Ísland er eins og illa uppalið barn

Andri Snær Magnason ætlar að beina sköpunarkraftinum í aðra átt og stefnir á Bessastaði. Hann sér embættið sem farveg fyrir hugmyndir og framtíðarsýn. Honum finnst mikilvægt að fjölskyldan hans einangrist ekki og líkir Íslandi við barn sem sé verðlaunað fyrir að haga sér illa.

Andri Snær telur að forsetinn geti ekki verið hlutlaus gagnvart grundvallaratriðum. Nútímaforseti geti verið hraðall fyrir hugmyndir og hreyfingar í samfélaginu.
Mynd: Birgir Þór
ræðir við forsetaframbjóðendur
ræðir við forsetaframbjóðendur

Andri Snær Magna­­son er einn af vin­­sæl­­ustu rit­höf­undum lands­ins og hefur skrifað fjölda verka. Hann er ötull tals­­maður umhverf­is­­mála og hefur látið sterkt að sér kveða á þeim vett­vangi, bæði inn­­an­lands og utan. Nú síð­­­ast hefur hann í sam­­starfi við Björk Guð­­munds­dóttur tón­list­­ar­­konu vakið athygli á stofnun hálend­is­­þjóð­­garðs á Ísland­i. 

Andri Snær seg­ist hafa skýra fram­tíð­ar­sýn um hvernig Ísland eigi að verða og ekki verða ­og nauð­syn­legt sé að end­ur­reisa orð­spor lands­ins. Hann segir verð­mæti lands­ins vera að falla hratt í verði og nauð­syn­legt sé að snúa þeirri þróun við. 

„Ég er búinn að vera lengi úti á hug­mynda­akrinum og hef alltaf haft áhuga á því hvernig við skýrum heim­inn og skil­greinum okk­ur,” segir Andri Snær. „Svo var mikið af góðu fólki sem var til­búið að fara í þetta verk­efni með mér og það varð vendi­punkt­ur­inn í sög­unni minn­i.“

Andri Snær Magnason, rithöfundur Andri Snær er fæddur 14. júlí 1973 í Reykjavík og verður því 43 ára í sumar. Foreldarar hans eru Kristín Björns­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur og Magni Jóns­son lækn­ir. Andri Snær er giftur Mar­gréti Sjöfn Torp og eiga þau fjögur börn. Fjölskyldan býr við Karfavog í Reykjavík. Andri Snær er með BA gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands og er í þjóðkirkjunni.

Allar nátt­úruperlur lands­ins í hættu

Andri Snær hefur farið víða til að kynna nátt­úru Íslands og mál­efni tengd henni. Hann hefur gagn­rýnt það sem hann kallar stór­iðju­stefnu íslenskra stjórn­valda sem hann segir hafa byrjað fyrir alvöru í maí árið 1997, síðan þá hafi margar helstu nátt­úruperlur lands­ins verið í hætt­u. 

„Það eru engir öfgar að segja það. Ég hafði miklar áhyggjur af svæðum sem ég taldi bein­línis heilög og fannst frá­leitt að ein­hver skyldi vilja raska þeim gjör­sam­lega. Þetta varð eld­skírn fyrir mig til að skilja sam­fé­lag­ið, póli­tík­ina og efna­hags­lífið sem leiddi síðan til þess að maður skoð­aði heim­inn á annan hátt. Við sjáum hvernig hefur farið á Mývatni. Við getum ekki haldið svona áfram,“ segir hann.

„Þó að við verndum nátt­úr­una þurfum við að skapa atvinnu­tæki­færi. Og þannig tengd­ist ég nýsköp­un­ar­geir­an­um. Það var ekki nóg að vera á móti ein­hverju, við urðum að taka hag­fræð­ina inn í mynd­ina, til að skilja hvernig sam­fé­lög geta þró­ast ef hvat­inn er fyrir hend­i.“

Til­gangs­laust að vera hlut­laus

Andri Snær telur að for­set­inn geti ekki verið hlut­laus gagn­vart grund­vall­ar­at­rið­um. Þá sér hann ekki til­gang­inn með emb­ætt­inu. Nútíma­for­seti getur verið hrað­all fyrir hug­myndir og hreyf­ingar í sam­fé­lag­inu.

„Þetta er eitt af því sem mér hefur þótt áhuga­vert að taka þátt í eða fylgj­ast með. Og nú er þessi ögur­stund, þar sem hálendið og víð­erni þess er nokkurn veg­inn heild­stætt og við höfum tæki­færi til þess að ákveða hvort við viljum hafa það þannig áfram. Við erum á spenn­andi stað í stjórn­ar­skrár­mál­inu og tungu­málið þarf að hafa málsvara á hærri stöð­um. Ef ólæsi skóla­pilta þró­ast í sömu átt mun það koma illa niður á öllu atvinnu­lífi, menn­ing­ar­lífi og vel­ferð lands­ins.“

Brattar brekkur

Andri Snær telur að sam­ein­ing­ar­tákn þjóð­ar­innar hljóti að vera sam­eig­in­leg mark­mið og gildi og mik­il­vægar ákvarð­arnir sem við verðum að leysa í sam­ein­ing­u. 

„Það er óvenju­legt að standa á svona tíma­mót­u­m.“ Þessir þættir eru í deigl­unni núna, tungu­mál­ið, landið sjálft og sjálft lýð­ræð­ið, hvort við viljum gefa fólki meiri völd með beinni þát­töku og kosn­ingum um mik­il­væg mál. Í raun­inni er þetta bara mik­ill áhugi á fram­tíð­inni. En brekk­urnar sem ég þarf að klífa eru bratt­ar. Það eru margir sem tóku nærri sér að ég skyldi mót­mæla stór­iðju­stefn­unni. Þeir halda að með því að vera á móti henni þá sé ég mót­fall­inn lands­byggð­inni. En því fer fjarri.“

„Í rauninni er þetta bara mikill áhugi á framtíðinni. En brekkurnar sem ég þarf að klífa eru brattar,“ segir Andri Snær.
Mynd: Birgir Þór

Gam­al­dags lífstíls­breyt­ing

Eitt er að vera með skýra sýn varð­andi fram­tíð Íslands, verndun nátt­úr­unnar og átak í lestri. Annað er að flytja til Bessa­staða með fjöl­skyldu sína, fá tit­il­inn „herra“ og verða for­seti Íslands. Langar Andra Snæ að verða for­seti? Hann hugsar sig um.

„Að sumu leyti hug­myndin um að taka full­trúa okkar og setja á stall dálítið gam­al­dags. Mér finnst í raun að for­seti eigi ekki að gera meiri lífstíls­breyt­ingu á sér og sínum held­ur en for­sæt­is­ráð­herra eða borg­ar­stjóri. Við megum ekki fjar­lægja mann­eskj­una sem er kjörin frá fólk­inu, hún á að vera hluti af sam­fé­lag­inu og í tengslum við það. Ein­hvers konar upp­hafn­ing er ekki það sem ég sæk­ist eft­ir. En á hinn bóg­inn er ákveðin festa í gömlum hefðum og virð­ingu fyrir emb­ætt­inu og við eigum að taka vel á móti fólki sem þjóð. Ég hef oft verið í því hlut­verki að vera full­trúi lands­ins og tala fyrir hönd þess. Fólk segir stund­um: „Svo ertu bara að tala við ein­hverja Rótarý­klúbba á Hólma­vík,“ en það er ekki nýtt fyrir mér heldur  eitt­hvað sem ég búinn að gera í fimmtán ár og hef gaman af,” segir Andri Snær og bætir við að hann hafi ánægju af því að hitta fólk. „Ég treysti mér alveg að vera til sóma þar. Ég er dag­far­sprúður og get sagt sögur og treysti mér alveg í það. Ég hef ferð­ast um allan heim, þekki fólk í ólíkum geirum og hef átt sam­skipti við mörg þús­und manns síð­asta ára­tug­inn.“

Mér finnst í raun að forseti eigi ekki að gera meiri lífstílsbreytingu á sér og sínum heldur en forsætisráðherra eða borgarstjóri.

Hefur hugsað til þings­ins

Andri Snær hefur stundum velt því fyrir sér að fara í sveit­ar­stjórn­arpóli­tík­ina eða inn á Alþingi. Hann hefur setið í mörgum stjórnum og ráðum í gegnum tíð­ina og líkað vel. Að vera í stjórn félags eða sam­taka er ekki ólíkt stjórn­mála­þát­töku að hans mati, nema hvað þar eru menn ekki með skil­greinda hópa sem skipit­ast í meiri­hluta og minni­hluta. Kannski er hið áhuga­verða í hlut­verki for­set­ans líka þar, hann á ekki skil­greinda and­stæð­inga eins og aðrir kjörnir full­trú­ar. 

En Andri Snær neitar því að upp­lifa átök sem erfið og seg­ist ganga vel að vinna með fólki með ólíkar skoð­an­ir.

„Kannski er það bara feimni við stjórn­mál­in. Það hefur verið nei­kvæður stimp­ill á þeim og maður hefur ekki viljað merkja sig ein­hverri stefnu og viljað vera frjáls. Þó að ég sé búin að taka afstöðu í mál­efn­um, hef ég ekki merkt mig flokki og hef ekki fylgt flokkslín­um. Þannig að mér hefur alveg dottið í hug að taka þátt en ég hef ekki viljað binda mig við flokka og talið kröftum mínum best varið utan kerfis með mína sjálf­stæðu rödd eða sem hluti af óháðum hópi. En núna fannst mér tíma­bært að taka ábyrgð á þeim og færa þær í stærra sam­hengi. Þess vegna tók ég þetta stökk.“

Ótt­inn við fram­boð­ið, tapið og sig­ur­inn

Það eru mál­efnin sem draga Andra Snæ áfram, en ekki það að vakna á Bessa­stöðum á morgn­ana þótt honum finn­ist fugla­lífið vissu­lega aðlað­andi. Hann hafði velt fram­boð­inu lengi fyrir sér og fór í gegn um allan til­finn­inga­skal­ann á meðan á því stóð.

„Það sem hræddi mig mest fyrst var ein­fald­lega að fara í fram­boð og vera í fram­boði. Svo var það ótt­inn við að tapa, svo kom ótt­inn við að sigr­a,“ segir hann. „En ég er miklu rólegri núna. Sjálfur leik­ur­inn, umræðan og að vera inni á vell­inum er áhuga­verð­ari en ég bjóst við. Ég mæli með þessu.“

„Sjálfur leikurinn, umræðan og að vera inni á vellinum er áhugaverðari en ég bjóst við. Ég mæli með þessu.“
Mynd: Birgir Þór

Keppnin við goðsagn­irnar

Um fimm­tíu manns hafa verið orð­aðir á einn eða annan hátt við for­seta­kosn­ing­arnar und­an­farin miss­eri. Í næstu viku kemur í ljós hversu margir skil­uðu inn til­skildum fjölda und­ir­skrifta, en frestur til þess rann út í gær. Yfir­kjör­stjórnir fara yfir listana og gefa gildum fram­bjóð­endum vott­orð til að skila inn til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Fjórtán ætl­uðu í fram­boð og níu náðu að skila inn und­ir­skriftum í gær. Sitj­andi for­seti hætti við að hætta, Davíð Odds­son kom inn á völl­inn og for­seti hætti svo aftur við að hætta við að hætta.

„Ég bjóst svo sem við öllu,“ segir Andri Snær. „Það var alltaf talað um Dav­íð. Það var líka talað um Ólaf. Ég hélt reyndar að Þor­gerður Katrín og Össur Skarp­héð­ins­son ætl­uðu í fram­boð og að maður myndi kannski etja kappi við þau. En ég bjóst ekki við að fara á móti goð­sögn­unum sjálfum og mér finnst það afar mik­il­vægt fyrir ævi­sög­una að hafa náð þeim tveimur sam­an, Davíð og Ólafi, þó að það hafi ekki verið nema einn dag,“ segir Andri Snær og hlær. „Þetta var mik­il­vægt ­ og algjör­lega súr­r­eal­ískt. Ég geri engan grein­ar­mun á skáld­skap og veru­leika þessa dag­ana, þetta er allt með slíkum ólík­ind­um.“

Ég bjóst ekki við að fara á móti goðsögnunum sjálfum og mér finnst það afar mikilvægt fyrir ævisöguna að hafa náð þeim tveimur saman, Davíð og Ólafi, þó að það hafi ekki verið nema einn dag.

Neitar að trúa að kon­urnar fái svo lítið fylgi

Andri Snær hefur verið að mæl­ast með á bil­inu tæp­lega tíu upp í 30 pró­senta fylgi í könn­un­um, en fylgið hefur farið lækk­andi und­an­far­ið. Davíð Odds­son hefur verið að mæl­ast með meira fylgi en hann, en Guðni Th. Jóhann­es­son er langefst­ur. Aðr­ir fram­bjóð­endur eru að mæl­ast undir einu pró­senti. Andri segir nauð­syn­legt að spyrja að leikslok­um, en að hans mati eru skoð­ana­kann­anir oft of skoð­ana­mynd­andi og not­aðar í of miklum mæli til að keyra upp hug­myndir um fólk.

„Auð­vitað er jákvætt að nýi tím­inn sé með slíkt yfir­burð­ar­fylg­i,“ segir hann. „En það þarf eng­inn að segja mér að á Íslandi verði konur sam­tals með eitt til tvö pró­sent atkvæða. Ég neita að trúa því.“

Það þarf enginn að segja mér að á Íslandi verði konur samtals með eitt til tvö prósent atkvæða. Ég neita að trúa því.

Þjóð­arstoltið skiptir máli

Ef svo fer að Andri flyst ekki búferlum til Bessa­staða, hvern vill hann sjá þar í hans stað?

„Ég get ekki dæmt um aðra fram­bjóð­end­ur. Ég þekki Guðna, Elísa­betu og Höllu ágæt­lega og er mál­kunn­ugur Sturlu. Þetta er allt ágætt fólk. Ísland þarf virki­lega á ein­hverjum að halda sem bætir orð­spor lands­ins. Við verðum að fá mann­eskju þangað sem er í góðum tengslum við Íslend­inga erlendis því við verðum að laga svo margt hérna heima til að opna braut­ina til baka fyrir allt okkar unga fólk sem er að læra erlend­is. Það eru margir alveg í rusli yfir fréttum héðan og þær hvetja fólk ekki bein­línis til að koma aft­ur. Og það eru þrjú atriði sem dregur fólk heim: Nátt­úran, sam­fé­lagið og tungu­mál­ið. Mér finnst eins og við höfum misst tengsl við þetta. Við þurfum að snúa þessum fólks­flótta við. Og þjóð­arstolt skiptir þar máli. Þá tel ég að nátt­úran okkar sé eitt af því sem við erum stolt af og síðan lýð­ræð­is­hefðin og þar er stjórn­ar­skrár­málið mik­il­vægt. Við verðum að bæta kerfin sem hafa afvega­leitt okk­ur.“

Illa upp alinn krakki

Andri Snær segir Ísland falla hratt í verði og það verði að snúa þeirri þróun við.

„Í dag er orð­sporið lask­að. Hver ætlar að treysta íslenskum lög­fræð­ingi? Hver ætlar að treysta íslenskum vörum? En allt kland­rið okkar er verð­launað með auk­inni ferða­þjón­ustu, sem hlýtur að telj­ast lélegt upp­eldi. Barn sem er alið svona upp, þegar það gerir eitt­hvað af sér þá fær það meira nammi, verður ómögu­legur krakki. En okkur er verð­launað fyrir hrunið og eld­gos og alls konar rugl, með fleiri ferða­mönn­um. Þetta hlýtur að rugla okkur í rím­in­u.“

Hann segir það afar miður fyrir íslenskt vís­inda­sam­fé­lag ef á Bessa­staði kæmi maður sem væri afneit­un­ar­sinni í hnatt­rænni hlýn­un. „Ég trúi ekki að það verði. Það væri ekki einu sinni súr­r­eal­ískt, það væri dystópískt. Ísland fer ekki þang­að.“

Kjarn­inn birtir við­töl yfir Hvíta­sunnu­helg­ina við þá for­seta­fram­bjóð­endur sem hafa mælst best í skoð­ana­könn­unum und­an­far­ið. Tekið skal fram að Davið Odds­son hafn­aði beiðni Kjarn­ans um við­tal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiViðtal