Að breyta íslensku krónunni í rafmynt

Sérfræðingur í gjaldeyrismálum smáríkja og rafmynt segir aðstæður á Íslandi kjörnar til þess að breyta íslensku krónunni í rafmynt. Slíkt gæti aukið stöðugleika og tryggt öflugra efnahagslíf.

Auglýsing

Sveiflur íslensku krón­unnar hafa bæði valdið miklum erf­ið­leikum og góð­æri með stuttu milli­bili. Íslenska krónan hefur sem greiðslu­mið­ill, mæli­ein­ing og geymslu­mið­ill oftar en ekki reynst ótraust. Nota­gildi hennar á erlendum mörk­uðum er tak­mark­að, stjórn­völd hafa oft brugð­ist í gegnum tíð­ina með stjórnun pen­inga­mála, Íslend­ingar hafa búið við miklar hag­sveifl­ur, ítrek­aðar geng­is­fell­ing­ar, hátt vaxt­ar­stig, geng­is­fall íslensku krón­unnar og við­var­andi verð­bólgu. Margir vilja meina að full­reynt sé að nota íslensku krón­una sem gjald­mið­il. Eigum að hætta að reka okkar eigin pen­inga­stefnu og taka upp annan gjald­miðil eða er mögu­legt að halda krón­unni og breyta henni í raf­mynt? Gæti það tryggt fram­halds­líf hennar og jafn­vel skapað ný tæki­færi?

Robert Koenig.„Blockchain-­tæknin býður upp á milli­liða­laus við­skipti sem er stór­kost­legt tæki­færi fyrir smá­ríki. Kaup­endur og selj­endur koma ekki fram undir nafni eða kenni­tölu, engin mynt er slegin og engir seðlar prent­að­ir. Hvorki seðla­banki né yfir­völd stýra gengi eða flæði; það er ein­fald­lega fram­boð og eft­ir­spurn sem ræður ferð­inni. Raf­mynt verður uppi­staðan í greiðslu­miðlun á 21. öld­inni, nú er tím­inn til að hefj­ast handa. Tæki­færin fyrir Íslend­inga eru stór­kost­leg. Breytið krón­unni ykkar í raf­mynt,„ segir Robert Koenig sem hefur fylgst grannt með þróun raf­myntar eftir að blockchain-­tæknin og bitcoin litu dags­ins ljós fyrir um tíu árum síð­an. Koenig er einnig fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Xentavo, sem hefur það mark­mið að inn­leiða blockchain-­lausnir fyrir smá­ríki, enda hefur hann rann­sakað slík og efna­hag þeirra, sér í lagi í lönd sem hafa orðið fyrir efna­hags­á­föllum og nátt­úru­ham­för­um.

[adpsot]Hann segir það geta verið flókið og erfitt fyrir smá­ríki að reka eigin gjald­mið­il. „Ör­myntir geta skapað óvissu og áhættu í við­skiptum og þegar þarf að skipta á milli gjald­miðla í við­skiptum við önnur lönd. Smá­ríki eiga það nán­ast öll sam­eig­in­legt, sama hversu ólík þau eru, að hafa lent í ein­hvers konar áföllum vegna pen­inga­stefnu og gjald­eyr­is­mála. Þau eru við­kvæm­ari og geta hrunið á einni nóttu, bæði vegna nátt­úru­ham­fara og þegar sveiflur verða á heims­mörk­uð­um. Snöggar og ófyr­ir­sjá­an­legar gjald­eyr­is­sveiflur bitna alltaf sér­stak­lega illa á smá­ríkj­um. Gróð­ur­húsa­á­hrifin eiga eftir að hafa umtals­verð áhrif á efna­hags­líf heims og smá­ríkin verða að fara und­ir­búa sig betur fyrir stóru höggin sem eiga eftir að kom­a.“

Má ekki rugla saman blockchain og bitcoin

Aðspurður um hvernig þau eigi að und­ir­búa sig fyrir þessi högg segir Koenig að hann leggi til að smá­ríkin breyti núver­andi pen­inga­stefnu og færi sig yfir raf­mynt. „Það er hægt að breyta núver­andi gjald­miðlum í raf­mynt, nýta sér blockchain-­tækn­ina til þess að tryggja þau betur fyrir stórum áföll­um. Gjald­miðlar smá­ríkja, eins og íslenska krón­an,  eru afar háð öðrum stærri og sterk­ari, eins og doll­ara og evru. Blockchain-­tæknin mun gera öll við­skipti mun hrað­virk­ari, ein­fald­ari, gegn­særri og örugg­ari. Það skapar meira traust sem er lyk­il­at­riði þegar við­skipti eru ann­ars veg­ar.“

En hvernig geta smá­ríki varið sig sveiflum og skapað traust með raf­mynt – sem hefur nú varla verið stöð­ugur gjald­mið­ill? Bitcoin hefur flogið upp og niður síð­ast liðið ár. Margir eru raunar efins um að bitcoin sé raun­veru­legur gjald­mið­ill. Koenig segir að til að byrja með eigi ekki að rugla saman blockchain og bitcoin. „Bitcoin getur flogið upp og niður og verið á valdi brask­ara, en það breytir ekki því að blockchain er stór­kost­leg tækni sem knýr áfram raf­mynt eins og bitcoin og blockchain býður upp á mikla mögu­leika á ýmis­konar svið­um, sér í lagi í milli­liða­lausum við­skipt­um. Það er allt að verða staf­rænt, pen­ingar eru orðnir það að ein­hverju leyti en eiga eftir að verða það alfarið í ein­hvers­konar formi. Það tekur of langan tíma að færa pen­inga milli fólks, milli landa, það er of dýrt, bank­arnir taka of mikið til sín, það er orðin almenn krafa að þessu þurfi að breyta með ein­hverjum hætti. En tökum Ísland sem dæmi:

Staf­ræn íslensk króna gæti ennþá verið í umsjá seðla­banka, gengið er skráð þar en öll við­skipti myndu verða mun lið­legri og örugg­ari; allar færslur sýni­legri, rekj­an­legar og örugg­ari með blockchain tækni. Öll umsýsla krón­unnar bygg­ist því á neti fólks sem myndi nota krón­una. Allar milli­færslur og verslun færu beint í gegn án þess að þriðju aðili, bankar eða kredit­korta­fyr­ir­tæki, kæmu þar að. Þessi tækni býður líka upp á per­sónu­vernd, milli­færslur eru nafn­laus­ar, við­skipti þín eru alltaf þín einka­mál. Frjáls við­skipti án allra landamæra.“

Ísland spenn­andi staður til að gera til­raunir

Þá vaknar eðli­lega sú spurn­ing hvort að slíkt kerfi bjóði ekki hætt­unni heim. Yrði Ísland ekki kjör­lendi fyrir skatt­svik og önnur glæp­sam­leg við­skipti ef landið tæki slíkt upp? Koenig er ekki á því. „Blockchain er listi af skrám, listi yfir allar færslur sem allir hafa aðgang að. Slíkt kerfi á að geta gert allt gegn­sætt og koma í veg fyrir skatta­skjól og slíka starf­semi sem og hvít­þvott á pen­ing­um. Það er mun auð­veld­ara að rekja við­skipt­in. Þetta er á allan hátt örugg­ari og skil­virk­ari gagna­flutn­ing­ur. Örugg­ari við­skipt­i.“

Rann­sókn Koenig byggir á smá­ríkjum í Mið- og Suð­ur­-Am­er­íku. Hann segir að Ísland hafi sér­stöðu og sé í raun afar merki­legt efna­hags­kerfi sem yrði gaman að velta fyrir sér og skoða. „Þróað efna­hags­ríki, mikil menntun og hag­sæld. Gnægð af orku­auð­lindum og í raun afar spenn­andi staður til þess að prófa að gera til­raunir í þessa átt. Blockchain-­tæknin býður upp á milli­liða­laus við­skipti sem er stór­kost­legt tæki­færi fyrir smá­ríki. Ríkið sjálft gæti verið í mun ein­fald­ari og örugg­ari fjár­hags­legum sam­skiptum við þegna lands­ins. Ég veit að íslenska krónan hefur oft verið ykkur erf­ið, til að mynda í efna­hags­hrun­inu 2008 þegar margir misstu aleig­una vegna bank­anna og slæmra ákvarð­ana sem þar voru tekn­ar. Íslend­ingar hafa rætt um upp­töku evru sem hefur bæði sína kosti og galla. Það er alltaf erfitt fyrir smá­ríki að vera háð seðla­bönkum og ákvörð­unum ann­arra ríkja. Með upp­töku evru yrði Ísland í raun algjör­lega háð þýskri efna­hags­stefn­u.“

Tel­ur Koenig þá að ­ís­lensk króna sem raf­mynt yrði örugg­ari gjald­mið­ill en evra? Hann er að minnsta kosti sann­færður um að íslensk króna sem raf­mynt yrði öllum Íslend­ingum til bóta og líka þeim sem eiga við­skipti við Ísland og vilja fjár­festa þar. Koenig segir að það væri hægt að tengja íslensku krónuna við aðra rafmyntir, eins og t.d. ethereum.„Ég veit að land eins og Eist­land hefur mik­inn áhuga að taka upp raf­mynt sem opin­beran gjald­mið­il. Eistar hafa verið að gera afar athygl­is­verðar til­raun­ir, eins og til að mynda með staf­rænan rík­is­borg­ara­rétt, nú er hægt að ger­ast rík­is­borg­ari, stofna fyr­ir­tæki og opna banka­reikn­ing í Eist­landi á innan við 10 mín­útur á net­inu. Þetta hefur stór­aukið við­skipti og fjár­fest­ingar í land­inu. Fjöl­mörg ISO blockchain fyr­ir­tæki hafa sest þar að og nú vilja Eistar ganga skref­inu lengra og taka upp raf­mynt, en þeir eru þá þegar með evru sem gerir þeim erfitt fyr­ir. En Ísland er ennþá með sína íslensku krónu, einn smæsta gjald­miðil heims, sem væri hægt, og meira segja mjög auð­veld­lega hægt að breyta í raf­mynt. Ég myndi aldrei í ykkar sporum taka upp evru eða doll­ar. Not­færið ykkur mögu­leik­ana, þið eruð með eigin gjald­mið­il, það er þessi nýja blockchain-­tækni sem er hægt að gera ýmis­legt með. Ísland er sterkt lýð­ræðisríki og vald­dreif­ing og lýð­ræði er einmitt megin hug­sjónin á bak­við blockchain. Þið gætuð skapað nýtt efna­hags­líf sem ætti sér ekk­ert sam­bæri­legt dæmi í heim­in­um. Þið eigið heims­met í net­notk­un, far­síma­notk­un. Þetta er tækni­vædd og fámenn þjóð sem hefur efni á að gera slíkar til­raun­ir. Við stöndum á kross­göt­um, það er allt að fara breyt­ast mikið og hratt á næstu árum, fjórða iðn­bylt­ingin er að bresta á, þeir sem þora að gera til­raun­ir, standa og falla með þeim, eiga eftir að hagn­ast á því síðar meir. Þeir sem vilja engu breyta, eiga eftir að brotna nið­ur. Stjórn­völd eiga að hugsa um þegn­ana sína, tryggja þeim öryggi, gera þeim lífið bæri­legra. Að skapa örugg­ara og mark­viss­ara pen­inga­kerfi og tryggja stöð­ug­leika.“

Vel hægt að vera með tvö­falt kerfi

Aðspurður um fram­kvæmd­ina þá segir Koenig að það væri vel hægt að vera með tvö­falt kerfi: raf­mynt og á sama tíma hefð­bundið pen­inga­kerfi. Það væri hægt að tengja íslensku krón­una við aðra raf­mynt­ir, eins og t.d. ether­e­um. Koenig segir að það tæki stund­ar­fjórð­ung að gera það. „En ef þið viljið gera þetta með skyn­sam­legri hætti mynduð þið skrá krón­una sem raf­mynt og velja við­eig­andi vett­vang til þess, þið mynduð hanna ykkar eigin blokk (blockchain) til þess að halda utan um mynt­ina. Á sama tíma væri áfram hægt að nota pen­inga­seðla, kredit­kort  - raf­mynt, staf­rænt pen­inga­kerfi yrði við­bót. Íslend­ingar njóta þeirrar sér­stöðu að vera ekki í ESB, ekki með evru, þess vegna getið þið prófað til­raunir í þessa átt. Þetta er Sviss að gera þessa dag­ana, Sviss­lend­ingar eru afar íhalds­samir og öruggir þegar kemur að pen­inga­málum en þeir eru leið­andi þegar kemur að til­raunum með raf­mynt. Víða í Sviss er hægt að stunda öll sín við­skipti með raf­mynt og þeir eru þá þegar byrj­aðir að umbreyta banka­kerf­inu sínu í þessa átt, ekki síst vegna þess að þetta er frjál­st, óháð ríki eins og Ísland. Sviss hafa í gengum tíð­ina þorað að fara aðrar leið­ir, t.d. í stjórn­kerf­inu. Þetta hug­rekki hefur gef­ist þeim vel.“     

Auglýsing
Koenig segir að helstu kost­irnir við það að gera íslensku krón­una að raf­mynt yrðu aukin hag­sæld og aukið öryggi. Aðal­at­riðið í breyt­ing­unni yrði ekki að gera pen­inga­kerfið alfarið staf­rænt, það er það nú þegar að stórum hluta. Blockchain-­tæknin ger­ir, að mati Koenig, allt pen­inga­kerfið hins vegar lýð­ræð­is­legra, opn­ara og heil­brigð­ara. Krónan sem raf­mynt væri ekki háð sveiflum á gjald­eyr­is­mörk­uð­um, mis­vitrum seðla­banka­stjórum, krepp­um, eða ákvörð­unum ESB eða Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðn­um. Not­endur raf­krón­unnar myndu alfarið stýra henni. Þetta ein­faldar kerf­ið.“

Blockchain er auð­vitað ekk­ert galla­laust held­ur, að sögn Koenig. Ekk­ert kerfi er full­kom­ið. „Blockchain krefst mik­illar orku, sem þið haf­ið, þetta eru þungir og miklir gagna­flutn­ingar en ég hef trú á því að þau vanda­mál verði fljót­lega leyst. Það tekur líka tíma fyrir fólk að læra á og nýta sér nýja tækni. Þess vegna er það Íslend­ingum í hag að taka þessum breyt­ingum með opnum huga.“

Hann er þó í engum vafa um að block­hain-­tæknin muni hafa mikil áhrif í kom­andi fram­tíð. „Þetta er að bresta á núna og á næstu tíu árum geri ég ráð fyrir því að um 25 pró­sent af öllum við­skiptum heims muni fara fram með þeirri tækni. Alda­mó­ta­kyn­slóðin er tækni­vædd og nýj­unga­gjörn og allar rann­sóknir sýna að þessu fólki er í nöp við bankana, telur núver­andi fjár­mála­kerfi ósann­gjarnt og ómann­úð­legt – það vill nýtt kerfi. Raf­mynt er svar við því kall­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal