Berglind Ósk
Auglýsing

Berg­lind Ósk er þrjá­tíu og eins árs tölv­un­ar­fræð­ingur en hana hefur dreymt um að vera rit­höf­undur frá unga aldri. Berg­lind hefur alltaf lesið mikið og hefur skrifað sjálf ljóð síðan hún var ung­ling­ur. Nú hefur hún sett af stað hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund fyrir útgáfu fyrstu ljóða­bókar henn­ar, Ber­orðað, sem hefur verið í mörg ár í vinnslu. Síð­ast liðið ár hefur Berg­lind unnið hörðum höndum að því að klára hand­ritið auk þess að semja við þau tón­list og flytja þá sam­suðu á ljóða­tón­leik­um. Berg­lind fékk til liðs við sig Heiðrúnu Ólafs­dóttir skáld sem rit­stjóra og Bjarka Fannar Atla­son graf­ískan hönnuð við umbrot og hönnun bók­ar­kápu. Bókin er tæp­lega 50 blað­síður og snertir á mörgum við­fangs­efnum eins og að vera ást­fang­in, ein­hleyp, með lítið sjálfs­traust, ung móð­ir, og um vegan­ismamínímal­isma og endar á ádeilu á íslenskt sam­fé­lag. 



Hvernig koma ljóðin til þín? 

„Ég skrifa oft ljóð til að vinna úr til­finn­ingum mínum þannig að þau koma oft þegar mér líður illa eða mér verður hugsað til ástands þar sem mér leið illa og finnst að það gæti gagn­ast öðrum að upp­lifa það með mér gegnum ljóð­in. Einnig þegar ein­hver mál­efni liggja þungt á mér sem mér finnst skipta miklu máli fæ ég þessa þörf fyrir að tjá það með ljóða­skrif­um. Svo sest ég líka stundum nið­ur, í sófann eða við stofu­borð­ið, gagn­gert í þeim til­gangi að skrifa án þess að vera endi­lega búin að ákveða efni. Þá reyni ég að finna nokkur efni sem mér dettur í hug og byrja að skrifa. Stundum gengur það vel og ég held áfram með það ljóð, en stundum verður það kannski ekk­ert meira en ein­hver orð á blaði. Mér finnst lang erf­ið­ast að skrifa ham­ingju­söm ljóð, það þarf svo lítið til að þau verði klisju­kennd eða væm­in.“

Hvernig finn­urðu að ljóðið sé til­bú­ið?

„Þetta er mjög góð spurn­ing en erfitt að svara. Á mínum yngri árum bun­aði ég bara ljóði úr mér í einni atrennu og varð nokkuð sátt við það strax. En ég hef lært núna að maður þarf að öðl­ast smá fjar­lægð frá ljóð­inu áður en maður klárar það alveg. Fín­pússning­in ­sjálf tekur miklu lengri tíma en að skrifa fyrsta upp­kast­ið. Ég er ótrú­lega ánægð að ég hafi ákveðið að fá rit­stjóra með mér því eftir það ferli urðu ljóðin mín svo ótrú­lega þétt og komu merk­ing­unni miklu betur til skila. Heiðrún fékk mig til að pæla í mein­ing­unni á bak við ­nán­ast hvert ein­asta orð. Bestu ljóðin nota sem fæst orð til að koma sem mestu frá sér. Svo er þetta oft spurn­ing um til­finn­ingu. Ef mér finnst eitt­hvað óþægi­legt við að deila ljóði með öðrum er það merki sem að ljóðið sé ekki til­bú­ið.“

Auglýsing

Hverju finnst þér breyta að vinna ljóðin með raf­tón­list?

„Það var svipað ferli og að vinna með rit­stjóra að því leyti að ég nálg­að­ist ljóðin frá annarri átt og fór að hugsa dýpra um merk­ing­una. Maður verður svo blindur á orð í ljóði sem maður hefur kannski skrifað fyrir mörgum árum og hefur lesið yfir milljón sinn­um. Með því að semja tón­list við ljóðin fór ég að hugsa meira út í hvernig þau hljóma upp­hátt og komst t.d. að því að skipt­ingar á milli lína eða erinda voru kannski ekki í flæði við upp­lest­ur­inn eða að setn­ing var óþjál. Þótt tón­listin undir sé bara ein­föld, gefur það ljóð­unum alveg nýja vídd og dregur fram und­ir­liggj­andi til­finn­ingu ljóðs­ins. Mér finnst ótrú­lega gaman að heyra ljóð­skáld lesa upp sín ljóð því þegar það er gert vel verður ljóðið svo miklu áhrifa­rík­ara. Ég skil eig­in­lega ekki af hverju það eru ekki fleiri sem gera meira af því að lesa þau upp eða hafi tón­list und­ir. Mér langar líka að taka þetta svo lengra og gera sjón­ræna list líka við ljóð­in, mér finnst eins og það sé loka púslið sem vant­ar.“



Er bóka­út­gáfa deyj­andi form?

„Með til­komu Inter­nets­ins hefur for­sendan fyrir listút­gáfu breyst. Það er miklu auð­veld­ara að nálg­ast list á staf­rænu formi og það krefst ekki eins mik­ils kostn­að­ar. En ég held að bóka­út­gáfan sé alls ekki að deyja því það er allt öðru­vísi upp­lifun að fletta gegnum raun­veru­legt ein­tak af bók heldur en með les­bretti eða á tölvu­skjá. Alla­vega er ég hardcore bókanörd í þeim skiln­ingi. En mér finnst þá líka mik­il­vægt að bók­ar­ein­takið sjálft sé mjög fal­legt og eigu­legt. Aftur á móti finnst mér geisla­diska­út­gáfa deyj­andi form því geisla­spil­arar eru á und­an­haldi og geisla­disk­ur­inn sjálfur ekki gerður til þess að end­ast. Þess vegna verður bara hlekkur á tón­list­ina mína í bók­inni svo að fólk geti nálg­ast hana á net­inu. Einnig er ég með frekar rót­tækar hug­myndir í sam­bandi við höf­und­ar­rétt og finnst mér núver­andi fyr­ir­komu­lag langt á eftir sinni sam­tíð, vera letj­andi fyrir list­ina í heild sinni og skerða frelsi lista­fólks og neyt­enda. Mér finnst t.d. sjálf­sagt að geta deilt staf­rænum ein­tökum með vinum mínum alveg eins og raunein­tök­um. Einnig skil ég ekki þessi til­búnu landa­mæri á net­inu sem höf­und­ar­réttur býr til. Þess vegna ætla ég að gefa Ber­orðað út með Creative Comm­ons höf­und­ar­rétt­ar­leyfi sem gefur fólki leyfi til að nota ljóðin og tón­list­ina mína eins og það vill, á meðan það nefnir mig sem höf­und.“

Hér er hlekkur á söfn­un­ar­síðu Berg­lindar á Karol­ina Fund.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None