#stjórnsýsla

Baldur Guðlaugsson metur hæfni skrifstofustjóra í atvinnuvegaráðuneyti

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Baldur Guð­laugs­son lög­fræð­ingur hefur verið skip­aður for­maður hæf­is­nefndar sem á að meta umsækj­endur um starf skrif­stofu­stjóra í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, skipar nefnd­ina. Gylfi Dal­mann Aðal­steins­son, dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, og Helga Hlín Hákon­ar­dóttir lög­fræð­ingur eru einnig í nefnd­inn­i. 

Starfið sem um ræðir er starf skrif­stofu­stjóra við­skipta-, nýsköp­unar og ferða­þjón­ustu, en það var nýlega aug­lýst laust til umsókn­ar. Alls sóttu 38 manns um starf­ið, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­in­u. 

Baldur Guðlaugsson Baldur Guð­laugs­son var árum saman ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Hann var færður til í starfi eftir að ný rík­is­stjórn tók við árið 2009 og yfir í mennta­mála­ráðu­neyt­ið. Hann lét af störfum þar í októ­ber 2009 í kjöl­far þess að sér­stakur sak­sókn­ari hóf rann­sókn á mögu­legum inn­herj­a­við­skiptum Bald­urs í aðdrag­anda banka­hruns­ins, en hann seldi bréf sín í Lands­bank­anum í sept­em­ber 2008 fyrir um 192 millj­ónir króna. Þann 7. apríl 2011 var Baldur dæmdur í tveggja ára fang­elsi í hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Sá dómur var stað­festur í Hæsta­rétti í febr­úar 2012. Baldur lauk afplánun sinni á árinu 2013. Hann hefur starfað sem ráð­gjafi á lög­manns­stof­unni Lex frá haustinu 2012.

Auglýsing

Þriggja manna hæfn­is­nefndir eru venju­lega skip­aðar þegar aug­lýst eru störf ráðu­neyt­is­stjóra og skrif­stofu­stjóra í ráðu­neyt­um. Til­gang­ur­inn er að stuðla að því að val á þessum emb­ætt­is­mönnum ráð­ist af hæfni umsækj­enda og grund­vall­ist á ráðn­ing­ar­ferli þar sem jafn­ræði og gagn­sæi eru höfð að leið­ar­ljósi. Það er við­kom­andi ráð­herra sem skipar nefnd­ina hverju sinni og á hann sam­kvæmt reglum að gæta þess að „þar sé fyrir hendi góð þekk­ing á starf­semi Stjórn­ar­ráðs Íslands og mannauðs­mál­u­m.“ 

Hæfn­is­nefndir fá greiddar þókn­anir fyrir störf sín, en það er þókn­ana­nefnd sem ákveður laun nefnd­ar­manna á grund­velli erindis og gagna frá við­kom­andi ráðu­neyt­i. 

Athuga­semd klukkan 15:30: Upp­haf­lega stóð í frétt­inni að Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, skipi nefnd­ina, en það er Sig­urður Ingi, vegna þess að hann fer með starfs­manna­mál í ráðu­neyt­inu sem þau deila. Skrif­stofan heyrir hins vegar undir Ragn­heiði Elín­u. 

Meira úr Kjarnanum
Guðni með minna forskot en kannanir sýndu
Fyrstu vísbendingar upp úr kjörkössunum benda til þess að mun fleiri hafi greitt Höllu Tómasdóttur atkvæði sitt en skoðanakannanir bentu til í aðdraganda kosninga.
Innlent 25. júní 2016 kl. 22:46
Fleiri kjósa nú en í síðustu forsetakosningum
KJörsókn er betri í núverandi forsetakosningum heldur en þeim sem voru 2012. Klukkan 17 höfðu rúmlega 40 prósent kosningabærra kosið í Reykjavík.
Innlent 25. júní 2016 kl. 18:05
Fimmtán ríkustu Bretarnir töpuðu 5,5 milljörðum punda á einum degi
Ríkustu Bretarnir fóru illa út úr svörtum föstudegi á mörkuðum.
Erlent 25. júní 2016 kl. 16:00
Glerfínir og glaðbeittir frambjóðendur á kjörstað
Flestir forsetaframbjóðendur hafa nú kosið á sínum kjörstöðum. Guðni Th. Jóhannesson mætti fyrstur frambjóðenda klukkan 10 í morgun.
Innlent 25. júní 2016 kl. 14:05
Gleðilegan kjördag - notið kosningaréttinn!
Pæling dagsins 25. júní 2016 kl. 9:00
Samið við flugumferðarstjóra
Samningar undirritaðir á þriðja tímanum í nótt.
Innlent 25. júní 2016 kl. 4:12
Guðni leiðir en Halla bætir mikið við sig
Guðni Th. Jóhannesson mun standa uppi sem sigurvegari forsetakosninganna samkvæmt kosnignaspánni. Hann mælist með 45,8 prósent fylgi. Kjörsókn getur skekkt niðurstöður kosningaspárinnar miðað við úrslit kosninga.
Fréttaskýringar 24. júní 2016 kl. 21:00
Breytt heimsmynd
Ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu er mikil heimspólitísk tíðindi. Fjárfestar hafa brugðist við tíðindunum með neikvæðum hætti. Óvissan um hvað sé framundan er algjör.
Fréttaskýringar 24. júní 2016 kl. 20:00