Eygló Harðardóttir

Kjósendur kjósa alltaf rétt

Eygló Harðardóttir segir alla hafa fordóma en hafi val hvernig brugðist er við þeim. Orð Ásmundar Friðrikssonar um flóttamenn endurspegli ótta við hið óþekkta. Ástæðan fyrir hægri afgreiðslu mála sé aukin vandvirkni í vinnunni.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur leitt rík­is­stjórn­ina í tæp þrjú ár. Flokk­ur­inn vann stór­sigur í síð­ustu Alþing­is­kosn­ingum eftir mikil kosn­inga­lof­orð, meðal ann­ars um skulda­nið­ur­færslu hús­næð­is­lána, afnám verð­trygg­ing­ar­innar og betrumbætur í hús­næð­is­kerf­inu. Þau fengu 19 þing­menn og for­sæt­is­ráð­herra. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæld­ist hins vegar ein­ungis með 11 pró­senta fylgi í síð­ustu Gallup­könn­un. Þrátt fyrir auk­inn hag­vöxt, minnk­andi atvinnu­leysi, samn­inga við þrota­búin og að um 100.000 heim­ili hafi fengið lækkun á höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna með 80 millj­örðum úr rík­is­sjóði er fylgið ekki hærra.

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, segir flokk­inn ekki óvanan þess­ari stöð­u. 

„Allt síð­asta kjör­tíma­bil lögðum við hart að okkur og tókum stóra slagi, meðal ann­ars með Ices­ave og skulda­mál án þess að það hafi aukið fylgi í skoð­ana­könn­un­um. En þegar fólk fann árang­ur­inn af bar­átt­unni þá skil­aði það sér,” segir hún. „Við erum kosin til að sinna ákveðnum verk­efnum og svo er það kjós­enda að meta árang­ur­inn. Og kjós­endur kjósa alltaf rétt.”

Hús­næð­is­frum­vörp í hæga­gangi

Varð­andi önnur kosn­ing­ar­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins er verð­trygg­ingin enn í fullu fjöri og fjögur stór frum­vörp Eyglóar um end­ur­bætur í hús­næð­is­kerf­inu eru óaf­greidd. Hún segir ástæð­una fyrir drætt­inum marg­þætta. 

„Þetta er ekki spurn­ing um að setja fram sem flest mál, heldur að setja fram mál sem lifa næstu rík­is­stjórnir og valda ekki skaða,” segir hún. „Við gerum meiri kröfur um sam­ráðs­ferli og að það sé kallað eftir umsögnum áður en þau fara inn í þing­ið. Síðan fer for­sæt­is­ráðu­neytið yfir laga­hlið­ina og hvert og eitt ráðu­neyti kostn­að­ar­metur sín frum­vörp. Svo finnst mér við vanda okkur meira á þing­inu og þá taka hlut­irnir lengri tíma.” 

Hús­næð­is­frum­vörpin hafa verið á borði vel­ferð­ar­nefndar í tæpa tvo mán­uði og ljóst er að þau munu taka tölu­verðum breyt­ing­um, þrátt fyrir mikið sam­ráð við gerð þeirra. Í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans frá byrjun febr­úar kom fram að nefnd­ar­menn vel­ferð­ar­nefndar voru allir á einu máli um að frum­vörpin færu aldrei óbreytt í gegn um þingið þó að þeir séum þeim vel­vilj­uð. Þau bíða nú ann­arrar umræðu í þing­in­u. 

Ein án aðstoð­ar­manns

Eygló hefur verið annar tveggja vel­ferð­ar­ráð­herra í rúm tvö og hálft ár. Hún segir að oft­ast sé gaman í vinn­unni. „Ég þurfti að vinna tölu­vert í því að halda jákvæðn­inni í þessu starf­i,” segir hún. „Það koma auð­vitað dagar inn á milli.”

Síðan Matth­ías Ims­land hætti sem aðstoð­ar­maður hennar og fór yfir til Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar í for­sæt­is­ráðu­neytið hefur Eygló verið eini ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar án aðstoð­ar­manns. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún vilji ráða sér nýj­an. 

Eygló hefur fjöl­marga mála­flokka á sinni könnu sem hafa verið mikið í deigl­unni að und­an­förnu og má þar nefna hús­næð­is­mál, félags­mál, trygg­inga­kerf­ið, jafn­rétt­is­mál, atvinnu­mál, inn­flytj­endur og flótta­menn. Síð­ast­nefndi flokk­ur­inn hefur mikið verið til umræðu und­an­far­ið. Ísland er eitt þeirra ríkja sem tekur á móti kvótaflótta­mönn­um. Í ár hafa Íslend­ingar tekið á móti 35 sýr­lenskum flótta­mönnum og aðrir 20 eru á leið­inn­i. 

„Það aldrei nóg gert og við munum aldrei getað klappað saman höndum og sagt: „Jæja, nú er þetta kom­ið.” Því það er alltaf hægt að gera meira. Þetta er ekki átaks­verk­efni, heldur breytt heims­mynd sem við verðum að taka þátt í að þró­ast með,” segir Eygló.

Það aldrei nóg gert og við munum aldrei getað klappað saman höndum og sagt: „Jæja, nú er þetta komið.”

Orð Ásmundar end­ur­spegla ótta við hið óþekkta 

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, fór mik­inn á þingi og í fjöl­miðlum á dög­unum þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af straumi flótta­manna til lands­ins. Hann vildi skoða mögu­leik­ann á að loka landa­mærum Íslands fyrir flótta­fólki og hæl­is­leit­endum og að því fólki verði snúið við í Kefla­vík og sent til bak­a. 

Eygló segir orð Ásmund­ar, og þeirra sem tekið hafa undir þau, end­ur­spegla ótta við hið óþekkta. 

„Hvað ef þetta værum við? Hvað ef það færi til dæmis að gjósa hérna á suð­vest­ur­horn­inu? Það hafa ekki allir verið sáttir við mig þegar ég hef notað þessa sam­lík­ingu, en föð­ur­fjöl­skyldan mín er frá Vest­manna­eyj­um, eins og Ásmundur er sjálf­ur, og þar þurfti fólk að leita aðstoðar og fékk hana sem betur fer. Eins þegar það komu snjó­flóð fyrir vest­an. Maður á að hjálpa þeim sem þurfa á aðstoð að halda, bæði Íslend­ingum og útlend­ing­um,” segir hún. 

„Við erum ósköp venju­legt fólk” 

Ásmundur er ekki einn á sinni skoð­un. Mál­flutn­ingur for­ystu­sveitar Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014 um and­stöðu við bygg­ingu mosku í Reykja­vík kom tveimur borg­ar­full­trúum í borg­ar­stjórn og varð mikil umræða um for­dóma og útlend­inga­ótta í kring um það. Nýr flokk­ur, Íslenska þjóð­fylk­ing­in, hyggst bjóða fram í næstu Alþing­is­kosn­ingum og leggur hann áherslu á herta inn­flytj­enda­lög­gjöf og sam­ein­ingu „þjóð­hollra Íslend­inga.” Hefur Eygló áhyggjur af þess­ari þró­un? 

„Það væri gott að geta sagt að við séum öðru­vísi en aðrar þjóðir en við erum ósköp venju­legt fólk. Það eru mjög marg­vís­legir for­dómar í íslensku sam­fé­lagi. Við höfum öll fyr­ir­fram mót­aðar skoð­anir á ákveðnum hlutum en við veljum hvernig við bregð­umst við þeim. Það er hægt að gera það með reiði, ótta, með því að loka sig af, en við getum líka gert það með því að opna og segja: „Ég er hrædd, en ég vil læra og gera mitt. Ég vil koma eins fram við aðra og ég vil að komið sé fram við mig.”” 

Ætlum ekki aftur í 2007 pakk­ann

Í vik­unni var greint frá fyr­ir­ætl­unum þriggja stærstu trygg­inga­fé­laga lands­ins að greiða sér út millj­arða í arð. Málið var harð­lega gagn­rýnt, bæði innan þings og utan. 

„Það er gott að líf­eyr­is­sjóð­irnir stigu fram og hlust­uðu á almenn­ing sem seg­ir: „Svona högum við okkur ekki.” Nú er krafan um að það sé ekki bara hægt að huga að ávöxtun eða arð­semi, heldur líka hvernig fyr­ir­tækin haga sér,” segir hún. „Við ætlum ekki aftur í 2007-­pakk­ann. Þetta er ekki sið­legt og við viljum ekki þannig sam­fé­lag. Við erum að segja að sumt ein­fald­lega gerir maður ekki.”

Eygló segir Borg­un­ar­málið vera dæmi um þetta og það styrki þá skoðun að betra sé að flýta sér hægt í fyr­ir­hug­aðri sölu rík­is­ins á tæp­lega 30 pró­senta hlut sínum í Lands­bank­an­um. 

„Við þurfum að vanda okk­ur. Við höfum séð afleið­ing­arnar af því þegar við vöndum okkur ekki.” 

Við ætlum ekki aftur í 2007-pakkann. Þetta er ekki siðlegt og við viljum ekki þannig samfélag. Við erum að segja að sumt einfaldlega gerir maður ekki.

Síð­asta kjör­tíma­bil eins og sorg­ar­ferli  

„Það breytt­ist svo margt í hrun­inu. Við fórum úr því að halda að það væri allt hægt og yfir í svartasta myrk­ur. Til­finn­ingin á þing­inu síð­asta kjör­tíma­bil var eins og sorg­ar­ferli. Ætli við séum ekki enn að reyna að vinna okkur út úr því. Við trúum því ekki að hlut­irnir séu raun­veru­lega að verða betri, því allt gæti bara verið farið á morg­un. Það er fullt af ferða­mönnum að koma hing­að, en kannski kemur eng­inn næsta ár. Við erum enn að vinna úr þessu áfalli. Kannski var of mikið traust áður, en það fór allt,” segir Eygló.  

En það birtir aftur til. Þó að atvinnu­leysi sé nú með því minnsta sem hefur sést hér und­an­far­inn ára­tug, tvö­fald­að­ist fjöldi atvinnu­lausra, háskóla­mennt­aðra kvenna á árunum 2012 til 2014. Fjöldi atvinnu­lausra, háskóla­mennt­aðra karla dróst sam­an.  

Eygló segir að sú stað­reynd að algeng­asta háskóla­menntun meðal atvinnu­lausra sé lög­fræði og við­skipta­fræði sé umhugs­un­ar­verð.

„Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort við séum að mennta of mikið af fólki fyrir störf sem eru ekki til í sam­fé­lag­inu. Það er eft­ir­spurn eftir öllum háskóla­mennt­uðu fólki í heil­brigð­is­geir­an­um,” segir hún og bætir við að sá mikli fjöldi starfa sem hefur orðið til í kring um ferða­manna­iðn­að­inn geri oft ekki kröfur um háskóla­mennt­un. 

Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort við séum að mennta of mikið af fólki fyrir störf sem eru ekki til í samfélaginu. Það er eftirspurn eftir öllum háskólamenntuðu fólki í heilbrigðisgeiranum,

Þingið er ekki ævi­starf

Rúmt ár er í næstu Alþing­is­kosn­ing­ar. Eygló hefur engin önnur áform en að halda áfram í póli­tík en und­ir­strikar að það sé alfarið í höndum kjós­enda hvort svo verð­i. 

„Það er mjög mik­il­vægt að fólk sjái ekki starf þing­manna og ráð­herra sem ævi­starf. Þetta á að vera aðlað­andi starfs­vett­vangur þar sem maður getur haft áhrif. Nei­kvætt við­horf til þing­starfa er áhyggju­efni og stans­laust áreiti á sam­fé­lags­miðlum gerir það kannski að verkum að fólk er ekki til­búið að gefa sig í þetta. Eða stoppar styttra við.”  

Erfitt að taka réttar ákvarð­anir í upp­sveiflu

Rík­is­stjórnin hefur verið gagn­rýnd fyrir að koma fram með fá mál og ljóst er að það hefur ekki verið logn­molla yfir ein­stökum ráð­herrum held­ur. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir sagði sig frá emb­ætti inn­an­rík­is­ráð­herra eftir leka úr ráðu­neyti hennar og Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra hefur verið gagn­rýndur harð­lega fyrir fjár­hags­leg tengls sín við Orku Energy. Þá lét Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra ekki rúm­lega fimm­tíu þús­und und­ir­skriftir og hávær fjölda­mót­mæli vegna ESB máls­ins stöðva sig í að færa Brussell bréf þar sem fram kom að aðild­ar­um­sókn Íslands væri dregin til bak­a. 

Eygló er þó á þeirri skoðun að rík­is­stjórnin hafi staðið sig vel. 

„Við vorum kosin til þess að mæta skulda­vanda heim­il­anna og við sjáum það í töl­unum að skulda­staðan hefur sjaldan verið jafn góð. Við gerðum upp þrota­búin og höfum dælt pen­ingum inn í heil­brigð­is­kerf­ið, þó að þar sé sann­ar­lega hægt að gera meira,” segir hún. „Sam­starfið innan rík­is­stjórn­ar­innar hefur gengið vel. Þar mæt­ast tveir jafn stórir flokkar með ólíka sýn og það getur tekið á að kom­ast að mála­miðl­un. Ég hef þá trú að í lok kjör­tíma­bils­ins munum við horfa til baka og sjá að við gerðum góða hluti sem skiptu máli. En næstu mán­uðir munu líka skipta sköp­um. Við eru að fara upp í mikla hag­sveiflu og það er mjög erfitt að tryggja að maður taki réttar ákvarð­anir til að fara ekki aftur í nið­ur­sveifl­una eins og margir hafa áhyggjur af. Við erum að reyna að tryggja stöð­ug­leika til að fólk komi til baka og vilji búa hér. Það er mark­mið­ið.” 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiViðtal