Karolina Fund: Flotið burt frá streitu og áreiti

Flotstofan
Auglýsing

Að verk­efn­inu Flot­stofan standa þeir Hrafn Þrá­ins­son, Dan­íel Monzon og Stefán Arn­órs­son. Áhug­inn á floti kvikn­aði hjá þeim fyrir nokkrum árum eftir að þeir heyrðu um notk­un­ar­mögu­leika tankanna í vin­sælu hlað­varpi. Þeir félagar vinna nú að því að koma á fót Flot­stofu í Reykja­vík. Slíkar stofur hafa verið til víða um heim í fjölda ára en ­með auknum rann­sóknum hafa vin­sældir þeirra auk­ist gríð­ar­lega og þá sér­stak­lega á síð­ustu 5-10 árum. Kjarn­inn tók Hrafn Þrá­ins­son tali.

Hvers konar stofa er flot­stof­an?

Flot­stofan er stofa byggð á erlendri fyr­ir­mynd og býður upp á aðgang að svoköll­uðum flot­tönk­um. Þetta er stað­ur­inn sem við og margir höfum leitað að með­ ó­líkum hætti. Það þekkja sjálf­sagt allir hvernig streita safn­ast upp í dag­leg­u ­lífi. Nútím­inn okkar er fjöl­breyttur og spenn­andi en gríð­ar­lega krefj­and­i. 

Auglýsing

Það ­getur verið erfitt að finna jafn­vægi til að vinda ofan af sér. Þannig sjáum við ­Flot­stof­una fyrir okk­ur. Sem stað þar sem maður getur átt stund með sjálfum sér­ án nokk­urs áreit­is. Til að vinna úr öllu því sem dynur á, leyfa því að líða úr ­sér og takast end­ur­nýj­aður og ferskur á við líf­ið.

Flotstofan.Þetta er staður sem þú getur heim­sótt hvort sem þú þarf­t ­nauð­syn­lega á hvíld að halda frá verkj­um, ábyrgð og streitu eða bara líf­inu og öllum þeim erf­ið­leikum sem geta fylgt því að vera til í nútíma­sam­fé­lagi. Flot ­getur einnig reynst ótrú­lega vel til að und­ir­búa þig fyrir erf­iðar áskor­an­ir, stóra fundi, próf, kynn­ing­ar, sýn­ingar eða hvað sem er.

Hvert sem til­efnið er þá verður alltaf tekið vel á móti þér­ og þú munt ganga út í dag­inn, jákvæð­ari, sátt­ari og til­bún­ari til að takast á líf­ið.

Sam­an­lagt höfum við flotið á mis­mun­andi stofum í 5 löndum og komum auga á ým­is­legt sem hefði mátt gera bet­ur. Við munum reyna að nýta okkur þá reynslu ­með því að til­einka okkur það besta frá hverjum stað og gera Flot­stof­una þannig að upp­á­halds staðnum þín­um.

Áherslan okkar verður lögð á kyrrð, kósí og per­sónu­legri þjón­ustu. Við mun­um ­reyna að leiða þig að bestu upp­lifun­inni með góðum ráð­um.

Margir eru eflaust hræddir um að fá inni­lok­un­ar­kennd en við höfum ýmis ráð til­ að eyða þeim ótta og hvetjum við því alla til að koma og prufa.

Við getum sjálfir ekki beðið eftir að geta haft greiðan aðgang í flott­ankanna. Við viljum að sem flest okkar fái að njóta þess að fljóta þyngd­ar­laus í ein­angr­uðu umhverfi og upp­lifa ekk­ert áreiti í fyrsta sinn! 

Við hvetjum fólk til að kynna sér þetta nánar og jafn­vel hafa sam­band við okk­ur á Face­book ef það hefur ein­hverjar spurn­ing­ar."

Segjum að ég mynd­i vilja koma og fljóta hjá ykk­ur, hvernig færi það fram?

Þú ­bókar tíma, mætir í mót­tök­una og færð hand­klæði og eyrnatappa hjá okk­ur, best er að fljóta án klæða og þarftu því ekki að taka neitt með þér. Við förum yfir­ vissa hluti með þér og gefum leið­bein­ingar um hvernig má fá sem mest útúr ­tím­anum í tankn­um. Að því loknu slekkur þú á sím­anum og stígur inn í tankin

Flot til að vinna gegn streitu og áreiti.Þeg­ar þú stígur í fyrsta sinn inn í flott­ank­inn mun þér eflaust bregða örlítið við ­kyrrð­ina og þyngd­ar­leys­ið. Að öllum lík­indum ertu að upp­lifa algjör­lega áreit­is­laust umhverfi í fyrsta sinn. Fyrir suma er það erfitt í fyrstu en eft­ir 2-3 skipti verður þetta ómissandi partur af líf­inu fyrir flesta ef ekki alla ­sem gefa því séns.

Hver ­flott­ankur verður í sér­rými með sturtu sem skapar per­sónu­lega upp­lifun fyr­ir­ alla sem koma. Her­bergin eru vel hljóð­ein­angruð til að tryggja að ekk­ert rjúfi ­slök­un­ina og þú getir átt ómet­an­lega og nauð­syn­lega stund með sjálfri/­sjálf­um þér í algjöru næði. 

Hvert ­flot er 60 mín­útur að lengd en við reiknum með 90 mín­útum á hvern kúnna, 15 mín­útur fyrir flot og 15 mín­útur til þess að fara í sturtu að floti lokn­u, einnig yrði annað rými fyrir fólk sem þarf lengri tíma til að taka sig til með­ hár­þurrkum og spegli.

Þeg­ar þú ert síðan klár get­urðu komið þér fyrir í sóf­an­um, slakað á, fengið þér frí­a hress­ingu og spjallað um upp­lifun­ina áður en þú heldur af stað út í líf­ið end­ur­nærð/­ur."

Er eitt­hvað fleira jákvætt sem getur komið út úr því að fljóta hjá ykk­ur, annað en ein­fald­lega að fá hvíld og frið í smá tíma?

Já alveg ­klár­lega. Svíar hafa lík­lega verið hvað fremstir í rann­sóknum á áhrifum flot­með­ferðar í flot­tönk­um en í Sví­þjóð er flot við­ur­kennt ­með­ferð­ar­úr­ræði gegn bæði streitu og verkj­um, og því nið­ur­greitt svipað og ­sjúkra­þjálf­un.

Við von­umst til að fá þessa með­ferð við­ur­kennda hér í landi og teljum þetta úr­ræði nauð­syn­lega við­bót við aðrar lyfja­lausar með­ferðir gegn hinum ýmsu kvill­um.

Einnig hafa ný­legar rann­sóknir sýnt fram á jákvæð áhrif flots í flot­tönkum á kvíð­arask­an­ir, bak­verki og vefja­gigt svo eitt­hvað sé nefnt.

Með aukn­um á­huga og frek­ari rann­sóknum munu eflaust fleiri jákvæðir kostir koma í ljós. Þeg­ar í dag eru til margar reynslu­sögur af ein­stak­lingum sem hafa notað flot til að takast á við kvilla eins og: áfallastreiturösk­un, vefja­gigt, mígreni, verki og van­líðan í kjöl­far krabba­meins­með­ferð­ar.



Nú þegar hafa heil­brigð­is­starfs­menn sent okkur skila­boð og lýst yfir áhuga á með­ferð­inni og tökum við því fagn­andi. Þetta verður von­andi til þess að flýta því að með­ferðin verði við­ur­kennd hér á landi og von­andi með árunum komumst við Ís­lend­ingar úr fyrsta sæti yfir mestu lyfja­not­endur heims."

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None