„Ef Facebook væri þjóð, hvernig væri henni þá stjórnað?“

Heimildamyndin Facebookistan var sýnd á dögunum á Norrænu kvikmyndahátíðinni en umfjöllunarefni hennar er ritskoðun og gagnageymsla á Facebook. Jakob Gottschau, leikstjóri myndarinnar, var staddur á Íslandi í tengslum við hátíðina.

Jakob Gottschau
Jakob Gottschau
Auglýsing

Heim­ilda­myndin Face­bookistan var sýnd á Nor­rænu kvik­mynda­há­tíð­inni sem haldin var í Nor­ræna hús­inu dag­ana 13.-20. apr­íl. Myndin hefur flakkað milli kvik­mynda­há­tíða um allan heim og gengið mjög vel. Kjarn­inn sett­ist niður með leik­stjór­an­um Jakob Gottschau og spjall­aði um kvik­mynda­gerð­ar­ferlið og rit­skoðun og gagna­geymslu á Face­book. 

Jakob Gottschau er danskur heim­ilda­mynda­gerð­ar­maður og hefur starfað sem slíkur í 22 ár. Hann hefur t.d. unnið með sögu­legt efni um Islam, inn­flytj­endur í Dan­mörku og sam­band Dan­merk­ur, Græn­lands og Fær­eyja. Hann byrj­aði að skrifa sem blaða­maður þegar hann var við háskóla­nám í Hró­arskeldu. Hann seg­ist glaður hafa yfir­gefið akademískt starf til þess að skrifa og síðar búa til mynd­ir. 

Útgangs­punktur Face­bookistan er spurn­ing­in: „Ef Face­book væri þjóð, hvernig væri henni stjórn­að?“ Jakob segir að spurn­ingin sé mik­il­væg vegna þess að í dag er Face­book einmitt stærsta „land­ið“ í heim­inum og að hans mati hefur fyr­ir­tækið ákveðnum skyldum að gegna gagn­vart not­endum sín­um.

Auglýsing

Var fyrst hrif­inn af hug­mynd­inni um Face­book

Hann byrj­aði á verk­efn­inu fyrir meira en þremur árum. „Ég hafði gert lítil verk­efni um sam­fé­lags­miðla í Kína, Egypta­landi og Kam­bó­díu. Ég hef mik­inn áhuga á því hvernig sam­fé­lags­miðlar láta fólk í kúg­uðum löndum eiga í ann­ars konar sam­skiptum en þekkt­ust fyrir tíma miðl­anna,“ segir Jak­ob. Hann var því tölu­vert hrif­inn af sam­fé­lags­miðlum á þessum tíma og hann seg­ist á vissan hátt enn vera það. 

En á sama tíma og hann hafði lokið því verk­efni þá lenti vinur hans og sam­starfs­fé­lagi, sem er danskur rit­höf­und­ur, í því að vera rit­skoð­aður á Face­book. Hann not­aði mið­il­inn til að eiga í sam­skiptum við aðdá­endur sína og les­end­ur. Hann hafði skrifað bók um hippa á 7. ára­tugnum og safnað saman mikið af myndum frá þessu tíma­bili. Hann setti mynd­irnar inn á Face­book en sumar þeirra voru nekt­ar­mynd­ir. Mynd­unum sem hann hafði póstað var nokkru síðar eytt og fékk hann þau stöðl­uðu skila­boð að inni­hald pósts­ins hafi brotið gegn not­enda­reglum Face­book.



Handa­hófs­kennd rit­skoðun

Jakob segir að þetta hafi verið vendi­punkt­ur­inn til að kanna hver rit­stýrir efn­inu sem birt­ist á Face­book. „Það er fólk þarna úti að rit­skoða á hverjum degi. Í dag er Face­book nefni­lega stærsti almenn­ings­staður í heim­i,“ segir hann. „En hvernig fer fólk að því að rit­skoða allt þetta efni og hver gerir það?“ Hann telur að rit­skoð­unin bein­ist ekki ein­ungis að þessu afslapp­aða skand­in­av­íska við­horfi til t.d. nekt­ar, heldur sé efni póli­tískra hreyf­inga einnig tekið fyr­ir. „Í Tyrk­landi, Egypta­landi og Sýr­landi er verið að rit­skoða ýmsa hópa,“ segir hann. Hann bendir á að ákveð­inn tví­skinn­ingur birt­ist í vel­sæm­is­reglum á Face­book. Til dæmis sé nekt á sól­ar­bað­strönd ekki leyfi­leg en öðru gegni um ofbeldi gegn konum í Sýr­land­i. 

Kossar sam­kyn­hneigðra séu jafn­vel ekki leyfi­legir á meðan það er í lagi fyrir gagn­kyn­hneigða að sýna atlot sín. „Þegar leit­ast var eftir við­brögðum frá Face­book þá sögð­ust þeir ekki hafa for­dóma gegn sam­kyn­hneigð­u­m,“ segir Jak­ob. En þrátt fyrir þessar yfir­lýs­ingar þá ger­ist þetta ítrek­að. Því telur hann að þessi rit­skoðun á Face­book sé algjör­lega handa­hófs­kennd.

Stofnun sem stjórnar stærsta almenn­ings­rými í heimi

Til þess að kom­ast að því hvernig Face­book rit­skoðar þá ætl­aði Jakob að finna ein­hvern sem starf­aði við rit­skoð­un. „Við þurftum að tala við mann­eskju sem hefur eitt­hvað með þetta að gera. Og við fundum eina. Hún vildi njóta nafn­leyndar en það sem ég get sagt er að hún er fá Suð­aust­ur-Asíu. Hún fékk 1 doll­ara á tím­ann og gerði samn­ing við Face­book að segja ekki frá störfum sín­um.“ En þrátt fyrir það þá var hún til­búin að ræða við Jakob undir nafn­leynd. Hún sagði einnig frá því að ef hún gæti farið yfir 4000 myndir á klukku­stund (0.9 sek á mynd) þá fengi hún allt að 4 doll­ara á tím­ann. Hann segir að rit­skoð­unin verði vænt­an­lega ekki nákvæm þegar slíkt magn eigi í hlut. Að mati Jak­obs er um að ræða stofnun sem stjórnar stærsta almenn­ings­rými í heimi með miklu gagna­magni. Í því felist gríð­ar­leg sam­fé­lags­leg ábyrgð.

Jakob Gottschau í Norræna húsinu

En hvað verður um þær upp­lýs­ingar sem birt­ast á Face­book?

Hinn vink­ill­inn sem tek­inn er fyrir í heim­ilda­mynd­inni er réttur til frið­helgi einka­lífs. Jakob segir að sá sjón­ar­hóll hafi komið til nokkru seinna í verk­efn­inu. Hann ákvað að rann­saka hvernig Face­book færi með þær upp­lýs­ingar sem koma inn í gagna­banka þeirra. „Face­book er með stefnu um frið­helgi einka­lífs en óljóst er hvernig þeir sem fyr­ir­tæki fara með þær upp­lýs­ingar sem not­endur setja á Face­book,“ segir hann. Hann tekur sem dæmi að þegar ein­hverju er eytt á Face­book þá sé því í raun og veru ekki eytt. Hann segir að öll gögn séu geymd og að not­and­inn hafi ekki yfir­ráð yfir því hvað verður um þau gögn. 

„Ég held að það sé óhætt að full­yrða að það sé ekki hægt að treysta Face­book fyrir gögnum sem sett eru inn á vef­inn,“ segir Jak­ob. Hann telur þetta vera mikið vanda­mál þrátt fyrir að fólk hafi jafn­vel ekk­ert að fela. Þetta sé ákveðið prinsipp í lýð­ræð­is­sam­fé­lögum sem ekki megi hrófla við. Það megi jafn­vel líta á þetta sem gróft mann­rétt­inda­brot. „Við sem mann­eskjur eigum rétt á því að eiga okkar einka­líf út af fyrir okk­ur. Rík­is­stjórnir og fyr­ir­tæki verða að vera gagnsæ en ekki ein­stak­ling­ar,“ telur hann. 

Jakob vitnar í Edward Snowden sem seg­ir: „Ef þér er ekki sama um frið­helgi einka­lífs af því að þú hefur ekk­ert að fela þá er líka hægt að segja að þér sé sama um mál­frelsi af því þú hefur ekk­ert að segja.“ Jakob lítur því þannig á að þrátt fyrir að maður hafi ekk­ert að fela þá sé mik­il­vægt að virða þessa frið­helg­i. 

Hann segir að Face­book sé langstærsta fyr­ir­tækið sem safni gögnum af ýmsu tagi um not­endur sína og okkur öll. Að það sé mik­il­vægt fyrir okkur sem neyt­endur að vita hvað verður um gögnin okk­ar. 

Face­book lokað og ógagn­sætt

Jakob segir að þrátt fyrir að fyr­ir­tækið seg­ist vera opið og í sam­bandi við not­endur sína þá sé raunin önn­ur. Það á ein­ungis í sam­skiptum við not­endur sína þegar það ræður sjálft aðstæð­unum og sé við völd. Hann telur fyr­ir­tækið ekki opið heldur þvert á móti mjög lokað og ógagn­sætt. Það eigi ekki í sam­skiptum við not­endur sína og sé í raun sama um þá. Það sé gam­al­dags að því leyt­i. 

Jakob seg­ist aldrei hafa fengið svör frá fyr­ir­tæk­inu. Hann hafði sam­band við full­trúa Face­book á Norð­ur­lönd­un­um, hann sendi tölvu­póst á höf­uð­stöðv­arnar í Paulo Alto og hann fór til höf­uð­stöðv­anna í Nýju-Delhi á Ind­landi og í Kali­forníu og bankað upp á. Hann seg­ist hafa beðið um svör og að fá að tala við ein­hvern en ekki fengið nein svör eða við­brögð af neinu tagi. Einu mann­eskj­urnar sem hann náði að tala við voru örygg­is­verðir sem gátu ekki gefið svör eða bent á aðra tengiliði. Hann segir að Face­book hafi hunsað hann algjör­lega. 

Fólk verður að geta notað dul­nefni

„Einu til­fellin þar sem Face­book svarar eða gefur athuga­semdir eru þegar fréttir birt­ast á CNN eða BBC. Þá heyr­ist í þeim,“ segir Jak­ob. „Fyrir utan það þá ekk­ert.“ Hann nefnir dæmi þar sem dragdrottn­ing, Sister Roma, fór með mál sitt í fjöl­miðla. Face­book hafði eytt not­enda­reikn­ing hennar vegna þess að hún not­aði ekki sitt raun­veru­lega nafn. Hún sætti sig ekki við það og upp hófst mikil fjöl­miðlaum­fjöllun sem varð til þess að Face­book leyfði Sister Roma að halda reikn­ingi sín­um. Hún hafi þó verið mjög gagn­rýnin á að ekki hafi allir fengið sömu mögu­leika og hún til að gera slíkt hið sama. 

Jakob segir að margir séu í þeirri stöðu að eiga erfitt með að koma fram undir sínu raun­veru­lega nafni. Að baki geti legið margar ástæð­ur, fólk geti verið að flýja ofbeldi eða póli­tískar ofsóknir og því þurft að nota dul­nefni.  

Facebookistan

Lönd í Evr­ópu byrjuð að stöðva gagna­flutn­ing­ana

„Við elskum öll sam­fé­lags­miðla og Face­book en mörg lönd í Evr­ópu eru farin að draga í efa stjórn­un­ar­hætti Face­book,“ segir Jak­ob. Nokkrir dóm­stólar í Evr­ópu hafa dæmt fyr­ir­tæk­inu í óhag þegar kemur að gagna­flutn­ingum milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þeir líta svo á að ekki megi flytja svo mikið af gögnum milli heims­álf­anna. 

Jakob segir að hann sé ánægður með þessa þróun því gagna­magnið sé orðið svo gríð­ar­legt hjá Face­book. „Þeir vita svo mikið um okkur og við vitum svo lítið um þá,“ segir hann. „Við þurfum að vita meira.“

Enn með Face­book-­reikn­ing en hættur að „læka“

Jakob er enn með Face­book-­reikn­ing­inn sinn vegna þess að það er hent­ugt fyrir hann sem kvik­mynda­gerð­ar­mann. Hann segir þó að hann sé hættur að deila efni eins og hann gerði áður. Hann sé hættur að „læka“ og tjá sig Face­book. Hann hafi ekki lengur áhuga á því að fyr­ir­tækið hafi slíkar upp­lýs­ingar um sig. Hann vill þó ekki meina að hann sé væni­sjúk­ur, hann vilji bara fá að ráða því sjálfur hvaða upp­lýs­ingar séu geymdar og hverjar ekki. 

Hann von­ast til að sam­fé­lags­miðlar fram­tíð­ar­innar verði með­vit­að­ari um ábyrgð sína og stöðu. Að rit­skoðun verði ekki eins og hún er í dag og ef fólk langi til að eyða efni að sínu frum­kvæði þá ætti það að geta það. „Við elskum nefni­lega sam­fé­lags­miðla og þeir eru komnir til að ver­a,“ segir hann að lok­um.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None