Fillon sekkur, Macron stekkur

François Fillon forsetaframbjóðandi Repúblikana í Frakklandi er í vondum málum vegna „Penelope Gate“.

Francois Fillon mars
Auglýsing

François Fillon for­seta­fram­bjóð­andi Repúblik­ana í Frakk­landi er í vondum málum og er boð­aður þann 15. mars til rann­sókn­ar­dóm­ara þar sem opin­ber rann­sókn mun vænt­an­lega hefj­ast. Stuðn­ings­menn Juppé vilja að hann taki við. Á sama tíma nálg­ast fyrrum efna­hags­ráð­herra François Hollande, Emmanuel Macron sem er sjálf­stæður fram­bjóð­andi, Mar­ine Le Pen frá Þjóð­ern­is­fylk­ing­unni í skoð­ana­könn­un­um. Hann kynnti stefnu sína í gær. 

Á mið­viku­dags­morgun aflýsti François Fillon heim­sókn sinni á land­bún­að­ar­sýn­ing­una í París sem nú stendur yfir og hver ein­asti fram­bjóð­andi til for­seta í Frakk­landi heim­sækir og boð­aði til blaða­manna­fundar á hádegi sem hófst hálf­tíma á eftir áætl­un. Margir voru farnir að búast við stór­tíð­indum og spurn­ingar vökn­uðu um hvort fram­bjóð­and­inn myndi draga sig út úr bar­átt­unni. Þegar Fillon loks­ins birt­ist til­kynnti hann að rann­sókn­ar­dóm­ari hefði boðað hann til yfir­heyrslu og að opin­ber rann­sókn færi vænt­an­lega af stað. Fillon ætlar þó ekki að hætta við fram­boð sitt og sakar dóms­kerfið um að ofsækja sig fyrir hönd vald­hafa. Hann tal­aði um opin­bera póli­tíska aftöku og að for­seta­kosn­ing­arnar væru hnepptar í gísl­ingu. Fillon sagði að hann myndi ekki láta undan og drægi sig ekki í hlé, aðeins dómur kjós­enda væri mark­tæk­ur. Staðan er þó sú að engar sýni­legar sann­anir hafa fund­ist sem sýna að Pen­elope eig­inkona hans og tvö af börnum þeirra, Marie og Charles, hafi leysti þá vinnu af hendi sem þeim var greitt fyr­ir. Þar stendur hníf­ur­inn í kúnni, hér er ekki aðeins rætt um  þá stað­reynd að þing­menn ráða fjöl­skyldu­með­limi sem aðstoð­ar­menn heldur einnig greiðslur fyrir óunna vinnu og því fjár­svik.

Við­brögðin voru marg­vís­leg í gær eftir fund­inn og greini­lega komnir brestir í stuðn­ing framá­manna í flokkn­um. Bruno Le Maire sem var einn af sex mót­fram­bjóð­endum Fillons í for­kosn­ing­unum í nóv­em­ber sagði sig úr kosn­inga­stjórn­inni í gær ásamt nokkrum þing­mönnum úr sínum stuðn­ings­manna­hópi. UDI sem eru sam­tök hægri­m­iðju­manna sem voru um það bil að skrifa undir sam­komu­lag við Repúblik­ana um skipt­ingu kjör­dæma í þing­kosn­ing­unum í júní sem fylgja for­seta­kosn­ing­un­um, hafa dregið sig í hlé og koma saman eftir helgi til að taka form­lega ákvörðun hvort þeir hætti stuðn­ingi við Fillon. Fleiri þing­menn Repúblik­ana hafa lýst því yfir að þeir telji ófært að Fillon haldi áfram og hvetja hann til að hætta. Annar skorar á flokk­inn að finna nýjan fram­bjóð­anda. Flótt­inn hélt svo áfram í gær þegar talan var komin upp í sex­tíu þing­menn sem neita að halda áfram, tveir aðstoð­ar­kosn­inga­stjórar hættu ásamt einu tutt­ugu starfs­mönnum á aðal­skrif­stofu fram­bjóð­and­ans. 

Auglýsing

Í öllum fjöl­miðlum er rætt um málið og fáir eru til að verja fram­bjóð­and­ann. Í leið­ara síð­deg­is­blaðs­ins Le Monde segir meðal ann­ars að það séu ekki rann­sókn­ar­dóm­arar sem hneppi kosn­ing­arnar í gísl­ingu heldur François Fillon sjálfur með því að setja sig í stöðu fórn­ar­lambs. Kosn­inga­bar­áttan snýst ekki lengur um að ræða fram­tíð lands­ins sem almenn­ingur bíði eftir heldur hvort hann sé hæfur eða ekki og hvort hann eigi að hætta. Kosn­inga­stjórn Fillons hefur ákveðið að efna til stuðn­ings­göngu á sunnu­dag en þetta fer mjög illa í suma í flokknum sem telja það ófært að stefna almenn­ingi gegn dóm­urum og eru hræddir um að til upp­þota komi. Einnig tala menn um aðförð að lýð­veld­inu, að fram­bjóð­andi neiti að við­ur­kenna dóms­valdið og það sá sem á sam­kvæmt stjórn­ar­skrá fimmta lýð­veld­is­ins á að vera verj­andi þess og trygg­ing sjálf­stæðis þess verði hann kos­inn. Jafn­vel hefur verið talað um „Trump-­lega“ aðferða­fræði Fillons. Í fréttum í morgun er kemur fram að harð­asti kjarn­inn í kringum Fillon sem ætlar að smala fólki fyrir sunnu­dags­göng­una séu þeir sem börð­ust hvað mest gegn sam­kynja hjú­skap­ar­lögum sem sam­þykkt voru 2013.

Emmanuel Macron, frambjóðandi En Marche!. MYND:EPANú er að nýju talað um „plan-B“, að ein­hver annar taki við sem fram­bjóð­andi og stuðn­ings­menn Alain Juppé fyrrum for­sæt­is­ráð­herra eru farnir að safna með­mæl­endum fyrir hann en í Frakk­landi geta aðeins kjörnir full­trúar mælt með for­seta­fram­bjóð­anda og þarf 500 und­ir­skrift­ir. Með­mælum þarf að skila 17. mars og því er tím­inn knapp­ur. Sömu­leiðis eru tæpir tveir mán­uðir í fyrri umferð kosn­ing­anna og því stuttur tími fyrir nýjan fram­bjóð­anda í kosn­inga­bar­átt­una. Þar er annað vanda­mál því Nicolas Sar­kozy fyrrum for­seti er sagður þver­taka fyrir að Juppé verði í fram­boði. Þetta gæti skýrst um helg­ina.

Á sama tími kynnir Emmanuel Macron, fyrr­ver­andi efna­hags­ráð­herra og fram­bjóð­andi hreyf­ing­ar­innar „En marche“ sem útleggst: Á Hreyf­ingu, stefnu sína en hann hafði verið gagn­rýndur fyrir að hafa enga. Hann vill koma land­inu á hreyf­ingu og not­aði aðferðir Barak Obama við und­ir­bún­ing­inn. Mán­uðum saman hafa sjálf­boða­liðar gengið í hús og talað við fólk. Hér er á ferð­inni frjáls­lyndur sós­í­al-demókrati sem minnir dálítið á Tony Blair í Bret­landi og Ger­ard Schröder Þýska­lands fyrir tutt­ugu árum. Hann vill bylta atvinnu­leys­is­bóta­kerf­inu og inn­leiða ákveðið „flex­i-­ör­yggi“ sem gæti minnt á skand­in­av­íska aðferða­fræði. Einnig á að sam­eina eft­ir­launa­kerfið í eitt sem myndi þýða að opin­berir starfs­menn missa sitt sér­rétt­inda­kerfi. Macron vill sið­væða stjórn­mál og meðal ann­ars banna þing­mönnum að ráða fjöl­skyldu­með­limi sem kemur lík­lega ekki á óvart eins og umræðar er. Emmanuel Macron sem hefur verið að síga fram úr Fillon í skoð­ana­könn­unum síðan Pen­elopegate komst í umræð­una fyrir mán­uði og nálg­ast nú Mar­ine Le Pen sem er með 26-27 pró­sent í könn­un­um. Macron er með um 25 pró­sent. Þetta er einnig að þakka sam­komu­lagi sem hann gerði við miðju­mann­inn  François Bayrou í síð­ustu viku. Bayrou hefur í þrí­gang verið for­seta­fra­mjóð­andi og náði hæst í 18 pró­sent 2007. Með honum fylgir smá­flokk­ur­inn Modem (Modern Democra­te) og um fimm pró­senta fylgi. Eins og staðan er nú lítur sem sagt allt út fyrir að Macron verði í annarri umferð for­seta­kosn­ing­anna 7. maí og mæti Le Pen og þar myndi hann vinna hana með yfir­burð­um, um 60 pró­sent­um. Þetta er sögu­legt því þá yrðu hvorki fram­bjóð­andi hins klass­íska hægri flokks né vinstri í annarri umferð. 

Annað sem er ein­kenni­legt er að þó að skrif­stofu­stjóri Mar­ine Le Pen sem var á launum sem aðstoð­ar­maður á Evr­ópu­þing­inu sæti nú rann­sókn og að Le Pen hafi neitað að mæta til dóm­ara og svara spurn­ingum og notar til þess þing­helgi þá hefur það í augna­blik­inu ekki áhrif í skoð­ana­könn­un­um. Nú hefur hins vegar Evr­ópu­þingið svipt hana þing­helgi til að svara fyrir sakir í öðru máli, hið svo­kall­aða „Tweet-­mál“. Þar er Le Pen ákærð fyrir að hafa dreift myndum frá Daech sem sýndu aftöku gísls sem hún tengdi við múslima. Þetta breytir þó engu um ásak­anir um fjár­drátt á Evr­ópu­þing­inu en gæti þýtt að þing­helg­inni yrði aflétt að nýju og að Mar­ine Le Pen geti ekki skot­ist undan dóm­urum frekar en aðr­ir. Hún hefur eins og Fillon talað um póli­tískar ofsóknir vald­hafa þó rann­sóknin renni undan rifjum Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Pistill­inn birt­ist einnig á vef­­svæði Berg­þórs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None