Leynistríð Pútíns

Rætt við höfund nýrrar bókar um leynistríð Pútíns.

Putin pútín vladimír
Auglýsing

„Ég held að eðl­is­á­vísun Vla­dimir Pút­ins seg­i honum að til þess að halda völdum hafi hann komið af stað risa flóð­bylgju. Þessar til­finn­ingar , að vera nið­ur­lægð­ur, stór­veld­is­draumar og minni­mátt­ar­kennd. Þetta var allt til staðar en sem und­ir­alda og nú hefur Pútin með sínum stöðuga á­róðri breytt því í risa­flóð­bylgju. Hann situr efst á henni og ég sé enga leið ­fyrir hann niður og held að hann geri það ekki held­ur. Hann verður bara að sjá til þess að flóð­bylgjan sé á hreyf­ingu því um leið og hún brotnar hrynur allt.”

Segir þýski  blaða­mað­ur­inn Boris Reitschuster höf­undur „Leyni­stríðs Pútíns” auk fleiri bóka um Rúss­land.

Án tengsla við Rúss­land fór Reitschuster þangað sautján ára sem skiptinemi og heill­að­ist af land­inu og tungu­mál­inu. Frá 1999 til 2015 stýrði hann skrif­stofu þýska frétta­tíma­rits­ins ­Focus í Moskvu. Síð­ustu árin frá Berlín, því eftir morð­hót­anir varð hann að ­yf­ir­gefa Rúss­land ásamt fjöl­skyldu sinni árið 2012.  Þá hafði hann skrifað bók­ina  Pútínokratie” sem fjall­aði um við­skipt­i Pútíns og félaga. Nettröll birtu heim­il­is­fang hans og hvöttu fólk til að fara og mis­þyrma hon­um.  Einnig voru greinar gegn honum í stærstu rík­is­blöð­unum þar sem meðal ann­ars var sag­t: Það hlýtur að vera afi hans sem sagði Hitler að fara í stríð við Stalín.”  Um það bil á þessu plani og oft lægra fór og ­fer umræðan fram.

Auglýsing

Reitschuster til­einkar vini sín­um Boris Nemtsov og öðrum sem misst hafa lífið vegna and­ófs í Rúss­landi, bók­ina. Hann telur sér þó ekki ógnað af stjórn­völdum í Kreml held­ur af öfga­hópum sem trúa áróðri rík­is­fjöl­miðla og taka lögin í eigin hend­ur.

Í dag býr Reitschuster í Berlín og starfar sem óháður höf­undur og er tíður gestur í þýskum sjón­varps­þátt­u­m ­vegna þekk­ingar sinnar um Rúss­land og er verð­laun­aður fyrir skrif sín.

Ég fór að hlusta á hann kynna .....aber unsere Mis­ere ist hausel­an. Er ist takti­ger kein Stra­tege deka­dent hält, gna­den­los aus.....aber unsere Mis­ere ist hausbók­ina Put­ins Ver­deckt­er Krieg” eða Leyni­stríð Pútíns á Múr­safn­inu í Berlín í apr­íl. 

Hann byrj­aði á því að kynna einn ­gest­anna í troð­fullum saln­um. Mar­inu Lit­vinenko ekkju Alex­and­ers Lit­vinen­ko ­fyrrum með­lim KGB sem gerð­ist helsti gagn­rýn­andi Vla­dimirs Pútíns. 

Borist Reitschuster spurði yfir hóp­inn: Í hvaða landi fær maður sem myrðir með póló­in­íum sæti á þing­inu og orðu frá­ ­for­set­an­um?”

Hann átti þar við að Pútin hafð­i veitt  fyrrum KGB mann­inum Andrey Luga­voy orðu fyrir störf sín skömmu eftir að dóm­ari í London sann­aði sekt hans og sagð­i Pútín hafa fyr­ir­skipað morð­ið.

Í bók­inni segir Boris Reitschuster frá því hvernig Pútín noti gamlar aðferðir KGB og Stasi en nýt­i ­sér vest­ræna tækni og fjöl­miðla og almanna­tengla. Nettröll starfa á vegum Kreml í Rúss­landi og Þýska­landi og sjón­varps­stöðvar eins RT sjái um áróð­ur­inn. Russi­a Today sendir út á fjölda tungu­mála til 600 millj­óna áhorf­enda um allan heim. Það þarf ekki kunn­áttu í fjöl­miðla­fræðum til að sjá í gegn­um frétta­menn” og fjölda við­mæl­enda sem ýmist stað­festa stefnu RT eða rugla áhorf­endur í rím­inu kynda undir ótta og stýra til­finn­ingum í átt heims­myndar sem hentar Kreml. Útgáfa þeirra af raun­veru­leik­an­um er nokkurn vegin þessi; að heim­ur­inn vilji Rúss­landi illt og að Pútín geri allt til að verja landið gegn hinum illu Banda­ríkjum og Evr­ópu. Í bók­inni má lesa að ­sam­kvæmt fréttum og athuga­semdum rúss­neskra nettrölla þá er ekki hægt að fara ­lengur út á götu í Þýska­landi án þess að verða fyrir áreiti flótta­manna. Búið að ­setja ótrú­leg­ustu lög og bráðum verði fólk að flytja úr íbúðum sínum á göt­una til að rýma fyrir flótta­fólki. Þegar lygum er póstað og  sjón­varpið elur stöðugt á ótta og for­dóm­um ­fólks hefur það áhrif.

Ég ræddi við Reitschuster í Berlín.

Af hverju skrif­aðir þú þessa bók?

„Pútín og helm­ing­ur ­stjórn­enda í kringum hann koma úr leyni­þjón­ust­unni KGB nú FSB. Hug­mynda­fræðin er að halda völd­um.  Allt eða ekk­ert. Hann á of marga ó­vini og hefur brotið of mikið af sér til þess að geta sest í helgan stein. Því ­skiptir máli að benda á hvernig mafíu­ríki Rúss­land er í dag  og ástæðu fyrir öfga­fullri utan­rík­is­stefn­u. Pútín þarf á utan­að­kom­andi óvini að halda. Til þess að leiða huga rúss­nesku ­þjóð­ar­innar frá: Spill­ingu, valda­mis­notkun og vax­andi fátækt.

Árið 2012 varð ég að flytja frá­ Rúss­landi vegna hót­ana . Eftir her­nám Krimskag­ans sá ég öll þessi nettröll hérna í Þýska­landi og hugs­aði að það var nákvæm­lega þetta sem ég flúði frá en nú er það komið hing­að. Þá fór ég skoða þetta og sjá sam­heng­ið.  Þegar ég tók þetta saman fyrir bók­ina var ­ljóst að þetta getur ekki allt verið til­vilj­un. Svo margar teng­ingar í Þýska­landi. Elsesser Kreml­ar­predik­ari, Tíma­ritið Compakt, allar þess­ar ­Net­síð­ur, Dug­in, AFD og tengsl Rúss­lands við Peg­ida. Þetta er  köngu­ló­ar­vefur og maður þarf bara að skoða smá­at­rið­in. Eftir fjölda sam­tala við fyrrum íbúa  DDR Aust­ur­þýska­lands og mann­rétt­inda­sam­tök kom mér nokkuð  á óvart sem ég hafði ekki hug­mynd um áður.“

Hvað var það?

„Að þetta eru nákvæm­lega sömu áróð­urs­að­ferð­ir og á tímum DDR. Ég vissi þetta ekki þó ég hefði átt að gera það sem ­sér­fræð­ingur um Rúss­land en við vorum búin að gleyma þessu. Það er ekk­ert nýtt  að koma höggi á fjöl­miðla. Nú eru það nettröll áður voru það les­enda­bréf. Að hafa áhrif á borg­ara­hreyf­ing­ar. Að fjár­magna ­stjórn­mála­flokka. Að skemmd­ar­verk eru unn­in. Áður studdu austur þýsk stjórn­völd vest­ur­þýska hryðju­verka­menn. Við vissum það ekki fyrr en múr­inn féll. Ég er ekki að segja að þeir styðji hryðju­verka­menn en nauð­syn­legt að skoða það í ljósi sög­unn­ar.“

Hver eru við­brögðin við bók­inni?

„Fyrst var tölvu­póst­hólfið hakk­að. Heima­síðan lá niðri, og það ber­ast mörg hat­urs­bréf. Þessa dag­ana er ­mikið skrifað á þær áróð­urs­síð­ur  hér í Þýska­landi sem ég nefni í bók­inni. Þar stendur að ég sé bil­aður á geði og fleira í sígildum KGB stíl. Alger­lega fjar­stæðu­kennt en ég átti von á þessu, ­tölvu­pósti og ýmsu á Face­book.  En ég er orð­inn nokkuð rólegur því nei­kvæðu við­brögðin sýna að ég hef rétt fyrir mér. Hluti af ­kerf­inu sem ég nefni í bók­inni eru árásir á gagn­rýnendur bæði yfir og und­ir­ belti. Ég held að Pútín trúi því í alvöru að það sé plott í gangi gegn honum og heims­sam­ráð . Ang­ela Merkel orð­aði það vel þegar hún sagði við hann: Vla­dimir Vlaid­mirovitsch þú mátt ekki halda að allur heim­ur­inn hugsi um það frá morgn­i til kvölds hvernig þeir getir skaðað Rúss­land.”

Hvers vegna heldur þú að Pútín reki áróður í Evr­ópu?

„Þetta fjallar um að koma Evr­ópu úr jafn­vægi. Þýska­land er lyk­ill­inn. Tak­markið núna er að kom­a ­Merkel frá völdum eða veikja mjög. Því Merkel er sú sem ákveður hvort við­skipta­þving­unum gegn Rúss­landi verði haldið áfram. Til langs tíma litið vill Pútin eyði­leggja Evr­ópu­sam­bandið eins og það er í dag og breyta í Evr­ópu-Asíu ­sam­tök undir for­ystu Rúss­lands. Því styður hann hægri öfga­flokka eins og Nationa­l Front Mar­ine Le Pen og fleiri í Evr­ópu.“

Í Þýska­landi búa um 3 millj­ón­ir rúss­nesku­mæl­andi og margir horfa á RT og aðrar rúss­neskar rík­is­stöðv­ar. Eft­ir að stríð rússa í Úkra­ínu hófst hefur áróð­ur­inn verið skrúf­aður upp en fáir í  Þýska­landi höfðu leitt hug­ann að því, ­fyrr en Lisu-­At­vik­ið”  í febr­úar 2016 varp­aði ljósi á það. Skyndi­lega voru hópar fólks mættir með eins skilti að ­mót­mæla. Í rúss­neska sjón­varp­inu og RT var því haldið fram  að ung stúlka af rúss­neskum ættum hefði ver­ið ­numin á brott og nauðgað af inn­flytj­end­um. Sergei Lavrov utan­rík­is­ráð­herr­ar Rúss­lands bland­aði sér í málið áður en það kom í ljós að þessi frétt” var lygi.

Í bók­inni segir þú frá Systema hvað er það?

„Ég fékk að skoða umfangs­mikil skjöl vest­rænnar leyni­þjón­ustu. Systema er klúbbur þar sem Rúss­nesk bar­daga­tækni er ­stund­uð. Slík íþrótta­fé­lög voru stofnuð á und­an­förnum árum í Vest­ur­-­Evr­ópu. ­Leið­bein­endur eru að mestu fyrrum bar­daga­menn rúss­neskra sér­sveita. Þessi ­klúbbur dregur til sín fólk eins og lög­reglu­menn eða örygg­is­verði sem tengjast Rúss­landi. Þeir eru sendir til Moskvu og læra þar á sprengi­efni og vopn. Bara í Þýska­landi hafa 200 til 250 manns gengið í gegnum þessa þjálf­un.

Ég var nýlega í Moskvu og hitt­i þar þing­mann úr stjórn­ar­and­stöðu og hann sagði að í Rúss­landi getur eng­inn í­myndað sér að Þjóð­verjar eða íbúar ann­ara landa þrái ekki nema ný land­svæð­i. Rússar gera sér ekki grein fyrir því að Þjóð­verjar hafa engan áhuga á Kal­in­ingrad og að meðal Þjóð­verj­inn vill bara alls ekki her­nema land. Þetta eru t­veir alger­lega ólíkir hugs­un­ar­hætt­ir. Eins og sam­tal á milli lambs og úlfs.”

Í nýlegu við­tali við í Deutschlandradio var sagt við þig : En þetta gera Amer­ík­anar líka” algengur í Þýska­landi hvernig líkar þér hann?

„Hún er hræði­leg þessi heimska og g­leymska sög­unn­ar. Ég er ekki neinn sér­stakur Amer­íku­vinur og lít mjög ­gagn­rýnum augum á það sem ger­ist þar.  En ­Banda­ríkin gættu  þess að Vest­ur­þýska­land nyti lýð­ræðis í 50 ár. Moskvu­stjórnin aftur á móti sá til þess að Aust­ur­þýska­land varð 45 ára ein­ræð­is­ríki. Svo virð­ist sem fjöldi Þjóð­verja hafi  gleymt þessu eða afneiti . Ef við Þjóð­verjar höfum lært eitt­hvað af fas­ism­anum þá er það að styðja  ekki  ein­ræð­is­ríki heldur lýð­ræði sem byggir á lög­um. En þegar maður skoð­ar­ það hversu mikið fylgi Pútín hefur hér.”

Bæði langt úti á vinstri og hægri ­kant­in­um?

„Einmitt hjá and­stæð­ing­um lýð­ræð­is­ins og þegar ég sé fjöld­ann þá verð ég hræddur og spyr mig hversu ár­ang­urs­ríkt upp­gjörið við nas­is­mann var í raun og veru. Það gerir mig í alvöru ótta­sleg­inn. Rök þeirra sýna að margir skilja ein­fald­lega ekki hvað ein­ræði er. Það ætti vera það mik­il­væg­asta sem við hefðum átt að hafa lært af nas­ism­anum og frá DDR. En grein­lega hafa margir ekki lært neitt og það hræðir mig.  Þetta stefnir allt í þessa átt. 25 % pró­sent ­fylgja AFD  (Alt­ernativ für Deutschland öfgahægri­flokk­ur) í Meck­len­burg Vor­pommern. Allir þess­ir Pút­in­ver­steher” þeir sem skilja Pútín, er þróun sem ég tel mjög alvar­lega. Þetta hljómar kannski illa en á ein­hvern hátt get ég skilið að NSA hafi hlerað þýska stjórn­mála­menn. Að sjálf­sögðu hafa þeir ekki allir átt það skilið en þegar ég skoða menn eins og Ger­hard Schröder þá verð ég að segja að ég skil að Banda­ríkja­menn vilji hlera hann.”

Í bók­inni notar Reitschuster hug­tak­ið Schröder­isi­er­ung” en þar vísar hann í und­ir­gefni fyrrum Kansl­ara Þýska­lands Ger­hards Schröders og ann­ara þýskra stjórn­mála­manna gagn­vart Kreml. Schröder er náinn vinur Pútíns og nokkrum vikum eftir að hann hvarf úr emb­ætti sínu sem kansl­ari var hann kom­inn í feit laun frá Gazprom sem stjórn­ar­for­maður í Nor­d Str­eam sem byggði gasleiðslu í Eystr­ar­salti. Hann segir frá rúss­neskum Hun­angs­gildrum” sem fleiri þýskir stjórn­mála­menn eins og Horst Seehofer  hafa gengið í og eru því háðir Kreml.

Þú hefur hitt Vla­dimir Pútín , hvernig virk­aði hann á þig?

„Það var snemma á for­seta­ferli hans og hann var næstum því feim­inn. Hann reyndi að grín­ast um að ég ætt­i rúss­neska konu og þær væru svo erf­iðar en tók það svo aftur og bað mig um að ­skrifa það ekki. Þá vissi hann og aðrir að hann væri ekki með kímni­gáfu. En eftir 16 ára setu á valda­stóli eru allir að dásama og  hlægja í kringum hann. Því er hann far­inn að ­segja fleiri brand­ara ,mjög lélega sem eru alls ekki fyndn­ir, en allir hlægja og það er oft mjög vand­ræða­legt. Ég held burt­séð frá Pútín þá væri þetta ­vanda­mál fyrir hvern sem er. Jafn­vel í lýð­ræð­is­ríkjum er þetta vanda­mál eins og hjá Helmut Kohl fyrrum kansl­ara sem var 16 ár við völd. Þá missir mað­ur­ ­tengslin við raun­veru­leik­ann. Í ein­ræð­is­ríkjum auð­vitað er það öfga­fyllra því það er eng­inn sem gagn­rýnir hann og ég held að Vla­dimir Pútín sem ein­fald­lega að fjar­lægj­ast raun­veru­leik­ann og lifir í eigin heimi. “

Í bók­inni gagn­rýnir þú þýska stjórn­mála­menn eftir fall Sov­ét­ríkj­anna.

„Mi­s­tökin voru að loka aug­un­um ­fyrir öllu því sem Boris Jeltzin gerði rangt og þegar hann braut lýð­ræð­is­regl­ur. Þannig studdu vest­ur­lönd fram­vöxt þess sem við sjáum í dag. Ég tel að á þessum ­tíma hafi mörg tæki­færi glat­ast. Ef leið­togar vest­ur­landa væru klókir ættu þeir nú þegar að velta fyrir sér sam­eig­in­legri stefnu gagn­vart land­inu eftir að Pútín hverfur frá völd­um. Þannig að í þetta sinn verði ein­hvers­kon­ar Mars­hall­að­stoð og ekki það sem rússar upp­lifa sem nið­ur­læg­ingu. Þetta ætti í raun að vera á dag­skránni núna. Hugsa þrjú skref fram í tím­ann og vera til­bú­inn ­fyrir tím­ann eftir Pútín.”

Nú eru við­skipta­hindr­an­ir, olíu­verð lágt og efna­hag­skrísa en Vla­dimir Pút­in ­mætir að sjá eld­flaug skotið á loft.

„Já ég heyrði nýlega aftur gamla sov­éska brand­ar­inn . Barnið segir við pabba sinn. alkó­hólist­ann:Pabbi vod­kinn er orð­inn dýr­ari, ætlar þú þá að drekka minna?” Og pabb­inn svar­ar: Nei nei, en þú færð minna að borða.” Og nákvæm­lega þannig er það í Rúss­landi núna, meira ­sett í geim­ferð­ir, her­inn og það en fólkið fær minna að borða. Hern­að­ar­út­gjöld og örygg­is­mál og opin­berir atburðir eru orðin 55% af fjár­lög­um. Fram­lög til mennta­mála ­fallið frá 4,7% niður í 3,6%. Heil­brigð­is­mál frá 4.8% ­niður í 3%. Þetta er eig­in­lega þjóð­ar­-­sjálfs­morð. Mennt­un, heil­brigð­is­mál­u­m, ­fé­lags­þjón­ustu, íþróttum og menn­ingu er þrýst niður og æ meira fer til­ ­stjórn­valda og her­mála, það getur ekki farið vel.”

Hvað heldur þú að sé framundan í Rúss­landi?

Eng­inn spáði falli DDR allir héldu að það ­myndi halda áfram árum sam­an, það sama nú. Þetta getur tekið mörg ár en er óstöðug­t. Það mun brotna og ég held að Rúss­land muni einnig lið­ast sund­ur. Spurn­ingin er bara hversu hratt og hversu blóð­ugt það verð­ur. Því lengur sem því er hald­ið ­gang­andi með valdi því meira hætta er á blóðsút­hell­ingum þegar það hryn­ur ­sam­an. Þetta kerfi eins og það er á sér enga fram­tíð. Þetta er eins og skop­mynd, absúrd . Blanda af sov­éskum sið­um, keis­ara­hefð­um, Stalín­lof­söngvum og rúss­neska fán­an­um. Þetta er eig­in­lega eins og geð­klofi þetta kerfi og því er haldið saman með ofbeldi og áróðri.

Það sem vinnur gegn and­ófs­mönnum í Rúss­landi eru ­leið­togar frá vest­ur­löndum sem velja að umgang­ast Pútín. And­ófs­menn segja að Pútín sé ein­ræð­is­herra en þá eru sýndar myndir í sjón­varp­inu af honum með þeim vest­rænu leið­togum sem hann hitta . Þjóð­ar­leið­togar lýð­ræð­is­ríkja eru í þessu til­viki til mik­ils gagns fyrir Pútín. Þá er það bara spurn­ingin eru þeir nyt­samir ein­feldn­ingar eða eru þeir að gæta ann­ara hags­muna eins og Ger­hard Schröder?”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None