Ísland í tossabekknum þegar kemur að samkeppnishæfni

Ísland þarf að laða að meiri beina erlenda fjárfestingu. Það eru sýnilegir veikleikar í þeim aðstæðum sem við bjóðum fjárfestum upp á en sóknarfæri til staðar við að laga þá. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent og fyrrverandi ráðherra.

Gylfi Magnússon dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir Ísland að fá inn meira af beinni erlendri fjár­fest­ingu inn til lands­ins. Það er lyk­ill­inn að því að við­skipta­hug­mynd­ir, tækni og verk­kunn­átta fær­ist á milli landa og fram­leiðni auk­ist. Þegar kemur að sam­keppn­is­hæfni til að laða að slíka fjár­fest­ingu situr Íslands hins vegar í tossa­bekk hinna vest­rænu þjóða með dapra ein­kunn í flestu því sem skiptir máli.

Þetta segir Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra. Hann flutti erindi á opnum fundi sem fram fór í gær og bar yfir­skrift­ina „Er eft­ir­sókn­ar­vert að fjár­festa á Ísland­i?“. Að fund­in­um stóðu Nýsköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins, PriceWa­ter­house Coopers, Lands­virkjun og Við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands. Erindi Gylfa fjall­aði um hag­fræði­legan ávinn­ing erlendra fjár­fest­inga.

Sýni­legir veik­leikar en sókn­ar­færi

Gylfi segir að bein erlend fjár­fest­ing sé ein helsta skýr­ingin sem til er á hag­vexti. „Nán­ast sama á hvaða tíma eða staðar litið er til, þar skiptir hún máli. Hún er lyk­ill­inn að því að við­skipta­hug­mynd­ir, tækni og verk­kunn­átta fær­ist á milli landa. Hún gerir löndum kleift að fást við það sem þau gera vel.“

Auglýsing

Að hans mati eru sýni­legir veik­leikar í þeim aðstæðum sem við bjóðum upp á til að laða að erlenda fjár­fest­ingu á Íslandi. En veik­leik­anna má líka líta á sem sókn­ar­færi. „Við höfum auð­vitað tals­verða erlenda fjár­fest­ingu hér en hún er að lang­mestu leyti í orku­frekum iðn­aði. Það hafa svo verið jákvæð teikn á lofti varð­andi fjár­fest­ingu í líf­tækni, lyfjum og tengdum grein­um. Þar hefur verið mikið um nýfjár­fest­ingu og það hefur nær örugg­lega skilað veru­legum ávinn­ingi fyrir íslenskt efna­hags­líf, þótt að mér vit­an­lega hafi ekki verið lagt mat á þær tölu. En .að vantar beina erlenda fjár­fest­ingu á ýmsum öðrum svið­um. Það er búið að gera ýmis­legt hérna á síð­ustu árum. Og það er klár­lega verið að hugsa um þessi mál og bæta úr. Staðan lítur ekki skelfi­lega út. Samt finnst manni þetta ekki einn af styrk­leikum íslenska hag­kerf­is­ins, að laða erlenda fjár­fest­ingu að. Það sést ein­fald­lega með því að líta á hag­töl­ur.“

Styrk­ing krón­unnar

Veik­leikar Íslands til að laða að erlenda fjár­fest­ingu eru nokkuð auð­sýni­legir og hafa lengi verið þekkt­ir. Fjár­magns­höft hafa eðli­lega gert það að verkum að fjár­festar hafa verið mjög tregir til að setja inn fé í íslenska lög­sögu, sem þeir gátu ekki með vissu vitað hvenær þeir gætu nálg­ast á ný. For­dæma­lausar aðgerðir íslenskra stjórn­valda með setn­ingu neyð­ar­lag­anna, og síðar með því að festa eignir erlendra kröfu­hafa innan fjár­magns­hafta, hafa víða notið mik­ils skiln­ings en hafa líka sýnt fram á skýran vilja til að breyta leik­reglum eftir á. Það fer aldrei vel í fjár­festa. Þá er eftir gjald­mið­ill­inn, íslenska krón­an, með sínar miklu sveifl­ur.

Gylfi segir að krónan fæli örugg­lega erlenda fjár­festa frá að ein­hverju marki, en það megi ekki ofmeta áhrif­in. „Fyrir flest fyr­ir­tæki sem eru með veru­lega starf­semi á Íslandi en gera upp í erlendri mynt þá býr krónan til áhættu. Sér­stak­lega þegar hún styrk­ist mjög mik­ið, líkt og hún hefur gert að und­an­förnu. Á sama tíma hafa miklar launa­hækk­anir átt sér stað. Saman veikir það stöðu þess­ara fyr­ir­tækja mjög og það er slæmt. En sum verja sig gegn þess­ari þróun að veru­legu leyti. Álverin eru til dæmis með sína dýr­ustu samn­inga hér inn­an­lands í doll­urum og tekjur á móti í sömu mynt. Það er því annar inn­lendur kostn­aður þeirra sem hækkað þegar krónan styrk­ist svona mik­ið.“

Vanda­mál fang­ans

Í alþjóð­aum­hverf­inu er í gangi mikil keppni milli landa um að laða að eft­ir­sókn­ar­verða fjár­fest­ingu. Sú sam­keppni er að ein­hverju leyti reglu­vædd, til dæmis með evr­ópsku reglu­verki um banni við veit­ingu óhof­legra rík­is­styrkja til að fá fyr­ir­tæki til landa. Ísland er undir því reglu­verki vegna aðildar lands­ins að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES) og Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) hefur slegið á fingur okkar oftar en einu sinni fyrir að gera íviln­un­ar­samn­inga við erlend fyr­ir­tæki sem falið hafa í sér rík­is­að­stoð umfram það sem EES-­samn­ing­ur­inn heim­il­ar.

Gylfi segir að Ísland neyð­ist ein­fald­lega til að taka þátt í þessum leik þar sem keppt er um erlendu fjár­fest­ing­una. „Þetta er í sjálfu sér slæmt fyr­ir­komu­lag fyrir alla. Í leikja­fræð­inni er þetta kallað „vanda­mál fang­ans“ (e. Pri­soners dilemma). Ef allir hinir eru að gera þetta þá verðum við að gera það líka. Best væri að allir væru með almennar reglur sem giltu jafnt fyrir alla. Svo væri hægt að vera með gagn­sæjar sér­reglur fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki því það er rétt­læt­an­legt að hið opin­bera styðji við nýsköpun með skattfé og almennt hag­stæðu við­skiptaum­hverf­i.“

Árið 2012 birti ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey & Company skýrslu um Ísland og vaxt­ar­mögu­leika þess í fram­tíð­inni. Á grund­velli hennar var búinn til Sam­ráðs­vett­vangur um aukna hag­sæld og til­gang­ur­inn, í ein­földu máli, var sá að fjölga eggj­unum í íslensku efna­hag­skörf­unni, auka fram­leiðni og bæta sam­keppn­is­hæfni Íslands til að takast á við fram­tíð­ar­á­skor­anir í hratt breyttum heimi. Skýrslan, og vinna Sam­ráðs­vett­vangs­ins, hefur ekki verið í for­grunni í efna­hags­á­herslum Íslands á und­an­förnum árum. Ástæðan er öllum sýni­leg. Hin óvænti ofur­vöxtur í ferða­þjón­ustu hefur gjör­breytt efna­hags­legum aðstæðum hér­lendis á örfáum árum og leitt af sér mik­inn hag­vöxt. Það hefur því ekki verið for­gangs­mál að örva hag­vöxt. Vöxt­ur­inn í ferða­þjón­ustu hefur hins vegar líka keyrt upp gengi krón­unnar sem drepur aðstæður fyrir aðra atvinnu­vegi, til dæmis í tækni- og hug­verka­iðn­aði sem starfar alþjóð­lega, til að vaxa.

Gylfi bendir þó á að það sé mun betra, og heil­brigð­ara, að vera með þrjár til fjórar stoðir undir hag­kerf­inu en eina eins og lengi var hér. „Einu sinni vorum við bara með tekjur af fiski. Það er þó betra að vera með nokkrar sveiflu­kenndar atvinnu­greinar sem sveifl­ast vegna gjald­mið­ils­ins en eina. Nú erum við með ferða­þjón­ustu, orku­bú­skap, sjáv­ar­út­veg og jafn­vel fjórðu stoð­ina, ef við teljum allt hitt sem eina stoð.“

Engar töfra­lausnir

Það eru engar töfra­lausnir sem geta gert okkur meira aðlað­andi fyrir beina erlenda fjár­fest­ingu, að mati Gylfa. „Við þurfum að vera með gott utan­um­hald og gagn­sætt kerfi utan um þá styrki og þær íviln­anir sem við veit­um. Þar er ekki hægt að teygja sig neitt ofboðs­lega langt, því þá reka menn sig á EES-­regl­ur. Það sem þarf í raun helst að gera er að bæta íslenskt við­skiptaum­hverfi, sem bætir það þá líka fyrir öll hin fyr­ir­tækin sem starfa hér. Hlutir eins og þjóð­hags­legur stöð­ug­leiki og sér­stak­lega stöð­ug­leiki gjald­mið­ils, almennur stuðn­ingur við rann­sóknir og þróun og mennt­un, eru upp­skriftir sem eru vel þekkt­ar. Við erum hins vegar að fá frekar dapra ein­kunn fyrir flesta þess­ara þátta. Í mati World Economic Forum á sam­keppn­is­hæfni þjóða erum við eig­in­lega í tossa­bekknum á meðal vest­rænna þjóða, sem er að vísu erf­ið­asta deildin að keppa í. En þar erum við frekar döpur í sam­an­burði á margan máta. Það er ekki til nein töfra­lausn. Við þurfum bara að laga það sem þar er bent á að séu veik­leik­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None