Á Kúbu eftir Castro

Fídel Castro var einn langlífasti og áhrifamesti leiðtogi samtímans. Eftir fráfall hans spyrja Kúbverjar og heimsbyggðin hvað tekur við. Hafliði Sævarsson skrifar frá Havana.

fidel-castro.jpg
Auglýsing

Slag­orðið málað upp um alla veggi á Kúbu eftir frá­fall Fídels Castro hljóðar svo: Fídel er á meðal okkar allra.“

Engum dylst tví­feldnin í orða­lag­inu. Í fyrsta lagi þá mun stefna og arf­leifð Fídels lifa áfram í stjórn­ar­háttum lands­ins. Í öðru lagi má túlka orðin þannig að andi Fídels sé bók­staf­lega enn á meðal Kúbverja. Þess vegna má ekki gera grín að honum vegna þess að hann gæti heyrt til þín. 

En þegar sólin skín og Kúbverjar eru spurðir um við­horf sitt til Fídels minna svörin um margt á við­horf Íslend­inga til þjóð­kirkj­unn­ar. Mik­ill meiri­hluti manna er Fídelistar án þess þó að trúa sér­stak­lega á ágæti skoð­ana hans. Hins vegar er ólíkt með Íslend­inga og Kúbverja að þeir fyrr­nefndu þora fæstir að gera grín að þjóð­kirkj­unni en Kúbverjar eru snöggir til að hrista brand­ara um Fídel fram úr erminni.

Auglýsing

Við­fangs­efnið er oft ótrú­legt lang­lífi Fídels sem mann­veru, bylt­ing­ar­leið­toga, og for­seta. Einn brandar­anna hljóðar svo: Fídel liggur á spít­ala á níræð­is­aldri og frést hefur að hann gæti átt stutt eft­ir. Þús­undir manna hafa safn­ast saman fyrir utan spít­ala­glugg­ann og Fídel spyr aðstoð­ar­mann sinn til hvers fjöld­inn sé sam­an­kom­inn. Aðstoð­ar­mað­ur­inn svarar svo um að fólkið sé komið til að kveðja. Þá spyr FídelHver er allt þetta fólk að fara?

Ein algeng­asta spurn­ingin um Kúbu áður Fídel dó hljóð­aði svo: Verður maður ekki að heim­sækja Kúbu áður en Castro deyr?“ Margir sáu fyrir sér alls­herjar inn­reið banda­rískrar neyslu­hyggju eftir frá­fall hans. Í fyll­ingu tím­ans myndu Coca Cola og McDon­alds aug­lýs­ingar hylja ásýnd Havana­borgar með öll sín fal­legu sér­kenni eins og spænskan nýlend­u-­ar­kítektúr, sól­brúnt fólk og amer­ískra dreka og aðra forn­bíla sem þjóta um göt­urnar eins og í gömlum bíó­mynd­um. 

Rétt svar er að það verður alltaf gaman að koma til Kúbu. Fídel skilur eftir sig þjóð­fé­lag sem er útsjón­ar­sam­ara en flest önnur á heimskringl­unni. Útlensk heims­veldi og neyslu­vörur munu aldrei skyggja á lífs­gleð­ina sem ein­kennir eyja­skeggja á Kúbu. Sem dæmi um ein­stakt lífs­við­horf Kúbverja má benda á að ekki er hægt að ganga niður eina ein­ustu götu í land­inu án þess að vera heilsað af blá­ó­kunn­ugum manni og finna sig knú­inn til að kasta kveðj­unni til bak­a. 

Til að fá hug­mynd um hvaða breyt­ingar og þróun eru í nánd þarf fyrst að gefa glögga mynd af því hvernig venju­legir Kúbverjar kom­ast í gegnum dag hvern. Lífið á Kúbu er öðru­vísi en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Ástæður eins og vöru­skortur og fátækt eru á meðal helstu skýr­ing­anna en hér að neðan eru fleiri ástæður tíund­að­ar:

Tvö­falt pen­inga­kerfi

Á Kúbu eru tveir gjald­miðlar í notk­un. kúbverski pesóinn (CUP) er í dag­legu tali kall­aður inn­lent reiðufé (moneda nacional á spænsku). Rík­is­starfs­menn fá greitt í þessum gjald­miðli og greiða með honum fyrir helstu nauð­synja­vör­ur. Sum­ar, eins og brauð og egg, eru veru­lega nið­ur­greiddar af rík­inu og skammt­aðar skv. bók. 

Frá Havana.Hinn gjald­mið­ill­inn heitir skipt­an­legi pesóinn (CUC). Í dag­legu tali er jafnan vísað í skamm­stöfun hans sem gæti hljó­mað skemmti­lega í eyrum Íslend­inga. CUC má skipta í hlut­föll­unum einn á móti einum við Banda­ríkja­dal á ábyrgð Seðla­bank­ans. Til­urð skipt­an­lega pesóans má rekja til­ svo­kall­aðra doll­ara­búða sem opn­uðu árið 1993 og ein­ungis útlend­ingar og þeir sem höfðu sér­stakt leyfi máttu versla þar. Árið 2004 var hætt að taka við doll­urum í þessum búðum og skipt yfir í hina sér­stöku kúbversku mynt, skipt­an­lega pesóann eða CUC. Smátt og smátt fjölg­aði búð­unum sem tóku við skipt­an­lega pesó­anum (m.a. á bens­ín­stöðv­um) og notkun hans breidd­ist út. Flest­öll við­skipti í höf­uð­borg­inni Havana fyrir utan almenna mat­vöru fara nú fram í kúk. 

Opin­ber­lega er gengi CUP gagn­vart CUC einn á móti einum en í praxís er gengið 25 á móti 1. Örfáar opin­berar stofn­anir nota opin­bera geng­ið.  ­Sem dæmi má nefna að miði á sýn­ingu þjóð­ar­ball­ets­ins fræga kostar 30 CUP (um 150 íslenskar krón­ur) fyrir Kúbverja en fyrir útlend­inga kostar hann 30 CUC (um 3.500 krón­ur). Hins vegar nota græn­met­is­salar raun­veru­lega gengið og selja pundið af tómötum á 5 inn­lenda pesóa en ef kaup­and­inn þarf að greiða í skipt­an­lega pesó­anum borgar hann 20 CUC sent (um 25 krónur íslenskar). 

Raul Castro tók við völdum af bróður sínum.Kúbverjar upp­lifa mun­inn á pen­ing­unum þannig að þeir sjálfir eru dæmdir til að versla með verð­lít­inn pappír á meðan útlend­ingar og Kúbverjar sem fá pen­inga­send­ingar erlendis frá kaupa vand­aðri vörur sem verð­lagðar eru í doll­ur­um. 

Helsti kostur inn­lenda pesóans er að almenn­ings­vagnar taka hálfan slíkan í far­gjald. Það kostar því heilar fimm krónur íslenskar að taka strætó á Kúbu ef fólk er til í troðn­ing­inn. Einnig er það kostur að fyrir flestar nið­ur­greiddar nauð­synja­vörur sem skammt­aðar eru þarf ein­ungis að greiða ­fá­rán­lega lágar upp­hæðir í CUP. Í hverjum mán­uði fær fá full­orðnir 5 pund of grjón­um, 3 pund af hvítum sykri, 2 pund af brúnum sykri, 1 lít­inn pakka af kaffi, 1,5 pund af kjúklingi, hálft pund a svörtum baun­um, 5 egg og 250 gr af mat­ar­ol­íu. Allt þetta í skiptum fyrir nokkra inn­lenda pesóa sem jafn­gilda u.þ.b. einum glans­andi íslenskum fimm­tíu­kalli. Á þriggja mán­aða fresti fá þeir 1 kg af salti þannig að sjaldan er mat­ur­inn bragð­laus. 

Nýlega inn­leiddu stjórn­völd reglu­gerð þar sem allir sölu­staðir sem taka við skipt­an­lega pesó­anum voru skyld­aðir til að taka einnig við inn­lenda pesó­anum. Var þetta gert til að reyna jafna hlut gjald­miðl­anna tveggja og auka vöru­úr­val fyrir almenn­ing. 

Efna­hags­um­bæt­ur Raúl Castro, sem tók við sem for­seti Kúbu af bróður sínum þegar hann veikt­ist árið 2006, eru undir miklum áhrifum ráð­gjafa frá Kína. Þar í landi var sams konar tvö­falt pen­inga­kerfi við líði allt fram til 1987. Það kerfi var einnig hugsað fyrir útlend­inga sem þurftu að kaupa FEC (e. For­eign Cur­rency Permit) erlendis fyrir erlendan gjald­eyri. Ólíkt CUC sem er skipt­an­legt út fyrir dollar var FEC væri skráð í kín­verskum júönum með u.þ.b. 20% á­lagn­ingu. Það kerfi var end­an­lega afleitt sam­fara bættum efna­hag. Síðar átti júanið eftir að styrkj­ast svaka­lega.  

Kúba á langt í land með geta afleitt tvö­falda pen­inga­kerf­ið. Enn fremur sér ekki fram á að end­ur­bætur svip­aðar þeim og ollu kín­verska krafta­verk­inu muni eiga sér stað í bráð. 

Helsti mun­ur­inn er sá að þegar Deng Xia­op­ing opn­aði Kína fyrir erlendum við­skiptum tók umheim­ur­inn vel á mót­i kín­verskum vörum og síðar fjár­magni. Þeg­ar Raúl byrj­aði að opna Kúbu var við­skipta­bann ­Banda­ríkj­anna við líði og er það enn þrátt fyrir þýðu í sam­skiptum við rík­is­stjórn Obama

Kúbverska rík­is­stjórnin hefur heldur ekki boðið erlendu og brott­fluttu kúbversku við­skipta­fólki að koma með fjár­fest­ingu inn í land­ið. Hin risa­vaxna og flókna inn­viða- og fram­leiðslu­fjár­fest­ing  ­sem er í Kína þekk­ist ekki á Kúbu. 

Fyrir utan nokkur dæmi um opin­ber verk­efni rík­is­ins og erlendra aðila þora ein­ungis örfáir erlendir ævin­týra­menn, oft giftir kúbverskum mök­um, að koma með fjár­magn inn í landið og reyna byggja þar upp stöndug fyr­ir­tæki. Til dæmis eru  að­eins 20 Bretar skráðir til búsetu á Kúbu. 

Efna­hags­breyt­ing­ar Raúls

Árið 2006 varð Fídel Castro svo veikur að hann þurfti að láta af emb­ætti. Hver veik­indin voru nákvæm­lega hefur aldrei verið útskýrt opin­ber­lega en kenn­ingar um ristil­krabba­mein eða aðra kvilla í melt­ing­ar­vegi hafa hlotið mest­an hljóm­grunn. Vitað er að hann var skor­inn upp á Spáni. Heims­pressan stóð á önd­inni og beðið var eftir því hvort honum yrði end­ur­kvæmt aftur heim til Kúbu. 

Þegar hann féll frá tíu árum síðar tjáðu stjórn­völd sig ekki um dán­ar­or­sök hans. Lík­legt er að hann hafi átt við ban­væn veik­indi að stríða síð­asta ára­tug ævinn­ar. Sú stað­reynd end­ur­speglar enn frekar ein­stakt lang­lífi hans.

For­seta­emb­ættið fór fyrst tíma­bundið til Raúl Castro. Innan nokk­urra ára var hann form­lega búinn að taka við flestum æðstu stöðum rík­is­ins frá bróður sín­um. 

Í stað þess að fylgja hug­sjónapóli­tík eldri bróður síns tók Raúl fljót­lega til handa við efna­hags­legar end­ur­bætur sem eng­inn gat ímyndað sér að Fídel hefði nokkurn tíma sam­þykkt í stjórn­ar­tíð sinn­i. 

Hann byrj­aði á því skipa hátt setta menn í hernum í æðstu emb­ætti rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Oftar en ekki voru þetta gamlir full­trúar úr stjórn­sýslu hers­ins. Aðspurður af því af hverju hann leit­aði til þeirra svar­aði hann að þetta væru menn sem hann gæti treyst. 

Eftir að hafa tryggt bak­land sitt leyfði hann einka­fram­tak í ákveðnum atvinnu­greinum líkt og hár­snyrt­ingu og veit­inga­rekstri. Hann sagði upp hund­ruðum þús­unda rík­is­starfs­manna og sagði í ræðu á þing­inu árið 2010: „Við verðum að stroka út þá ímynd fyrir fullt og allt að Kúba sé eina landið í heim­inum þar sem fólk geti lifað líf­inu án þess að vinna.“

Hann skar niður eða aflagði hádeg­is­verð­ar­mötu­neyti fyrir rík­is­starf­semi sem láku gríð­ar­legu magni mat­væla sem hrein­lega var stolið. Í stað­inn fengu þeir mat­ar­pen­inga sem duga ekki fyrir litlum pizzum með smá sósu og osti sem nú eru bak­aðar á flestum götu­horn­um. Sam­an­brotnar gæða Kúbverjar sér á þeim inni í hálf­ri A4 ljós­rit­un­ar­blað­síð­u. 

Raúl minnk­aði nið­ur­greiðslur rík­is­ins á ýmsum vöru- og þjón­ustu­teg­undum án þess þó, líkt og Deng gerði í Kína, að eyði­leggja heil­brigð­is­kerf­ið. Almenna mennta- og heil­brigð­is­kerfið er enn til fyr­ir­myndar fyrir alla Amer­íku­álfu. Því til við­bótar er félags­legur jöfn­uður og jafn­ræði kyn­þátta eft­ir­tekt­ar­verður á Kúbu, sér­stak­lega í sam­an­burði við stóra grannan í norðri, Banda­rík­in. 

Raúl er eng­inn aukvisi þegar kemur að því að stjórna. Hann hefur ekki vílað fyrir sér að reka hátt­setta emb­ætt­is­menn ef upp kemst um brigsl. Það gerði hann m.a. árið 2009 þegar mynd­bands­upp­tökur sýndu nokkra af æðstu leið­togum lands­ins standa saman í veislu og hneyksl­ast manna­breyt­ing­um Raúls sem voru í gangi. Í það skiptið rak hann fyrrum einka­rit­ara FídelsFelipe Perez Roque, sem þá var utan­rík­is­ráð­er­herra spáð að yrði næsti for­seti lands­ins. 

Sá sem nú þykir lík­leg­astur til að taka við nú er Miguel Diaz-Canel. Hann er fyrrum fylk­is­stjóri Santa Cl­ara, mennta­mála­ráð­herra og vara-­for­sæt­is­ráð­herra í dag. Hann þykir vera praktískur rekstr­ar­maður sem lætur lítið fyrir sér fara. Hann var Bítla­að­dá­andi og lét sér vaxa langt hár í þá tíð þegar litið var niður á þess slags nýmóð­ins fólk. 

Diaz-Canel brýtur ekki eitt af skil­yrð­unum sem Raúl hefur sett fyrir fram­tíðar leið­toga lands­ins. Líkt og í Komm­ún­ista­flokki Kína má ekki til­nefna menn í æðsta ráð flokks­ins eftir að þeir eru orðnir sex­tug­ir. Diaz-Canel verður 59 þeg­ar Raúl lætur af völd­um.

Túrismi og brott­fluttir Kúbverjar



Fyrsti túrist­inn sem kom til Kúbu gæti hafa verið Krist­ó­fer Kól­umbus en þangað kom hann í fyrsta Amer­íku­leið­angri sín­um. Fyrst hélt hann að Kúba væri skagi sem teygði sig út úr Kína. Eyja­skeggjar sann­færðu hann um að svo væri ekki og hann hélt í austur heim á leið til Spán­ar. 

Síðar lögðu Spán­verjar Kúbu og mest­alla Mið- og Suður Amer­íku undir sig og byggðu upp sína helstu flota­stöð í Havana. Borgin var í kjöl­farið stundum kölluð Lyk­ill­inn að Ind­íum eða Perla Karíbahafs­ins. 

Öll sú atvinnu­starf­semi sem fylgir ­meiri hátt­ar hafn­ar­borg og meira til skaut rótum í Havana. Bak­ara­iðnin skaff­aði þurrt brauð sem bakað var úr möl­uðu inn­lendu rót­ar­græn­meti og ent­ist vel á löngum sjó­ferð­um. Brátt varð syk­ur­reyr helsta útflutn­ings­varan og úr honum var eimað úrvals romm. Sér­stak­lega vin­sælt var og er að njóta þess með annarri útflutn­ings­vöru, kúbverska vindl­in­um. 

Allt þetta, nema áður­nefnt brauð, stendur nú aftur til boða í Havana eftir að Fídel Castro opn­aði landið fyrir erlendum ferða­mönn­um. Hann var neyddur til þess vegna skorts á gjald­eyri í kjöl­far falls Sov­ét­ríkj­anna snemma á tíunda ára­tugn­um. Þar með­ hvarf helsti við­skipta­vin­ur­inn sem keypti sykur frá Kúbu dýrar en á heims­mark­aðs­verð­i. 

Af öllum þeim lægðum og kreppum sem herjað hafa á landið í seinni tíð er engin sem hlotið hefur sér­stakt nafn líkt og sú sem ­geis­að­i eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. Tíma­bilið er kallað sér­staki tím­inn (per­iodio especi­al á spönsku). For­saga þess á rætur sínar að rekja til fyrstu áranna eftir bylt­ing­una. 

Fídel Castro stóð upp sem sig­ur­veg­ari í frels­is­bylt­ingu Kúbverja árið 1959. Þar með­ los­aði hann land­ið, fyrstur þjóð­ar­leið­toga Kúbverja, undan afskiptum erlendra heims­velda (Banda­ríkj­anna á þessum tíma en áður Spánar og um skamma hríð, Bret­lands). Fljót­lega varð ljóst að Fídel og Banda­ríkin áttu ekki sam­leið og rík­is­væddi Fídel fjölda syk­ur­plantekra og fyr­ir­tækja sem áður höfðu notið for­gangs á eynni vegna banda­rísks eign­ar­halds.

Fídel hall­aði sér upp að Sov­ét­ríkj­unum og seldi þeim sykur í skiptum fyr­ir Lödur og kjöt í nið­ur­suðu­dós­um. Kúbu­deilan árið 1962 tryggði Fídel og Kúbu skringi­legan frið­ar­samn­ing við Banda­rík­in. Komm­ún­ism­inn virk­aði fyrir Kúbu með stuðn­ingi Sov­ét­ríkj­anna, jöfn­uður óx, fólk lifði lengur og allir hlutu mennt­un. Á átt­unda ára­tugnum fór ­siða­boð­skap­ur ­stjórn­valda að ganga of langt og lit­ríkt menn­ing­ar­líf eyj­unn­ar, sér­stak­lega tón­list og dans, mátti þola fyrir það. 

Hrun Sov­ét­ríkj­anna kippti fót­unum undan efna­hags­legu öryggi þjóð­ar­inn­ar. Ekki var til erlendur gjald­eyrir til að kaupa vara­hluti í vél­arnar í verk­smiðj­unum og talið er að 60 pró­sent þeirra hafi ein­fald­lega lok­að. Havana­borg og landið allt ber þess glögg merki þar sem yfir­gefnar verk­smiðjur ryðga og rotna innan um íbúða­hverfi og lestar sem eru löngu hættar að ganga. 

Sár­lega vant­aði erlendan gjald­eyri og Fídel vissi vel að Kúbu­eyja gæti alltaf dregið að sér túrista. En í þetta skiptið fengju þeir ekki aðeins að sóla sig á hvítum ströndum þar sem hafið er blá­grænt og krist­al­tært. Nú fengju þeir líka að verða vitni að einu útsjón­ar­samasta og sjálf­bærasta sam­fé­lagi heims. Þar eiga bíl­arn­ir, líkt og kett­irn­ir, sér níu líf og heima­menn sár­langar til að tala við erlenda gesti um lífið í öðrum löndum og helsta sam­eig­in­lega áhuga­mál þjóð­ar­inn­ar, hafna­bolta.

Stjórn­völd höfðu einnig ýmist horft í gegnum fingur sér eða ein­fald­lega leyft þeim sem vildu flytja á brott að reyna fleyta sér 90 mílur yfir fló­ann til Flór­ída á alls kyns heima­gerðum flekum (sá flott­asti var víst Chevr­o­let sem hafði verið breytt í bát).  

Flótta­menn­irnir hafa síðan stutt fjöl­skyldur sínar heima á Kúbu með pen­inga­send­ingum sem fyrir löngu eru orðnar helsta tekju­lind lands­ins. Árið 2012 er talið að 5 millj­arðar doll­ara hafi verið sendar til Kúbu á hverju ári í beinum pen­inga­send­ingum eða sem vörur sem fólk ber með sér á eyna í ferða­tösk­um. Sú tala er hærri en það sem landið þénar á fjórum stærstu atvinnu­grein­un­um:  t­úris­ma, syk­ur­fram­leiðslu, nikk­el­náma­vinnslu og lyfja­fram­leiðslu. 

Hvorki Fídel né Raúl Castro né heldur nokkur kúbverskur hag­fræð­ingur getað ímyndað sér að stærsta tekju­lind þjóð­ar­innar í fram­tíð­inni kæmi frá mús­unum sem flúðu skipið.“

Kúba eft­ir Fídel

Þeg­ar Fídel Castro féll frá nýlega var fljót­lega lýst yfir 9 daga þjóð­ar­sorg. Það kvis­að­ist út þetta ætti að vera þurr þjóð­ar­sorg, þ.e.a.s. háværar skemmt­anir yrðu bann­aðar og áfengi yrði ekki til sölu á meðan henna stæði. Ansi margir brugð­ust við með því að rjúka út í búð og kaupa sér romm­flösku til að skála fyr­ir Fídel og drekka frá sér sorg­ina.

Sann­leik­ur­inn er sá að kúbverjar orðnir lang­þreyttir á þeirri rús­sí­ban­areið sem valda­tími þeirra Castro bræðra hefur ver­ið. Að sama skapi gera þeir sér flestir grein fyrir því að Fídel tókst það sem engum kúbverskum for­seta hafði tek­ist áður, að tryggja land­inu sjálf­stæði án inn­gripa frá erlendum heims­veld­um. 

Kald­hæðni örlag­anna er sú að yngri bróð­ir Fídels og núver­andi for­set­i, Raúl, er í augum margra orðin helsta vonin um langvar­andi breyt­ingar til hins betra. Frá því hann tók við for­seta­emb­ætt­inu árið 2006 hafa nokkur hænu­skref verið stig­inn í átt að frjáls­ara og opn­ara hag­kerfi. Hann hefur lýst því yfir að hann láti af emb­ætti árið 2018. Eng­inn veit hvort sá sem tekur við muni halda áfram með end­ur­bæt­ur. 

Upp­gangur er mik­ill í land­inu og almennt er til­finn­ingin sú að end­ur­bóta­stefnan sem Raúl er búinn að skapa tryggi bætt lífs­gæði og áfram­hald­andi tak Komm­ún­ista­flokks­ins á stjórn­ar­taumun­um. 

Annar brand­ari um lang­lífi Fídels fjallar um heim­sókn hans í dýra­garð­inn í Havana. Þar er honum færð að gjöf sjald­gæf skjald­baka og sagt að hún gæti orðið 400 ára göm­ul. Hann afþakkar hana þar sem hann vill ekki þurfa að syrgja hana þegar hún fellur frá. 

Fídel Castro Ruz dó þann 25. nóv­em­ber árið 2016,  ní­ræður að aldri. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None