Þjóðlagasveitin Þula vill út

Þjóðlagasveitin Þula stefnir á þjóðlagamót á Spáni í sumar. Átta ungmenni bjóða til tónleika svo af ferðalaginu megi verða.

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta ungmennum á aldrinum 15 til 17 ára. Þau safna nú fyrir ferð til Spánar til að geta komið fram á þjóðlagahátíð.
Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta ungmennum á aldrinum 15 til 17 ára. Þau safna nú fyrir ferð til Spánar til að geta komið fram á þjóðlagahátíð.
Auglýsing

Átta ung­menni á aldr­inum 15 til 17 ára skipa Þjóð­laga­sveit­ina Þulu undir hand­leiðslu Eydísar Franz­dóttur og Pamelu De Sensi. Hóp­ur­inn stefnir á þjóð­laga­mót á Spáni í sum­ar. Öll ung­mennin eru tón­list­ar­nem­endur í tón­list­ar­skóla Kópa­vogs.

Þula býður þeim sem vilja styrkja þau til ferð­ar­innar á tón­leika 27. mars næst­kom­andi.

Eydís er óbó­leik­ari og tón­list­ar­kenn­ari við Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs. Eydís var búsett um tíma í Tékk­landi og þaðan þekkir hún til tékk­neskra þjóð­laga­hefð­ar.

Pamela er flautuleik­ari og einnig tón­list­ar­kenn­ari við Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs, auk þess að reka fyr­ir­tækið Töfra­hurð sem hefur staðið fyrir fjölda tón­leika, tón­list­ar­við­burða og gefið út vand­aðar tón­list­ar­bækur fyrir börn. Pamela er frá Ítalíu en hefur verið búsett á Íslandi til ára. Saman eru þær í for­svari fyrir Þjóð­laga­sveit­ina Þulu. Kjarn­inn hitti Eydísi.

Hvað er það sem heillar við þjóð­lagatón­list­ina?

„Ís­lensk þjóð­lagatón­list er arfur okkar og það eitt og sér heill­ar. Það er líka frá­bær­lega gaman að leika og iðka þjóð­lagatón­list þegar hún kemst á flug, nokkuð sem er fátítt meðal okkar en þekkt víða erlend­is.“



Hafið þið í Þjóð­laga­sveit­inni Þulu spilað lengi sam­an?

„Þjóð­laga­sveitin Þula hefur spilað íslenska þjóð­lagatón­list um nokk­urra ára skeið undir minni hand­leiðslu í Tón­list­ar­skól­anum í Kópa­vogi sér og öðrum til ánægju en einnig til vit­und­ar­vakn­ingar á íslenskri þjóð­lagatón­list og þeirri gleði sem hægt er að hafa af flutn­ingi henn­ar.“

„Upp­runa­lega stofn­aði ég þjóð­laga­hóp til að spila á móti tékk­neskum þjóð­laga­hópi frá Prag sem kom hingað tvisvar með nokk­urra ára milli­bili og við héldum þjóð­laga­há­tíðir á Árbæj­ar­safni með þeim hópi. Fyr­ir­mynd mín var þessi tékk­neski hópur og aðrir slíkir sem ég þekki það­an. Víða í Evr­ópu eru þjóð­laga­hópar starf­ræktir og þykir besta skemmtun að spila í þeim bæði tón­list­ar­lega og félags­lega.“

Auglýsing

„Það má segja að starfið með þjóð­laga­sveit­inni Þulu hafi verið ævin­týri lík­ast. Sveit­ina skipa átta mjög fjöl­hæfir tón­list­ar­nem­endur á aldr­inum 15 til 17 ára sem öll spila á hljóð­færi, syngja og jafn­vel dansa. Þau eru alveg ótrú­leg og gaman að fylgj­ast með hvernig gleðin tekur völd í flutn­ingi þeirra. Þau smita hvert annað af leik­gleði og þó ein­hver mæti þreyttur og illa upp­lagður til leiks þá hefur gleðin tekið öll völd innan stuttrar stund­ar.“

„Mark­mið­ið; að mynda íslenskan þjóð­laga­hóp þar sem leikin er íslensk þjóð­lagatón­list sér og öðrum til gleði hefur virki­lega náð að blómstra í með­förum þeirra. Þula hefur komið fram víða og hefur hvar­vetna vakt athygli fyrir fág­aðan flutn­ing, geislandi gleði og skemmti­lega fram­komu þar með talið á Þjóð­laga­há­tíð­inni á Siglu­firði 2016, á Nót­unni í Eld­borg Hörpu 2016, í Hof á Akur­eyri, Barna­menn­ing­ar­há­tíð, Orma­dögum og víð­ar. Hóp­ur­inn kemur fram í þjóð­bún­ingum 19. ald­ar. Eng­inn annar sam­bæri­legur hópur er starf­ræktur á land­in­u.“



Fyrir hverju eru þið að safna?

„Í júlí er ferð­inni heitið í fyrstu utan­lands­ferð­ina, á alþjóð­legu þjóð­laga­há­tíð­ina Moon­light í Bla­nes, rétt fyrir sunnan Barcelona á Spáni, en sveitin verður fyrsti íslenski hóp­ur­inn til að taka þátt í þess­ari stóru hátíð.“

„Í til­efni af fjár­öflun fyrir ferð­ina, hefur Þula efnt til söfn­unar á Karol­ina Fund þar sem boðið er til tón­leika í Kefas Frí­kirkj­unni í Fagra­þingi 2a mánu­dags­kvöldið 27. mars kl. 20.00. Einnig er hægt að bóka hóp­inn á sér­staka við­burði í 10-20 eða 30 mín.“

„Að sjálf­sögðu er einnig hægt að styrkja hóp­inn um lít­il­ræði þó fólk eigi ekki tök á að hlusta á hóp­inn að sinni. Á tón­leik­unum í Kefas lofum við bestu skemmt­un. Þar mun Þula flytja allt að klukku­tíma efn­is­skrá sem þau fluttu á Þjóð­laga­há­tíð­inni á Siglu­firði í fyrra en hefur aldrei áður heyrst í heild á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sveitin kom mjög á óvart á þjóð­laga­há­tíð­inni og hlaut mikil lof fyrir leik sinn.“

„Það eru ekki margir sem þekkja tón­leika­stað­inn: Kefas Frí­kirkj­una. Kirkjan stendur á alveg frá­bærum stað með útsýni yfir Elliða­vatn, Heið­mörk, Blá­fjöll og allan fjalla­hring­inn. Þarna er tón­list­ar­skóli Kópa­vogs með kennslu aðstöðu og frá­bæra aðstöðu til tón­leika­halds sem okkur langar líka að kynna fyrir tón­leika­gestum okk­ar.“

Söfn­un­ina er að finna hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None