Karolina Fund: Myndir sem gefa vísbendingar um aðstæður

sögur
Auglýsing

Sig­urður Mar Hall­dórs­son ljós­mynd­ari hefur lengi notað mynda­vél­ina sem tæki til að skrá­setja atburði og segja sögur vænt­an­legt er smá­sagna­safn eftir hann sem nefn­ist ein­fald­lega Sög­ur. Bókin er óvenju­leg að því leyti að í henni eru engin orð heldur aðeins ljós­mynd­ir. Myndir sem gefa vís­bend­ingar um aðstæð­ur, atburði eða augna­blik og skilja eftir spurn­ingar sem les­and­inn verður að leita svara við hjá sjálfum sér og spinna upp sínar eigin sög­ur. Kjarn­inn hitti Sig­urð og tók hann tali.

Hver er þín baksaga?

„Ég er fæddur og upp­al­inn á Mið­húsum á Egils­stöð­um. Ég ætl­aði upp­haf­lega að verða smiður eins og aðrir í fjöl­skyld­unni en lang­aði samt í Mynd­lista- og hand­íða­skól­ann. Þorði hins­vegar ekki í inn­töku­próf því mér fannst ég svo lélegur að teikna. Ég var því ekki stór þegar ég tók mér mynda­vél í hönd og lærði að fram­kalla filmur og stækka svart­hvítar mynd­ir. Eftir stúd­ents­próf fékk ég tæki­færi sem ljós­mynd­ari á Þjóð­vilj­anum sál­uga og fór síðan til náms í ljós­myndun í Gauta­borg. Þegar ég kom til baka eftir nám þá flutt­ist ég til Egils­staða og starf­aði jöfnum höndum við smíðar og ljós­mynd­un. Síð­ustu 16 ár hef ég búið á Höfn í Horna­firði og kenni m.a. ljós­myndun við Fram­halds­skól­ann í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu og í fjar­kennslu við Mennta­skól­ann á Trölla­skaga. Ég er félagi í FÍSL, Félagi íslenskra sam­tímaljós­mynd­ara og hef tekið þátt í tveimur sam­sýn­ingum félags­ins en einnig haldið nokkrar einka­sýn­ing­ar.“

Auglýsing

Sögur.Hvers konar verk er ‘Sög­ur’?

„Þetta er ekki venju­leg ljós­mynda­bók sem maður flettir og dáist af fal­legum mynd­um. Meira eins og smá­sagna­safn nema það eru engin orð bara mynd­ir. Mynd­irnar gefa vís­bend­ingar um atburði eða augna­blik sem les­and­inn getur notað til að skálda upp sínar eigin sögur eða í það minnsta velta fyrir sér hvað gæti hugs­an­lega verið að ger­ast á mynd­un­um. Mynd­irnar eru mjög ólíkar enda segja þær mjög ólíkar sög­ur. Allar sög­urnar fjalla um konur enda hefur verið nægt fram­boð af sögum af körlum í gegn um tíð­ina en sögur af íslenskum alþýðu­konum eru mun sjaldnar sagð­ar.“

Hver er sagan á bak­við verk­ið?

„Það er eig­in­lega áhugi minn á þjóð­sög­um, ævin­týrum og goð­sögum sem er kveikjan að þessu öllu sam­an. Mig lang­aði að vinna með þennan sagna­arf. Ég hef lengst af sýslað við að skrá­setja sam­tím­ann með mynda­vél­inni, taka frétta­myndir eða dokúm­entera ein­hverja atburði. Þá er maður að segja frá með mynda­vél­inni og mynd­irnar eiga að geta staðið einar og óstuddar og gefið skýra mynd af atburð­in­um.

Í bók­inni sný ég þessu eig­in­lega við og mynd­irnar eru augna­blik í atburða­rás sem eng­inn veit hver er þannig að myndin segir alls ekki alla sög­una. En auð­vitað er ég með ein­hverja sögu eða aðstæður í huga. Stundum eru það þjóð­sagna­per­sónur eða goð­sagna­verur sem eru kveikjan að mynd­unum en einnig ákveðnir staðir sem mér fannst kalla á ein­hverjar aðstæð­ur. Á marga þess­ara staða kom ég oft með hund­inn minn og meðan hann hljóp og hnus­aði, tók ég myndir á sím­ann og pældi í hvað hefði kannski gerst á þessum stað. Svo voru ákveðnir hlutir sem mig lang­aði að hafa með á mynd eins og fjós­lukt sem afi minn í Loð­mund­ar­firði átti og myndin spannst í kring um hana.

Við mann­fólkið höfum alltaf skemmt okkur með því að segja sögur og þær hafa gengið mann fram af manni og orðið að þjóð­sög­um. Í seinni tíð eru fáir að lesa þjóð­sögur eða ævin­týri og við fáum okkar skammt með því að horfa á Game of Thro­nes eða álíka þætti sem er frá­bært. Gall­inn er hins­vegar sá að þar er verið að mata okkur á sögum og ég held að við séum að missa smám saman hæfi­leik­ann til að láta hug­mynda­flugið blása okkur í brjóst nýjar og skemmti­legar sög­ur. Ég fór þá leið í bók­inni að búa til myndir sem eru eins og augna­blik í ein­hverri sögu sem eng­inn veit hver er. Mig lang­aði að skapa myndir sem hefðu þann eig­in­leika að áhorf­and­inn færi að spek­úlera í hvað væri eig­in­lega að ger­ast.

Nú stendur yfir söfnun á hóp­fjár­mögn­un­ar­vefnum Karol­ina Fund þar sem unn­endur sagna­listar og ljós­mynd­unar geta eign­ast skemmti­lega og öðru­vísi bók og stuðlað að því að fjár­magna prentun henn­ar. Þar sem bókin bygg­ist á myndum en ekki orðum getur hún gagn­ast hverjum sem er, óháð móð­ur­máli eða lestr­ar­kunn­átt­u.“ 

Verk­efnið er að finna hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None