Jón Gnarr tilkynnir á föstudag hvort hann ætli í forsetaframboð

Jón Gnarr, dagskrárstjóri 365, ætlar að tilkynna á föstudag í einum af miðlum 365 hvort hann ætli að gefa kost á sér í framboð til forseta Íslands. Hann segist ætla að liggja undir feldi þangað til.

Sunna Valgerðardóttir

Jón Gnarr, dag­skrár­stjóri 365 og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, ætlar að til­kynna á föstu­dag­inn næst­kom­andi hvort hann ætli að bjóða sig fram til for­seta Íslands í næstu for­seta­kosn­ing­um. 

„Ég ætla bara að liggja undir feldi þangað til," segir Jón í sam­tali við Kjarn­ann. 

Aðspurður hvort hann ætli að til­kynna málið í einum af miðlum 365 svarar hann því ját­andi. Það verður þá vænt­an­lega í föstu­dags­blaði Frétta­blaðs­ins, á Bylgj­unni, X-inu, FM957, Vísi.is eða Stöð 2. 

Auglýsing

Jón sagði í Jóla­vöku RÚV, 20. des­em­ber síð­ast­lið­inn, að honum þætti verk­efnið spenn­andi og hann „væri alveg til í að vera for­set­i." Margir hafi rætt um það við hann, en hann væri þó ekki alveg viss hvort hann væri til­bú­inn í það á þessum tíma­punkt­i. 

Í mars síð­ast­liðnum skrif­aði Jón pistil í Frétta­blaðið þar sem hann sagð­ist hins vegar ekki ætla að bjóða sig fram til for­seta. Þá hafði könnun sem blaðið birti nokkrum mán­uðum áður sýnt að 47 pró­sent aðspurðra vildu Jón í emb­ætt­ið. Í pistl­inum sagð­ist Jóni óa við þeirri til­hugsun að verða hluti af þeim „öm­ur­lega og hall­æris­lega kúlt­úr" sem íslensk stjórn­mála­menn­ing sé. Hann sagð­ist þá ekki ætla að gera fjöl­skyld­unni sinni það að „standa aftur and­spænis freka kall­in­um", sem hafi til­einkað sér til­ætl­un­ar­semi, frekju og dóna­skap í dag­legum sam­skipt­u­m. 

"Ég hef því tekið þá ákvörðun að ég mun ekki bjóða mig fram til for­seta Íslands í þetta skipt­ið. Kannski ein­hvern tíma seinna," sagði Jón í grein sinni fyrir tæpu ári.   

Nú hefur hann nýlokið við að skrifa 10 þátta sjón­varps­s­er­íu, Borg­ar­stjór­ann, sem er að fara í fram­leiðslu á næst­unni hvar hann leikur tit­il­hlut­verk­ið. Í stöðu­færslu sem hann skrif­aði á Face­book í síð­ustu viku fram kom meðal ann­ars að hann sé líka að skoða mögu­leika á því að gera sér­stakan jóla- og ára­móta­þætti af Næt­ur­vakt­inn­i. 

For­seta­kosn­ing­arnar fara fram 25. júní næst­kom­andi. Nú þegar hafa nokkrir til­kynnt um fram­boð: Þor­grímur Þrá­ins­son rit­höf­und­ur, Elísa­bet Jök­uls­dóttir rit­höf­und­ur, Ást­þór Magn­ús­son, for­svars­maður Friðar 2000, Hildur Þórð­ar­dóttir þjóð­fræð­ing­ur, Ari Jós­eps­son skemmti­kraftur og Sturla Jóns­son bíl­stjóri. 

Meira úr Kjarnanum

61% líkur á að vinstrikvartettinn geti myndað meirihluta

Flokkarnir fjórir sem hafið hafa þreifingar um meirihlutasamstarf að loknum kosningum fengu eins manns meirihluta í aðeins 61% 100.000 sýndarkosninga í Kosningaspánni.
Fréttaskýringar 26. október 2016 kl. 20:00

Hættum að svelta listamennina

Aðsendar greinar 26. október 2016 kl. 18:00

Drekasvæðið og norðurslóðaþversögnin

Aðsendar greinar 26. október 2016 kl. 16:00

Styrkur koltvísýrings í sögulegu hámarki

Fólk 26. október 2016 kl. 15:00

Ekkert heyrst frá íslenskum stjórnvöldum

Íslensk stjórnvöld hafa vitað í rúm tvö ár að þau hafi gerst brotleg við EES-samninginn með ólöglegri ríkisaðstoð. Ríkið var dæmt vegna málsins í sumar, en eftirlitsstofnun EFTA hefur ekkert heyrt frá stjórnvöldum.
Innlent 26. október 2016 kl. 13:00
Kvikan

RVK-stjórn veltur á hvort Samfylking nái bara mjög vondri kosningu

26. október 2016 kl. 11:30

0,1 prósent landsmanna á 187 milljarða í eigin fé

Nokkur hundruð manna hópur Íslendinga jók hreina eign sína um 20 milljarða króna í fyrra. Eignir hópsins hafa ekki aukist um fleiri krónur milli ára frá því fyrir hrun. Eigið fé allra landsmanna jókst um 123 milljarða í fyrra.
Fréttaskýringar 26. október 2016 kl. 10:23

Um hvað snýst uppboðsleiðin? Horft til Færeyja

Eitt stærsta mál þessara kosninga snýst um hina svonefndu uppboðsleið eða markaðsleið í sjávarútvegi.
Fréttaskýringar 26. október 2016 kl. 9:00