Í þá tíð… Valdarán í Alsír og endurkoma DeGaulle

Uppreisn franska hersins í Alsír var fyrsta skrefið í átt að endurkomu de Gaulle hershöfðingja á valdastól og stofnun fimmta lýðveldisins

Margir forsvarsmenn franska herliðsins í Alsír, með liðsstyrk svartfætlinga, evrópskra innflytjenda og afkomenda þeirra, tóku völdin í Algeirsborg og þrýstu á um breytingar í frönsku stjórnkerfi og að Charles de Gaulle yrði gerður að leiðtoga Frakklands á
Margir forsvarsmenn franska herliðsins í Alsír, með liðsstyrk svartfætlinga, evrópskra innflytjenda og afkomenda þeirra, tóku völdin í Algeirsborg og þrýstu á um breytingar í frönsku stjórnkerfi og að Charles de Gaulle yrði gerður að leiðtoga Frakklands á
Auglýsing

Á þessum degi fyrir réttum 59 árum síð­an, hinn 13. maí 1958, hrifsuðu for­víg­is­menn franska her­afl­ans í Alsír, sem þá laut stjórn Frakk­lands, til sín völd í Alsír. Þessar aðgerðir voru fyrst of fremst til þess fallnar að mót­mæla getu­leysi stjórn­valda í París í að styðja við her­inn í bar­áttu gegn upp­reisn sjálf­stæð­is­sinna í þess­ari gömlu nýlendu.

Frönsk yfir­ráð í rúma öld

Frakkar lögðu Alsír undir sig árið 1830. Land­inu var skipt upp í þrjú héruð og íbúar þess voru skip­aðir franskir þegn­ar, en höfðu engu að síður ekki franskan rík­is­borg­ara­rétt. Á árunum sem fylgdu fluttu hund­ruð þús­unda Frakka og ann­arra Evr­ópu­búa til Alsír til að freista gæf­unn­ar, enda var þar auð­velt aðgengi að landi þar sem inn­flytj­endum var hyglað á kostnað inn­fæddra.

Með árunum urðu afkom­endur evr­ópskra inn­flytj­enda, svo­kall­aðir Pied-Noires – Svart­fæt­ling­ar, rót­grónir og fjöl­mennir í Alsír. Þeir þóttu hins vegar njóta for­rétt­inda miðað við þá sem voru af alsírskum ætt­um, og múslimar, og það olli kergju milli hópanna sem stig­magn­að­ist eftir því sem á leið 20. öld­ina.

Þjóðfrelsishreyfingin hafði barist fyrir sjálfstæði Alsír um árabil, en í landinu var einnig fjölmennur hópur sem vildi halda sambandinu við Frakkland.

Múslimar upp­lifðu sig afskipta og svo fór að krafa um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt, og síðar sjálf­stæði, varð sífellt hávær­ari og end­aði með stríði. Þjóð­frels­is­hreyf­ingin (Front de Libér­ation Nationale) hóf skærur gegn herra­þjóð­inni í árs­lok 1954 og stóðu átök­in, sem ganga undir nafn­inu Alsírs­stríð­ið, allt fram til árs­ins 1962 þegar Alsír fékk sjálf­stæði.

Lýð­veldi á helj­ar­þröm

Á meðan sífellt hitn­aði í hlóð­unum undir suðu­pott­inum handan Mið­jarð­ar­hafs­ins kraum­aði ákaft í frönsku sam­fé­lagi þar sem póli­tísk kreppa batt stjórn lands­ins í báða skó.

Eftir seinni heims­styrj­öld var franskt stjórn­kerfi reist við að nýju undir merkjum „fjórða lýð­veld­is­ins“, þar sem völd þings­ins voru tryggð. For­set­inn var valda­laus að mestu, en fram­kvæmda­valdið var í höndum for­sæt­is­ráð­herra sem var kjör­inn af lög­gjaf­an­um, sem hafði vald til að setja rík­is­stjórnir af með ein­földum meiri­hluta (þarf ekki hreinan meiri­hluta).

Þetta kerfi reynd­ist afar óstöðugt sem leiddi til tíðra stjórn­ar­skipta sem höml­uðu mjög stjórn lands­ins á árunum upp úr miðjum sjötta ára­tugn­um, á meðan franskt her­lið barð­ist við skæru­liða í Alsír, í stríði sem almennir borg­arar í Frakk­landi voru alls ekki á einu máli um að væri rétt­læt­an­legt.

Auglýsing

Skell­ur­inn og end­ur­koma frels­is­hetj­unnar

Náð­ar­högg fjórða lýð­veld­is­ins var greitt í maí 1958 þegar hópur her­for­ingja og ann­arra í Alsír greip til örþrifa­ráða til að koma í veg fyrir að slitn­aði á milli Frakk­lands og Alsír. Jacques Sou­stelle, fyrr­ver­andi land­stjóri í Alsír, hafði snúið aftur til Par­ísar til að vinna að end­ur­komu Charles de Gaulle hers­höfð­ingja fram á stjórn­ar­svið­ið, enda var hann af mörgum álit­inn hæf­asti ein­stak­ling­ur­inn til að halda rík­inu saman á róst­ur­tím­um. Hann og banda­menn hans í Alsír, hrundu svo af stað valdaráni, hinn 13. maí 1958 þar sem þess var kraf­ist að de Gaulle yrði útnefndur for­sæt­is­ráð­herra og fengi sér­stök völd til að koma í veg fyrir að Alsír verði „yf­ir­gef­ið“. Þegar þar kom við sögu hafði de Gaul­le, frels­is­hetjan sem stýrði land­inu á fyrstu árunum eftir seinna stríð, haldið sig utan stjórn­mála í tólf ár.

Her­liðið frá Alsír gerði sig lík­legt til að halda upp til Frakk­lands og taka völdin þar, en þing­menn ákváðu að kalla de Gaulle til starfa, sem hann og þáði.

Hann fékk sex mán­uði til að setja saman nýja stjórn­ar­skrá, en í henni full­bú­inni var búið að venda um öxl frá fyrra skipu­lagi og for­set­inn orð­inn höfuð fram­kvæmda­valds­ins. Kom fáum á óvart að de Gaulle skildi ná kjöri sem fyrsti for­seti fimmta lýð­veld­is­ins.

Lausn á Alsírs­deil­unni

Eitt af fyrstu emb­ætt­is­verkum de Gaul­les var að heim­sækja Alsír og kynna sér aðstæður þar og lét frá sér hin fleygu orð: „Je vous ai compris“ – „Ég skil ykk­ur.“

Vanda­málið var að þeir sem komu að stríð­inu kusu allir að líta svo á að for­set­inn hafi verið að lýsa yfir stuðn­ingi við sinn mál­stað.

De Gaulle olli mörgum svartfætlingum vonbrigðum þegar hann eftirlét íbúum Alsír að ákvarða eigin framtíð, enda var meirihluti þjóðarinnar fylgjandi sjálfstæði.

De Gaulle tók svo af skarið og beitti þrýst­ingi til að láta for­svars­menn upp­reisn­ar­innar í maí stíga niður og mark­aði þá stefnu að nútíma­væða alsírskan efna­hag og binda enda á stríð­ið. Því náði hann fram með því að bjóða Alsír­ingum sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt, ráð­stöfun sem fór gríð­ar­illa í svart­fæt­linga, eins og gefur að skilja, en almenn­ingur í Frakk­landi sam­þykkti í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 1961.

Gengið var frá frið­ar­samn­ingum milli Frakk­lands og Þjóð­frels­is­hreyf­ing­ar­innar í fram­hald­inu, og árið eftir fékk Alsír fullt sjálf­stæði. Það leiddi til for­dæma­lausra búferla­flutn­inga milli land­anna þar sem um 900.000 svart­fæt­lingar fluttu frá Alsír til Frakk­lands á ein­ungis nokkrum mán­uð­um. Alsírs­stríðið hafði verið afar blóð­ugt og kostað 300.000 manns­líf.

Aðferðir de Gaul­les við að leysa deil­una voru síður en svo óum­deildar sem sýndi sig best í því að oft var reynt að ráða hann af dög­um.

Alsír fékk sjálfstæði árið 1962 og fögnuðu flestir íbúar gríðarlega, en 600.000 Alsíringar af evrópskum ættum fluttust þó aftur til Frakklands á nokkrum mánuðum eftir sjálfstæði.

Sterk­ur, en umdeildur leið­togi

Hann reynd­ist hins vegar ófeigur um sinn og óx í emb­ætti, þar sem hann lagði mikið upp úr sterkri stöðu Frakk­lands á alþjóða­vett­vangi, meðal ann­ars með því að standa fyrir því að Frakk­land kom sér upp kjarna­vopnum árið 1960 og standa gegn nán­ari sam­runa ríkj­anna sem stóðu að hinu nýstofn­aða Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu, síðar ESB. Þá stóð hann gegn aðild Bret­lands að EBE þar sem hann taldi Breta vera leppa Banda­ríkj­anna til frek­ari áhrifa í Evr­ópu og beitti meðal ann­ars neit­un­ar­valdi í tvígang til að koma í veg fyrir aðild Breta, árið 1963 og 1967. Þeir fengu loks aðild árið 1973, eftir að de Gaulle var far­inn frá völdum og fall­inn frá.

Þrátt fyrir að vera umdeildur utan land­steina var fall de Gaul­les fyrst og fremst vegna umbrota inn­an­lands. Ungt fólk í hinum vest­ræna heimi hafði verið að rísa upp gegn ríkj­andi þjóð­fé­lags­skipan og Frakk­land var engin und­an­tekn­ing.

Í maí árið 1968, ára­tug eftir að hers­höfð­ing­inn hafði komið eins og storm­sveipur aftur til valda var orðið vart við þunga undir­öldu reiði ungs fólks sem hafði fengið nóg af óbreyttu ástandi. Mót­mæla­göngur og verk­föll skóku sam­fé­lagið svo hrikti í stoðum þess. Bar­dagar geisuðu á götum Par­ísar á tíma­bili og allt virt­ist stefna í alls­herjar upp­lausn.

For­set­inn brást við með því að leysa upp þingið og boða til kosn­inga, sem fóru frið­sam­lega fram og slökktu mót­mæla­bál­in, en de Gaulle náði þó aldrei fyrri stöðu og þegar til­lögur hans að breyttri stjórn­skipan voru felldar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið eft­ir, sagði hann af sér og sagði skilið við stjórn­mál­in.

De Gaulle lést árið 1970, 79 ára að aldri, en skildi eftir sig djúp spor í frönskum stjórn­málum og sam­fé­lag­inu almennt, sem og á alþjóða­vett­vangi.

Aðrir merkisatburðir 13. maí

1787 11 skipa floti frá Bret­landi leggur upp í lang­ferð til að stofna fanganý­lendu í Ástr­al­íu.

1846 Banda­ríkin lýsa yfir stríði á hendur Mexíkó.

1888 Brasilía bannar þræla­hald með lög­um.

1940 Þýski her­inn hefur inn­rás sína í Frakk­land.

1989 Kín­verskir náms­menn hefja hung­ur­verk­fall á Torgi hins himneska friðar í Pek­ing.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÍ þá tíð...