Safna fyrir dreifingarfyrirtæki íslenskrar jaðartónlistar

Karolina Fund verkefni vikunnar er Myrkfælni.

myrkfælni
Auglýsing

Kinnat Sóley útskrif­að­ist úr list­náms­braut Fjöl­brauta­skól­ans í Breið­holti árið 2013 með kjör­svið í graf­ískri hönn­un. Eftir að hafa fengið inn­göngu í graf­íska hönnun í Lista­há­skóla Íslands tók hún að sér ýmis verk­efni en þau sem stóðu upp úr áttu það öll sam­eig­in­legt að tengj­ast tón­list: hönnun á plötu­umslög­um, kasett­um, plakötum og dreifi­rit­um. Á meðan nám­inu stóð fór hún í skipti­nám í tvær annir til Hochschule für Grafik og Buchk­unst í Leipzig, Þýska­landi þar sem hún kynnt­ist pönk- og D.I.Y. (do it your­self) sen­unni. Eftir útskrift úr Lista­há­skóla Íslands árið 2016 fékk hún atvinnu­til­boð hjá hönn­un­ar­stof­unni Studio Manuel Raeder í Berlín, sem sér­hæfir sig í bóka- og tíma­rita­hönn­un. ­Með fram vinnu sinni þar starfar hún sem yfir­hönn­uður hljóm­sveit­ar­inn­ar Kæl­unar Miklu og plötu­út­gáfu­fyr­ir­tækj­anna Sign Bit Zero (Leipzig, Þýska­land) og Hið Myrka Man (Berlín/Reykja­vík).

Sól­veig Matt­hildur Krist­jáns­dóttir stofn­aði ljóða­hóp­inn Fríyrkj­una árið 2013 og sá um rit­stjórn og útgáfu tveggja ljóða­bóka hóps­ins. Árið 2013 tók hún þátt í ljóða­slammi Borg­ar­bóka­safns­ins ásamt Lauf­eyju Soffíu og Mar­gréti Rósu og í kjöl­far þess stofn­uðu þær hljóm­sveit­ina Kæl­una Miklu. Kælan Mikla fór á evr­óput­úra árin 2015, 2016 og 2017 og sá þá Sól­veig um bók­an­ir, fjár­mál og skipu­lagn­ingu þeirra. Árið 2015 stofn­aði hún útgáfu- og við­burða­fyr­ir­tækið Hið Myrka Man sem hefur gefið út bæði íslenska og erlenda lista­menn en nýjasta útgáfan, Vafa­sam­ur Lífstíll 2015–2016 með Kulda­bola var til­nefnd til Kraumsverð­launa aðeins nokkrum dögum eftir útgáfu. Ásamt því hefur Hið Myrka Man skipu­lagt reglu­lega tón­leika í Reykja­vík ásamt því að halda utan um tón­leika­há­tíð­ina Myrkramakt. Myrkramakt var haldin um haustið 2016 og hlaut hátíð­in shout-out verð­laun Grapevine. Kjarn­inn hitti Kinnat Sóley og Sól­veig Matt­hildur og tók þær tali Kjarn­ans.

Auglýsing

Hvað er MYRK­FÆLNI og hver er staða íslenskrar jað­ar­tón­listar þeg­ar við kem­ur ­stærri mark­aðs­svæði?

„Þær stofn­uðu MYRK­FÆLNI saman í jan­úar 2017 en það er dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki íslenskrar jað­ar­tón­listar sem sér einnig um útgáfu sam­nefnds tíma­rits á ensku um íslenska jað­ar­tón­list. MYRK­FÆLNI leggur sig alla fram við að koma íslenskum tón­list­ar­mönnum sem falla í skugga Atl­ants­hafs­ins yfir á meg­in­lönd­in. 

Vef- og sam­fé­lags­miðlar hafa ákveðna yfir­burði í dreif­ingu og kynn­ingu á tón­list en prent­miðlar gegna enn mik­il­vægu starfi í jað­ar­tón­list­ar­senum um allan heim, meðal ann­ars í fram­leiðslu tón­leikaplakata, dreifi­blöðum (e. flyer) og heima­til­búnum aðdá­enda­tíma­rita (e. fanzine). Tíma­ritið MYRK­FÆLNI starfar því fyrst og fremst sem prent­mið­ill en teygir anga sína einnig til vefs­ins.

Kinnat Sóley og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir.Tón­list­ar­senan á Íslandi er mjög sterk og fjöl­breytt og hefur vakið mikla athygli erlendra aðila síð­ustu ár. Íslensku tón­list­ar­fólki er boðið upp á alls konar stuðn­ing og styrki en nær ekki endi­lega yfir jað­ar­inn og MYRK­FÆLNI ætlar að byggja brú á milli jað­ar­tón­list­ar­sen­unnar á íslandi og út í heimi. Út í heimi er íslenska jað­ar­tón­list­ar­senan illa upp­lýst en hefur vakið mik­inn áhuga meðal þeirra sem þær hafa talað við um MYRK­FÆLNI. MYRK­FÆLNI hefur nú þegar hafið starf­semi sína og verið að selja íslenskar jað­ar­tón­list­arplötur á tón­list­ar­há­tíðum og tón­leika­ferða­lög­um víðs veg­ar um Evr­ópu og vakið mikla lukku meðal tón­leika­gesta og þeirra sem koma að tón­list­ar­brans­anum út í heim­i.“

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur efn­isvalið í MYRK­FÆLNI?

„Efn­isvalið í MYRK­FÆLNI verður fjöl­breytt og mun fylgja því sem er að ger­ast í jað­ar­tón­list­ar­sen­unni á Íslandi hverju sinni. Í hverju blaði verður heil síða fyrir hvert jað­ar­út­gáfu­fyr­ir­tæki með upp­lýs­ingum og yfir­liti yfir því helsta sem gerst hefur verið frá síð­asta tölu­blaði. MYRK­FÆLNI finnst stór kostur að vinna með íslenskum jað­ar­út­gáfu­fyr­ir­tækjum og er helsta mark­mið blaðs­ins að koma útgáfum þeirra á fram­færi. Blaðið mun einnig inni­halda við­töl við tón­list­ar­menn með áherslur á nýlegar hljóm­sveit­ir, greinar frá hljóm­sveitum á tón­leika­ferða­lög­um, umfjall­anir um kom­andi tón­list­ar­há­tíð­ir, umsagnir á nýút­gefnum plöt­um, umsagnir um tón­leika og almennar vanga­velt­ur. Ásamt útgáfu tíma­rits­ins sér MYRK­FÆLNI um útgáfu á safn­plötu með hverju tölu­blaði, með lögum frá íslenskum jað­ar­tón­list­ar­mönnum sem tengj­ast efni blaðs­ins.“

Hvað getur fólk fengið fyrir að heita á verk­efnið ykk­ar?

„Á Karol­ina fund síðu MYRK­FÆLNI er hægt að heita á tíma­ritið með því að kaupa nið­ur­hal af raf­rænni safn­plötu MYRK­FÆLNI 1 sem kom út á páska­dag, en einnig er hægt að hlusta á hana ókeypis á Bandcamp síðu okk­ar, http://myrk­fa­elni.bandcamp.com. Safn­platan inni­heldur 20 lög eftir íslenska jað­ar­tólist­ar­menn og eru lang­flest lögin að koma út í fyrsta sinn á safn­plöt­unni. Einnig er hægt að forp­anta ein­tak af fyrsta tölu­blað­inu og kaupa aug­lýs­ingar í því en fyrsta tölu­blað MYRK­FÆLNI kemur út í 1000 ein­tökum og verður dreift til 50 borga í gegnum tengsla­net þeirra, ásamt því að vera selt á net­inu. Frjáls fram­lög eru að sjálf­sögðu líka vel­kom­in.“

Eitt­hvað  sem þið viljið segja að lok­um?

„Já, styrkið jað­ar­tón­list­ar­sen­una.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None