Allt er í heiminum hverfult

Marine Le Pen, sem skoðanakannanir mæla ítrekað sem vinsælasta forsetaframbjóðandann fyrir forsetakosningarnar í Frakklandi, er sökuð um að svíkja út fé frá Evrópusambandinu.

Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi (f. Front Nationale).
Auglýsing

Mar­ine Le Pen er enn og aftur efst allra fram­bjóð­enda í skoð­ana­könn­unum fyrir fyrri umferð for­seta­kosn­ing­anna í Frakk­landi sem fram fara 23. apríl næst­kom­andi. Á fimmtu­dag birt­ust nýjar kann­anir sem sýna að hún er langefst með 26 pró­sent atkvæða ef kosið væri nú og næsta örugg um að kom­ast í aðra umferð­ina 7. maí. Þar á eftir kemur fyrrum við­skipta­ráð­herrann, Emmanuel Macron með 23 pró­sent og svo fram­bjóð­andi Repu­blík­ana, François Fillon með aðeins 18,5 pró­sent og hefur tapað sex pró­sentum síðan að launa­greiðslur frá Þjóð­þing­inu til eig­in­konu hans og barna komust í hámæli.

En Adam var ekki lengi í para­dís eða öllu heldur Eva í þessu til­viki. Mar­ine Le Pen hefur sam­kvæmt skjölum frá eft­ir­lits­nefnd Evr­ópu­þings­ins (OLAF), við­ur­kennt að hafa ráðið líf­vörð sinn sem aðstoð­ar­mann á Evr­ópu­þing­inu án þess að hann leysti þar af höndum nokkra vinnu. Einnig er hún sökuð um að hafa gert samn­ing við Catherine Griset sem aðstoð­ar­mann í Brus­sel en hún var í raun per­sónu­legur aðstoð­ar­maður Le Pen. Griset vann á aðal­skrif­stofu flokks­ins frá 2010 og kom aldrei til Brus­sel sem er þó skil­yrði fyrir því að þessi laun séu greidd. Þetta þýðir í raun að Mar­ine Le Pen hafi gert fals­aða starfs­samn­inga við starfs­fólk sitt.

Líf­vörð­ur­inn Thi­erry Légier fékk frá októ­ber til des­em­ber 2011 fjör­tíu og eitt þús­und og fimm­hund­ruð evrur eða litar sjö og hálfa milljón íslenskra króna í laun. Á dög­unum hafði verið talað um að eft­ir­lits­nefndin hefði krafið Le Pen um að end­ur­greiða 330.000 evr­ur, um fjör­tíu milljón íslenskar krón­ur, til Evr­ópu­þings­ins. Á þeim tíma­punkti komst það hins vegar ekki í hámæli vegna þess hversu margar mín­útur og dálksenti­metra mál Fillons tóku í fjöl­miðlum og, hugs­an­lega, vegna þess að Le Pen var sökuð um að svíkja út fjár­muni frá Evr­ópu­sam­band­inu en ekki franska þing­inu sem virð­ist hneyksla minna.

Auglýsing

Í gær­morgun var hins vegar tónn­inn aðeins annar og í fyrsta skiptið í langan tíma heyrð­ist í Le Pen í morg­un­fréttum útvarps sem og á sjón­varps­stöðvum þar sem hún fór í bull­andi vörn og þurfti að verja gjörðir sínar í stað þess að stjórna umræð­unni. Le Pen er van­ari því að vera í sífelldri sókn og ráð­ast gegn stjórn­mála­mönnum jafnt til hægri sem vinstri og kallar þá alla óhæfa og spillta. 

Þetta eru ekki einu málin í kringum Le Pen-­fjöl­skyld­una sem er for­rík. Jean-Marie Le Pen, faðir Mar­ine, sem á einnig sæti á Evr­ópu­þing­inu og var áður for­seti Þjóð­fylk­ing­ar­innar og for­seta­fram­bjóð­andi áður en dóttir hans rak hann úr flokkn­um, hefur einnig verið sak­aður um mis­notkun á fé Evr­ópu­þings­ins. Jafn­framt hafa þau feðgin bæði verið sökuð um að van­telja fast­eignir og að svíkj­ast undan skatti. Það sem er ótrú­leg­ast í mál­inu er að Mar­ine Le Pen, sem telur Evr­ópu­sam­bandið vera ástæðu allra hörm­unga Frakk­lands og þó víðar væri leit­að, skuli mis­nota aðstöðu sína til að svíkja út fé, sama stjórn­mála­kona og vill halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um stöðu Frakk­lands innan sam­bands­ins og vill fara ganga úr sam­starf­inu um evr­una.

Ein­hvern vegin hafa mál Le Pen-­fjöl­skyld­unnar aldrei náð að kom­ast almenni­lega í umræð­una en nú gæti orðið breyt­ing þar á. Spurn­ingin er hvort að Mar­ine Le Pen verði næsti fram­bjóð­and­inn sem fellur í skoð­ana­könn­unum vegna spill­ing­ar­mála líkt og François Fillon eða hvort hún nái enn að skauta yfir þau. For­seta­kosn­ing­arnar í Frakk­landi gætu því verið opn­ari en margur hefur haldið hingað til þar sem að Mar­ine Le Pen hefur lengi talið sig örugga um að kom­ast í aðra umferð.

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None