki orð yfir þessa fáránlegu hugmynd“
Sumarhúsa- og hóteleigendur í nágrenni Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi leggjast gegn áformum um áframhaldandi námuvinnslu. Suðurverk hyggst vinna meira efni og á skemmri tíma en hingað til. Efnið yrði að mestu flutt úr landi.
1. janúar 2023
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir kemur inn í íslenskt viðskiptalíf með víðtæka stjórnunarreynslu úr tölvuleikjaiðnaði. Hún segir að nú sé lag að laða hingað til lands þekkingarstarfsmenn.
„Við getum ekki endurspeglað reynslu sem við höfum ekki“
Áramótablað Vísbendingar er komið út, en í því er að finna viðtal við Sigurlínu V. Ingvarsdóttur og auk þess greinar eftir sérfræðinga á sviði hagfræði og viðskiptafræði. Sjónum er beint að því hvernig nýta má krafta breiðari hóps fólks í viðskiptalífinu.
31. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi Ísfélags Vestmannaeyja og verður stærsti eigandi sameinaðs fyrirtækis.
Rammi sameinaður Ísfélaginu og til stendur að skrá nýju risaútgerðina á hlutabréfamarkað
Samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi heldur áfram. Sameinað Ísfélag verður á meðal fjögurra til fimm stærstu útgerðarfyrirtækja á landinu og til stendur að skrá það á markað. Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda verða langstærstu eigendurnir.
30. desember 2022
„Það er hægt að bölsótast en það er líka hægt að sjá allt þetta jákvæða,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Áttfaldur munur of mikill en það eru jákvæð skref í þró­un­inni
Munur á greiðslum til karla- og kvennaliða í efstu deild í knattspyrnu mætti vera minni en formaður KSÍ segir þróunina vera á réttri leið. „Ég ætla að vera von­góð og trúa því að þetta sé það sem koma skal og að þessar tölur muni bara hækk­a.“
29. desember 2022
Ásýnd vindmyllanna frá bænum Ekru, 1,6 kílómetra norðan við Lagarfoss.
Vindmyllur við Lagarfoss þurfa í umhverfismat
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun voru ekki sammála um nauðsyn þess að 160 metra háar vindmyllur við Lagarfossvirkjun færu í umhverfismat. Orkusalan vill öðlast reynslu á rekstri vindmylla.
29. desember 2022
Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Borgarlínan „lykilþáttur“ í samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið, sem meðalstór norræn borg, er í samkeppni við aðrar slíkar á Norðurlöndum um íbúa, bæði íslenska og erlenda. Hágæða almenningssamgöngukerfi sem gefur möguleika á þéttri borgarbyggð er þar „lykilþáttur“ segir Davíð Þorláksson.
28. desember 2022
Nót húðuð með koparoxíði rétt eins og Arctic Sea Farm vill gera í Arnarfirði.
Vilja nota kopar á kvíar í Arnarfirði – eitrað og jafnvel skaðlegt segir Hafró
Að mati Hafrannsóknastofnunar er það áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi.
28. desember 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Ekkert afgangs eftir leikinn við Sádi-Arabíu
Greiðslan sem KSÍ fékk fyrir að spila vináttulandsleik við Sádi-Arabíu í nóvember fór öll í kostnað við leikinn sjálfann. „Það var ekk­ert eft­ir,“ segir formaður KSÍ. Heildarupphæðin verður þó ekki gefin upp.
27. desember 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Virði Alvotech aukist 142 milljarða á 16 dögum – Félagið orðið verðmætast í Kauphöllinni
Í kjölfar þess að Alvotech var skráð á First North markaðinn í sumar hríðféll virði félagsins. Eftir að félagið færði sig yfir á Aðalmarkaðinn hefur það hins vegar tekið nánast fordæmalaust stökk upp á við. Virðið jókst um 50 prósent á 16 dögum.
24. desember 2022
RÚV tekur til sín fjórðung allra tekna fjölmiðla og helming auglýsingatekna
Notendatekjur fjölmiðla hafa vaxið umtalsvert á síðustu árum en auglýsingatekjur þeirra hafa dregist saman. Þar skiptir innkoma erlendra samfélagsmiðlarisa lykilmáli, en þeir taka til sín 43,2 prósent allra auglýsingatekna á Íslandi.
24. desember 2022
Á árinu 2019 nam meðalgreiðslan til hvers einstakling sem fékk greiddan lífeyri frá Íslandi til Portúgal 3,6 milljónum króna.
Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis
Fjármála- og efnahagsráðherra fól skattaskrifstofu ráðuneytisins í upphafi árs 2020 að taka saman minnisblað um möguleika Íslands til að skattleggja lífeyri sem greiddur var til einstaklinga með búsetu í Portúgal, í ljósi þess að Portúgal gerði það ekki.
23. desember 2022
Hægt er að töfra fram girnilega kjötlausa rétti fyrir hvert tækifæri.
Framsóknarmenn fúlsa við grænmetisfæði á jólum
Flestir landsmenn ætla að borða hamborgarahrygg á aðfangadag en aðeins 4,4 prósent grænmetisfæði. En þegar rýnt er í könnun Maskínu á jólamatnum koma skemmtilegar (og pólitískar) tengingar í ljós.
23. desember 2022
Reykjavíkurborg ber mestan þunga af þjónustu við heimilislaust fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Borgin varði 1,5 milljörðum í málaflokk heimilislausra á fyrstu 10 mánuðum ársins
Á fyrstu tíu mánuðum ársins varði Reykjavíkurborg einum og hálfum milljarði króna í þjónustu og stuðning við heimilislaust fólk. Önnur sveitarfélög greiddu borginni 28,5 milljónir króna fyrir gistingu íbúa sinna í neyðarskýlum á sama tímabili.
23. desember 2022
Verð á kjöti, þurrvöru og dósamat og brauð- og kornvöru hækkar mest.
Kjöt og kaffi hækka mikið í verði en konfektið minna
800 gramma Nóa Siríus konfektkassi er allt að 26 prósent dýrari fyrir þessi jól en í fyrra. KEA hangilæri er allt að 40 prósentum dýrara. Það kostar almennt töluvert fleiri krónur að kaupa hinn dæmigerða mat fyrir jólin nú en á síðasta ári.
22. desember 2022
Íslenska ríkið greiðir Erlu Bolladóttur 32 milljóna miskabætur
Ríkið greiðir Erlu Bolladóttur 32 milljóna króna miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds sem hún þurfti að sæta árið 1976. Erla er einnig beðin sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola, í yfirlýsingu frá forsætisráðherra.
22. desember 2022
Þolendur heimilisofbeldis eru útsettir fyrir stigvaxandi alvarleika áverka og alvarlegra afleiðinga á andlega og líkamlega heilsu.
Heilbrigðisstarfsfólk fái skýra heimild til að rjúfa þagnarskyldu
Annan hvern dag kemur kona með líkamlega áverka eftir heimilisofbeldi á bráðamóttöku Landspítala. Fjórar af hverjum tíu konum sem koma vegna áverka á spítalann, koma út af áverkum í kjölfar heimilisofbeldis.
22. desember 2022
Heiða Guðný ásamt tryggum vini sínum, hundinum Fífli.
„Besta jólakveðja sem ég hef nokkru sinni fengið“
Það er þungu fargi létt af Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda í Skaftárhreppi. Jólakveðjan í ár, sú besta sem hún hefur nokkru sinni fengið, er sú að friðlýsingarferli Skaftár er hafið. Þar með verður Búlandsvirkjun, sem hún hefur barist gegn, úr sögunni.
22. desember 2022
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent. Verðbólgan er nú 7,1 prósentustigi yfir því markmiði. Hún hefur ekki verið undir markmiðinu síðan í apríl 2020. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Verðbólgan upp í 9,6 prósent – Einungis tvívegis mælst meiri frá 2009
Verðbólga jókst milli mánaða og tólf mánaða verðbólga hafi mælist nú 0,3 prósentustigum meiri en fyrir mánuði. Matur og flugfargjöld hækkuðu í mánuðinum.
22. desember 2022
Flestir þeirra sem undirrituðu samninganna 12. desember síðastliðinn fyrir hönd félagsmanna stilltu sér upp í myndatöku í kjölfarið. Á myndina vantar hins vegar Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem sagðist ekki hafa haft geð í að láta mynda sig.
VR búið að samþykkja kjarasamninga – 82 prósent sögðu já
Kosningu um nýjan skammtímakjarasamning stærsta stéttarfélags landsins lauk í hádeginu í dag. Hann var samþykktur með afgerandi hætti. Búið er að samþykkja samninga fyrir um 80 prósent af almenna vinnumarkaðnum.
21. desember 2022
Diljá Ragnarsdóttir.
Kosningastjóri Samfylkingarinnar nýr aðstoðarmaður borgarstjóra
Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar síðan 2014 hefur ráðið sig til starfa hjá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Við aðstoðarmannastarfinu tekur Diljá Ragnarsdóttir.
21. desember 2022
Kosningaþátttaka í síðustu alþingiskosningum var mest á meðal kosningabærra einstaklinga sem hafa engan erlendan bakgrunn, 83 prósent, en minnst meðal innflytjenda, 42,1 prósent.
42,1 prósent innflytjenda greiddu atkvæði í síðustu alþingiskosningum
Kosningaþátttaka innflytjenda í síðustu alþingiskosningum var 42,1 prósent, um helmingi minni en kosningaþátttaka í heildina, sem var 80,1 prósent. Enginn innflytjandi á sæti á þingi en 3,2 prósent varaþingmanna eru innflytjendur.
21. desember 2022
Kjarninn og Stundin sameinast
Nýr óháður fjölmiðill í dreifðu eignarhaldi með nýju nafni mun verða til á nýju ári. Hann verður byggður á ráðandi hugmyndafræði Kjarnans og Stundarinnar. Áhersla verður lögð á rannsóknarblaðamennsku, greiningar og daglegar fréttir.
21. desember 2022
Hríseyjarferjan Sævar.
Eysteinn Þórir hreppti Hríseyjarferjuna
Vegagerðin tók lægsta boði í rekstur Hríseyjarferjunnar á árunum 2023-2025. Eysteinn Þórir Yngvason bauð rúm 85 prósent af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar í reksturinn, fyrir hönd óstofnaðs félags, en hann rak Viðeyjarferjuna frá 1993 til 2008.
20. desember 2022
Ríkið leggur 15 milljarða króna Keldnalandið inn í Betri samgöngur
Keldnalandið verður þróað til að samræmast áformum um þéttingu byggðar á samgöngu- og þróunarás Borgarlínu. Deiliskipulag fyrir fyrstu uppbyggingarreiti á að þróa á næsta ári. Það mun taka 20 mínútur að komast með Borgarlínu frá Keldum á Lækjartorg.
20. desember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun leggja frumvarpið fram í vor.
Stöðva á notkun félaga til að greiða lægri skatta og láta fjármagnstekjufólk borga útsvar
Frumvarp um að láta þá sem skrá laun sem fjármagnstekjur greiða útsvar og borga tekjuskatt í stað fjármagnstekjuskatts er væntanlegt í apríl á næsta ári. ASÍ hefur áætlað að tekjur ríkissjóðs geti aukist um átta milljarða á ári við þetta.
20. desember 2022
Hagnaður í sjávarútvegi var 89 milljarðar króna í fyrra.
Hagnaður sjávarútvegs þrefaldaðist milli ára en afkoma tæknifyrirtækja breyttist lítið
Tekjur íslenska viðskiptahagkerfisins, án fjármálastarfsemi og lyfjaframleiðslu, jukust um 18 prósent í fyrra og langt umfram verðbólgu, sem var 5,1 prósent. Það er þriðja mestu aukningu á tekjum hagkerfisins síðan árið 2002.
19. desember 2022