Lífið er eins og House of Cards

Salka Margrét Sigurðardóttir er aðstoðarmaður ráðherra internetöryggis í ríkisstjórn Bretlands. Hún sinnir málaflokkum er varða hryðjuverkasamtök eins og ISIS og notkun þeirra á samfélagsmiðlum. Sölku líður eins og hún sé stödd í bíómynd á hverjum degi.

Salka Margrét Sigurðardóttir fyrir utan þinghús Bretlands
Salka Margrét Sigurðardóttir fyrir utan þinghús Bretlands
Auglýsing

Salka Mar­grét Sig­urð­ar­dóttir er 23 ára og eini Íslend­ing­ur­inn sem vinnur fyrir ráð­herra í bresku rík­is­stjórn­inni. Hún var ráðin sem einn þriggja aðstoð­ar­manna ráð­herra inter­net­ör­ygg­is, Joanna Shi­elds bar­ó­nessu, í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, þá nýút­skrifuð með masters­gráðu í heim­speki og opin­berri stefnu­mótun frá London School of Economics and Polit­ical Sci­ence. 

Frá Skag­anum í Spila­borg­ina

Salka ólst upp á Akra­nesi og lauk fjöl­braut­ar­skól­anum þar á þremur árum. Hún seg­ist alltaf hafa verið mjög póli­tískt þenkj­andi og ákvað fljótt að flytja sig um set til Reykja­víkur þar sem hún ætl­aði sér stóra hluti. Hún skráði sig í stjórn­mála­fræði í Háskóla Íslands og var virk í stúd­entapóli­tík­inni og félags­líf­inu. En útlönd heill­uðu, svo hún skellti sér til London í frekara nám.  

„Ég hef alltaf verið háð því að prófa eitt­hvað nýtt. Þegar ég lauk nám­inu í London var ég ekki til­búin til að fara heim í þæg­ind­ara­mmann strax, enda er Ísland ekki að bjóða upp á bestu tæki­færin fyrir ungt og nýút­skrif­að, metn­að­ar­fullt fólk. Bretar styðja mjög vel við nýút­skrif­aða stúd­enta. Þeir vilja ungt, öfl­ugt fólk með enga reynslu, öfugt við Ísland,” segir Salka. 

Auglýsing

Salka fékk starfið sem hún sótt­ist eft­ir: Aðstoð­ar­maður ráð­herra í rík­is­stjórn Bret­lands. Hún starfar sem eins konar hlið­vörður á milli Shi­elds, almenn­ings og rest­ar­innar af ráðu­neyt­in­u. 

„Ég sé um dag­bók­ina henn­ar, tölvu­póst­inn, sím­ann og aðrar upp­lýs­ingar sem eru ætl­aðar henni. Ég veg og met hvað er við­eig­andi og hvað ekki, tek við óskum um við­veru hennar og hjálpa henni að velja hvað hún þigg­ur. Svo hjálpa ég henni við ræðu­skrif og sé til þess að hún sé und­ir­búin fyrir alla fundi og við­burð­i,” segir hún. 

Allt í einu komin með líf ráð­herra í hend­urnar

Mikið hefur verið rætt um aðstoð­ar­menn íslensku ráð­herr­anna und­an­farin miss­eri. Bæði hefur fjöldi þeirra verið gagn­rýndur og nú síð­ast var ungur aldur nýjasta aðstoð­ar­manns Gunn­ars Braga Sveins­sonar utan­rík­is­ráð­herra umtals­efni. Sá er 22 ára, ári yngri en Salka. 

Salka segir mik­inn eðl­is­mun vera á milli starfi aðstoð­ar­manna ráð­herra á Bret­landi og Íslandi. Í bresku rík­is­stjórn­inni starfar teymi póli­tískra ráð­gjafa, sem aðstoð­ar­menn hér­lendis sinna lík­a. 

„Hér er þetta allt aðskil­ið. Ráð­gjafar eru póli­tískt ráðnir af flokk­unum sem borgar þeirra laun. Við aðstoð­ar­menn­irnir eru ráðnir til ráðu­neyt­anna sem ópóli­tísk og fylgjum þeim þó að rík­is­stjórnin fari,” segir hún. 

Vinnustaður Sölku. Ráðuneytisbyggingin, DCMS, á 100 Parliament Street.

Salka segir það hafa verið svo­lítið yfir­þyrm­andi í fyrstu að mæta til vinnu á nýjum stað. 

„Allt í einu var ég orðin hluti af þessu stór­merki­lega batt­erí og kom­inn með líf og störf ráð­herra í hend­urn­ar,” segir hún. „Á öðrum vinnu­stöðum þar sem ég hef unnið gerði maður auð­vitað mis­tök eins og all­ir, en ef ég geri mis­tök hér þá er ég kannski búin að flækja heilan dag í lífi ráð­herra. En það er ofboðs­lega gaman í vinn­unni, stór­merki­legt og krefj­andi. Engir tveir dagar eru eins því það ger­ist allt svo hratt. Allt í einu segir for­sæt­is­ráð­herra kannski eitt­hvað og þá verða allir að hlaupa til og allt fer á fullt. Það er engin vissa í neinu. Það er æðis­leg­t,” segir hún. 

Vinna gegn ISIS og radikal­isma 

Shi­elds er ráð­herra í tveimur ráðu­neyt­um; menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Hún er sömu­leiðis öld­ung­ar­deild­ar­þing­maður fyrir íhalds­flokk­inn í House of Lords, sem skipað er í. Neðri deild­in, House of Comm­ons, er kosin eftir kjör­dæm­um.

Salka á skrifstofu Shields ráðherra.

Salka segir Shi­elds afar við­kunna­lega og góðan yfir­mann.

„Við vinnum mjög náið saman og erum orðnar góðar vin­kon­ur. Hún er mjög flott kona og ég hef lært gríð­ar­lega mikið af henni. Hún veit hvað hún vill og hvernig á að ná því fram,” segir hún.  

Shi­elds er banda­rísk en var gerð að ráð­herra net­ör­ygg­is­mála í maí síð­ast­liðn­um.  

„Við erum meðal ann­ars að skoða radikal­isma á net­inu. Þá helst hvernig hryðju­verka­sam­tökin ISIS haga sér á sam­fé­lags­miðlum og hvernig þeir fá fólk til liðs við sig til Sýr­lands. Við vinnum náið með for­svars­mönnum sam­fé­lags­miðla til að hjálpa þeim að finna út hvað þeir geta gert til þess að hjálpa til. Það er ljóst að ISIS væri ekki svona öfl­ugt ef það væri ekki fyrir sam­fé­lags­miðl­ana því það eru leið­irnar sem þeir nota til að eiga sam­skipti við fólk í vest­rænum lönd­um. Við skoðum líka hvað rík­is­stjórnin getur gert í sam­starfi við fyr­ir­tæk­in, rann­sökum töl­fræð­ina og hegð­un­ina almennt. Þetta snýst um að halda öllum við borðið og finna út hvernig við getum leyst þetta sam­an,” segir Salka. 

Yfir­maður hjá Google og Face­book

Shi­elds er langt frá því að vera blaut á bak við eyrun á þessu sviði. Áður en hún flutt­ist yfir hafið til Eng­lands og tók við ráð­herra­stöðu starf­aði hún í Sil­icon Val­ley, meðal ann­ars í yfir­manna­stöðum hjá Google og sem fram­kvæmda­stjóri hjá Face­book og stjórn­aði umsvifum fyr­ir­tæk­is­ins í Mið­aust­ur­lönd­um, Evr­ópu og Afr­íku.

Salka segir Shi­elds því meta mik­ils að geta átt í sam­skiptum við stjórn­endur sam­fé­lags­miðl­anna og vinna með þeim að lausn­um. 

Joanna Shields

„Við hugsum ekk­ert mikið um öfga­hyggju og radikal­isma heima á Íslandi. Hér er hryðju­verkaógn álitin helsta sam­fé­lags­hætta nútím­ans og tekin ofboðs­lega alvar­lega. Það var svo­lítið súr­r­eal­ískt að vera lent í miðri hring­iðunni og átta sig á að það er þetta sem skiptir mestu máli í heim­in­um. Það var svo­lítið yfir­þyrm­andi þegar ég átt­aði mig á hvað ég væri með mik­il­vægan mála­flokk í hönd­un­um,” segir Salka. 

Fleiri net­ör­ygg­is­mál eru á borði Shi­elds og eitt það stærsta er öryggi barna á net­inu. Ráðu­neytið leiðir verk­efni sem snýr að eyð­ingu barnaklám­s­mynda á net­inu og hvernig tryggja á öryggi barna á net­inu. Þá er annað stórt verk­efni að fara í gang sem koma á í veg fyrir aðgang barna að klámi og rann­sóknir sem skoða áhrif kláms á börn. 

Stjórn­málin eins og í Scandal

Salka segir það lyg­inni lík­ast hvernig raun­veru­leik­inn er á bak við tjöld­in. 

„Ég hef alltaf haft rosa­lega gaman af póli­tískum sjón­varps­þáttum eins og House of Cards og Scandal. En mér datt aldrei í hug að raun­veru­leik­inn gæti verið svona líkur þessu. Þetta er eig­in­lega alveg eins og í sjón­varps­þætti, bæði á góðan hátt og slæm­an. Öll valda­bar­áttan og dra­mað er raun­veru­legt og svo eru allir óyf­ir­stíg­an­legu ferl­arnir þar sem „Computer says no”,” segir hún. „Þegar svo margt fólk með ólíkar skoð­anir kemur saman þá þarf að ná að búa til stefnu þar sem fólk mæt­ist á miðri leið. Það er mjög áhuga­vert að sjá hvaða leiðir ráð­herrar nota til að ná sínu fram og hve mis­mun­andi þeir eru og sjá inn í hluti sem maður hefur aldrei pælt í.” 

Salka tók skjáskot af þingumræðum sem var sjónvarpað á dögunum, þar sem hún sat og fylgdist með, og birti á Instagramsíðu sinni.

Hvert ein­asta skref útpælt 

Salka er í tölu­verðum sam­skiptum við breska fjöl­miðla í starfi sínu og segir bresku press­una sér­lega óvægna, eins og þekkt er, og aðrir séu mis­mót­tæki­legir eins og geng­ur. Hún vann sjálf sem blaða­maður á DV áður en hún flutt­ist til London, svo hún þekkir hvernig það er að vera þeim megin borðs­ins. 

„Það eru svo ólíkir hags­munir í gangi og það er magnað að sjá hvað fjöl­miðlum tekst að spinna mik­ið. Við vinnum mjög náið með fjöl­miðlum og pössum að þeir fái nægan aðgang að upp­lýs­ing­um. Við erum mikið í sam­skiptum við BBC, Sky og fleiri miðla, en svo er auð­vitað sér fjöl­miðlateymi sem starfar með okkur líka. Ég er hlekk­ur­inn á milli ráð­herra og þess teym­is,” segir hún. „En það er alltaf stra­tegísk ákvörðun hvaða fjöl­miðla maður talar við að hverju sinni, hvaða miðlar eru lík­legir til að spinna málin á ein­hvern veg. Hvert ein­asta skref er útpælt.” 

Salka mætir til vinnu í ráðu­neytið um klukkan 9 að morgni en veit aldrei hvenær hún kemst heim eftir vinnu­dag­inn. Hún fylgir dag­skrá ráð­herra í einu og öllu. Ef Shi­elds þarf að fara í þing­hús­ið, sem er hinum megin við göt­una frá ráðu­neyt­inu, fara þær þang­að. Ef þingið situr fram á kvöld, eins og algengt er, er Salka í vinn­unni fram á kvöld. Svo þarf að ganga úr skugga um að ráð­herr­ann kjósi á þing­inu og oft er tím­inn naumur því aðeins átta mín­útur eru gefnar til að bregð­ast við þegar bjallan hring­ir. 

„Ég tók and­köf þegar ég sá húsin í fyrsta sinn og átt­aði mig á að ég er að vinna í bygg­ing­unum sem ég hafði séð í bíó­myndum og sjón­varps­þátt­um. Ég er nákvæm­lega þar - í miðri hring­iðunni. Ég er að lifa bíó­mynda­líf­i.” 

Palace of Westminster, breska þinghúsið, hvar Salka ver mörgum vinnudögum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None