Það sem kom fyrir Jónsa

Þorgeir Tryggvason mun fram að jólum skrifa um bækur. Hann tekur í dag fyrir bók Jóns Gnarr, Útlagann, sem gefin er út undir merkjum Máls og menningar.

Bækur
Auglýsing

Be exactly who you want to be, do what you want to do

I am he and she is she but you're the only you

- Crass, Big A Little A

Auglýsing

Það er óhætt að segja að Jón Gnarr sé í góðum félags­skap í sínum sjálfsævi­sögu­skrif­um. ­Sumar dáð­ustu bók­mennta­perlur okkar eru einmitt sjálfs­lýs­ingar fólks utan­ al­fara­leið­ar. Dægradvöl Bene­dikts Grön­dal, Sama­staður Mál­fríðar Ein­ars­dóttur í til­ver­unni og bróð­ur­partur höf­unda­verks Þór­bergs Þórð­ar­sonar koma upp í hug­ann. Að ógleymdum költ-klassíkerum á borð við Harm­sögu ævi minnar og Ein­ræð­u­m ­Stein­ólfs í Fagra­dal. 

Það er síðan eitt af ein­kennum hins smáa og skrítna sam­fé­lags­ okkar hvað ein­stigi sér­vitr­ings­ins, nörds­ins, útlag­ans, deilir mörg­um gatna­mótum við alfara­leið­irn­ar, eins og saga Jóns Gnarr sýn­ir. En það er nú allt í þoku­hul­inni fram­tíð þegar þriðja og nýjasta bindi sjálfsævi­sög­unn­ar lýk­ur. Með end­ur­fæð­ingu.

Ekki er Jón nú stílisti á pari við ofan­nefnt fólk. Sá háttur hans að búta við­fangs­efni sín niður í örsmáa bita og velta þeim fram og til bak­a ­fyrir sér hefur bernskan sjar­ma, en verður líka þreyt­andi, efnið missir á end­anum bragð og áferð og nið­ur­stöð­urnar sjaldn­ast óvæntar eða spenn­andi. En ­samt. Þetta er hann. Jón er van­hæfur rit­höf­und­ur, en skrifar þessar ómót­stæði­leg­u bæk­ur. Frá sam­svar­andi póli­tískum vinkli var Jón senni­lega alger­lega frá­leit­ur ­borg­ar­stjóri, þó hitt sé ekki síður satt að hann var stór­kost­legur borg­ar­stjóri og breytti sjón­ar­horn­inu sem við horfum á og metum stjórn­málin út frá. Til hins betra og von­andi til fram­búð­ar.

Jón hefur fyrir löngu áunnið sér rétt til að vera eins og hann vill. Og Útlag­inn, þessi inn­sýn í dramat­ískan hluta til­urð­ar­sögu hans, er þrátt ­fyrir allt stagl og fag­ur­fræði­legt lág­flug snilld­ar­leg á þann ein­staka hátt sem við höfum –  loks­ins – van­ist frá Jóni.

Fyrst og fremst er það hans eigin saga sem heill­ar. Bæði hið ein­staka, sér­-gn­ar­ríska, en ekki siður hitt sem við þekkjum öll. Eða í það minnsta all­ir. Kyn­þroska­sagan sem er hér í fyr­ir­ferð­ar­miklum for­grunni er al­ger­lega óborg­an­leg lesn­ing, fynd­in, sár og sönn. Komum betur að sann­gild­in­u ­síð­ar. Tíð­ar­and­inn sem gegn­sýrir bæði dvöl­ina á Núpi, hina óborg­an­leg­u svall­ferð til Ísa­fjarðar og Reykja­vík­ur­tím­ann undir lok­in, er alger­lega sann­fær­andi – um það getum við jafn­aldrar Jóns vitn­að. Já og hin púrít­anska tón­list­arsmekk­vísi. Mikið tengi ég við þetta, þó ég hafi nú bara alist upp í for­eldra­húsum og aldrei sniffað lím. Hlustað þeim mun meira á Crass. Mik­ið gladdi það mig að rifja anar­kópönkið upp í þessum félags­skap.

En fyrr eða síðar þarf nú samt ein­hver sem er ekki Jón Gnarr að ­skrifa sagn­fræði­lega, yfir­veg­aða og pott­þétta bók um notk­un hér­aðs­skóla­kerf­is­ins sem félags­fræði­legs, sál­ræns og ung­ling­a­refsi­legs úrræð­is ­fyr­ir.

Þetta er ekki sú bók. Þetta er glóru­leys­is­bók­in. Bókin um ­eft­ir­lits­leysið á vist­inni, frels­is­þrá ung­lings sem veit ekk­ert hvað hann á að ­gera með laus­ung­ina og frekar ískyggi­legt athafna­frelsi lækna­stétt­ar­inn­ar, ef ­marka má einn umtal­að­asta kafla bók­ar­inn­ar.

Hvað er satt í þess­ari bók? Er það aðal­at­rið­ið? Eða skiptir það engu máli ef sagan er góð? Þegar sögu­menn­irnir eru jafn sér á parti, og jafn­ heift­ar­lega umdeild­ir, og Jón Gnarr eru alla­vega fáir á ferli á milli­veg­in­um ­sem fer aug­ljós­lega næst hinu rétta svari.

Ég veit það ekki. Mér finnst samt að sá sem lýsir hópnauðgun í ævi­sögu sinni og mætir í við­töl og talar um hvað reynslan af að skrifa bók­ina hafi verið erf­ið, þá verði höf­und­ur­inn að standa við stað­reynd­irn­ar. Þetta er ekki skáld­saga. Það var fleira fólk á Núpi sem hefur annað og betra að gera en að berja af sér það sem Jón kýs að krydda með sína mögn­uðu þroska­sögu. Ef það sem hann segir frá er ekki satt.

Ég veit ekk­ert um það. Ég les fram­hjá þessu og horfi á þessa maka­lausu mann- og ald­ar­fars­lýs­ingu og nýt þess að fá þetta ein­staka sjón­ar­horn á kunn­ug­legan tíma og ein­kenni­lega ­mann. Útlag­inn er ein merki­leg­asta bók árs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None